Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 26

Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Allt félagsstarf liggur niðri til miðvikudagsins 2. febrúar. Grímuskylda og 2 metra reglan komin aftur. Hámark 10 manns í hverju rými. Boðið uppá kaffi til kl. 11. Hádegismaturinn kemur í bökkum. Panta þarf matinn fyrir hádegi deginum áður. Síðdegiskaffið er opið frá kl. 14.30-15.30. Garðabær Poolhópur Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Handavinna, opin vinnustofa frá kl. 10.30. Brids kl. 13. Bíó kl. 13.15. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. ´Korpúlfar Vegna fjöldatakmarkana fellur allt hópastarf niður á veg- um Korpúlfa bæði í Borgum, á Korpúlfsstöðum og í Egilshöll. Opið er í Borgum, kaffi á könnunni en grímuskylda, hámark 10 í rými og sótt- varnir í heiðri hafðar. Hvetjum alla til hreyfingar og sendum hlýjar óskir til ykkar allra og hlökkum til að byrja starfið aftur með gleði í hjarta. Boðið er upp á heimsenda mat fyrir alla, afgreiddan frá Borg- um eða heimsendingu á heimili viðskiptavina. En opið er í Borgum og kaffi á könnunni. Einnig er í boði að fá símhringingaspjall heim fyrir þá sem þess óska. Með baráttukveðju og hlýjum óskum. Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut opinn milli kl. 9. og 11.30. Vegna samkomutakmarkana verður enginn söngur eða önnur dagskrá í dag, föstudag. intellecta.is Vantar þig fagmann? FINNA.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á potta Eigum til lok á flest alla potta á lager. Td. stærðir 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, kringlótt lok og átthyrnt lok. HEITIRPOTTAR.IS Sími 777 2000 Bílar Nú þegar engir sendibílar eru fáanlegir í heiminum eigum við þennan til á lager ! Nýr 2021 Ford Transit Trend L3H3. Til afhendingar strax ! Verð: 5.500.000,- án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. ✝ Halldóra Krist- ín Arth- ursdóttir fæddist í Reykjavík 1. mars 1945. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 12. janúar 2022. Foreldrar henn- ar voru Arthur Jónatansson, f. 17.12. 1912, d. 21.3. 1995, og Marsibil Guð- björg Guðbjartsdóttir, f. 29.6. 1911, d. 5.2. 2004. Bróðir Hall- dóru er Sigmundur Unnar, f. 1942, maki Ásthildur Sigurð- ardóttir, f. 1948. Hinn 29.6. 1969 giftist Hall- dóra Símoni Sverri Ragn- arssyni, f. 1944. Þau skildu 2018. Fyrir átti Halldóra son- inn: 1) Arthur Pétursson, f. 1966, sambýliskona Herta Marí- anna Magnúsdóttir, f. 1965, dóttir Hertu er Ragnhildur Austurbæjarskóla. Halldóra fór sem au pair til Englands og gætti þar tveggja stúlkna í eitt ár og lærði góða ensku við dvölina þar. Eftir skólagöngu fór Halldóra að vinna á skrif- stofu hjá Vita- og hafnarmálum og síðar hjá Loftleiðum við bókhald. Árið 1973 fluttist hún með eiginmanni og börnum í Kópa- vog, fyrst í Lundarbrekku 16 en síðar Daltún 34, þar sem þau bjuggu til ársins 2005, Halldóra bjó í Garðabæ til dán- ardags. Meirihluta starfsævi sinnar starfaði Halldóra við rekstur á skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar ásamt Símoni, fyrstu árin ráku þau verslunina á Laugavegi 8 og síðar í Iðnaðarmannahúsinu en lengst af við Laugaveg 5 ásamt verslun í Spönginni í Graf- arvogi. Útför Halldóru fer fram frá Garðakirkju í dag, 21. janúar 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. Vegna samkomutakmark- ana geta aðeins nánasta fjöl- skylda og vinir verið viðstödd, en streymt verður frá útförinni. