Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 34
Gestum mun gefast tækifæri til að hlýða á hugleiðingar um barnabókmenntir og taka þátt í umræðum um hlutverk og stöðu bókmennta fyrir börn og ungmenni í dag. TónlisT Heiða Árnadóttir og Tinna Þorsteinsdóttir á Myrkum músíkdögum Verk eftir: Guðmund Stein Gunnarsson, Þórunni Björnsdóttur, Þórönnu Dögg Björnsdóttur og Gunnar Karel Másson Norðurljós í Hörpu þriðjudaginn 1. mars Jónas Sen Það er nótt og húsráðandi, kona, sefur óvært. Hún umlar af og til og skrækir upp úr svefni. Hæna hefur sloppið úr hænsnabúinu í garðinum og komist inn í íbúðina. Hún stendur á borðstofuborðinu, kroppar í mat- arleifar og gaggar. Að öðru leyti er allt hljótt. Einhvern veginn svona virtist hljóðheimurinn vera í Adibaran Ocirebal, sólóóperu fyrir eina rödd og rafhljóð eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Verkið var flutt á opn- unartónleikum Myrkra músíkdaga í Norðurljósum í Hörpu á þriðjudags- kvöldið. Heiða Árnadóttir söng, og var með ljósaseríu innanklæða, sem lýsti hana upp að hálfu leyti. Hún var staðsett á svölunum í kringum salinn. Þar gekk hún hægt rangsælis í myrkri á meðan hún framkallaði kostulegu hljóðin fyrrgreindu, með alls konar skrýtnum undirleiks- hljóðum. Tónlistin hafði sjarma, og hún var drepfyndin. Er á leið og ekkert annað bar til tíðinda fór verkið þó að verða nokkuð langdregið. Kannski hefði úrvinnsla hugmyndanna mátt vera djarfari og stærri um sig, því það sem hér bar fyrir eyru risti ekki djúpt. Tístandi orgel og óræður seiður Spirit III – endurstilling eftir Þórunni Björnsdóttur var ekki heldur fugl né fiskur. Það var ómerkilegt tíst úr barka söngkonunnar við önnur eins tíst úr stofuorgeli sem Tinna Þor- steinsdóttir lék á. Af og til blés Heiða í rör og framkallaði þannig loftbólur í misstórum vatnsílátum. Ég læt lesandanum eftir að dæma hversu spennandi það var. Hin verkin á tónleikunum voru mun áhugaverðari. Ilm- og ómleikar eftir Þórönnu Dögg Björnsdóttur voru magnaðir. Tónlistin saman- stóð af kröftugum, dökkum, liggj- andi hljóðum sem voru skreytt alls konar skærum tónum. Yfir öllu trónaði tilkomumikill söngur Heiðu, og laglínan var grípandi. Það var eitthvað órætt og annarsheimslegt við tónlistina, eitthvað lokkandi og seiðandi, sem erfitt er að skilgreina með orðum. En fögur var hún. Átök við lögreglu Songs of Despair/Songs of Violence eftir Gunnar Karel Másson voru líka fallegir. Textarnir voru ann- ars vegar úr bréfum frá föngum í fangabúðum nasista, og hins vegar lokaorð blökkumanna sem hafa látist af völdum lögreglumanna í Bandaríkjunum. Tónlistin minnti á þá sem Schön- berg samdi fyrir um hundrað árum síðan, en virkaði samt ekki gamal- dags. Söngurinn var dálítið eins og söngles, ómstríður og leitandi, þrunginn tilfinningum sem snertu mann. Meðleikur Tinnu, annars vegar á leikfangapíanó og svo á f lygil þar sem alls konar dóti hefur verið komið fyrir á strengjunum, var hástemmdur, hrífandi og ein- staklega litríkur. Þetta var f lott. Mamma pikkar á tölvu Loks ber að nefna tónsmíð sem bar nafnið Mamma pikkar á tölvu sumarið 1988 eftir Guðmund Stein. Hún var fyrir leikfangapíanó. Tóna- hendingarnar voru hnitmiðaðar og hljómurinn í hljóðfærinu var skemmtilegur. En rétt eins og í fyrsta verkinu sem hér var nefnt, gerðist fátt. Kannski er það besta sem segja má um tónlistina að hún var ekki löng og ber að þakka fyrir það. n niðursTaða: Misspennandi verk á opnunartónleikum Myrkra músíkdaga. Lokaorð í fangabúðum nasista Guðmundur Steinn Gunnarsson, Gunnar Karel Másson, Þórunn Björnsdóttir, Heiða Árnadóttir, Tinna Þorsteinsdóttir og Þóranna Dögg Björnsdóttir. MyNd/Myrkir Músíkdagar tsh@frettabladid.is Árleg ráðstefna um skáldskap fyrir börn og unglinga verður haldin í Borgarbókasafninu Gerðubergi á morgun undir yfirskriftinni Alls- konar öðruvísi – Skáldskapur í margbreytilegum heimi. „Í ár beinum við sjónum okkar að því hvernig margbreytileiki birtist í