Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 21.01.2022, Page 14

Morgunblaðið - 21.01.2022, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022 Eitt helsta leiðarstef núverandi meirihluta í Reykja- vík er þétting byggðar. Byggð í borginni er gisin miðað við margar aðrar sambærilegar borgir og það hefur ekki verið teljanlegur pólitískur ágreiningur um að rétt sé að þétta byggð þar sem því verður við komið með skynsamlegum og hagkvæmum hætti. Það er hins vegar ekki sama hvernig það er gert. Kapp er best með forsjá og það skiptir máli að þétting eigi sér stað með eðlileg- um hætti og í samræmi við þá byggð sem fyrir er, í góðu sam- komulagi við íbúana og þannig að innviðir og þjónustuframboð leyfi. Á þessu ætti ekki að þurfa að hafa orð, svo sjálfsagt sem það er, en miðað við framvinduna í Reykjavíkurborg undanfarin ár er greinilega ekki vanþörf á að árétta það. Þar hefur framganga Dags B. Eggertssonar borg- arstjóra og samverkamanna hans í borgarstjórn einkennst af fé- lagsverkfræðilegri tilraunastarf- semi, þar sem hugmyndafræðileg kredda skákar hagsmunum borg- aranna; gæluverkefnin trompa grunnþjónustuna. Þetta er einna sýnilegast í við- varandi umferðarteppu og hús- næðiskreppu höfuðborgarinnar, sem meirihluta Samfylking- arinnar hefur ekki auðnast að leysa árum saman. Sem er ekki skrýtið þegar haft er í huga að meirihlutinn vill hvorugan vand- ann leysa, öðru nær, það er bein- línis markmið hans að auka á vandann. Hann vill breyta samgöngu- mynstrinu í höfuðborginni með því að þrengja að umferðinni og torvelda fólki að komast leiðar sinnar, svo það vilji nota borg- arlínuna ef hún skyldi koma í fyll- ingu tímans. Sömuleiðis má ekki brjóta land undir nýja byggð svo neinu nemi, allt í nafni þéttingar byggðar, með þeirri afleiðingu að fólk flýr höfuðborgina í leit að þaki yfir höfuðið og byggðin gisn- ar áfram, en húsnæðisverð í er hæstu hæðum. Alla gagnrýni á þessa vegferð hefur borgarastjóri látið sem vind um eyru þjóta. Allt þar til nú. Í liðinni viku gerðust þau und- ur, að tillögur um þéttingu við Bústaðaveg voru skyndilega „lagðar til hliðar“. Borgaryf- irvöld höfðu fram að því nánast hunsað öll andmæli við þær fyr- irætlanir og jafnvel gert lítið úr íbúum, sem leyfðu sér að efast um þær. En þegar það kom í ljós að um 2/3 þeirra íbúa, sem af- stöðu tóku í könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg, reyndust vera andvígir þéttingunni kom loks annað hljóð í strokkinn, enda hef- ur skoðanakönnunin hugsanlega verið borgarstjóra áminning um að önnur skoðana- könnun og stærri er fyrirhuguð 14. maí. Það er þó svo merkilegt að borg- arstjórinn hefur að- eins lagt tillögurnar „til hliðar“, hvað sem það nú þýðir, og það var gert með lít- illi bókun í skipulagsráði við kynningu á fyrrnefndri skoð- anakönnun. Það er gott og bless- að, en í því felst engin ákvörðun. Allar formlegar ákvarðanir af því tagi þarf að taka í borg- arstjórn, en meirihlutinn neitar að taka málið fyrir þar, af því að hann vill ekki hafna tillögunum, aðeins leggja þær „til hliðar“ um sinn. Það ber vott um bresti í stjórnsýslu og óheiðarleika gagnvart almenningi, mjög í anda klækjastjórnmála þeirra sem borgarstjóri hefur tamið sér. Í fyrrnefndri skoðanakönnun var þó ekki aðeins spurt um Bú- staðaveg, heldur einnig um fyr- irætlanir Samfylkingarinnar um þéttingu á gatnamótum Miklu- brautar og Háaleitsbrautar, sem einnig hefur verið eindregið mót- mælt af íbúum. Niðurstaðan var hin sama, að 2/3 hlutar væru til- lögunum andvígir. Áfram er samt unnið með þá tillögu eins og ekkert hafi í skor- ist, að setja upp þyrpingu íbúða- blokka á gatnamótum Miklu- brautar og Háaleitisbrautar. Hvað skyldi þurfa til svo borg- arstjóri láti undan vilja almenn- ings um það líka? Það er þó langt í frá eina málið þar sem valdhrokinn og vilji al- mennings takast á í Reykjavík. Nýtt aðalskipulag Reykjavík- urborgar var staðfest í Höfða fyrir nokkrum dögum, en þar er gert ráð fyrir blokkum efst í Laugardalnum við Suðurlands- braut, sem óhætt er að segja að skarist við hugmyndir íbúa og íþróttahreyfingarinnar um fram- tíð Laugardals. Og hvað má þá segja um hið furðulega