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Lára, f. 2000, börn þeirra eru Hall- dóra Kristín, f. 2004, og Magnús Grétar, f. 2007. Börn Halldóru og Símonar eru: 2) Ágústa, f. 1971, maki Magnús Odd- ur Guðjónsson, f. 1970, börn þeirra eru María, f. 1997, Ásdís Milla, f. 2000, Eva Mía, f. 2008, og Stef- án Máni, f. 2010. 3) Ragnar, f. 1973, maki Dísa Ragnheiður Tómasdóttir, f. 1977, börn Ragnars eru Alexandra Sigrún, f. 1992, og Ásta Margrét, f. 1995, dóttir Ragnheiðar Dísu er Embla Dögg, f. 1998, og börn þeirra eru Símon Tómas, f. 2002, Ísabella Eir, f. 2009, og Mikael Tumi, f. 2011. Halldóra ólst upp í Reykja- vík, fyrstu árin á Leifsgötu og síðar í Stigahlíð. Hún gekk í Mamma þú varst kletturinn í lífi mínu og barnanna okkar Magga. Alltaf til staðar fyrir okk- ur, áttir réttu svörin við öllu. Mik- ið sem ég á eftir að sakna þíns hlýja faðms og dillandi hláturs. Það var svo gott að hlæja með þér og þú hafðir svo smitandi hlátur að yfirleitt voru allir farnir að hlæja með þér. Þín skilyrðislausa ást og umhyggja á eftir að um- vefja okkur alla tíð. Þú gerðir allt fyrir alla en þáðir sjaldan aðstoðina sjálf. Geymdir aldrei verk sem hægt væri að klára í dag til morguns heldur óðst í verkin, sannkölluð súper- mamma. Við áttum einstaka vináttu og heyrðum hvor í annarri á hverjum degi og stundum oft á dag. Þú varst stór hluti af fjölskyldu okk- ar Magga, komst oft við í kaffi- sopa eða borðaðir með okkur. Þú elskaðir að ferðast og við vorum dugleg við það, hvort sem það voru bíltúrar innanlands eða ferð- ir erlendis. Þótt lífsins brekkur færu að verða ansi brattar og erfiðar þá varstu alltaf jákvæð og glöð. Þeg- ar þú varst spurð hvernig þú hefðir það var svarið alltaf það sama: „Ég hef það bara mjög fínt.“ Svona varstu alltaf glöð, sterk og með mikinn lífsvilja. Elsku mamma, þú skilur eftir þig risaskarð í hjörtum okkar sem enginn getur fyllt en á sama tíma skilurðu eftir hafsjó af frábærum minningum sem við yljum okkur við. Takk fyrir allt elsku mamma Þín dóttir, Ágústa. Elsku mamma. Þau verða held- ur fátækleg orðin þegar móðir er syrgð. Hvernig er hægt að þakka nógsamlega það ævistarf, kær- leik, hlýju og ást sem hefur verið til staðar alla tíð? Það er margt að þakka í gegnum tíðina. Það að eiga ástríka móður sem hefur sýnt barni þolinmæði, virðingu og hlýju er besta næring sem hægt er að fá út í lífið. Mamma var hlý kona og sýndi það bæði börnum sínum og barnabörnum og fólkinu sínu. Hún elskaði ekkert heitar en að verja tíma með fjölskyldunni og ferðast. Mömmu var alltaf umhugað um fólkið sitt og fylgdist vel með því. Við töluðum saman flesta daga og hún vildi gjarnan heyra hvað barnabörnin voru að taka sér fyrir hendur. Ég mun sakna kærleikssamtals, góðra ráða og dillandi hláturs. Ég kveð mömmu með söknuð í hjarta og djúpu þakklæti fyrir þann kærleik, hlýju og ást sem hún hefur gefið okkur. Mamma er kona sem heldur í höndina á manni fyrstu árin en hjartað alla ævi. Takk fyrir allt saman elsku mamma, þinn sonur Arthur. Elsku hjartans mamma mín, með sorg og söknuð