Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 23
Linda urðu engar dekurrófur
heldur dugnaðarforkar eins og
mamma þeirra var.
Guðný var einstaklega listfeng
þegar kom að handavinnu hvort
heldur var saumar eða prjón.
Litir, snið og frágangur var eins
og hjá frægustu hönnuðum
heims. Guðný var líka hjálpsöm
þegar ég hafði ætlað mér um of á
sviði handmennta. Hún kenndi
mér alls konar fiff við sauma-
skapinn og fullvissaði mig um að
ég gæti þetta alveg, ég yrði bara
að sýna smá þolinmæði.
Listfengi Guðnýjar sýndi sig
ekki aðeins við handavinnu og í
klæðaburði heldur í öllum hennar
verkum og ekki síst í prentverk-
inu sem hún vann við alla sína tíð.
Hún var ekki bara að setja texta
heldur var hún alltaf að fullkomna
vinnu sína og finna upp á ein-
hverju nýju útliti þegar tölvurnar
komu til sögunnar. Hún gat ekki
hugsað sér að koma nálægt
„ljótu“ prentverki, og var eftir-
sótt til vinnu.
Þótt Guðný væri lágvaxin og
fínleg í alla staði var hún algjör
nagli og stóð eins og klettur með
þeim sem henni þótti vænt um.
Hún var þeirrar gerðar að hún
hreykti sér ekki af verkum sínum
og var að mínu mati of hógvær
þegar kom að því að þiggja hrós.
Guðný talaði ekki mikið um sjálfa
sig, en ég vissi að hún var ekki
fædd með silfurskeið í munni.
Einn ónefndur kostur Guðnýj-
ar, sem allir sem þekktu hana
eiga eftir að sakna, er hversu
góður hlustandi hún var. Nýlega
þegar ég heimsótti hana í nýju
íbúðina ætlaði ég að spyrja hana
hver hefði kennt henni að sauma
svona listavel. Sú umræða varð
að engu því ég var allt í einu farin
að tala út í eitt um eigin hörm-
ungar og Guðný sat og hlustaði.
Þegar ég síðar bað hana afsök-
unar á þessu rausi mínu sagði
hún: „Blessuð vertu, ekkert mál,
ég vissi að þú þyrftir að tala um
þetta.“ Þannig var Guðný, góður
vinur gulli betri og hennar er
sárt saknað.
Ég sendi fjölskyldu Guðnýjar
alla mína samúð með ósk um
huggun harmi gegn.
Meira á www.mbl.is/andlat
María Anna
Þorsteinsdóttir.
Kynni okkar Guðnýjar hófust
þegar hún kom til starfa hjá
Prentsmiðjunni Odda. Hún var
snögg að tileinka sér nýja tækni,
úrræðagóð, afkastamikil, ósér-
hlífin til vinnu og umfram allt góð-
ur vinnufélagi.
Af einhverjum ástæðum náð-
um við vel saman við fyrstu kynni.
Kannski að hluta til vegna sam-
eiginlegs áhuga okkar á mat og
matargerð en Guðný var framúr-
skarandi kokkur.
Það fór ekki á milli mála hvað
var það mikilvægasta í lífi Guð-
nýjar en dætur, tengdasonur og
barnabörnin voru hennar stolt og
yndi. Að fá að vera þátttakandi í
líf þeirra veitti henni gleði og
styrk til að takast á við það sem
lífið gaf. Systkini hennar og fjöl-
skyldur þeirra voru henni einnig
afar hugleikin.
Guðný var miklum mannkost-
um búin. Hún var heiðarleg, já-
kvæð, víðsýn, dugleg og skemmti-
leg. En fyrst og fremst var hún
góð og hlý manneskja sem gott
var að umgangast.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldu og vina. Blessuð sé
minning góðrar vinkonu.
Magnús G. Guðfinnsson.
Guðný vinkona mín er fallin frá
eftir nokkurra mánaða baráttu
við erfið veikindi.
