Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Antony Blinken, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, fundaði í gær í
Berlín með utanríkisráðherrum
Frakklands og Þýskalands, Jean-
Yves Le Drian og Önnulenu Baer-
bock, og James Cleverly, aðstoðar-
utanríkisráðherra Bretlands, en til-
gangur fundarins var að sýna
samstöðu vesturveldanna í Úkra-
ínudeilunni.
Blinken mun funda með Sergei
Lavrov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, í Genf í dag, til að ræða
ástandið í deilunni sem og kröfur
Rússa, sem fela meðal annars í sér
að Úkraínu verði meinað að ganga í
Atlantshafsbandalagið.
Hétu ráðherrarnir því að hvers
kyns innrás Rússa í Úkraínu yrði
svarað af fullum þunga. Sagði Anna-
lena Baerbock, utanríkisráðherra
Þýskalands, að vestræn ríki myndu
ekki hika við að grípa til refsiaðgerða
gegn Rússum komi til innrásar, jafn-
vel þótt þær aðgerðir gætu haft
efnahagslegar afleiðingar fyrir ríkin
sjálf.
Fordæmdu ummæli Bidens
Rússar fordæmdu í gær harðlega
ummæli Joes Bidens Bandaríkja-
forseta á blaðamannafundi sínum í
fyrrinótt, en þar hét Biden því að
innrás í Úkraínu yrði svarað með
þungum aðgerðum. Sagði Biden að
afleiðingar slíkrar innrásar myndu
verða Rússum dýrkeyptar. Gaf Bid-
en meðal annars í skyn að lokað yrði
fyrir öll bankaviðskipti við Rússa í
bandaríkjadölum.
Sagði Dmitrí Peskov, talsmaður
Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta,
að ummæli Bidens gætu gert ástand-
ið ótryggara með því að „veita ein-
hverjum haukum í Úkraínu falskar
vonir“.
Biden gaf hins vegar einnig í skyn
á blaðamannafundinum að ef Rússar
gerðu eitthvað sem teldist ekki vera
innrás af fullum þunga kynnu við-
brögð Atlantshafsbandalagsins að
verða minni. „Það er eitt ef þetta er
minni háttar inngrip, og þá förum við
að rífast um hvað eigi að gera og
hvað ekki,“ sagði Biden.
Ummæli Bidens voru gagnrýnd
nokkuð bæði austan hafs og vestan,
þar sem þau þóttu gefa til kynna að
vesturveldin myndu ekki grípa til al-
varlegra aðgerða nema Rússar hæfu
allsherjarinnrás. Biden tók síðar
fram á fundinum að hann hefði átt
við inngrip Rússa, sem ekki gætu
talist vera full innrás í Úkraínu, á
borð við netárásir.
Biden ítrekaði svo í gær að færu
rússneskir hermenn yfir landamær-
in að Úkraínu yrði litið á það sem
innrás, sem yrði svarað bæði skjótt
og af fullum þunga, óháð því hver
stærðargráða hennar væri. Sagðist
hann hafa verið skýr gagnvart Pútín
hvað þetta atriði varðaði.
Brestir í samstöðunni?
Ummæli Bidens þóttu hins vegar
einnig gefa til kynna að ekki ríkti full
samstaða á milli Bandaríkjanna og
Evrópu um það hvernig ætti að
bregðast við því ef Rússar hæfu inn-
rás í Úkraínu.
Hafa spjótin þar einkum beinst að
Þjóðverjum, en þeir hafa ekki viljað
segja nákvæmlega til hvaða aðgerða
ætti að grípa ef til innrásar kæmi. Þá
hefur þýska ríkisstjórnin gefið til
kynna við þarlenda blaðamenn að
ekki komi til greina að loka Rússa
frá SWIFT-bankakerfinu, en það
hefur verið ein helsta hótunin sem
nefnd hefur verið sem mögulegt svar
við því, ákveði Rússar að ráðast inn í
Úkraínu.
Innan þýsku ríkisstjórnarinnar
virðist einnig vera misklíð um það
hvort Nord Stream 2-jarðgasleiðslan
eigi að vera undir í mögulegum refsi-
aðgerðum gagnvart Rússum, en ótt-
ast er að þeir muni loka fyrir jarð-
gassendingar til Þýskalands, sem
glímir nú við alvarlegan orkuskort
um hávetur.
Samþykkja vopnasölu
Þjóðverjar hafa einnig lagt blátt
bann við því að þýsk vopn verði seld
til Úkraínu þrátt fyrir að stjórnvöld
þar hafi óskað eftir því, á sama tíma
og bæði Bretar og Bandaríkjamenn
eru að senda bæði hergögn og fjár-
magn til landsins til þess að hjálpa
þeim að undirbúa varnir sínar.