í hjarta mínu þakka ég þér fyrir allt sem þú hef- ur gefið mér og allar okkar stund- ir saman. Ég elska þig og mun ávallt geyma og varðveita þig í mínu hjarta. Hvíldu í friði elsku mamma mín. Þar sem melgrösin glóa þar glóir þú. Þar sem nóttin leggur lönd sín þar sefur þú mín kæra móðir. Þar sefur þú. (Ómar Sigurjónsson) Þinn sonur, Ragnar Símonarson. Það er ekki öllum gefið að eign- ast góða tengdamömmu, ég var einn af þeim lánsömu. Ég man í fyrsta skipti sem ég kom að heim- sækja Ágústu í Daltúnið þá kom ég og settist í stofuna í kjallaran- um þar sem þau systkinin höfðu afdrep fyrir sig. Á eftir hæðinni var Halldóra að horfa á einhvern gamanþátt í sjónvarpinu og hló hátt sínum smitandi hlátri, Ágústa sagði við mig brosandi: „Þetta er bara mamma að horfa á sjónvarpið.“ Skömmu síðar vind- ur Halldóra sér niður stigann og kynnir sig með orðunum: „Sæll, ég heiti Halldóra og mikið er gott að sjá þig loksins.“ Þar með var ég kominn inn í fjölskylduna, ekk- ert fát eða fum á þessu heldur komið hreint og beint fram. Þann- ig var Halldóra, hrein og bein, aldrei neitt hálfkák eða vandræði, hún lá ekkert á skoðunum sínum og var staðföst í því sem hún tók sér fyrir hendur. Öll verkefni kláruð og allt í röð og reglu. Heimilið var Halldóru heilagt, allt var þar heint og strokið og mikill metnaður var lagður í matargerð enda vandfundinn betri kokkur en hún. Matmálstíminn var líka hafður í hávegum, það var matur klukkan hálfsjö, ekki fyrr og ekki seinna, mér fannst þetta undar- legt í fyrstu en vandist þessu fljótt. Halldóra vann mikið allt tíð og ég var oft hugsi hvernig hún komst yfir það að vinna allan dag- inn og reka síðan heimili með þeim myndarbrag sem hún og gerði. Ég áttaði mig fljótt á því að hún virtist sofa minna en við hin því hún var oft fram eftir að klára það sem þurfti að klára án þess að við tækjum eftir því. Halldóra fór ung sem au pair til Englands sem var ekki algengt á hennar uppvaxtarárum, talaði hún oft um hve gott það hefði gert sér að fara ung út og standa á eig- in fótum. Hún var dugleg að ferðast og áttum við margar dýrð- arstundir í Flórída, hvort sem var þegar Arthur bjó þar eða hún kom með okkur Ágústu og krökk- unum í frí. Það var afskaplega gott að vera í kringum Halldóru, hún hafði einstakt lag á því að vera ekki neitt að trana sér fram og vildi aldrei vera miðdepill at- hyglinnar. Hins vegar var hún alltaf til staðar, stoð og stytta fyr- ir alla, alvörumamma og -amma. Það var óskaplega gaman að fylgjast með henni tala um öll barnabörn sín, hún vissi upp á hár hvað hver var að gera, hvernig allt gengi hjá öllum hvort sem var í skóla eða frítíma. Tók þátt í öll- um tímamótum hvort sem þau voru stór eða smá, alltaf jákvæð og uppbyggjandi og endalaust af hrósi í boði. Það er mikill missir að þú hafir þurft að kveðja okkur svona fljótt, við vorum viss um í enda árs 2020 að allt væri komið í lag og meinið væri sigrað. Fljótlega eftir ára- mót 20/21 tók meinið sig upp að nýju og ekki var við neitt ráðið. Þú tókst þessu af sama æðru- leysinu og jákvæðni sem endra- nær þegar eitthvað bjátaði á. Við áttum fjölmargar stundir saman á spítalanum þar sem við ræddum mikið saman, þú ítrekaðir við mig að það þýddi ekkert að kvarta yfir þessu. Baðst