Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 1

Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 1. J A N Ú A R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 17. tölublað . 110. árgangur . HVERNIG ER HÆGT AÐ NJÓTA BESTU ÁRANNA? Á BESTA ALDRI 28 SÍÐUR Þótt íslenska karlalandsliðið í handknattleik væri án sex sterkra leikmanna í gærkvöld veitti það heimsmeisturum Dana harða keppni á Evr- ópumótinu í Búdapest. Danir unnu að lokum fjögurra marka sigur, 28:24, og eru efstir í milli- riðlinum ásamt Frökkum sem eru næstu mót- herjar Íslendinga en liðin mætast á morgun klukkan 17. Dönum gekk illa að ráða við Ómar Inga Magn- ússon sem skoraði átta mörk fyrir íslenska liðið í gærkvöld og lagði upp fjölmörg önnur fyrir sam- herja sína. » 2 og 30-31 Ljósmynd/Szilvia Micheller Vængbrotið lið veitti Dönum harða keppni Landsnet hyggst leggja Blöndulínu 3 frá Blöndustöð um Kiðaskarð niðri í Skagafirði og þaðan um Efri- byggð, yfir Hér- aðsvötn og í mynni Norður- árdals og síðan meðfram núver- andi línu um Öxnadalsheiði og Öxnadal til Ak- ureyrar. Þessi leið er aðalvalkostur endurtekins umhverfismats á línu- leiðinni. Verði þetta niðurstaðan fer Blöndulína ekki um Vatnsskarð og hluta Eystribyggðar, eins og áformað var og gert ráð fyrir í eldra umhverf- ismati og gagnrýnt var af íbúum og landeigendum. Hins vegar er leiðin um Öxnadalsheiði á svipuðum slóðum og áður var áformað. Jarðstrengur er ekki talinn mögulegur. »4 Blöndulína á nýjum slóðum - Kiðaskarðsleið er niðurstaða matsvinnu Norðurland Mast- ur raflínu reist. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Orkubú Vestfjarða og RARIK búa sig undir að brenna milljónum lítra af olíu á komandi mán- uðum til þess að tryggja húshitun á Vestfjörðum og á Seyðisfirði. Forstjóri Orkubúsins telur raf- orkuskort leiða tæplega 500 milljóna króna kostn- að yfir fyrirtækið á komandi þremur mánuðum og að honum verði óhjákvæmilega velt yfir á neyt- endur á Vestfjörðum til lengri tíma litið. Höggið jafngildi 70 þúsund króna reikningi á hvert mannsbarn á svæðinu. Orkuskerðingin sem fyrirtækin standa frammi fyrir kemur í kjölfar þess að Landsvirkjun hafði einnig tilkynnt öllum fiskimjölsverksmiðjum landsins að þær myndu ekki fá keypta skerðan- lega orku úr kerfum fyrirtækisins. Hafa forsvars- menn fyrirtækjanna áætlað að það leiði til þess að 20 milljónum lítra af olíu verði brennt við bræðsl- una á yfirstandandi vertíð. RARIK verður ekki aðeins fyrir höggi vegna ol- íubrennslu við upphitun Seyðisfjarðarkaupstaðar heldur einnig vegna þess að fyrirtækið hefur haft tekjur af flutningi raforku til bræðslanna á Aust- urlandi. Metur fyrirtækið tjón sitt í heildina á 300 milljónir, miðað við að loðnuvertíðin verði jafn stór og væntingar hafa verið um. Gögn sem Landsvirkjun hefur veitt Morgun- blaðinu aðgang að sýna að skammtímamarkaður með raforku hefur tekið miklum breytingum á ör- fáum vikum. Á 90 dögum hafa svokallaðar mán- aðarblokkir á þeim markaði hækkað um 46%. Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn blaðsins segir að vatnsbúskapur hafi ekki verið lakari um árabil vegna þurrka og á sama tíma sé eftirspurn eftir raforku mikil. „Raforkukerfið er fulllestað um þessar mundir og Landsvirkjun hefur ekki getað annað allri eftirspurn frá núverandi viðskiptavin- um.“ Segir orkuskort ekki yfirvofandi Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að orkumálastjóri hefði sent bréf á raforkuframleið- endur og kallað, með 48 klukkustunda fyrirvara, eftir upplýsingum um mögulega aukningu í orku- framleiðslu frá og með 1. febrúar næstkomandi. Í svari Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra við fyrirspurn blaðsins í gær segir að bréf hennar hafi verið rangtúlkað. Það hafi ekki falið í sér yf- irlýsingu um að orkuskortur væri yfirvofandi á Ís- landi. Líkt og umfjöllun blaðsins leiðir í ljós stefnir allt í að allt að 25 milljónum lítra af olíu verði brennt á komandi vikum og mánuðum hér á landi vegna þess að fyrirtæki og heimili fá ekki aðgang að raf- orku til húshitunar og mjölframleiðslu. Gríðarleg olíubrennsla - Landsvirkjun hækkar verð á skammtímamarkaði um 50% - Seyðisfjörður og Vestfirðir þurfa að stóla á olíu til húshitunar næstu mánuði - Mikil umhverfisáhrif Olíukatlar Orkubú Vestfjarða hyggst stóla á sex olíukatla til húshitunar á komandi mánuðum. MStefnir í mikla olíubrennslu »10 Bankasýsla ríkisins hefur lagt fram tillögu til fjármála- og efna- hagsráðherra um að stofnunin fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hf. í nokkr- um áföngum. Salan skuli fara fram í samráði við ráðherra, það er um skiptingu áfanganna og tímasetningar. Óskað er eftir að þessi heimild gildi í tvö ár eða til og með 31. desember 2023, líkt og stjórn- arsáttmáli ríkisstjórnarinnar og fjárlög fyrir árið 2022 kveða á um. Samhliða lagði stofnunin einnig fram minnisblað til stuðnings til- lögunni. Í minnisblaðinu kemur fram að áætlanir stjórnvalda geri ráð fyrir að selja mætti u.þ.b. helming eign- arhluta á þessu ári og helming á því næsta, en áfangaskipting og tímasetningar ráðast af að- stæðum hverju sinni. Litið er á frumútboð á rúmum 35 prósentum af hlutafé bankans frá því í júní á síðasta ári sem vel heppnað og telur Bankasýslan ein- sýnt að sala á frekari hlutum fari einnig fram með almennu útboði. Gert er ráð fyrir að ráðherra verði upplýstur að fullu leyti um hverja sölu, enda þarf samþykki hans fyrir söluverði og stærð eign- arhluts í hvert skipti. karitas@mbl.is Vilja selja allan Ís- landsbanka - Hafa óskað eftir heimild til tveggja ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.