Þótt vitað væri að á brattann
væri að sækja kom andlát hennar
að morgni aðfangadags á óvart en
við töluðum saman daginn áður
og hún var þá nokkuð hress.
Guðný tókst á við veikindin af
miklu æðruleysi, alltaf jákvæð,
bjartsýn og tók virkan þátt í líf-
inu.
Ég kynntist Guðnýju fyrir
tæpum aldarfjórðungi en eigin-
menn okkar voru nánir sam-
starfsmenn. Ég hafði séð Guð-
nýju nokkrum sinnum en aldrei
talað við hana þegar mennirnir
buðu okkur með á ráðstefnu til
Bandaríkjanna haustið 1998.
Herrarnir þrír sem voru með
okkur í ferðinni vildu gjarnan
sitja saman í flugvélinni til Bost-
on og leyfa okkur Guðnýju að
spjalla saman en við vorum eitt-
hvað feimnar og litlar í okkur,
vildum frekar sitja hvor hjá sín-
um manni.
Það var gist eina nótt í Boston
og þaðan var ferðinni síðan heitið
til Houston í Texas. Við vorum
búin að panta borð á veitingastað
og þegar á hótelið var komið fóru
allir upp á herbergi til að þvo af
sér ferðarykið. Þetta tók okkur
konurnar heldur lengri tíma en
mennina og þegar ég kom niður í
anddyri stóð Guðný þar ein og
sagði karlana hafa farið saman í
leigubíl en hún hefði ekki náð að
spyrja þá neins. Við hugsuðum
ekki hlýlega til þeirra en ég vissi
á hvaða stað átti að fara og við
ákváðum að drífa okkur þangað,
við yrðum þá bara tvær ef þeir
kæmu ekki en auðvitað voru þeir
komnir á staðinn og tóku okkur
fagnandi. Við gerðum oft grín að
þessu atviki, sem var í raun okkar
fyrstu kynni.
Við Guðný ferðuðumst mikið
með eiginmönnum okkar sem oft
höfðu ekki tíma til að sinna okkur
en það kom ekki að sök því við
nutum þess að vera saman, rölta
um, fara í skoðunarferðir, kíkja í
búðir og borða góðan mat.
Við Guðný vorum ekki bara
vinkonur í utanlandsferðum held-
ur gerðum við líka margt
skemmtilegt saman hér heima,
við fórum á tónleika, sýningar og
út að borða. Guðný var listakokk-
ur og undanfarin ár höfum við
frekar eldað og borðað saman.
Þau eru ófá símtölin sem ég hef
hringt í Guðnýju til að fá ráðlegg-
ingar varðandi matreiðslu og
uppskriftir og aldrei gripið í tómt.
Það verða mikil viðbrigði að geta
ekki gert þetta lengur.
Hún Guðný var fíngerð og fág-
uð kona, mjög listræn og einstak-
lega smekkleg. Hún var frábær í
höndunum, bæði í fíngerðum
saumaskap og í grófari verkum
eins og að brjóta niður veggi,
flísaleggja og fleira. Í öllu þessu
kom hennar einstaka nákvæmni
og samviskusemi sér vel því allt
sem hún kom nálægt var einstak-
lega vel og vandvirknislega unn-
ið.
Í vor flutti Guðný í nýja og
glæsilega íbúð og var að koma sér
vel fyrir þegar hún veiktist. Við
náðum að skála í hvítvíni fyrir
nýju íbúðinni og útsýninu en
þurftum að gera það tvisvar því
útsýnið sveik okkur í fyrra skipt-
ið en þessi skipti áttu að verða svo
miklu fleiri.
Að leiðarlokum langar mig að
þakka Guðnýju minni ómetan-
lega og trygga vináttu sem aldrei
bar skugga á.
Við Guðmundur sendum dætr-
unum, Lilju Dögg og Lindu Rós,
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Guðnýjar
Kristjánsdóttur.
Halldóra Björnsdóttir.
Elskulegu systur, Lilja Dögg
og Linda Rós.