mál við Ægisíðu, þar sem borgaryfirvöld hafa samið um að rétta olíufyrirtæki millj- arða á silfurfati með bygging- arrétti á lóð, sem borgin á sjálf og hefði að óbreyttu fengið innan fimm ára? Þar er ráðgert að reisa risastórt fjölbýlishús og stórverslun mitt inni í grónu, lág- reistu og eftirsóttu íbúðahverfi, þvert á óskir íbúa, og við blasir að hverfið hefur ekki þjón- ustuinnviði til þess að mæta slíkri fjölgun. Öll þessi mál eiga það sameig- inlegt að þar á borgarstjórinn ekki í höggi við aðra stjórn- málamenn, heldur íbúa og sam- tök þeirra úti um alla borg. Getur frambjóðandinn Dagur B. Egg- ertsson farið í hart við þá alla eða reynt að villa um fyrir þeim með því að setja tiltekin mál „til hlið- ar“? Nei, á þá duga engir klækir og kjósendur getur hann ekki hliðarsett. Meirihlutinn í borg- inni kemur með afar ótrúverðugum hætti til móts við suma af gagnrýnendum þétt- ingarstefnunnar} Klækjastjórnmál Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ N ýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Þetta var boðskapur VG í kosninga- baráttunni í Norðvesturkjördæmi síðastliðið haust. Hverjar eru efndirnar? Fyrsta verk sjávarútvegsráðherra VG í nýrri ríkisstjórn er reglugerðarbreyting um að skerða þorskveiðiheimildir til strandveiða næsta sumar. Breytingin er á reglugerð sem tók gildi í ágúst, rétt fyrir kosningar, en með henni eru þorskveiðiheimildir skertar um 1.500 tonn. Heimildir lækka því úr 10.000 tonnum í 8.500. Byggðakvótinn er einnig lækkaður um 874 tonn, úr 4.500 tonnum í 3.626 tonn. Hér er um umtals- verða skerðingu að ræða, sem fer þvert gegn kosningalof- orðum VG. Sé einhver í vafa, þá er það svona sem svik og blekkingar líta út. Strandveiðar hafa reynst vel fyrir hinar dreifðu sjáv- arbyggðir, þótt litlar séu. Strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Smábátaútgerð hefur spornað gegn sam- þjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. En með áframhaldandi stefnu stjórnvalda? Munu strandveiðar hverfa? Ungt fólk, sem vill fara í útgerð, mun væntanlega flytjast til Noregs enda fer tækifærunum mjög fækkandi á Íslandi. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorsk- veiðiheimilda er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabar- áttu VG og stefnuskrá flokksins. En hún er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sér- hagmunagæslu stórútgerðarinnar og kvóta- eigenda eru skoðuð. Vilji þeirra kemur skýrt fram í athugasemdum fulltrúa þeirra við frum- varp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti). Þar segir: „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri af- stöðu að hætta eigi strandveiðum og fella afla- mark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráð- stafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Þar á bæ er ekki litið á strandveiðar sem atvinnuveiðar og virðingin fyrir þeim engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað at- vinnuveiðanna.“ Hræðslan við strandveið- arnar er með ólíkindum, og er það ekki af um- hyggju SFS fyrir vernd fiskistofna. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabar- átta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmark- anir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Aflahámark sem takmarkar fiskveiðar á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum. Þetta er einnig barátta fyrir jöfn- um búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á lands- byggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fisk- veiðum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fisk- veiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða en ekki lýðskrumi rétt fyrir kosningar. Eyjólfur Ármannsson Pistill Svik VG við sjávarbyggðirnar Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í NV-kjördæmi. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is L axalús tók að fjölga ört í sjókvíum á Vestfjörðum síðasta haust, nánar til- tekið í Patreksfirði, Arn- arfirði og í Dýrafirði. Fiski- sjúkdómanefnd samþykkti að fiskeldisfyrirtækin myndu með- höndla fiskinn með lyfjagjöf í fóðri. Fyrst í Patreksfirði 21. september, í Arnarfirði 6. október og í Dýrafirði 19. október. Náttúruleg og eðlileg skýring er sögð á fjölguninni og er fjöldi laxalúsa talinn vel innan áhættumarka. „Að vori ár hvert finnast ávallt nokkrar laxalýs sem náð hafa að lifa af vetrarkuldann (náttúran sér um sig, ekki ólíkt og lúsin á trjánum í garðinum heima). Það tekur þó vissan tíma fyrir þessa „aðframkomnu for- eldra“ að fjölga sér, en hægt og bít- andi nær lúsin að ná fram nýrri kyn- slóð (sú fyrri kemur fram í cirka lok júlí/ágúst og seinni kynslóð seint að hausti í lok okt./nóv). það er svo í byrjun vetrar (okt./nóv.) sem fjöldi lúsa nær hámarki,“ skrifar Gísli Jóns- son, sérgreinadýralæknir fisk- sjúkdóma, í svari við fyrirspurn blaðamanns. Sjaldan lús á Austfjörðum „Sumarið 2021 var mjög hag- stætt á heildina litið með tilliti til laxa- lúsar. Það sást nánast engin lús lengi vel, en aðeins lét hún þó á sér kræla og það einmitt í Dýrafirði. Einu lyfja- meðhöndlanirnar gegn laxalús sem fengu heimild og voru framkvæmdar á liðnu ári áttu sér stað í Dýrafirði í nóvember. Síðan þá er laxalús hverf- andi og engar talningar eru fram- kvæmdar í sjó eftir að hitastig sjávar er komið undir 4°C – enda enga lús að telja. Á Austfjörðum ríkja allt aðrar umhverfisaðstæður. Sú litla tunga sem teygir sig með golfstraumnum vestur fyrir, áfram norður fyrir og síðan alveg austur fyrir land er orðin afar máttlítil þegar að Austfjörðum er komið. Sumarhiti í sjó fer vart yfir 7-8°C og þessar aðstæður eru bara með því móti að laxalús nær sér ekki á strik (hún er algjörlega háð vissu sjávarhitastigi til að geta fjölgað sér að einhverju ráði). Til samanburðar fer hitastig sjávar fyrir vestan í 12- 13°C yfir sumarmánuðina. Þessi munur er afskaplega mikill,“ útskýrir hann. Nánast engin í dag Fjölgun lúsa var hins vegar nokkuð mikil í Dýrafirði, þar sem hún mældist í mesta magni, í samanburði við fyrri tölur sem finna má í mæla- borði fiskeldis. Þar kemur fram að á tímabilinu maí 2020 til september 2021 hafði hæsta meðaltal kvenlúsa á fiski mælst 0,36 en í nóvember í fyrra var þessi tala 1,16 í firðinum. Gísli segir fjölgunina í Dýrafirði ekki hafa verið sérstakt áhyggjuefni. „Þessi fjöldi sem þarna var á ferðinni er í raun undir öllum viðmiðum sem gætu farið að valda einhverjum alvöruáhyggjum. Ávallt ber þó að fylgjast með þróun mála. […] Í þessu tilfelli gripið til lyfjameðhöndlunar og þar með er nánast enga lús að finna í Dýrafirði í dag.“ Hver eru áhættumörk í meðal- fjölda kvenlúsa á fiski? „Erfitt er að gefa einhlítt svar, það fer algjörlega eftir árstíma, hita- fari, stærð fiska og svo framvegis. Flest lönd miða við cirka 1,5 til 3 full- orðnar laxalýs per fisk. Norðmenn eru með lægri viðmið, enda allt aðrar aðstæður þar á svo margan hátt. Það þarf mikinn fjölda laxalúsa per fisk áður en þær fara að valda skaða,“ út- skýrir Gísli. Skynsamlegt að lágmarka stofninn „Við verðum að átta okkur á því að villtir laxar sem eru á leið heim frá vetrarbeitistöðvum í hafi á vorin og sumrin bera iðulega á sér um 30-40 kynþroska laxalýs án þess að nokkur skaði sé á ferð. Auðvitað eru aðstæður allt aðrar í sjókvíum þar sem mikið er af laxi á sama stað. Þess vegna ber að vakta lúsina og þróun hennar. Ástæðan fyr- ir því að meðhöndlun var heimiluð í Dýrafirði í nóvember var að við töld- um skynsamlegt að lágmarka „lúsa- stofninn“ í firðinum áður en við sigld- um inn í veturinn – sem aftur skilar sér í afar fáum eintökum af lús sem nær að lifa af veturinn næsta vor.“ Laxalús innan marka þrátt fyrir fjölgun Hafstraumar hafa veruleg áhrif á hitastig sjávar og því einnig lífsskilyrði laxalúsarinnar. Hlýr sjór streymir frá suð- vestri inn á Norður-Atlantshaf. Megingreinin fer norður með Noregi og upp til Barentshafs, en smágrein fer vestur og norð- ur á milli Íslands og Grænlands. Golfstraumurinn klofnar við Færeyjahrygg. Á þessu svæði, á skilum kaldra og hlýrra strauma, eru talin hagstæð skil- yrði fyrir laxalúsina í náttúru- legu umhverfi. Hafstraumar undirstaðan HITASTIG SJÁVAR MIKILVÆGUR HLEKKUR Meginstraumleiðir við Ísland og Noreg Kanada Grænland Noregur Ísland N or ðu r-Atlantshafsstraumurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.