barnabókmenntum. Um mikilvægi þess að tilheyra og eiga heima í skáldskap. Persónur, börn og unglingar, fjölskyldur, kyn, kyn- hneigð, efnahagur, skynjun, þjóð- erni, tungumál, upplifun á veruleik- anum er alls konar og það er gott að vera öðruvísi,“ segir í tilkynningu Borgarbókasafnsins. Gestum mun gefast tækifæri til að hlýða á hugleiðingar um barnabók- menntir og taka þátt í umræðum um hlutverk og stöðu bókmennta fyrir börn og ungmenni í dag. Fjórir rit- og myndhöfundar halda erindi um sýn sína á barna- bókmenntir fyrr og nú. Það eru þau Þórunn Rakel Gylfadóttir, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021, Atla Hrafney, myndasöguhöf- undur og formaður Íslenska mynda- sögusamfélagsins, Sverrir Norland, rithöfundur, þýðandi og útgefandi barnabóka, og Þórdís Gísladóttir, rithöfundur og þýðandi. Að sögn Borgarbókasafnsins munu þau fjalla um það hvernig er að skrifa og teikna fyrir börn og ungmenni í dag. Um fjölbreytta og jafnvel jaðarsetta hópa, um hugar- f lug og frelsi til þess að vera og tilheyra í myndasögum og marg- breytilegum skáldskap, að fá að vera aðalpersónan og geta speglað sig og vaxið í raunverulegum ævintýrum. Ráðstefnan fer fram í Borgarbóka- safninu Gerðubergi á morgun, laug- ardaginn 5. mars, klukkan 10.30- 13.00 og verður einnig aðgengileg í streymi á Facebook. Fundarstjóri er rithöfundurinn Hilmar Örn Óskars- son og myndhöfundur kynningar- efnis er Ari H. G. Yates. n Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir Rithöfundurinn Þórdís Gísladóttir er á meðal þeirra sem munu halda erindi. Fréttablaðið/ErNir Rafrænn aðalfundur Símans hf. verður haldinn fimmtudaginn 10. mars 2022 kl. 16.00 Vísað er til Kauphallartilkynningar Símans frá 16. febrúar 2022 þar sem boðað var til fundarins. Ítarlegri upplýsingar um efni fundarins, þar á meðal skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir fundinn eru aðgengilegar á heimasíðu Símans, siminn.is/umsimann/fundir. 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2. Staðfesting ársreiknings samstæðu og móðurfélags. Ákvörðun tekin um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs. 4. Breytingar á starfsreglum tilefnefningarnefndar. 5. Kosning þriggja einstaklinga í tilnefningarnefnd. 6. Kosning stjórnar félagsins. 7. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu. 8. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 9. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir störf þeirra sem og þóknun nefndarmanna í undirnefndum og í tilnefningarnefnd. 10. Kaupréttaráætlun fyrir starfsmenn lögð fram til samþykktar. 11. Kaupréttaráætlun fyrir forstjóra, æðstu stjórnendur og lykilstarfsmenn lögð fram til samþykktar. 12. Tillaga um lækkun á hlutafé vegna eigin hluta og breytingu á samþykktum félagsins. 13. Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutabréfum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 14. Tillögur frá hluthöfum sem ber að taka á dagskrá. 15. Önnur mál. Tillaga er um breytingar á samþykktum félagsins vegna lækkunar hlutafjár sem varðar grein 4.1 í samþykktunum. Þá er lögð til breyting á viðauka við samþykktir sem tengist heimild til kaupa á eigin hlutum félagsins. Stjórn félagsins hefur ákveðið í samræmi við grein 10.6. í samþykktum félagsins að aðalfundur verði haldinn rafrænt. Allir hluthafar sem ætla að sækja fundinn skulu skrá sig á www.lumiconnect.com/meeting/siminn eigi síðar en klukkan 16.00 daginn fyrir fund, þ.e. miðvikudaginn 9. mars 2022. Fundurinn fer fram í gegnum tæknibúnaðinn Lumiglobal. Fundurinn verður haldinn að Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík og geta hluthafar einnig sótt fundinn, þótt fundurinn sé rafrænn. Sérstök athygli er vakin á því að atkvæðagreiðslur og umræður verða einungis rafrænar á aðalfundinum. Stjórn Símans hf. Dagskrá 18 Menning 4. mars 2022 FÖSTUDAGURFRéttabLaðiðmenninG FRéttabLaðið 4. mars 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.