Við vinkonur mömmu ykkar
viljum votta ykkur samúð við frá-
fall elsku vinkonu okkar til
margra ára.
Hvílíkt hvað snöggt fráfall
hennar snerti okkur. Við trúum
ekki þessari staðreynd að á
morgni eftir sólarlag breytast
hlutirnir oft óvænt og rista djúpt.
Okkar hugur er hjá ykkur og
fjölskyldum ykkar, elsku systur.
Hún verður ætíð í huga okkar.
Guðs blessun fylgi minningu
vinkonu okkar.
Anna, Elín (Ella), Anna
María, Sigurborg (Systa),
Ingibjörg (Inga) og Þórunn.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
✝
Bjarni Sigfús-
son fæddist
13. september
1933 á Grýtu-
bakka í Suður-
Þingeyjarsýslu.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Lundi á Hellu 12.
janúar 2022.
Foreldrar hans
voru Sigfús Her-
mann Bjarnason,
f. 1897 á Svalbarði, og Jó-
hanna Erlendsdóttir, f. 1905 á
Hnausum í Vatnsdal.
Bjarni kvæntist árið 1959
Aðalheiði Margréti Haralds-
dóttur, f. 1938. Aðalheiður lést
árið 2002. Þau áttu saman
og Arnberg Victor. Halla á
eitt barnabarn. 5) Brynja Rós,
f. 1973, maður hennar er Guð-
mundur Birgisson, börn þeirra
eru Lydía Líf og Birgir.
Bjarni fæddist á Grýtu-
bakka en flutti 16 ára gamall
að Breiðavaði í Langadal. Síð-
ar flutti hann til Reykjavíkur
með eiginkonu sinni og bjuggu
þau lengst af í Breiðholti,
fyrst í Staðarbakka og síðar í
Ystaseli. Bjarni var lærður
rennismiður en starfaði lengst
af við rekstur eigin kranafyr-
irtækis.
Bjarni verður jarðsunginn
frá Seljakirkju í dag, 21. jan-
úar 2022, klukkan 10. Fjölda-
takmarkanir eru vegna Covid
en streymt verður á
www.seljakirkja.is
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
fjögur börn en
Bjarni átti eina
dóttur fyrir.
Börn Bjarna
eru: 1) Margrét, f.
1958, maður henn-
ar er Sævar Ósk-
arsson. Börn
þeirra eru Óskar,
Kristín og Brynj-
ar. Margrét og
Sævar eiga níu
barnabörn. 2) Sig-
fús, f. 1959, kona hans er Ást-
rós Sverrisdóttir. Börn þeirra
eru Bjarni Haraldur, Heiða
Vigdís og Snorri Alexander. 3)
Haraldur, f. 1964, d. 1968. 4)
Halla Rut, f. 1969, synir henn-
ar eru Elís Viktor, Ívan Victor
Þá er elsku tengdapabbi minn
til 35 ára farinn í sumarlandið
fagra. Ég kynntist Bjarna og
Heiðu, tengdaforeldrum mínum,
fljótlega eftir að við Sigfús, elsta
barn þeirra, fórum að draga okk-
ur saman. Ég var rúmlega tvítug
stelpuskotta. Þau tóku mér strax
opnum örmum. Sunnudagsmatur
í Ystaseli 5 voru góðar stundir
sem og önnur samvera. Þau voru
samtaka hjón. Nutu lífsins og
ferðuðust innanlands og utan í
góðra vina hópi. Alltaf fjör þar
sem Bjarni og Heiða voru. Partíl-
jónið Bjarni. Í sumar verða 20 ár
síðan Heiða lést langt fyrir aldur
fram. Það var okkur öllum mikill
missir, sérstaklega Bjarna. Heiða
lifði það að kynnast eldri börnum
okkar Sigfúsar, þeim Bjarna Har-
aldi (f. 1988) og Heiðu Vigdísi (f.
