Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.03.2022, Blaðsíða 16
Í tvö ár hefur millj- arðamæringurinn Bruce Wayne stundað sjálfskipaða löggæslu í borginni sem Batman. Nú þarf þetta ólíka par að vinna saman til að komast af í óblíð- um frumskóginum. Þau þurfa að berjast við náttúruöflin og finna forna fjársjóðinn áður en hann glatast að eilífu. Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Á Hrekkjavöku er borgarstjórinn í Gotham, Don Mitchell Jr., myrtur. Morðinginn er raðmorðingi sem kallar sig The Riddler. Í tvö ár hefur milljarðamær- ingurinn Bruce Wayne stundað sjálfskipaða löggæslu í borginni sem Batman. Ásamt lögreglunni í Gotham- borg rannsakar hann morðið á borgarstjóranum. James Gordon yfirlögregluþjónn kemst að því að The Riddler skildi eftir skilaboð til Batmans en lögreglustjórinn í borginni, Peter Savage, skammar hann fyrir að hleypa Batman inn á vettvang glæpsins og neyðir hann til að yfirgefa svæðið. The Riddler drepur lögreglu- stjórann og sendir Batman önnur skilaboð, auk þess að senda mynd- skeið af dauða hans til fjölmiðla í Gotham. Batman og Gordon komast að því að The Riddler skildi eftir USB-lykil í bíl borgarstjórans. Á lyklinum eru myndir af borgar- stjóranum með konu að nafni Annika á næturklúbbi sem rekinn er af glæpamanninum Penguin, sem er hægri hönd Camine Fal- cone, valdamesta glæpaforingja Gotham-borgar. Þegar Batman fer og yfirheyrir Penguin sem þykist ekkert vita verður hann þess var að Selina Kyle, vinkona og herbergisfélagi Anniku, starfar á staðnum sem þjónustustúlka. Batman fer með Selinu að heimili borgarstjórans þar sem þau finna vegabréf Anniku í peningaskáp. Þegar Annika hverfur sendir Batman Selinu aftur á nætur- klúbbinn til að leita upplýsinga. Í gegnum hana kemst hann að því að saksóknari Gotham-borgar, Gil Colson, er á launaskrá hjá Falcone. Þegar Batman gengur á Selinu um samband hennar við Falcone verður hún þögul sem gröfin. Batman og Gordon rekja slóð the Riddler að rústum munaðar- leysingjahælis sem foreldrar Bruce Wayne, Thomas og Martha, ráku. Þeir komast að því að the Riddler var vistmaður á hælinu og telur sig eiga harma að hefna gagnvart Thomas. Þar sem Thomas er dáinn beinist hatrið að Bruce. Að sjálfsögðu kemur brytinn Alfred Pennyworth við sögu og leiðir Bruce Wayne í allan sann- leika um afdrif foreldra hans. Selina upplýsir að Falcone glæpaforingi sé faðir hennar sem hafi vanrækt hana. Þeir sem vilja vita meira um söguþráðinn verða einfaldlega að kaupa sér miða í bíó. n Sambíó Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Akureyri, Keflavík, Smárabíó, Laugarásbíó, Háskóla­ bíó, Bíóhúsið Selfossi og Borgarbíó Batman – tekist á um upprunann – framtíðin í húfi Fróðleikur n The Batman er fyrsta myndin í þríleik og leikur Robert Pattinson Batman í öllum þremur myndunum. n Leikstjórinn, Matt Reeves, lýsir The Batman sem blöndu af leynilögreglu­ sögu, hasarmynd og sál­ fræði trylli. n Matt Reeves segir Penguin, sem Colin Farrel leikur, vera byggðan á persónu „Fredos“ úr Guðföðurnum (1972). n Upphaflega átti Ben Affleck að leikstýra og leika Batman í The Batman. n Tökur á myndinni hófust í janúar 2020 í London en gera varð hlé á tökum í mars sama ár vegna Covid­19 faraldursins. Komin í bíó Aðalhlutverk: Robert Pattinson, Zoë Kravitz, Jeffrey Wright, Colin Farrel, Paul Dano, John Turturo og Andy Serkis Handritshöfundar: Matt Reeves og Peter Craig Leikstjóri: Matt Reeves Frumsýnd 25. mars Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Channing Tatum, Daniel Radcliffe, Patti Harrison og Brad Pitt Handritshöfundar: Oren Uziel, Dana Fox, Adam Nee og Aaron Nee – byggt á sögu eftir Seth Gordon Leikstjórar: Aaron Nee og Adam Nee Loretta Sage er snjall rithöfundur sem kýs helst að vera í einrúmi. Hún skrifar vinsælar róman- tískar ævintýrasögur sem gerast á framandi stöðum um hetju sem kölluð er Dash Chicvance, sem karlfyrirsætan myndarlega Alan Caprison hefur helgað feril sinn að koma fram fyrir. Á ferðalagi með Alan til kynn- ingar á nýjustu bók sinni nemur sérvitur milljarðamæringur, Fair- fax, Lorettu á brott og vill að hún leiði hann að fornum fjársjóði frá týndu borginni sem kemur fyrir í síðustu bók hennar. Alan reynir að bjarga henni, staðráðinn í að sanna að hann geti verið hetja í raun og veru en ekki bara í skálduðum texta Lorettu. Nú þarf þetta ólíka par að vinna saman til að komast af í óblíðum frumskóginum. Þau þurfa að berjast við náttúruöflin og finna forna fjársjóðinn áður en hann glatast að eilífu. Í The Lost City er það sjálfur Harry Potter, Daniel Radcliffe, sem leikur sérvitra auðkýfinginn Fairfax. Brad Pitt kemur lítillega fyrir í hlutverki CIA-útsendara. Sandra Bullock, sem auk þess að leika söguhetjuna er framleiðandi myndarinnar, hafði leikið lítið aukahlutverk í mynd Pitts, Bullet Train, og sá sér leik á borði og lét Pitt endurgjalda greiðann í The Lost City. n Sambíó Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Akureyri, Keflavík, Smárabíó og Bíóhúsinu Selfossi Háskaför í frumskóginum í kappi við tímann Fróðleikur n The Lost City þykir minna á myndina Romancing the Stone frá 1984 sem Michael Douglas og Kathleen Turner léku í. n Upphaflega var reynt að fá Ryan Reynolds til að leika karlaðal­ hlutverkið í myndinni. n Árið 2013 voru myndir sem þau Sandra Bullock og Channing Tatum léku í frumsýndar sama dag, 28. júní. Þetta voru myndirnar The Heat með Bullock og White House Down með Tatum. 2 kynningarblað 4. mars 2022 FÖSTUDAGURKviKmyndir mánaðarins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.