Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
Fjallabyggð
Staðsetning, helstu staðreyndir og kosningaúrslit
Úrslit í síðustu sveitarstjórnarkosningum
Kosið var 26. maí 2018
Kjörskrá:
Atkvæði:
Kjörsókn:
1.578
1.251
79%
I
H
ÍBÚAR
1.966
AFGANGUR*
-56 m.kr.
HEILDARSKULDIR*
2.111 m.kr.
SKULDAHLUTFALL**
2021: 66,8%
2024: 62,1%
KYNJASKIPTING ALDURSSKIPTING
ÍBÚAR 18 ÁRA & ELDRI
1.588
FLATARMÁL
364 km²
50%
Karlar
Konur
50%
Í bæjarstjórn er meirihluti Sjálfstæðisflokks og I-lista
Forseti sveitarstjórnar: Helga Helgadóttir (D)
Formaður bæjarráðs: Sigríður Guðrún Hauksdóttir (D)
*Áætlanir um A- og B-hluta 2022 **Áætlanir um A- og B hluta.
0
100
200
300
400
500
600
> 7051-7031-5018-30< 18
■ D Sjálfstæðisflokkur 44,8% 3
■ H Fyrir heildina 30,8% 2
■ I Betri Fjallabyggðar 24,4% 2
Siglufjörður●
Ólafsfjörður●
Fljóta-
vík
Eyjafjörður
H
éð
in
sfj
ör
ðu
r
Hrísey
Tröllaskagi
Hólsfjall
Siglunes-
múli
Víkur-
byrða
Ólafs-
fjarðar-
múli
Fjallabyggð varð til með sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar 2006, en fyrirhuguð
Héðinsfjarðargöng voru forsenda hennar og hafa hnýtt byggðarlögin saman, þó enn
séu þau ummargt afmörkuð. Helstu atvinnuvegir eru sjávarútvegur og fiskvinnsla,
ferðaþjónusta og önnur þjónusta, auk þess nýsköpun og fjarvinna hefur rutt sér rúms,
DAGMÁL
Andrés Magnússon
Stefán Einar Stefánsson
Í bæjarstjórn Fjallabyggðar sitja nú
fulltrúar þriggja framboða, en enn er
ekki að fullu ljóst hvaða listar verða
boðnir fram í vor. Þar eru sjálfstæð-
ismenn og fulltrúar I-listans, Betri
Fjallabyggðar, í meirihluta en í
minnihluta sitja bæjarfulltrúar H-
listans, Fyrir heildina. Það er þó ekki
svo að aðeins Sjálfstæðisflokkurinn
sé þekkt stærð utan Fjallabyggðar.
Til nánari staðsetningar í hinu póli-
tíska litrófi kemur fólkið í H-
listanum mikið úr röðum Fram-
sóknar, Vinstri grænna og óháðra,
en eins eru margir I-listamenn
stuðningsfólk Samfylkingar og Við-
reisnar.
Eins og víðar hefur á ýmsu gengið
í bæjarpólitíkinni, ekki endilega með
hávaða og látum, heldur kannski
frekar af gangi lífsins, fólk flytur úr
plássinu eða þarf að hverfa úr bæj-
arstjórn af öðrum ástæðum, svo það
hefur eilítið kvarnast úr hópnum og
nýtt fólk, neðar af lista hefur færst
upp, jafnvelmiklu neðar, þar sem
ekki er gefið að næsta manni á lista
sé fært að taka sæti í bæjarstjórn
vegna starfa eða annarra aðstæðna.
Það getur svo einnig kallað á
flókna jafnvægislist í sveitarfélagi
eins og Fjallabyggð, sameinuðu
sveitarfélagi Ólafsfjarðar og Siglu-
fjarðar — tveggja plássa af ámóta
stærð —þar sem nær að tala um
bæjapólitík en bæjarpólitík. Eins og
meðal annars má sjá af því að þrátt
fyrir að brátt séu 16 ár síðan hið
nýja, sameinaða sveitarfélag varð til,
þá notast það enn við tvö skjald-
armerki, heldur bæjarstjórnafundi
til skiptis á Siglufirði og í Ólafsfirði,
og talsverður munur er á þessum
tveimur þéttbýliskjörnum hvorum
sínu megin við Héðinsfjarðargöng.