1992). Hún vissi að Snorri Alex-
ander væri á leiðinni (f. 2002) en
lést áður en hann fæddist. Bjarni
var góður og „kúl“ afi. Hann var
afinn sem var með fjarstýrðar
gardínur í Funalindinnni. Græju-
kall, opinn fyrir nýjungum. Alltaf
flottur, helst með kúrekahatt eða
derhúfu. Auðvitað var hann með
stærsta og flottasta hattinn í
fimmtugsafmælinu mínu (það var
hattapartí). Flottur jakki, lag
Ragga Bjarna, minnir mig alltaf á
Bjarna, enda var hann alltaf í
flottum jakka. Þeir Raggi Bjarna
voru af sömu kynslóð og þekkt-
ust. Samband Bjarna senjor og
Bjarna júníor var einstakt. Þeir
fóru ásamt Sigfúsi þrisvar sinn-
um til Ameríku. Dálítið flókið að
útskýra í vegabréfaskoðuninni á
JFK-flugvellinum að það væru
tveir sem hétu Bjarni Sigfússon á
svæðinu. Tengdapabbi ljómaði
alltaf þegar ég sagði honum hvað
Heiða Vigdís væri að bralla.
Snorri Alexander fékk að vera
með afa sínum í sumarbústaðnum
þegar hann var lítill. Síðustu árin
leyfði heilsan Bjarna ekki að
njóta sín sem skyldi. Aldrei kvart-
aði hann, alltaf glaður og ljúfur.
Hann hafði einstaklega gott geðs-
lag. Mikið áttum við góðar stund-
ir þegar ég heimsótti hann reglu-
lega, hvort sem það var þegar
hann bjó í íbúð við Sunnuhlíð í
Kópavoginum, var á sjúkrahúsi
eða á Hrafnistu í Reykjavík, en
þar dvaldi hann í nokkur ár. Gam-
an var að rifja upp með honum
hvað hann hafði gert um ævina.
Bjarni vildi dvelja við það sem var
skemmtilegt, ekki það sem var
erfitt og sorglegt. Við vorum sam-
mála um að það væri dýrmætt
hvað þau Heiða notuðu tímann vel
sem þau höfðu saman. Þau Heiða
ráku kranafyrirtæki. „Krana-
Bjarni“, eins og sumir kölluðu
hann, hafði unnið víða um land
tengt því. Iðulega spurði Bjarni
mig hvaða fjall ég hefði síðast
gengið á þegar ég hitti hann. Svo
skoðuðum við á landakorti hvar
það var og kom mér alltaf á óvart
hvað hann þekkti landið vel. Nú
er partíinu lokið hjá Bjarna.
Hann sofnaði vært á hjúkrunar-
heimilinu Lundi á Hellu þar sem
hann dvaldi síðustu vikurnar í
þessu lífi. Magga elsta dóttir hans
vann þar og sinnti pabba sínum
vel eins og henni einni er lagið.
Bjarni var umvafinn börnum sín-
um og tengdabörnum þessi síð-
ustu andartök. Þetta var komið
gott. Hann kvaddi þetta líf sáttur
og saddur lífdaga. Ég sendi fjöl-
skyldu og vinum samúðarkveðjur
og þakka honum Bjarna Sigfús-
syni fallega samfylgd. Blessuð sé
minning hans.
Ástrós Sverrisdóttir.
Mig langar að minnast hans
Bjarna míns með örfáum orðum
og þakklæti fyrir yndislega tíma
sem við áttum saman.
Bjarni var natinn og einstak-
lega duglegur maður, það sáu all-
ir sem heimsóttu okkur á sínum
tíma í Viðeyjarsundið. Þar átti
hann stað sem hann naut þess að
vera á og spurði mig oft út í bú-
staðinn þegar við hittumst eftir
að hann fór á elliheimili.
Við töluðum líka um öll ferða-
lögin sem við fórum í saman og
áttum góða tíma hvort sem það
var innanlands eða utan. Í ferðum
okkar innanlands á húsbílnum
var það eftirtektarvert hvað hann
Bjarni var fróður um hvern krók
og kima á landinu. Það var
skemmtilegt og með eindæmum
gott að ferðast með honum því
hann var svo áhugasamur um alla
staði sem við komum á og sýndi
öllum sem við hittum áhuga.
