Morgunblaðið - 25.03.2022, Page 4

Morgunblaðið - 25.03.2022, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 Sjálfstæði og fullveldi - nýjar áskoranir! Laugardaginn 26. mars, kl. 10:30, stendur félag Sjálfstæðismanna um fullveldismál fyrir málþingi í Valhöll til minningar um Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra. Frummælendur: Léttar veitingar og allir velkomnir! Nánar á xd.is Halldór Blöndal Viðar Guðjohnsen Jón Magnússon Friðrik Hirst Þór Whitehead Arnar Þór Jónsson Diljá Mist Einarsdóttir Fimmtudagur 24. mars Karine í Karkív Í dag langar mig að skrifa um mat. Þann 24. febrúar, daginn þegar stríðið hófst, áttum við engan sparnað og litlar matarbirgðir. Við áttum þetta hefðbundna í eldhússkápnum og ísskápnum og eitthvað af dýramat fyrir páfagaukinn okkar og hundinn. Klukkan 5 að morgni þennan dag heyrðum við fyrstu stórskotaspreng- ingarnar og sáum leiftur af sprengjum. Fljótlega áttuðum við okkur á að innrás Rússa væri hafin og sáum stórskotaliðsárás þeirra á Tsjúgúív. Við vissum að Rússar gætu ráðist á Úkraínu eftir stríðið 2014, en okkur hafði ekki dottið í hug að árásin yrði svona yfirgengileg. Fólk fór strax að kaupa mat og taka út peninga úr hraðbönkum. Eig- inmaður minn keypti eitthvað af nauðsynjavörum og nágranni okkar hjálpaði okkur og gaf okkur kartöflur sem ég notaði í dumplings, en kartöfludumplings (vareniks) er sígildur réttur í Úkraínu. Þá gerði ég einnig laukböku og úkraínska rauðrófusúpu (borscht). Ég á kefirgeril sem getur búið til kefir úr mjólk og stundum bý ég til ost úr þessum heimagerða kefir. Gerillinn þarf daglega að fá mjólk og þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta fengið reglulega mjólk. Sem betur fer er gerillinn enn á lífi og heldur áfram að vaxa. Ég drekk daglega kaffi sem ég geri í koparpotti (cezve) og sem betur fer áttum við smá lager af kaffibaunum heima þegar stríðið hófst, en ég vil mala kaffið sjálf. Á morgnana vill eiginmaður minn helst borða eggjahræru og steiktar kartöflur. Hann og faðir hans buðu fram aðstoð sína í sjálfboðastarf, en það felur í sér að keyra með hálftilbúinn mat til fatlaðra hér í borginni. Fyrir þetta fá þeir reyndar auka mat sem þeir geta tekið heim, meðal annars kjúklingaleggi, dumplinga með osti og kál. Stórmarkaðir í borginni lokuðu í nokkra daga þegar stríðið hófst. Þeg- ar þeir opnuðu aftur var það í skemmri tíma á hverjum degi og það ná ekki allir íbúar að kaupa það sem þeir vilja. Úrvalið hefur líka verið tak- markað. Undanfarið hafa minni verslanir opnað að nýju. Sterkt áfengi hefur ekki verið selt síðasta mánuðinn, en bjór er hins vegar á tilboði. Ég viðurkenni að eldamennskan er eins konar streitumeðferð í þessu ástandi. Því miður hafa ekki allir íbúar möguleika á að elda heima hjá sér. Um þúsund heimili hafa verið eyðilögð hér í Karkív og margir hafast við í kjöllurum eða sprengjubyrgjum. Fjölmargir sjálfboðaliðar aðstoða þá sem eru í slíkum aðstæðum með að undirbúa, elda og svo dreifa til þeirra mat. Eldamennskan er eins konar streitumeðferð Raddir frá Úkraínu Morgunblaðið og mbl.is birta dagbókarfærslur fólks frá Úkraínu þar sem það lýsir daglegu lífi eftir innrás Rússa og hvernig líf þess hefur breyst. Matarbirgðir af skornum skammti Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við búumst við því að þurfa að veita mörgum sem koma hingað sálrænan stuðning. Við erum þegar farin að hugsa til framtíðar og ef margir sem hingað koma setjast hér að þurfum við að gefa vel í okkar félagslega starf,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Margt flóttafólk frá Úkraínu hefur komið hingað til lands síðustu vikur eftir að innrás Rússa hófst í landið. Margir hafa lagt hönd á plóg við mót- töku þessa fólks. Miðstöð hefur verið sett á fót í Guðrúnartúni, Rauði kross- inn og fleiri samtök hafa efnt