Morgunblaðið - 21.01.2022, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.01.2022, Qupperneq 31
Ljósmynd/Szilvia Micheller ÍÞRÓTTIR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022 _ Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska félag- ið Trelleborg og verður því áfram í sænsku B-deildinni á komandi tíma- bili. Böðvar, sem er 26 ára bakvörður, lék með Helsingborg á síðasta tímabili og tók þátt í að koma liðinu upp í úr- valsdeildina en var ekki boðinn nýr samningur í kjölfarið. Trelleborg end- aði í sjöunda sæti B-deildarinnar 2021. _ Bandaríska knattspyrnukonan Tiff- any McCarty sem lék með Breiðabliki á síðasta tímabili og áður með Selfyss- ingum er gengin til liðs við Þór/KA. Tiffany er 31 árs framherji og hefur leikið í Noregi og Japan, sem og í bandarísku atvinnudeildinni. Hún hef- ur skorað 17 mörk í 33 leikjum í úrvals- deildinni hér á landi. _ Jón Daði Böðvarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, gekk í gær til liðs við enska C-deildarfélagið Bolton, eftir að hafa fengið sig lausan frá Millwall í B-deildinni. Hann samdi til 18 mánaða, eða til sumarsins 2023. Bolton er í 17. sæti af 24 liðum í C-deildinni. _ Hinn 17 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson lék sinn annan leik með að- alliði hollenska knattspyrnustórveld- isins Ajax í gærkvöld, og skoraði eins og í þeim fyrsta. Hvort tveggja hafa verið bikarleikir en í gærkvöld vann Ajax D-deildarliðið Excelsior Maasslu- is, 9:0. Kristian lék seinni hálfleik og skoraði sjöunda markið á 64. mínútu. _ Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson, leikmenn Vals, voru í gær kallaðir inn í landsliðshópinn í hand- knattleik í kjölfar þess að sex leikmenn eru úr leik vegna kórónuveirusmita. Þeir verða væntanlega í hópnum þegar Ísland mætir Frakklandi í Búdapest á morgun. _ Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elí- asson dæma ekki meira á Evrópumóti karla í handknattleik. Anton hefur greinst með kórónuveiruna og er í ein- angrun í Slóvakíu og Jónas er af þeim sökum farinn heim til Íslands. Þeir dæmdu einn leik í fyrstu umferð riðla- keppninnar. _ Davíð Snær Jóhannsson, knatt- spyrnumaður úr Keflavík, er genginn til liðs við ítalska félagið Lecce sem keypti hann af Keflvíkingum. Davíð er 19 ára gamall en hefur þó leikið með Keflavíkurliðinu frá 2018 og hefur spilað með því 67 leiki í tveimur efstu deildunum, ásamt því að spila 40 leiki með yngri lands- liðum Íslands. Lecce er í fimmta sæti ítölsku B- deild- arinnar og með liðinu leikur einnig Þórir Jóhann Helgason, fyrrverandi leikmaður FH. Eitt ogannað EM 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Frakkar, sem eru næstu mótherjar Íslendinga á Evrópumótinu í Búda- pest á morgun, sýndu styrk sinn í gær þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Hollendingum, 34:24. Þar rákust Erlingur Richardsson og hans menn í hollenska liðinu loks á vegg eftir frábæra frammistöðu til þessa á mótinu. Þeir stóðu í ólymp- íumeisturunum í fyrri hálfleik, stað- an var 15:12 að honum loknum, en síðan dró hratt í sundur með lið- unum. Aymeric Minne skoraði átta mörk fyrir Frakka og Nicholas Tournat fimm en Kay Smits og Dani Baijens voru atkvæðamestir Hollending- anna með fjögur mörk hvor. Svartfellingar komu hins vegar á óvart með sannfærandi sigri á daufu liði Króata, 32:26, og ljóst er að bar- áttan um þriðja sæti riðilsins verður hörð, að því gefnu að ekki verið hægt að stöðva Dani og Frakka á leið þeirra í undanúrslitin. Þriðja sætið gefur keppnisrétt um fimmta sæti Evrópumótsins, og það sæti gefur beinan keppnisrétt á næsta heimsmeistaramóti. Það er ansi stór gulrót og getur gert bar- áttuna í riðlinum afar tvísýna í loka- umferðunum á mánudag og mið- vikudag þegar Ísland mætir Króötum og Svartfellingum. Markvörðurinn Nebojsa Simic átti stórleik í marki Svartfellinga gegn Króötum og var með 40 pró- sent markvörslu. Branko Vujovic og Milos Vujovic voru þeirra marka- hæstu menn með sjö mörk hvor en Ivan Cupic skoraði sjö mörk fyrir Króata og Luka Cindric fimm. Kró- atar hafa verið í vandræðum vegna kórónuveirusmita og voru án nokk- urra leikmanna. Lið þeirra þótti baráttulítið og þá vantar mikið þeg- ar Króatar eiga í hlut. Fyrsta tapið hjá Alfreð Í milliriðli tvö tóku Spánverjar forystuna með öruggum sigri á löskuðu liði Þjóðverja, 29:23. Alfreð Gíslason hafði ekki undan með að fá nýja menn í hópinn á síðustu stundu fyrir leikinn vegna hópsmits í röð- um þýska liðsins. Jorge Maqueda