Bjarni var börnum mínum og
barnabörnum góður og vil ég
þakka honum kærlega fyrir það.
Takk fyrir samfylgdina Bjarni
minn, guð geymi þig.
Þín
Olga Sigurðardóttir.
Bjarni móðurbróðir okkar er
fallinn frá. Margs er að minnast,
hlýjar og skemmtilegar minning-
ar.
Bjarni var stóri bróðir mömmu
okkar en barnahópurinn frá
Grýtubakka var stór og komust
öll til manns. Af þessum sam-
henta hópi eru einungis þrjú
þeirra á lífi. Ein falleg minning er
til þegar systurnar þrjár voru að
rifja upp uppátæki bræðranna.
Amma sagði ekki neitt, þar til ein
þeirra sagði: „Mamma, manstu
ekki hvernig þeir létu?“ Amma
skellti aftur ísskápnum og sagði:
„Ég man ekkert sem ég vil ekki
muna!“ Sönn móðurást þar, og
trúum við því að Bjarni hafi ekki
látið sitt eftir liggja í uppátækj-
unum. Aldrei var hversdagslegt
að vera nálægt Bjarna, hann sá
alltaf eitthvað skondið út úr lífinu
og var frásagnagóður. Því miður
voru sögurnar hans ekki skráðar
en þær voru oft dálítið svakaleg-
ar. Það var sama hvar Bjarni var,
hann var alltaf hrókur alls fagn-
aðar. Þrátt fyrir galsa og gaman-
semi var Bjarni að upplagi hóg-
vær og hlédrægur maður og voru
ekki allir sem fengu að kynnast
hans innsta kjarna. Það hefur
örugglega ekki verið einfalt að
fylgja honum Bjarna eftir en lán
hans var að kvænast Heiðu. Það
var aðdáunarvert að fylgjast með
þessum samhentu hjónum. Þau
bættu hvort annað upp að öllu
leyti. Þau heiðurshjón Heiða og
Bjarni voru vinmörg, vinsæl og
raungóð. Þau voru einstaklega
gestrisin, ekkert nema hlýjan,
gleðin og ánægjulegt að vera
með þeim. Allir áttu athvarf hjá
þeim, hvort sem þeir dvöldu í ár
eða yfir nótt því faðmur þeirra
var stór. Bjarni var oft kallaður
„Krana-Bjarni“ af því hann rak,
ásamt Heiðu, fyrirtækið Krana-
bílar sf. á miklum uppgangstím-
um á Íslandi. Bjarni var vel gef-
inn maður og alltaf mikill kraftur
í honum enda mikill frumkvöðull.
Bjarni var einstaklega mikið
snyrtimenni hvort heldur það
var innan dyra eða utan. Aldrei
sáust merki þess að hann hefði
verið með mikla vinnu í gangi þar
sem hann var, því allt var svo
snyrtilegt. Öll umgengni hans
var til fyrirmyndar og hann var
alltaf að. Hann snyrti í kringum
sig og dyttaði að á meðan stætt
var. Hann var vandvirkur og
handlaginn enda sóttust margir
eftir að fá hann til sín í fram-
kvæmdir enda mjög útsjónar-
samur og þúsundþjalasmiður.
Hann byggði sjálfur fyrir fjöl-
skyldu sína stórt hús í Breiðholti.
Fóru margar stundir hjá þeim
hjónum í bygginguna og má
segja að þau hafi byggt húsið
með eigin höndum enda hörku-
dugleg bæði tvö. Gerði hann
aukaíbúð fyrir móður sína en því
miður náði hún ekki búa þar
lengi. Aftur á móti nutu systk-
inabörnin, hvert af öðru, góðs af
þessari íbúð. Svona voru þau
hjónin Heiða og Bjarni.
