Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 24
Ég held að þessi saga eigi mikið erindi vegna þess að hún virðist hreyfa við fólki, ekki síst vegna þess að það virðist geta speglað sig í henni. BRÆÐINGURBrakandi ferskur 10 kynningarblað 4. mars 2022 FÖSTUDAGURKviKmyndir mánaðarins Tinna Hrafnsdóttir, leik- stjóri og handritshöfundur myndarinnar Skjálfta, sem gerð er eftir samnefndri bók Auðar Jónsdóttur, segir kveikjuna að myndinni hafa verið að hún hafi kolfallið fyrir sögunni þegar hún las bókina. Henni hafi fundist hún smellpassa sem kvik- mynd. Þetta sé drama, mikil átök. olafur@frettabladid.is „Þetta er saga sem ég held að margir geti speglað sig í þar sem hér er sögð saga af fjölskyldu sem getur ekki tekist á við þann veru­ leika sem hún hefur upplifað. Ákveðinn atburður gerist í for­ tíðinni sem við vitum ekki hver er eða hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru.“ Aðalpersónan, Saga, fær heiftar­ legt flogakast á göngu með sex ára syni sínum og missir minnið. Hún reynir í kjölfarið að átta sig á lífi sínu en þar sem hún er einstæð móðir reynir hún að fela afleiðing­ arnar og hversu lítið hún man af ótta við að henni verði ekki treyst fyrir syninum. Upphefst þá ferli sem felst í því að hún fer að rannsaka sjálfa sig og eigið líf, hvernig það er og hvers vegna. Sagan fær þá yfirbragð ráð­ gátu þar sem smátt og smátt er flett ofan af sannleikanum. „Þetta fannst mér mjög áhuga­ vert fyrir kvikmyndaformið. Ég sá fyrir mér að ég gæti sett áhorf­ andann í sömu spor og Sögu, þar sem hún og áhorfandinn þyrftu í sameiningu að átta sig á hlutunum, leggja saman tvo og tvo og reyna að komast að því hvaða leyndar­ mál þetta er sem fjölskyldan býr yfir,“ segir Tinna. „Þegar ég segi sögur finnst mér mikilvægt að ég tengi við þær per­ sónulega, að minnsta kosti þekki vel þann heim sem þær miðla. Sjálf hafði ég gengið í gegnum hluti sem eru ekkert ósvipaðir þeim sem Saga gengur í gegnum. Persónuleg mynd Í mínu lífi gerðust hlutir sem tók mig smá tíma að átta mig á og finna út úr hvernig ég átti að vinna úr. Þess vegna brann ég fyrir að segja þessa sögu og tengdi svo sterkt við þá afhjúpun sem aðalpersónan gengur í gegnum og þann lærdóm sem hún öðlast.“ Þannig að þetta er persónuleg mynd af þinni hálfu? „Já, að vissu leyti. Og það sama má segja um Auði. Hún er sjálf f logaveik og hefur tekist á við hluti í sínu lífi sem hún byggir að mörgu leyti verk sín á því þó að sögurnar hennar séu að sjálfsögðu skáld­ skapur þá sækir hún gjarnan í þann heim sem hún þekkir. En þarna fann ég mína eigin speglun, minn eigin hljómgrunn og ég sá fram á að þarna væri komin saga sem gæti orðið bæði spenn­ andi og áhugaverð á hvíta tjaldinu.“ Ólíkir miðlar Tinna segist hafa þurft að breyta mjög miklu þegar hún skrifaði handritið. Bókin og kvikmyndin séu svo ólíkir miðlar. Talsvert hafi þurft að breyta til að gera bókina að kvikmynd. Bæta þurfti við senum og henda jafnvel út og bæta við persónum. „Í bókinni er Saga mjög passífur karakter. Lesandinn er mikið inni í hausnum á henni en í myndinni þarf hún að vera aktífari og það var kannski mesta áskorunin mín.