til safn- ana og eftir helgi verður opnuð mót- tökustöð í Domus Medica-húsinu við Egilsgötu svo fátt eitt sé nefnt. Brynhildur segir að Rauði krossinn hafi verið með fataúthlutun og sé til taks og geti opnað fjöldahjálparstöð ef mikill fjöldi kemur í einu. Hún segir að flóttafólkið frá Úkraínu sé í annarri stöðu en hefðbundnir skjólstæðingar samtakanna enda fari það ekki í hefð- bundna hælismeðferð. „Það eru mjög margir sem búast við að komast fljótt aftur heim og eru því kannski bara að bíða. Auðvitað eru allir að bíða eftir að þessari krísu ljúki sem fyrst en það veit enginn hvenær það verður. Við hjá Rauða krossinum erum kannski meira í langtímaverkefnum og því hef- ur verið frábært að horfa upp á fram- takið í Guðrúnartúni. Það gefur fólki afskaplega mikið að geta komið saman og talað saman.“ Tilkynnt var í gær að fyrstu 20 flóttamennirnir frá Úkraínu hafi ís- lenska sjúkratryggingu og þar með fullan rétt til greiðsluþátttöku hins op- inbera í nauðsynlegri heilbrigðisþjón- ustu. „Móttaka þessa flóttafólks er stórt verkefni fyrir samfélagið í heild, ekki síst heilbrigðiskerfið. Við höfum lagt kapp á að tryggja skjóta af- greiðslu þannig að þessi viðkvæmi hópur geti haft greitt aðgengi að heil- brigðisþjónustu, enda má reikna með að margir innan hópsins séu í brýnni þörf fyrir ýmiss konar aðstoð,“ er haft eftir Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í tilkynn- ingu. Sjúkratryggingar verða með full- trúa í miðstöð fyrir móttöku flótta- manna í Domus Medica sem geta gefið upplýsingar um afgreiðslu hjálpar- tækja og lyfjakorta, greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og fleira. Morgunblaðið/Eggert Undirbúningur Iðnaðarmenn voru að leggja lokahönd á frágang í Domus Medica í gær. Þar verður miðstöð fyrir móttöku flóttamanna frá Úkraínu opnuð eftir helgina. Fyrstu 20 flóttamennirnir hafa nú fengið sjúkratryggingu. Bjóða flóttafólkinu sálrænan stuðning - Margir leggja hönd á plóg - 20 fengu sjúkratryggingu Kosning til stjórnar Starfsgreina- sambands Íslands (SGS) fer fram á þingi sambandsins á Akureyri í dag. Samkvæmt Flosa Eiríkssyni, fram- kvæmdastjóra SGS, er mikil spenna fyrir kosningunum. Hann vonast til að allir gangi sáttir frá þinginu í dag er niðurstöður verða ljósar. „Það er spennandi að fara að kjósa hér forystu. Björn [Snæbjörns- son] er búinn að sitja óumdeildur í tólf ár og hefur verið sjálfkjörinn öll þau ár. Svo þetta eru miklar breyt- ingar. Auðvitað sækja menn þessar kosningar fast, eins og á að vera. Það er öllum stórum hreyfingum hollt að takast á um menn og mál- efni. Svo verðum við klukkan tólf á morgun býsna sammála um allt og förum saman í þetta,“ sagði Flosi við Morgunblaðið í gær. Tveir vilja formannsembættið Kosning til formanns fer fyrst fram og hefst klukkan hálfellefu. Tveir hafa gefið kost á sér, þeir Vil- hjálmur Birgisson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness, og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags. Framboðsfrestur renn- ur ekki út fyrr en stuttu áður en gengið er til kosninga og geta því nýir frambjóðendur enn bæst við hópinn. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er mikil undiralda á þinginu og skiptast þingfulltrúar í tvær fylk- ingar. Óhætt er að segja að mikil átök hafa átt sér stað innan verka- lýðshreyfingarinnar síðustu mánuði. Það sást einna best í nýyfirstöðnu formannskjöri Eflingar, en Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi og verðandi formaður stéttarfélagsins Eflingar, er meðal annars stödd á þinginu. Hún hefur gefið út að hún styðji Vilhjálm til formanns. Spenna fyrir kosningum SGS - Þingfulltrúar skiptist í tvær fylkingar Morgunblaðið/Margrét Þóra Kosningar Alls hafa 135 þing- fulltrúar atkvæðisrétt á þinginu. Stríð í Evrópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.