Eftirlifandi börn Bjarna og
Heiðu eru fjögur en barnabörnin
þeirra höfðu þeirra heimili sem
sitt annað heimili eins og margir
aðrir. Það var mikið högg fyrir
Bjarna, börnin, systkini Bjarna
og barnabörnin þegar Heiða féll
frá þar sem hún hélt utan um allt
og alla. Við systkinin og fjölskyld-
ur okkar minnumst Bjarna
frænda með hlýju og þökkum
honum allar góðar samveru-
stundir. Vottum við börnum hans
og fjölskyldum þeirra innilegrar
samúðar vegna andláts hans.
Jón, Jóhanna, Nína Margrét
og fjölskyldur.
Elsku Bjarni frændi, ömmu-
bróðir minn, hefur nú kvatt þessa
jarðvist. Við þessi tímamót rifjast
upp margar góðar minningar,
þær sem standa hæst eru tengdar
útilegum. Þau Heiða áttu um tíma
stærsta húsbíl fjölskyldunnar,
þannig að þegar við vorum í úti-
legum var sá bíll oftar en ekki að-
alstaðurinn þar sem allir gátu
safnast saman. Í einni fjölskyldu-
útilegunni kom það sér mjög vel
þar sem veðrið var slæmt, þá var
hver krókur, borðkrókarnir voru
tveir, þéttsetinn þannig að fjöl-
skyldan skemmti sér konunglega
þrátt fyrir úrhelli.
Bjarna fannst söngur
skemmtilegur en það truflaði
hann ekkert ef hann kunni ekki
textann. Undir bláhimni var í
miklu uppáhaldi en eina sem hann
kunni úr laginu var: Svo dönsum
við dátt … Í hvert sinn sem komið
var að þeim stað í laginu stökk
Bjarni upp, klappaði saman lóf-
unum og söng manna hæst. Þetta
er svo fast í manni að það er ekki
hægt að syngja lagið öðruvísi.
Í fyrsta sinn sem ég keyrði
sjálf bíl var það í bílnum hans
Bjarna með hann í farþegasæt-
inu. Ég var bara sjö ára en hann
sagði mér mjög vel til, bíllinn var
líka sjálfskiptur sem okkur
Bjarna fannst betra. Get ekki
sagt að Helgu ömmu og Heiðu
hafi þótt þetta sniðug hugmynd.
Bjarna fannst allar nýjungar
mjög skemmtilegar og sagði að
fólk sem keyrði beinskiptan bíl
eftir að það væri búið að finna upp
sjálfskiptinguna væri eins og
fólkið sem notar skífusíma eftir
að það er búið að finna upp takka-
síma. Þetta hef ég haft sem lífs-
mottó eftir að hann sagði mér
þessa speki.
Elsku besti Bjarni minn, ég
veit að Heiða, Haraldur og marg-
ir fleiri tóku vel á móti þér í Sum-
arlandinu. Elsku Margrét, Sig-
fús, Halla, Brynja og fjölskyldur,
ég sendi ykkur öllum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur, missir
ykkar er mestur.
Helga Gunnarsdóttir
frá Akri.
Bjarni Sigfússon
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs föður, tengdaföður,
afa og langafa,
INGÓLFS JÓHANNSSONAR,
Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirhamra.
Unnur V. Ingólfsdóttir Guðjón Magnússon
Jóhann Ingólfsson Jónína Daníelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÞÓRU STELLU GUÐJÓNSDÓTTUR,
Staðarfelli í Dölum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands á Akranesi fyrir hlýhug og einstaka umönnun.
Eins færum við starfsfólki Heilsugæslunnar í Búðardal einlægar
þakkir fyrir ómetanlega aðstoð og hlýhug síðustu dagana.
Sveinn K. Gestsson
Anna Kristín Sveinsdóttir Eyþór Kristjánsson
Ingibjörg Sveinsdóttir Stefán Pétur Stefánsson
Kristján Ellert Sveinsson
ömmu- og langömmubörn