“ Tinna segist hafa borið það oft undir Auði hvort hún vildi ekki lesa handritið vegna þess að hún væri að breyta svo miklu, en hún vildi ekki skipta sér af þessu, sagði Tinnu bara að segja þessa sögu með sínu nefi, þannig yrði hún sönnust út frá því sem hún vildi skila af sér. Hún segir söguna sjálfa ekki hafa tekið breytingum heldur einungis frásagnarmátann. Tinna segir myndina hafa fengið viðbrögð á þann veg að hún haldi fólki á tánum. Haldi því spenntu, það sé forvitið og vilji fá að vita hvers vegna hlutirnir séu eins og þeir eru. „Margir sem hafa séð myndina hafa sagt við mig: „Þetta er bara saga um mig. Ég get sagt þér svipaða sögu af minni fjölskyldu – það var aldrei talað um þetta og það var aldrei talað um hitt.“ Þetta á ekki síst við núna á þess­ um tímum þegar fólk er að stíga fram og segja frá hinu og þessu. Ég held að þessi saga eigi mikið erindi vegna þess að hún virðist hreyfa við fólki, ekki síst vegna þess að það virðist geta speglað sig í henni.“ Myndinni frábærlega tekið Skjálfti er fyrsta leikna kvikmynd Tinnu í fullri lengd. Áður hefur hún gert tvær stuttmyndir. „Mér fannst mikil ábyrgð að gera vinsæla bók að mynd. Maður ber ábyrgð bæði gagnvart höfundi bókarinnar og líka gagnvart áhorfendum.“ Fyrirmyndir sínar sækir Tinna í fólk sem henni finnst segja áhuga­ verðar sögur. „Ég er til að mynda mjög hrifin af myndunum hans Benna Erlings. Hann kemur úr leikhúsinu eins og ég og segir sínar sögur með sínu nefi. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hann gerir það enda hefur hann uppskorið mikið lof fyrir. Að vissu leyti má segja að hans góði árangur hafi styrkt mitt sjálfstraust til að fara þessa leið líka.“ Af erlendum leikstjórum hrífst Tinna af Ruben Östlund sem gerði The Square og Force Majeure. Fyrir The Square vann hann Gullpálm­ ann í Cannes Skjálfti er Reykjavíkurmynd, en aðeins er farið upp í Hvalfjörð. „Mér fannst spennandi að gera mynd sem gerist í Reykjavík. Hallgríms­ kirkjuturn er áberandi í myndinni, svona eins konar kjarni eða miðja í gegnum hana alla en án hans væri engin miðja í borginni. Mér finnst hann líka svo fallegur. Myndin er tekin einmitt í veðri eins og verið hefur undanfarið, miklum snjó. Ég bað til guðs að ég fengi snjó því Saga er í áberandi rauðri kápu sem ber mjög skemmti­ lega við hvítan snjóinn. Og ég var heppin. Ég fékk þann snjó sem ég bað um.“ Þegar myndin verður frumsýnd hérna heima núna í lok mars verður búið að sýna hana á kvikmynda­ hátíðum í fjórum löndum og fyrstu viðtökur hafa verið vonum framar. Hún hefur fengið mikla umfjöllun og dómarnir hafa verið glimrandi góðir. „Gagnrýnendur hafa einmitt verið hrifnir af þeirri leið sem er farin að sögunni, hvernig fléttast smátt og smátt ofan af henni og því að áhorfandinn er jafn týndur og Saga sjálf. Nína Dögg Filippusdóttir átti að leika systur Sögu en þegar tökurnar færðust til sköruðust þær við tökur á Verbúðinni svo að hún varð að segja sig frá hlutverkinu í Skjálfta. Þá voru góð ráð dýr, en Tinna fékk góða hvatningu frá þeim sem unnu myndina með henni til að taka hlutverkið að sér sjálf, sem varð ofan á. „Ég þekkti per­ sónuna út og inn þar sem ég skrifaði handritið sjálf, svo það varð lítið mál fyrir mig að gefa systurinni Jóhönnu líf,“ segir Tinna Hrafns­ dóttir og gerir sig klára fyrir ferð til New York. Skjálfta þarf að kynna um allan heim. n Flest getum við speglað okkur í þessari sögu Tinna Hrafns- dóttir féll fyrir bók Auðar Jóns- dóttur, Stóra skjálfta, gat ekki lagt hana frá sér og varð stað- ráðin í að færa söguna á hvíta tjaldið. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.