mig um að passa vel upp á Ágústu og krakkana, ég sagði við þig að við myndum gera það saman ég og þú. Ég þakka þér af öllu hjarta fyrir samfylgd- ina. Þinn Magnús Oddur. Elsku amma, við höfum átt góðar stundir og þín er sárt sakn- að. Minningar um þig munu lifa og allar eru þær góðar. Við höfum fengið að bralla margt saman í gegnum tíðina og þú varst alltaf til í að gera eitthvað með okkur barnabörnunum. Það verður erf- itt að geta ekki komið til þín í heimsókn eftir skóla þar sem þú tókst alltaf á móti okkur með „hæ skvís“ og bros á vör. Þú varst allt- af til staðar fyrir okkur og það var gott að geta komið til þín og feng- ið álit og spjallað um allt og ekk- ert. Minningarnar hrannast upp þegar við hugsum til þín og við systkinin elskuðum Flórídaferð- irnar með þér. Nokkrar uppá- haldsminningar koma í hugann við tilhugsunina að vera með þér í fríi. Eins og þegar við vorum við sundlaugarbakkann í sólbaði og þú að lesa einhverja ástarvellu, sólbrún og sæt. Alltaf tókst Evu Míu að plata þig út í ískalda sund- laugina með því að segja við þig að laugin væri skítheit. Einnig voru farnar nokkrar verslunar- ferðir þar sem þú talaðir manna hæst þar sem þú hélst því fram að enginn skildi þig nema við, þú hafðir sterkar skoðanir á því hvað við systkinin keyptum og varst okkar helsta tískulögga. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Þín verður sárt saknað. Þín ömmubörn, María, Ásdís Milla, Eva Mía og Stefán Máni Magnúsarbörn. Þegar við hugsum til ömmu og um allar góðu minningarnar sem við eigum um hana koma fyrst upp í hugann öll áramótin sem við fengum að upplifa með henni. Það var alltaf svo gaman að horfa með henni á skaupið, en hún hló alltaf svo hátt. Hláturinn hennar var mjög smitandi, enda urðu hlátur- sköstin mörg þegar amma var viðstödd. Það var aldrei langt í húmorinn hjá henni. Amma var mjög skemmtilegur og góður gestgjafi, sama hvort það var heima hjá henni eða í búð- inni. Hún var ómissandi hluti af fjölskylduboðunum, en það var alltaf gaman að vera í kringum hana. Hún eldaði mjög góðan mat og þá sérstaklega þegar hún bjó til heimagerða ísinn með marssós- unni sem má ekki gleyma. Við hugsum til elsku ömmu okkar með söknuði og hlýju í hjarta og munum varðveita allar minningarnar okkar um hana um ókomna framtíð. Hvíldu í friði elsku amma. Takk fyrir allt sem þú kenndir okkur og allar stundirnar sem við áttum saman. Við elskum þig. Þín ömmubörn, Ragnhildur Lára, Halldóra Kristín og Magnús Grétar. Elsku amma Halldóra. Við systkinin þökkum fyrir all- ar góðu stundirnar með þér, hefð- um óskað þess að þær hefðu orðið fleiri. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þín barnabörn, Embla, Símon, Ísabella og Tumi. Er við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð færast löngu liðnar stundir okkur nær. Því að margar standa vörður þær, sem einhver okkar hlóð uppi um fjöll, þar sem vorvindurinn hlær. Með þessum orðum viljum við kveðja vinkonu okkar. Takk fyrir að hafa gengið með okkur alla tíð síðan við vorum unglingar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Innilegar samúðarkveðjur, Arndís Jónsdóttir, Margrét Pálfríður Magnúsdóttir. Halldóra Kristín Arthursdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.