Morgunblaðið - 21.01.2022, Side 36
Ljósmyndahátíð
Íslands hófst í
síðustu viku með
opnun nokkurra
sýninga og verða
fleiri opnaðar um
helgina. Í Lista-
safni Íslands verð-
ur opnuð sýningin
Sviðsett augna-
blik með ljósmyndum úr safneign og í Hafnarborg sýn-
ing Hallgerðar Hallgrímsdóttur, Fáeinar vangaveltur um
ljósmyndun III. hluti. Í Þjóðminjasafninu verða tvær
sýningar opnaðar, Straumnes með myndum Marinós
Thorlacius og sýning á ljósmyndum Vassilis Triantis,
Þar sem rósir spruttu í snjó. Á dagskrá hátíðarinnar eru
þrettán sýningar með erlendum og íslenskum lista-
mönnum sem og fyrirlestrar, ljósmyndabókakynningar
og ljósmyndarýni. Dagskrá og viðburði má kynna sér á
heimasíðu hátíðarinnar, tipf.is. Hér til hliðar má sjá
eina af ljósmyndum Wassilis Triantis.
Þrettán sýningar á dagskrá
Ljósmyndahátíðar Íslands
FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 21. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Þetta var góður leikur til að byrja á ef svo má segja.
Þetta er eins stórt og það verður,“ sagði Elvar Ásgeirs-
son, nýliðinn í íslenska landsliðinu í handknattleik, eftir
að hafa skorað þrjú mörk í fyrsta landsleiknum á ferl-
inum gegn heimsmeistaraliði Dana á Evrópumótinu í
Búdapest í gærkvöld. »31
Góður leikur til að byrja á
ÍÞRÓTTIR MENNING
TAK-
MARKAÐ
MAGN
FYRSTIR
KOMA,
FYRSTIR
FÁ
H
Ó
TE
LV
Ö
R
U
R
·D
ÝN
U
R
·S
K
IP
TI
D
ÝN
U
R
·R
Ú
M
·S
ÝN
IS
H
O
R
N
·S
Ó
FA
R
H
Ö
FU
Ð
G
A
FL
A
R
·S
M
Á
B
O
R
Ð
·H
Æ
G
IN
D
A
ST
Ó
LA
R
&
FL
EI
R
A
!
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þorrablótum hefur verið aflýst en
fólk hættir ekki að borða þorramat
og hákarlinn er eftirsóttur sem fyrr.
„Ég er búinn að selja allan hákarl frá
mér, síðasti skammturinn fór í Fisk-
búðina í Trönuhrauni í Hafnarfirði,“
segir hákarlafangarinn og verkand-
inn Björgvin A. Hreinsson á Vopna-
firði. „Ég veiddi og verkaði 11 há-
karla á síðasta ári og það er ágætt,
mér nægir að veiða tíu til fimmtán
hákarla, en hver gefur um 80 kíló.“
Hreinn Björgvinsson, faðir
Bjögga, stundaði hákarlaveiðar og
sonurinn rann snemma á lyktina.
„Ég hef verið með puttana í hákarl-
inum meira og minna alla ævi, fór
fyrst með föður mínum á sjó þegar ég
var átta ára og tók svo við af honum
þegar hann hætti.“ „Varstu ekki bara
nokkurra mánaða þegar þú byrj-
aðir,“ skýtur félagi hans inn í. „Haltu
kjafti,“ svarar Bjöggi og heldur
áfram þar sem frá var horfið. Hann
hafi byrjað á tíu tonna báti og sé nú
með sex tonna Sómabát. „Við erum
ekki nema einn og hálfan til tvo tíma
beint út á miðin. Hákarlinn er róleg-
heitaskepna og aðeins þegar þessar
skepnur vefja línunni utan um sig er
þetta svolítið bras en annars eru þær
eins og lömb sem leidd eru til slátr-
unar.“
Bjöggi segir að vinnslan sé hefð-
bundin. Aflinn sé skorinn og síðan
kæstur í 30 til 40 daga áður en hann
sé látinn hanga í tvo og hálfan til þrjá
mánuði. „Þetta fer mikið eftir veðr-
áttu,“ útskýrir hann og vísar til þess
að mikil úrkoma geti farið illa með
afurðirnar og jafnvel eyðilagt þær.
Fullsnemmt að hætta
Fyrir tæpum tveimur árum var
Bjögga vart hugað líf í kjölfar þess að
hann kramdist á milli tveggja skipa
eftir að hafa lóðsað flutningaskip frá
Vopnafirði 18. mars. „Annar fóturinn
klipptist nær af mér og ég var fluttur
í land nær dauða en lífi en fætinum
og lífi mínu var bjargað,“ rifjar hann
upp. „Eftir það fór allt á hliðina hjá
mér og ég er svolítið að brasa við
þetta ennþá en gefst ekki upp. Ég er
nagli.“
Vegna slyssins var Bjöggi óvinnu-
fær í eitt ár en Guðmundur Rúnar
Antonsson hjálpaði honum við veið-
arnar og vinnsluna í fyrra og Sigur-
björn, sonur Bjögga, var líka með
honum á strandveiðunum. „Þeir og
Þorsteinn B. ásamt föður mínum
hafa verið helstu hjálparhellur mínar
og hafnarverðirnir Lárus og Kristinn
hafa ekki heldur látið sitt eftir
liggja.“
Þeir veiddu hákarlana í mars og
apríl, síðan var farið á grásleppu og
eftir að hafa verið á strandveiðum
fékk Björgvin mikla sýkingu í fótinn,
var fjóra sólarhringa á gjörgæslu og
tvær vikur á lyflækningadeild.
„Aftur var ég nær dauða en lífi, var
rannsakaður í bak og fyrir og þá
fundu þeir í mér krabbamein. Ég er
því svolítið að brasa í því núna, en
þetta hefst allt með góðra manna
hjálp. Þetta er hundvont og sárt, en
ég er bara 57 ára gamall og mér
finnst fullsnemmt að leggja árar í
bát.“
Bjöggi segir að almennt sé frekar
rólegt hjá þeim á veturna. „Ég hef
verið í læknastússi í vetur en svo er
ég að dunda við að yfirfara hákarla-
línurnar og grásleppunetin og gera
okkur klára til að fara á næstu vertíð,
dytta að því sem þarf að dytta að.
Vonandi getum við byrjað að leggja
hákarlalínurnar um mánaðamótin
febrúar og mars en það fer eftir tíð-
inni.“
Naglinn gefst ekki upp
- Áfall á áfall ofan en Björgvin ánægður með hákarlaveiðina
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Hákarl Hreinn Björgvinsson og Björgvin sonur hans landa einum vænum.
Á veiðum Bjöggi kann réttu tökin og kom með 11 stykki að landi í fyrra.