Morgunblaðið - 25.03.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
Hlýtt og
notalegt
Þinn dagur, þín áskorun
100% Merino
ullarnærföt
fyrir dömur og herra
Stærðir: S–XXL
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is
OLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi
Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi
Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði
Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
12-15 laugardaga.
www.spennandi-fashion.is
SKÓDAGAR
20% AFSLÁTTUR AF SKÓM - GILDIR ÚT 26.MARS
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í Evrópu.
Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu
tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða
lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk.
Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu versl-
unum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunar-
ferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/-
veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is info@transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGAR MIÐALDA-
BORGIR Í EVRÓPU
Saga Rómar spannar yfir 2800 ár, borg sem óx úr litlu
ítölsku þorpi á 9. öld f. Krist yfir í að vera höfuðborg
heimsveldis á tímum Rómverja. Í dag er Róm höfuð-
borg Ítalíu, menningarleg miðstöð, stórborg á heims-
vísu og er fremst í flokki þeirra borga sem þykja einna
hvað fallegastar frá fornum og horfnum heimi. Þar
finnur þú allt fyrir ferðamanninn. Róm er einstakur
vettvangur mikillar sögu, menningar og lista er einnig
borg sem iðar af fjölskrúðugu og litríku mannlífi. Sælureitur góðrar matseldar og
frábærra vína með veitinga- og kaffihús á hverju horni. Stórkostlegar byggingar príða
þessa glæsilegu borg sem unun er að skoða á tveimur jafnfljótum.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast
í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu
1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kasta-
linn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli
bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er
og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
RÓM
TALLINN EISTLANDI
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest, Prag
Gdansk, Krakow,Varsjá,
Bratislava,Wroclaw
St. Pétursborg,Vínar-
borg, Napolí,Mílanó
Feneyjar og
Brugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og er gamli
bæjarhlutinn sá hluti borgarinnar sem mesta
aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini
lagðar, byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni beint
aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best varðveitta
miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á
heimslista UNESCO.
Vegagerðin hefur boðið út endur-
gerð tæplega 5 kílómetra kafla á
veginum um Mikladal, á milli Pat-
reksfjarðar og Tálknafjarðar. „Við
þurfum að halda vegakerfinu gang-
andi þangað til jarðgöng koma,“
segir Pálmi Þór Sævarsson, svæð-
isstjóri Vegagerðarinnar.
Bíldudalsvegur frá Patreksfirði
og upp brekkuna upp á Mikladal
fór illa í umhleypingum fyrir fáum
árum og ekki hefur verið hægt að
koma honum í lag. Þetta er gamall
vegur og undirlagið lélegt. Mikil
umferð þungra vöruflutningabíla er
um veginn, meðal annars með lax
til útflutnings. Hefur Vegagerðin
ekki treyst sér til að styrkja veg-
inn.
Því er vegurinn undirbyggður
upp á nýtt í núverandi vegstæði og
breikkaður. Verkið verður unnið í
tveimur áföngum, í sumar og næsta
sumar. Pálmi Þór segir að þetta sé
nokkuð mikil framkvæmd og erfið
vegna þess að unnið sé í vegstæð-
inu með umferð-
ina á allan tím-
ann. Tryggja
þurfi að hægt sé
að komast þarna
um á fram-
kvæmdatíman-
um, ekki síst
með vörur.
Aðeins versti
kaflinn er tekinn
fyrir í þessu
verki. Pálmi segir að heildarverkið
sé mun stærra ef litið er til alls
vegarins um Mikladal og fjallveg-
inn Hálfdán. Þeim hlutum vegarins
þurfi einnig að halda í lagi.
Hugmyndir hafa verið uppi um
að grafa göng undir Mikladal og
Hálfdán. Spurður hvort lagfæring
vegarins útiloki þá framkvæmd
segir Pálmi Þór að það hafi ekkert
með gangaumræðuna að gera. Ekki
sé hægt að vera með ónýtan veg á
meðan beðið er eftir jarðgöngum.
helgi@mbl.is
Ónýtur vegur
endurbyggður
- Vegabætur á Mikladal í Patreksfirði
Patró Vegirnir
eru lífæðin.
Landeigendur við Skorradalsvatn
eru ósáttir við það hvernig Orka
náttúrunnar stýrir vatnsmiðlun úr
Skorradalsvatni. Gagnrýna þeir að
ekki hafi verið farið að hleypa vatni
í gegnum stífluna þrátt fyrir spá
um rigningar og hlýindi og þess
vegna geti stefnt í óefni.
Skorradalsvatn er notað til vatns-
miðlunar fyrir Andakílsárvirkjun
sem Orka náttúrunnar rekur.
Pétur Davíðsson, bóndi á Grund í
Skorradal, sagði síðdegis í gær að
vatnborðið væri að nálgast 62,50
metra yfir sjávarmáli. Það sé ná-
lægt því hámarki sem Orka náttúr-
unnar telji heimilt en langt yfir þau
mörk sem landeigendur telji eðli-
legt og heimilt. Ekki lækki í vatn-
inu þótt loksins sé búið að opna fyr-
ir alla loka. Það hafi raunar verið
gert allt of seint því nauðsynlegt sé
að hafa borð fyrir báru þegar von
sé á rigningum og leysingum. Nóg-
ur sé snjórinn í hlíðunum og
Skarðsheiði.
Segir Pétur að það hjálpi að vatn-
ið sé á ís en að því komi að hann
brotni upp og ef það gerði suðaust-
an hvassviðri myndi ísinn og aldan
ganga á land, skera bakkana og
valda landbroti.
Pétur segir að starfsmenn Orku
náttúrunnar opni lokana aldrei fyrr
en of seint og missi gjarnan stjórn á
atburðarásinni. Gífurlegt landbrot
hafi orðið á rekstrartíma virkjunar-
innar. helgi@mbl.is
Ekki haft borð fyrir báru
- Bóndi gagnrýnir Orku náttúrunnar fyrir að hleypa ekki úr
Skorradalsvatni þótt von sé á rigningu og leysingum
Ljósmynd/Pétur Davíðsson
Skorradalsvatn Þegar ísinn brotnar getur hann skorið vatnsbakkana og
valdið landeyðingu. Hætta er talin á að það gerist á næstunni.