skoraði sex mörk fyrir Spánverja, Ferran Sole og Ag- ustín Casado fimm hvor. Johannes Golla og Patrick Zieker skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Þjóðverja sem töpuðu sínum fyrsta leik. Norðmenn vöknuðu til lífsins og völtuðu yfir Pólverja, 42:31. Svíar unnu Rússa nokkuð sannfærandi, 29:23, og líklega verður slagurinn á milli Norðmanna og Svía um að komast í undanúrslitin. Þrír leikmenn skoruðu 27 af 42 mörkum Norðmanna gegn Pólverj- um. Sebastian Barthold skoraði tíu mörk, Sandor Sagosen níu og Kristian Björnsen átta. Rákust á franskan vegg - Frakkland og Svartfjallaland með örugga sigra í milliriðli Íslands AFP Stórsigur Dika Mem skorar fyrir Frakka gegn Hollendingum. Selma Sól Magnúsdóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu úr Breiðabliki, samdi í gær við norska félagið Ros- enborg frá Þrándheimi til tveggja ára. Selma er 23 ára gömul, leikur sem miðjumaður og hefur ávallt spilað með Blikum, utan eins tíma- bils þegar hún var í láni hjá Fylki. Selma á 16 A-landsleiki að baki. Rosenborg hafnaði í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta ári eftir einvígi við Sandviken um meistaratitilinn en með því tryggði liðið sér keppnisrétt í Meistara- deildinni á næsta tímabili. Selma fer til Þrándheims Morgunblaðið/Unnur Karen Rosenborg Selma Sól Magnúsdóttir fer í eitt besta lið Noregs. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, átján ára landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, er komin til liðs við þýsku meist- arana Bayern München sem fengu hana í gær lánaða frá Everton til 30. júní. Aðalmarkvörður Bayern, Laura Benkarth, er úr leik vegna meiðsla. Cecilía hefur ekki fengið keppnisleyfi með Everton þar sem hana skortir atvinnuleyfi á Bret- landseyjum en hún var lánuð þaðan til Örebro í Svíþjóð á síðasta ári. Með Bayern leika einnig Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Lánuð til Bayern München Ljósmynd/Bayern Bayern Cecilía Rán Rúnarsdóttir er komin í eitt besta lið Evrópu. MVM Dome, Búdapest, milliriðill EM, fimmtudag 20. janúar 2022. Gangur leiksins: 2:4, 4:6, 7:6, 9:10, 12:12, 15:12, 17:14, 19:18, 23:19, 24:22, 27:22, 27:24, 28:24. Mörk Danmerkur: Mathias Gidsel 9, Mikkel Hansen 5/4, Lasse Svan 5, Emil Jakobsen 4/2, Magnus Saugs- trup 3, Magnus Landin Jacobsen 1, Rasmus Lauge 1. Varin skot: Kevin Möller 14/2, Niklas Landin 2. Utan vallar: 6 mínútur. DANMÖRK – ÍSLAND 28:24 Mörk Íslands: Ómar Ingi Magn- ússon 8/1, Janus Daði Smárason 4, Elvar Ásgeirsson 3, Arnar Freyr Arn- arsson 2, Teitur Örn Einarsson 2, Orri Freyr Þorkelsson 2, Sigvaldi Björn Guðjónsson 1, Daníel Þór Ingason 1, Elliði Snær Viðarsson 1. Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 3/2, Viktor Gísli Hallgrímsson 2. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Mirza Kurtagic og Mattias Wetterwik, Svíþjóð. Áhorfendur: 5.060. Kristján Jónsson í Búdapest kris@mbl.is Elvar Ásgeirsson var í þeirri athygl- isverðu stöðu að leika í fyrsta skipti A-landsleik fyrir Íslands hönd í gær- kvöld gegn Dönum. Elvar kom inn í liðið og fór beint í byrjunarliðið vegna þeirra skakka- falla sem liðið varð fyrir. Það er vægast sagt óvenjulegt að spila á móti heimsmeisturum í milliriðli á stórmóti í sínum fyrsta landsleik. „Þetta var góður leikur til að byrja á ef svo má segja. Þetta er eins stórt og það verður. Þar er komin talan 1 fyrir aftan nafnið mitt,“ sagði Mosfellingurinn þegar Morg- unblaðið tók hann tali er hann gekk af leikvelli í MVM Dome. Elvar byrj- aði vel og virtist furðurólegur. Fyrsta landsliðsmarkið kom á 6. mínútu en hjartað hlýtur að hafa hamast í brjóstinu? „Það var aðallega í dag þegar mál- in fóru að skýrast betur og útilínan okkar að hrynja vegna veikinda. Þá fór ég að sjá fyrir mér að þetta þýddi hellings spiltíma fyrir mig. Þá gerði bæði stress og tilhlökkun vart við sig. Þegar fór að líða nær leik þá ein- hvern veginn minnkaði það og það hvarf þegar við komum inn í höllina. Púlsinn var eflaust aðeins hærri en vanalega en ekki upp úr öllu valdi,“ sagði Elvar en hann hefur spilað í efstu deild bæði í Þýskalandi og Frakklandi. Hann er því ekki ný- græðingur í alvöruhandbolta. „Það hjálpaði örugglega en var ekkert í samanburði við þetta,“ sagði Elvar Ásgeirsson við Morgunblaðið. Ljósmynd/Szilvia Micheller Þrjú Elvar Ásgeirsson á leiðinni í gegnum dönsku vörnina. Púlsinn var hærri en vanalega - Fyrsti landsleikur Elvars var gegn heimsmeisturunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.