Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 36
odduraevar@frettabladid.is
Heyra mátti harmakvein þúsunda
hlustenda vinsælasta hlaðvarps
landsins, Drauga fortíðar með þeim
Flosa Þorgeirssyni og Baldri Ragnars
syni, þegar þeir tilkynntu í vikunni
að þeir væru á leið í frí.
„Þetta hefur vakið meiri athygli
en ég átti von á,“ segir Flosi um við
brögðin. Í hlaðvarpinu ræða þeir
Baldur allt á milli himins og jarðar
svo lengi sem það tengist mannkyns
sögunni. Flosi er einmitt sagnfræð
ingur þótt hann sé þekktari fyrir að
vera gítarleikari í HAM. Hann segist
á léttu nótunum ekki kenna í brjósti
um æsta aðdáendur hlaðvarpsins.
„Við vorum alveg á því að við
skulduðum engum neitt nema okkur
sjálfum, enda búnir að standa vakt
ina vikulega síðan í maí 2020,“ segir
Flosi.
„Við fundum það bara á okkur
að þetta hentaði okkur vel, að taka
okkur hlé. Ég með mitt þunglyndi,
ég áttaði mig ekki á því að ég þoli
ekki jafn mikið álag og venjulegir
menn. Ég vil gleyma því og dett í
íslenska karlmanninn sem ætlar
bara að massa allt,“ segir Flosi.
„Ég skráði mig í fullt mastersnám
og því fylgir náttúrulega kvíði og
spenna og áður en ég vissi þá var ég
búinn að krassa í eitthvert þung
lyndi og sagði Baldri að ég vildi helst
taka pásu og hann sagði að þessi
tímapunktur hentaði sér bara mjög
vel,“ segir Flosi.
„Baldur vissi að ég væri að fara
að tala við þig og hann vildi endi
lega að ég myndi koma einhverjum
orðrómi af stað um að við værum
orðnir rosalegir óvinir. Ég bara get
það ekki. Ég get ekki logið svoleiðis.
Hann gæti það kannski,“ segir Flosi
hlæjandi.
„Ég átti að segja eitthvað eins og
„Baldur er dauður fyrir mér,“ en ég
get það ekki. Við erum alveg jafn
góðir vinir og ætlum að gera meira
saman, engin spurning,“ segir Flosi
sem segir nóg eftir í sarpinum, þeir
séu alls ekki alfarið hættir. n
Flosi ekki til í að skrökva um rifrildi
Strákarnir eru með eitt vinsælasta
hlaðvarp landsins. Mynd/Aðsend
Þóra Karítas fór, stundum á
tvöföldum hraða, í gegnum
vinsælar norrænar glæpa
sögur fyrir sjónvarpsþættina
Morð í norðri þar sem hún
kannar hvað veldur því að vel
ferðarsamfélög eru jafn frjór
jarðvegur reyfara og raun og
miklar vinsældir bera vitni.
toti@frettabladid.is
Sjónvarp Símans er byrjað að
sýna þættina Morð í norðri þar
sem leikkonan og rithöfundurinn
Þóra Karítas Árnadóttir yfirheyrir
nokkra þekktustu krimmahöfunda
Norðurlanda; Danina Söru Blædel
og Jussi Adler Olsen, Svíana Lars
Kepler og Viveca Sten, Finnana Kati
Hiekkapelto og Antti Toumainen,
Agnes Ravatn og Gunnar Staalesen,
frá Noregi, að ógleymdum Íslend
ingunum Yrsu Sigurðardóttur og
Ragnari Jónassyni.
„Þetta var bara ótrúlega gaman
að hitta þau og það er alltaf gaman
að tala við skapandi einstaklinga
sem eru að fást við svipaða hluti og
sjá hvernig þeir vinna,“ segir Þóra
um þennan fjölbreytta og ólíka
hóp höfunda sem allir eiga þó sam
eiginlegt að fjalla um morð og aðra
ofbeldisglæpi í verkum sínum.
Þóra segist hafa lagt upp með
að gera þætti með víða skírskotun
meðal annars með því að heim
sækja höfundana og sögusvið vin
sælustu bóka þeirra og draga þannig
fram kennileiti hvers lands fyrir sig
og innblásturinn sem höfundarnir
sækja í umhverfi sitt.
Hraðnámskeið í glæpum
Lögreglumaðurinn og handrits
höfundurinn Ragnar Jónsson kom
upphaf lega með hugmyndina að
Morði í norðri til Þóru og sagðist
ekki skilja af hverju það væri ekki
löngu búið að gera svona viðtals
þætti við glæpasagnahöfunda á
Norðurlöndunum.
Þóra sá strax möguleikana í hug
myndinni og að hún væri þarna
komin með sitt næsta verkefni. „Af
því að ég var nýbúin að gefa út bók
og var ekki alveg tilbúin til að fara
að demba mér í skrif strax aftur,“
segir Þóra sem kynnti hugmyndina
fyrir Pálma Guðmundssyni, dag
skrárstjóra Sjónvarps Símans, sem
sló til.