Bandaríkjastjórn heimilaði í gær
Eystrasaltsríkjunum að selja áfram
til Úkraínu hergögn, sem upphaflega
voru fengin frá Bandaríkjunum, en
þar er aðallega um að ræða svokall-
aðar Javelin-eldflaugar, sem fót-
gönguliðar geta beitt til þess að
granda skriðdrekum.
Arvydas Anusauskas, varnar-
málaráðherra Litháens, sagði við
AFP-fréttastofuna að sagan sýndi að
það að láta undan árásaraðilum end-
aði oftast með stóru stríði. „Við vilj-
um það ekki. Öll ríki sem eru að
verja sig verða að fá tækifæri til
þess.“
Ú K R A Í N A
HVÍTA-
RÚSSLAND
13.000 rússneskir
hermenn taka
þátt í heræfingum
í Hvíta-Rússlandi 10.-20.
febrúar ásamt 12 rússneskum
SU-35-orustuþotum, tveimur
S-400-flugskeytakerfum og
einu Pantsir-S loftvarnarkerfi
RÚSSLAND
Við landamæri Úkraínu:
100.000 hermenn
1.300 skriðdrekar, 1.680 fallbyssur
3.700 brynvarin ökutæki
ÚKRAÍNA
225.000 hermenn
undir vopnum
900.000manna varalið
13.685 skriðdrekar
og brynvarin ökutæki
67 herflugvélar og orustuþotur
34 herþyrlur
13 herskip
DONBASS-HÉRAÐ
35.000 aðskilnaðarsinnar í Donbass-
héraði eru studdir af 2.100 rússnesk-
um hermönnum og sérsveitum
KRÍMSKAGI
33.000 rússneskir hermenn eru
staðsettir á Krímskaga sem Rússar
hernumdu ólöglega árið 2014
SEVASTOPOL
Rússnesk flotastöð er í
Sevastopol á Krímskaga
VOLGOGRAD
5.000 hermenn
PERSIANOVSKII
5.000 hermenn
ROSTOV
4.000 hermenn
Kænugarður
Sevastopol
KLINTSY
4.000 hermenn
BOYEVO
2.000 hermenn
SOLOTI 4.000 hermenn
Svartahaf
Donetsk
Luhansk
R Ú S S L A N D
H V Í TA -
R Ú S S -
L A N D
Hernaðaruppbygging við landamæri Úkraínu
Hvers kyns innrás verði svarað
- Vesturveldin heita hörðum aðgerðum ráðist Rússar inn í Úkraínu - Blinken mun funda með Lavrov
í dag - Ummæli Bidens harðlega gagnrýnd - Eystrasaltsríkin senda skriðdrekavopn til Úkraínu
AFP
Samstöðufundur James Cleverly, Jean-Yves Le Drian, Annalena Baerbock
og Antony Blinken stilla sér upp fyrir fund sinn um Úkraínumálið í gær.
Austurríska þingið samþykkti í
gærkvöldi að skylda austurríska
ríkisborgara til þess að bólusetja sig
gegn kórónuveirunni. Er Austurríki
fyrsta ríki Evrópu til þess að grípa
til þessara ráða í heimsfaraldrinum.
Frumvarpið naut stuðnings allra
flokka á þingi nema Frelsisflokks-
ins, sem er yst til hægri í aust-
urrískum stjórnmálum.
72% allra Austurríkismanna eru
nú fullbólusett, og er það svipað
hlutfall og meðaltal Evrópusam-
bandsríkjanna, en ögn lægra en í
Ítalíu og Frakklandi.
Samkvæmt frumvarpinu verður
heimilt að sekta þá, sem neita að
láta bólusetja sig, um allt að 3.600
evrur, eða sem nemur um 520.000
íslenskum krónum, en byrjað verð-
ur að sekta fólk um miðjan mars.
Bólusetningarskyldan nær til
allra fullorðinna Austurríkismanna,
að frátöldum óléttum konum og
þeim sem hafa læknisvottorð upp á
að geta ekki þegið bóluefnið.
Karl Nehammer, kanslari Aust-
urríkis, sagði fyrir umræðu þingsins
að bólusetning væri tækifæri fyrir
samfélagið til þess að ná varanlegu
frelsi á ný, þar sem veiran gæti ekki
heft fólk lengur. Nehammer viður-
kenndi þó að málið hefði vakið upp
mikla umræðu og heitar tilfinning-
ar, en fjölmenn mótmæli hafa verið
haldin gegn frumvarpinu frá því það
var tilkynnt í nóvember síðastliðn-
um.
Ríkisstjórnin hyggst efna til
happdrættis fyrir alla sem eru bólu-
settir til þess að hvetja fólk til að
láta bólusetja sig. Munu bólusettir
Austurríkismenn geta unnið inneign
upp á 500 evrur, eða um 72.000
krónur, til að nota í verslunum, hót-
elum eða á viðburðum.
Skylda fólk til
bólusetningar
- Byrjað að sekta um miðjan mars
AFP
Bólusetning Austurríska þingið hef-
ur samþykkt bólusetningarskyldu.