Þeir Jón Valgeir Baldursson af
H-lista og Tómas Atli Einarsson á
D-lista sjálfstæðismanna hittu
blaðamenn Morgunblaðsins til þess
að fara yfir ástand og horfur í póli-
tíkinni þar í kosningahlaðvarpi
Dagmála, sem birt er í dag.
Sameiningin stendur enn yfir
Tómas segir að skjaldarmerkin
tvö séu táknræn um margt, m.a.
það að samþætting sveitarfélagsins
standi enn yfir og það sé meira en
einn fjörður, sem skilji þétt-
býliskjarnana að. „Þetta eru ólíkir
bæir um margt, en á Siglufirði hef-
ur verið mikil uppbygging fyrir ein-
staklingsframtak [Róberts Guð-
finnssonar], sem er alveg
stórkostlegt, en við [Ólafsfirðingar]
höfum svolítið setið eftir í því. Við
sjáum raunar vísi að slíku ein-
staklingsframtaki nú þegar það er
að koma á styrjueldi í bæinn og von-
andi að það verði farsælt, vaxi og
dafni.“
Jón Valgeir, sem einnig býr
Ólafsfjarðarmegin, tekur undir orð
Tómasar um þetta, en telur að þótt
sameiningin hafi tekið langan tíma,
þá muni hún takast. „Ég hef fulla
trú á því að þegar næsta kynslóð
kemur inn í pólitíkina og atvinnu-
lífið þá klárist þessi sameining.“
Hann bendir á að samgangur yngri
kynslóðanna sé mun meiri en hjá
hinum fyrri, þær hafi gengið saman
í skóla, þekkist og umgangist. Eldra
fólkið hafi alist upp hvort á sínum
staðnum.
Atvinnumálin efst á baugi
Þeir félagar nefna ýmis vandasöm
viðfangsefni sveitarfélagsins, sem
raunar eru mörg sameiginleg vel-
flestum sveitarfélögum, svo sem hús-
næðismál, fjármögnun vegna mál-
efna fatlaðra og þar fram eftir
götum. Eftir sem áður verði það atv-
vinnulífið sem sé grundvöllur hins.
Þar hafi margt gengið vel og annað
standi til bóta. „Þar standa sam-
gönguerfiðleikar okkur fyrir þrif-
um,“ segir Jón Valgeir og bætir við
að afhendingaröryggi á raforku geri
illt verra að því leyti.
Tómas samsinnir þessu og telur
ýmsa möguleika blasa við. Þar geti
aðrar breytingar haft sitt að segja og
nefnir t.d. menntaskólann, sem orðið
hafi til þess að sveitarfélaginu haldist
betur á unga fólkinu. Þeir nefna þó
að til viðbótar mætti huga að iðn- og
verknámi, sem styrkt gæti svæðið
enn frekar.
Fjármál sveitarfélagsins eru ágæt
þegar horft er til skuldastöðu, en
Tómas segir að því sé ekki að neita
að reksturinn sé býsna þungur.
Launakostnaðurinn sé farinn að síga
verulega í og það kalli á aukna út-
sjónarsemi og aðhald.
Þeir segja það bíða kosningabar-
áttunnar hvar mest beri á milli í
stefnu framboðanna, en Jón Valgeir
nefnir að í bæjarstjórninni náist jafn-
an að semja um helstu mál. Tómas er
alls ósmeykur, segir stöðu flokksins
sterka og hann sé í raun eina stjórn-
málaaflið á staðnum. Kjósendur vilji
vafalaust halda áfram á þeirri réttu
braut, sem hann hafi markað.
Sameining Fjallabyggðar
klárast með næstu kynslóð
- Frambjóðendur fara yfir stöðuna í kosningahlaðvarpi
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Fjallabyggð Jón Valgeir Baldursson á H-lista og Tómas Einarsson í Sjálfstæðisflokki í kosningahlaðvarpi Dagmála.