Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 11
Stríðið í Úkraínu snýst ekki um
landrými, auðlindir, tungumál eða
árekstra þjóðarbrota, hvað sem
líður réttlætingum. Það snýst um
sjálft þjóðskipulagið, valdakerfið.
Pútín og klíkan kringum hann
getur ekki liðið það að í túnfæt-
inum nái að blómstra þjóðskipulag
sem gæti orðið Rússum fyrirmynd
um að eitthvað annað sé mögulegt
en sá kapítal-kommúnismi sem
ríkir í landinu.
Alræði auðmannanna
Okkur er kennt að kapítalismi og
kommúnismi séu ítrustu hugsan-
legu andstæður samfélagsgerðar
sem annars vegar byggist á sam-
eign og félagshyggju og hins vegar
séreign og einstaklingshyggju.
Samt hafa gömlu kommúnistaríkin
sem ekki gengu í gegnum lýðrétt-
indabyltingu þróast á þann veg að
verstu einkenni beggja samfélags-
gerða ráða för: fáræði kommúnism-
ans og misskipting kapítalismans.
Í stuttu máli var kenning Leníns
sú að alþýðan gerði byltingu, tæki
yfir stjórn framleiðslutækjanna
og samfélagsins, losaði sig við kapít-
alista, setti á fót Alræði öreiganna,
sem þróaðist í lýðræðisátt svo að
úr yrði sósíalismi sem þróaðist yfir
í kommúnisma – lokastigið – hið
fullkomna þjóðfélag þar sem við
framleiðum eftir getu og tökum
eftir þörfum.
En til að koma öllu þessu samlæti
í kring þyrfti harðsnúna úrvals-
sveit, rauða framvörðinn, komm-
únistaflokkinn sem stjórnað væri
af aga og festu og ríkti í umboði
alþýðunnar, sem reyndar væri ekki
fengið í lýðræðislegum kosningum
heldur fremur samkvæmt sögulegri
nauðsyn og díalektískum lögmál-
um, eins og útskýrt var í afar löngu
og alltyrfnu máli í marxískum
fræðum.
Í þessari fáræðishugmynd býr
fræið að núverandi óligarkakerfi
kapítal-kommúnismans. Úr alræði
öreiganna varð til alræði auð-
mannanna. Byltingin í Rússlandi
1917 var valdarán lítillar klíku
menntamanna í nafni alþýðu og sú
klíka hefur að breyttu breytanda
haldið völdum þar síðan, með
tilheyrandi forréttindum sem
haldið er í með öllum ráðum, þar
á meðal innrásum í nágrannaríki
sem gerast líkleg til að feta braut
lýðræðis og mannréttinda, og vilja
innsigla það með aðild að Evrópu-
sambandinu – og auðvitað Nató.
Nató og nallinn
Það var gaman að sjá þau í sjón-
varpinu Katrínu Jakobsdóttur og
Stoltenberg, jafnaðarmannaleið-
toga í Noregi, meðal annars þegar
Breivik vann sitt hryðjuverk en
núverandi aðalritara Nató. Ekki fór
á milli mála að hér hittust leið-
togar systkinaþjóða. Ekki var að sjá
eða heyra að forsætisráðherrann
íslenski væri ýkja andvíg þessu
bandalagi, þótt svo eigi að heita að
flokkur hennar vilji að Íslendingar
gangi úr því. Um það er víst ekki að
fást – krafan um úrsögn úr Nató er á
einhvern hátt í DNA Vg og senni-
lega er jafn erfitt fyrir flokkinn að
láta af henni og það væri honum að
framfylgja henni.
Í mínu ungdæmi leit maður
á Nató sem bandalag kringum
heimsvaldastefnu, arðrán og
kúgun. Ríki þess stóðu í frá-
leitum hernaði á hendur fátækum
bændum í Víetnam. Manni fannst
Kapítal-kommúnismi
sem það magnaði kjarnorkuógnina
yfir okkur, og stæði fyrir gleði-
snauða og svarthvíta heimsmynd
kalda stríðsins. Maður vildi ekki
heri þess nærri sér og vildi ekki
að íslenska þjóðin væri í félags-
skap gömlu nýlenduveldanna sem
notuðu hervald til þess að hræða
alþýðu arðrændra landa frá því að
rísa upp og taka í eigin hendur auð-
lindir sínar.
Nú er maður aðeins farinn að
líta þetta öðrum augum, eins og
gengur. Svo sannarlega er saga
bandalagsins full af mistökum og
röngum ákvörðunum, ekki síst í
kjölfar árásarinnar á Tvíburaturn-
ana í New York, þegar anað var út
í heimskuleg stríð með þá reglu að
leiðarljósi að árás á einn meðlim
jafngilti árás á alla meðlimi – og
var ráðist inn í Írak og Afganistan
vegna hryðjuverks sem framið
hafði verið undir forystu sádi-
arabísks manns með sádi-arabíska
uppsuðu af Íslam að leiðarljósi.
Alls konar mistök: Samt skynjar
maður að þetta er varnarbandalag
lýðræðisþjóða, opinna fjölmenn-
ingarsamfélaga þar sem virðing er
borin fyrir mannréttindum. Nató
reynist nú Eystrasaltslöndunum
ómetanlegt skjól en að sama skapi
mega nú Finnar og Svíar búa við
ógnanir Rússa ef þeir dirfist að láta
verða af því að ganga í bandalagið.
Allt í einu hefur Pútín tekist að
gefa Nató visst lögmæti eftir lang-
varandi hrakföll og allt í einu hefur
honum tekist að þjappa löndum
Evrópu saman um nauðsyn þess að
standa vörð um grundvallargildi
mannréttinda og lýðræðis.
Jafnvel innan Enhedslistans
danska (yst á vinstri vængnum þar)
ríkir nú óeining að sögn um þetta
bandalag. Sumir þar virðast átta
sig á því að í opnum og frjálsum
fjölmenningarsamfélögum þeirra
ríkja sem mynda Nató er alveg hægt
að syngja Nallann fullum hálsi – og
byggja réttlátt þjóðfélag. n
n Í dag
Guðmundur Andri
Thorsson
Sölusýning
Tilboðsbæklingurinn okkar er kominn út. Hann er fullur af
gæðatækjum á sérstöku tilboðsverði sem gildir í mars.
Í tilefni þess bjóðum við afslátt af öllum vörum á morgun,
laugardaginn 5. mars, sem eru ekki nú þegar á tilboði.
Opið frá 11-16.
Athugið að þessi kjör gilda aðeins um
heimilistækjahlutann í vefversluninni.
Skoðaðu nýja
tilboðsbæklinginn
okkar á sminor.is!
Gildir til og með 31. mars 2022 eða á meðan birgðir endast.
Traust
tæki á
tilboðsverðiHjá okkur færðu þýsk gæðatæki frá Siemens, Bosch og Gaggenau. Við bjóðum fjölda glæsilegra tækja á sérstöku tilboðsverði nú í mars.
Afsláttarkóði í vefverslun: mars
FÖSTUDAGUR 4. mars 2022 Skoðun 11Fréttablaðið