Morgunblaðið - 21.01.2022, Page 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landsnet hyggst leggja Blöndulínu
3 frá Blöndustöð um Kiðaskarð nið-
ur í Skagafjörð og þaðan um Efri-
byggð, yfir Héraðsvötn og síðan
meðfram núverandi línu um Öxna-
dalsheiði og Öxnadal til Akureyrar.
Þessi leið er aðalvalkostur endur-
tekins umhverfismats á línuleiðinni.
Ekki er talinn kostur að hafa jarð-
strengi á hluta línuleiðarinnar. Þá
verður núverandi byggðalína rifin
frá Varmahlíð til Akureyrar.
Bygging Blöndulínu 3 er liður í
endurnýjun byggðalínunnar. Hún
liggur frá Blönduvirkjun til Akur-
eyrar. Framkvæmdum er lokið við
Kröflulínu 3 og standa yfir við
Hólasandslínu 3 en þær tengja
saman Akureyri og Austurland.
Síðan er Holtavörðuheiðarlína 1, á
milli Hvalfjarðar og Holtavörðu-
heiðar, í undirbúningi. Styst á veg
kominn er kaflinn frá Holtavörðu-
heiði í Blönduvirkjun en það er síð-
asta línulögnin í þessum fyrsta
hluta endurnýjunar byggðalín-
unnar.
Matið unnið öðru sinni
Undirbúningur fyrir Blöndulínu
hefur staðið lengi yfir. Niðurstaða
umhverfismats sem lauk árið 2013
var sú að best væri að fara með lín-
una um Vatnsskarð og Efribyggð í
Skagafirði og síðan meðfram nú-
verandi línu um Öxnadalsheiði og
Öxnadal til Akureyrar. Íbúar á
Efribyggð og Vatnsskarði mót-
mæltu þessum áformum og einnig
landeigendur og íbúar við línuleið-
ina til Akureyrar. Vegna breyttra
forsendna í kjölfar dóma um ógild-
ingu eignarnáms og fram-
kvæmdaleyfa og fleiri atriða ákvað
Landsnet að vinna nýtt umhverfis-
mat.
Í gærkvöldi var kynntur aðal-
valkostur Landsnets í umhverfis-
matsskýrslu sem afhent verður
Skipulagsstofnun í dag til yfirferð-
ar fyrir opinbera kynningu en hann
er afrakstur mats á nýjum og eldri
valkostum þar sem í öllum tilvikum
eru metnir tveir eða fleiri kostir.
Helsta breytingin frá fyrri
áformum er að nú er svokölluð
Kiðaskarðsleið, niður Mælifellsdal í
Skagafirði, austur yfir Eggjar og
Héraðsvötn og inn í mynni Norður-
árdals, sett sem aðalvalkostur. Það
þýðir að ekki verður farið um
Vatnsskarð og nyrsta hluta Efri-
byggðar. Eigi að síður þarf að
tryggja tvöfalda tengingu við
Varmahlíð og það verður gert með
jarðstreng á lægri spennu frá línu-
stæðinu í Mælifellsdal.
Hlín Benediktsdóttir, yfirmaður
undirbúnings framkvæmda hjá
Landsneti, segir að yfirleitt muni
ekki miklu um umhverfisáhrif val-
kosta. Þó séu heildaráhrif leiðar-
innar frá Blöndustöð og að mynni
Norðurárdals heldur minni en ef
farið yrði um Vatnsskarð og þaðan
um Efribyggð eða Héraðsvötn.
Gert er ráð fyrir Héraðsvatnaleið-
inni í skipulagi Sveitarfélagsins
Skagafjarðar með jarðstrengskafla
á viðkvæmum stað. Segir Hlín að
frá mynni Norðurárdals að Akur-
eyri séu umhverfisáhrif minni, á
heildina litið, ef farið er með núver-
andi línuleið um Öxnadalsheiði og
Öxnadal til Akureyrar heldur en ef
farið yrði yfir Hörgárdalsheiði og
um Hörgárdal. Með tilliti til nátt-
úruvár og öryggis sé leiðin um
Kiðaskarð innan ásættanlegra
marka en það sama sé ekki hægt
að segja um leið yfir Hörgárdals-
heiði.
„Um er að ræða örugga og hag-
kvæma leið sem styrkir þróun at-
vinnulífs og samfélags á svæðinu,“
segir Hlín um aðalvalkostinn.
