Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 20
 Hann biður eina manninn sem hann veit að hann ætti ekki að biðja um aðstoð. Undir hand- leiðslu Professor Mar- malade, sem er hroka- fullur (en krúttlegur) naggrís, ætla Þrjót- arnir að sannfæra heiminn um að þeir hafi snúið við blað- inu. Aldrei nokkurn tíma hefur neinum mistekist jafn hrapalega að vera góðir eins og Þrjótunum. Þrjótarnir er ný spennuteikni- mynd frá Dreamworks, byggð á samnefndri metsölubókaseríu. Afburðahópur útlægra glæpadýra ætlar að leggja í sitt stærsta og erfiðast verkefni frá upphafi – að verða fyrirmyndarborgarar. Vinirnir fimm eru alræmdir sem Þrjótarnir – fingralangi vasa- þjófurinn Mr. Wolf, hinn oflætis- fulli Mr. Snake sem opnar peninga- skápa eins og þeir væru úr blikki, konungur dulargervanna, Mr. Shark, uppstökka vöðvabúntið, Mr. Piranha, og hin orðhvassa Ms. Tarantula, sem líka er þekkt sem Webs. Eftir að hafa framið óteljandi afbrot í áraraðir og fyrir löngu orðnir eftirlýstustu þorparar í heimi er gengið loks komið í hendur réttvísinnar. Mr. Wolf gerir samning (sem hann hefur alls ekki í hyggju að standa við) til að koma í veg fyrir að þau fari í fangelsi. Þrjótarnir ætla að verða góðir. Undir handleiðslu Professor Marmalade, sem er hrokafullur (en krúttlegur) naggrís, ætla Þrjótarnir að sannfæra heiminn um að þeir hafi snúið við blaðinu. En bráðum fer Mr. Wolf að gruna að með því að verða góður í alvöru geti honum hlotnast það sem hann hefur alltaf þráð í laumi: að vera samþykktur. Tekst honum að sannfæra hina í genginu um að verða góðu gæj- arnir þegar nýr þorpari ógnar borginni? Þrjótarnir er saga um að þegar öllu er á botninn hvolft erum við góð inn við beinið og getum snúið við blaðinu hafi okkur borið út af sporinu. Eru Þrjótarnir góðir inn við beinið? Fróðleikur n Þrjótarnir er byggð á barnabókaseríu með sama nafni eftir Aaron Blabey. n Þrjótarnir eru fyrsta teiknimyndin frá Dreamworks Anima- tion í fullri lengd á þessum áratug. Síðasta myndin í fullri lengd, Abominable, var frumsýnd fyrir þremur árum, eða 2019. n Í Bandaríkjunum frumsýnir Dreamworks 70 ára stutta teikni- mynd, The Duck Doctor. n Enska útgáfan af Þrjótunum er frumraun leikstjórans, Pierre Perifel. Hann vann við Kung Fu Panda-myndirnar sem teiknari. Frumsýnd 18. mars 2022 Aðalhlutverk: Guðjón Davíð Karlsson, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Sigurður Þór Óskarsson, Íris Tanja Flygenring, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Jón Jónsson, Steindi Jr. Þýðing handrits: Haraldur Jóhannsson Leikstjórn: Selma Lóa Björnsdóttir Ambulance er byggð á dönsku myndinni Ambulancen frá 2005. Þetta er spennumynd sem fær hárin til að rísa á höfði manns. Will Sharp er fyrrverandi her- maður sem nauðsynlega þarf að verða sér úti um peninga til að borga sjúkrareikninga vegna veikinda konu sinnar. Hann biður eina manninn sem hann veit að hann ætti ekki að biðja um aðstoð, ættleiddan bróður sinn, Danny, sem er geð- þekkur glæpamaður. Í stað þess að hjálpa Will býður Danny honum að taka þátt í stærsta bankaráni í sögu Los Angeles. Þýfið er 32 milljón dollarar. Með líf konu sinnar í húfi getur Will ekki annað en tekið þátt. Allt fer þó úrskeiðis og bræð- urnir stela sjúkrabíl sem í er særður lögreglumaður sem berst fyrir lífi sínu og bráðaliðinn Cam Thompson. Upphefst hraður eltingaleikur sem virðist engan enda ætla að taka. Will og Danny verða að komast undan lögregluliði borgarinnar sem fer í allsherjarútkall vegna málsins. Þeir verða að halda gísl sínum á lífi og einhvern veginn að komast hjá því að drepa hvor annan. Allt þetta verða þeir að gera í miðjum æsilegasta f lótta sem nokkurn tíma hefur sést í Los Angeles. Myndatakan nýtur sín vel og æsi- spennandi eltingaleikurinn verður ljóslifandi á hvíta tjaldinu. Áhorf- endur taka andköf af spennu hvað eftir annað. Flótti undan lögreglunni upp á líf og dauða Fróðleikur n Síðasta mynd Jake Gyllenhaal var líka endurgerð á danskri mynd. n Þetta er þriðja endurgerð danskrar myndar sem Jake Gyllenhaal leikur í. n Jake Gyllenhaal og Yahya Abdul-Mateen II leika bræður þrátt fyrir að annar sé hvítur og hinn svartur, rétt eins og Woody Harrelson og Wesley Snipes gerðu í Money Train. Frumsýnd: 25. mars 2022 Aðalhlutverk: Eiza Gonzalez, Jake Gyllen- haal, Devan Chandler Long, Garret Dillahunt og Yahya Abdul Mateen II Handrit: Laurits Munch Petersen, Chris Fedak og upphaflegt handrit á dönsku er eftir Lars Andreas Pedersen Leikstjóri: Michael Bay Myndin Allra síðasta veiðiferðin er sjálfstætt framhald Síðustu veiði- ferðarinnar. Lítið er vitað um söguþráð en persónur lenda áfram í sjálfskip- uðum vandræðum og setja sveitina í uppnám. Ein aðalpersóna myndarinnar, Valur Aðalsteins fjárfestir, sem Þorsteinn Bachmann leikur, er orðinn ráðherra og flækjast málin þá enn frekar. Þarf að segja meira? Sjón er sögu ríkari. Stórkostleg skemmtun í anda fyrri myndarinnar Frumsýnd 18. mars 2022 Aðalhlutverk: Þorsteinn Bachmann, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Hilmir Snær Guðnason, Halldór Gylfa- son, Jóhann Sigurðarson og Sigurður Sigurjónsson. Handrit og leikstjórn: Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson 6 kynningarblað 4. mars 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.