„Þá fór ég bara á fullt að lesa og
notaði Storytel mikið og hlustaði
stundum á tvöföldum hraða af því
ég var svo mikið að reyna að ná alla
vegana einni til tveimur bókum
eftir hvern höfund,“ segir Þóra og
hlær þegar hún viðurkennir að hún
hafi ekki verið neitt sérstaklega
fyrir glæpasögur fyrr en hún byrjaði
að undirbúa Morð í norðri.
„Ég hafði náttúrlega lesið eitt
hvað á íslensku eftir Ragnar og Yrsu
en annars var ég í rauninni bara á
glæpasagnanámskeiði á meðan ég
var að lesa og undirbúa mig fyrir
þetta.“
Skuggahliðar Skandinavíu
Morð og aðrir glæpir eru vitaskuld
helsta sameiningartákn þeirra ell
efu höfunda sem Þóra ræddi við en
að öðru leyti eru þau, sögur þeirra
og efnistök um margt ólík og öll
hafa þau einhverja sérstöðu.
„Það var samt kannski svolítið
gaman að sjá að öll eru þau með
einhver eldfim samfélagsleg mál
efni sem þau læða inn í bækurnar
þannig að það er alltaf verið að
draga fram einhverja skuggahlið á
þessu svona annars fyrirmyndar
ríki sem tengist hugmyndinni um
Skandinavíu.
Þessir glæpasagnahöfundar láta
sig greinilega ýmislegt varða en þau
eiga líka öll sameiginlegt að vera
bara alveg megahresst, sjarmerandi
og skemmtilegt fólk sem auðvelt er
að tala við.“
Glæpsamleg jafnréttisstefna
Þóra segist hafa verið ákveðin í að
hafa kynjahlutföllin jöfn í þáttun
um og hún hafi því talað við karl og
konu í hverju landi og eina skekkjan
felist í sænska Lars Kepler sem er í
raun tvær manneskjur og höfundar
nafn hjónanna Alexöndru Coelho
og Alexanders Ahndoril.
Þá eru andstæður borgar og
sveitar dregnar fram í hverju landi
fyrir sig og umhverfinu leyft að
njóta sín sem merkingarbær hluti
af umgjörðinni.
„Þetta var bara í anda höfund
anna. Hresst, fallegt og skemmti
legt eða bara eins og þetta í raun
og veru var og við fáum þessa kont
rasta sem er náttúrlega myndatöku
manninum okkar, Steingrími Jóni
Þórðarsyni, að þakka. Hann vann
allt Sjálfstætt fólk með Jóni Ársæli
og er ofboðslega öflugur,“ segir Þóra
og bætir við að Steingrímur klippi
einnig þættina. Þá segir hún ekki hjá
því vikist að nefna tónlist Eðvarðs
Egilssonar sem setji einnig sitt mark
á þættina.
Glæpareisubók
Morð í norðri eru sýndir á fimmtu
dagskvöldum klukkan 20.30 í
opinni línulegri dagskrá Sjón
varps Símans en serían er einnig öll
aðgengileg með Premiumaðgangi.
„Fólk er að horfa á þetta í beit sem
er mjög skemmtilegt,“ segir Þóra.
„Þá færðu allt ferðalagið um Skand
inavíu á einu bretti og ef þú þekkir
ekki höfundana þá færðu hugmynd
um hvern þig gæti langað að lesa.
Vegna þess að þetta eru ólíkir höf
undar sem er líka mjög skemmti
legt. Þau hafa öll sinn stíl þótt glæpir
séu alltaf viðfangsefnið og það er
ábyggilega þess vegna sem gróskan
er svona mikil í þessu.“ n
Þóra brunaði glæpabrautina á tvöföldum hraða
Viðmælendur Þóru
Ísland
Yrsa Sigurðardóttir
Ragnar Jónasson
svíþjóð
Lars Kepler (Alexandra Co-
elho og Alexander Ahndoril)
Viveca Sten
Finnland
Kati Hiekkapelto
Antti Toumainen
noregur
Agnes Ravatn
Gunnar Staalesen
danmörk
Jussi Adler Olsen
Sara Blædel
Þóra var hæstánægð með ánægjulegan fund með töffaranum Jussi Adler Olsen í Árósum. Mynd/steingrÍMur Jón
Yrsa Sigurðardóttir og Þóra sem þakkar henni og Ragnari
Jónassyni hversu vel gekk að fá kollega þeirra í þáttinn.
Ragnar Jónasson á söguslóðum ásamt löggum tveimur,
einum einkennisklæddum og nafna sínum Jónssyni.
Það var samt kannski
svolítið gaman að sjá
að öll eru þau með
einhver eldfim sam-
félagsleg málefni sem
þau læða inn í bæk-
urnar.
20 Lífið 4. mars 2022 FÖSTUDAGURFréttablaðiðLíFið Fréttablaðið 4. mars 2022 FÖSTUDAGUR