Engir jarðstrengskaflar
Í fyrra umhverfismati var gert
ráð fyrir að síðasti kaflinn, á milli
nýs tengivirkis og tengivirkisins á
Rangárvöllum, yrði lagður með
jarðstreng með lægri spennu. For-
sendur hafa breyst vegna breyt-
ingar á kerfinu við Akureyri og er
nú áformað að tengja Blöndulínu
beint við Rangárvelli þar sem verið
er að tengja Hólasandslínu 3. Í um-
hverfismatinu nú eru skoðaðir
nokkir möguleikar á jarðstrengs-
köflum. Í aðalvalkosti Landsnets er
gert ráð fyrir loftlínu alla leiðina,
engum jarðstrengjum. Hlín segir
afar takmarkað svigrúm til jarð-
strengslagna í Blöndulínu 3 og þeir
myndu einnig draga úr mögu-
leikum til jarðstrengja í aðliggjandi
svæðisbundnum kerfum. Þrátt fyrir
að staðbundinn sjónrænn ávinning-
ur geti fengist af því að leggja
stutta kafla í jörðu fáist mun meiri
umhverfislegur ávinningur af því að
nýta svigrúm til jarðstrengslagna í
nærliggjandi lágspenntari kerfum
svo sem til að setja eldri línur í
jörðu, á mun lengri köflum, eða
leggja nýjar línur í jörðu. Það sé
einnig í samræmi við stefnu stjórn-
valda.
Á móti nýrri línu verður Rangár-
vallalína frá Varmahlíð til Akureyr-
ar rifin. Koma því 342 möstur í
stað 672 mastra því nýju möstrin
eru stærri og með lengra haf á
milli en í núverandi línu.
Skiptar skoðanir
Sérstakt verkefnaráð með
fulltrúum hagaðila hefur verið til
ráðgjafar við umhverfismatsferlið
og fundað hefur verið með landeig-
endum og íbúum. Hlín segir að í
ferlinu hafi borist margar umsagnir
og athugasemdir, meðal annars um
það hvaða línuleiðir ætti að meta.
„Mikil hjálp hefur verið í því og
orðið til að bæta matið.“ Umhverf-
ismatið grundvallast síðan á því að
bera saman áhrif valkosta með til-
liti til umhverfis, samfélags, örygg-
is reksturs og hagkvæmni.
Blöndulína fer um Kiðaskarð
- Landsnet setur Kiðaskarðsleið sem aðalvalkost í umhverfismati í stað Vatnsskarðs og Efribyggðar
- Áfram farið um Öxnadalsheiði - Engir jarðstrengir á leiðinni - Gamla línan verður rifin
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Á Efribyggð Verði af framkvæmdum samkvæmt aðalvalkosti í umhverf-
ismati mun byggðalínan þvera Skagafjörð framan við Mælifellshnúk.
Varmahlíð
Aðalvalkostur Blöndulínu 3
Akureyri
Blöndu-
stöð
Leiðin liggur um Kiðaskarð niður
Mælifellsdal, um Efribyggð og síðan
meðfram núverandi línu um Norðurárdal,
Öxnadalsheiði, Öxnadal og til Akureyrar
Blöndulína 3: Svæði A B C
Jarðstrengur til Varmahlíðar
Skýrsla um umhverfismatið
verður birt þegar Skipulags-
stofnun hefur farið yfir hana og
þá gefst sex vikna frestur til að
gera athugasemdir. Landsnet
þarf að svara þeim og síðan hef-
ur Skipulagsstofnun tíma til að
gefa álit sitt og með því lýkur
umhverfismati. Þá tekur við ann-
ar undirbúningur framkvæmda,
svo sem samningar við landeig-
endur. Í áætlunum er gert ráð
fyrir því að framkvæmdir við að
leggja Blöndulínu 3 hefjist á fyrri
hluta næsta árs og að þeim ljúki
í lok árs 2024.
Framkvæmd
undirbúin
MATI ER AÐ LJÚKA
Kennarar og stjórnendur í tónlist-
arskólum samþykktu nýjan kjara-
samning Félags kennara og
stjórnenda í tónlistarskólum (FT)
við Samband íslenskra sveitarfé-
laga með yfirgnæfandi meirihluta
í atkvæðagreiðslu, sem lauk í gær.
Atkvæði greiddu 262 og var kjör-
sóknin 54,4% prósent. Já sögðu
190 eða 72,5%, nei sögðu 56 eða
21,3% og 16 skiluðu auðu.
Gildistími hins nýja kjarasamn-
ings er frá 1. janúar sl. til 31.
mars á næsta ári. Samningurinn
kveður m.a. á um 25 þúsund kr.
frá 1. janúar sl. í samræmi við lífs-
kjarasamningana og 2,5% hækkun
annarra launa og greiðslur 96 þús.
kr. annaruppbóta 1. júní og 1. des-
ember á þessu ári.
Í FT eru 530 félagsmenn í um
80 tónlistarskólum um land allt og
er félagið eitt af sjö aðildar-
félögum Kennarasambands Ís-
lands. Í seinustu viku felldu fé-
lagsmenn í Félagi grunnskóla-
kennara, sem einnig er aðildar-
félag KÍ, nýgerðan kjarasamning
þeirra með 73,1% atkvæða gegn
24,8%. omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Nemendur á tónleikum Félagsmenn í FT starfa í um 80 tónlistarskólum.
72,5% samþykktu
kjarasamning FT
- Niðurstaðan þveröfug við úrslit í FG