Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Verktakastarfsemi er um margt flókin starfsemi og viðfangsefnin sem leysa þarf oft ögrandi. Gald- urinn í þessu felst alltaf í góðum mannskap; hafa í vinnu stráka sem hafa útsjónarsemi og verksvit svo hlutirnir gangi upp. Fáa daga veit ég skemmtilegri en þegar við erum með stór verkefni í gangi og allt í réttum snúningi,“ segir Andrés Sigurðsson, framkvæmdastjóri Loftorku – Reykjavík. Í síðustu viku var dagamunur gerður í tilefni af 60 ára afmæli Loftorku – Reykjavík. Starfs- mönnum, viðskiptavinum og vel- unnurum var boðið í hóf í höf- uðstöðvum fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ. Þar var glatt á hjalla og tilefni til að líta til baka. Meginmálið er þó alltaf að horfa fram á veginn, samanber að hjá Loftorku snúast viðfangsefnin yfirleitt um vegagerð. Reykjavík og Borgarnes Sameignarfélagið Loftorka var stofnað 1962 af tvennum hjónum, Sigurði Sigurðssyni og Sæunni Andrésdóttur og Konráð Andrés- syni og Margréti Björnsdóttur. Sæunn og Konráð eru systkini og því lá samstarf beint við. Með tím- anum komst á að Loftorka fór mikið að sinna lagningu hitaveitu í nýjum hverfum á höfuðborg- arsvæðinu. Vinna fyrir sveitarfélög þar hefur raunar alltaf verið snar þáttur í starfseminni. Um 1990 var Loftorku skipt upp. Sigurður og Sæunn eignuðust Reykjavíkurhlutann, það er jarð- vinnu- og malbikunarflokka, en Konráð og Margrét Borg- arnesdeildina, það er framleiðslu á steyptum einingum. Við uppskiptin var bæjarnöfnunum Reykjavík og Borganes bætt við fyrirtækjaheitin og rekstur þeirra aðskilinn að öllu leyti. Loftorka – Borgarnesi er í dag rekin sem Steypustöðin. „Lífið hefur snúist um Loftorku. Aldrei dauð stund og alltaf eitt- hvað spennandi fram undan,“ segir Andrés Sigurðsson. Þeir bræð- urnir – Ari og Andrés – hafa starf- að í fyrirtækinu frá unglingsárum og árið 2017 seldi móðir þeirra, Sæunn Andrésdóttir, þeim fyrir- tækið. Andrés er nú fram- kvæmdastjóri Loftorku en Ari for- stjóri og stjórnarformaður. Í samstarfi bræðranna er verka- skiptingin sú að Andrés sér um fjármál, tilboðsgerð og vélakostinn en Ari hefur tæknimál með hönd- um. Þegar kemur svo að einstaka verkefnum er alltaf annar hvor bræðranna með yfirumsjónina og tengingu við verkkaupa, sem oftast eru Vegagerðin, sveitarfélög, veitufyrirtæki eða byggingafélög. Verkefni víða og 100 tæki „Í öllum fyrirtækjarekstri er mikilvægt að stjórnandinn haldi utan um hverja krónu og fylgist vel með stöðu allra verkefna. Sjái einnig til þess að öll tæki séu í lagi, en alls eigum við um 100 slík. Þar eru vörubílar, hjólaskóflur, vegheflar, fjórar malbikunarvélar, hellingur af völturum og svo mætti áfram telja,“ segir Andrés. Stærsta verkefnið sem Loftorka hf. vinnur að nú er verkefni fyrir Hveragerðisbæ, Ölfus og Vega- gerðina; ný tenging frá Hveragerði að afleggjaranum að orlofshús- unum í Ölfusborgum. Byggð er brú yfir Varmá og lagður 800 metra langur kafli samsíða nýjum Suðurlandsvegi. Þessu verkefni á að vera lokið í september á þessu ári, eins og Ari fylgir eftir. Andrés hefur hins vegar yfirumsjón með brekkunn Vesturlandsvegar í Mos- fellsbæ; 800 metra kafla milli Langatanga og Reykjavegar. Þær framkvæmdir eru nú að hefjast og á að ljúka í nóvember á þessu ári. Mikið er malbikað Malbikun hefur alltaf verið stór þáttur í starfsemi Loftorku – Reykjavík. Sett hefur verið slitlag á langa kafla fyrir Vegagerðina mikið unnið á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur Loftorka átt samstarf við önnur fyrirtæki um til dæmis virkjana- og hafnargerð, stórverk- efni þar sem sameinaða krafta þarf. „Tilboð skila um 95% af öllum okkar verkefnum, sem flest eru hér á höfuðborgarsvæðinu. Stefn- an er sú að fara ekki lengra út fyr- ir bæinn en svo að mannskapurinn komist heim að kvöldi. Ég vona því að fleiri verkefni komi inn á næst- unni, ég er til dæmis mjög spennt- ur fyrir að bjóða í gerð lokáfanga Arnarnesvegarins sem tengja á saman efstu byggðir í Kópavogi og Breiðholt,“ segir Andrés. Galdurinn felst alltaf í góðum mannskap - 60 ára verktakafyrirtæki - Andrés og Ari - Lífið snýst um Loftorku - Skemmtilegt að sinna stór- verkefnum - Jarðvinna og malbikun - Stjórnandi haldi um hverja krónu og fylgist með stöðunni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjölskyldufyrirtæki Frá vinstri talið hjónin Anna Ólafsdóttir Björnsson og Ari Sigurðsson. Fyrir miðju er Sæunn Andrésdóttir, móðir bræðranna. Hægra megin á myndinni Andrés Sigurðsson og Hjördís Jóna Gísladóttir. Ljósmyndir/Loftorka Asfalt Malbikun er stór þáttur í starfsemi Loftorku sem á mikinn flota vörubíla og véla sem sinna slíkum verkum, einkum á höfuðborgarsvæði. Vegur Eitt af stærri verkefnum Loftorku í seinni tíð var breikkun Reykja- nesbrautar með gatnamótum sem eru tenging við Vellina í Hafnarfirði. Í útboðum verklegra framkvæmda í dag gera verkkaupar miklar kröfur. Fyrirtækin þurfa að hafa styrk og vera með allt á hreinu svo tilboð þeirra séu gjaldgeng. Í þeim efnum stendur Loftorka vel og nýtur trausts. Arður hefur aldrei verið greiddur úr úr fyrirtækinu, heldur er allt lagt í að efla rekstur, endurnýja tæki og annað slíkt. „Verkefnastaðan í dag er ágæt og afkoman sömuleiðis. Síðustu sjö ár höfum við gert upp í plús, en ársveltan hjá okur er um tveir milljarðar og starfsmennirnir 65 að staðaldri. Nokkrir hafa verið hjá okkur í áratugi og jafnvel tvær til þrjár kynslóðir manna úr sömu fjölskyldunni; sonur, pabbi og afi,“ segir Andrés og að lokum: „Þegar ég ræð menn sóttist ég lengi vel eftir því að fá sveitastráka enda yfirleitt duglegir og vanir á traktor. Slíkt var þá góð undirstaða fyrir vinnu á þungavinnuvélum. Síðan ef allt fer að vonum takast menn á við stærri hlutverk. En fyrst og síðast byggist þetta á því að finna gleði í starfinu, sem felst í því að sjá eitthvað liggja eftir sig; til dæmis malbikað plan, hafnargarð eða beinan og breiðan veg.“ Arðurinn aldrei greiddur út MEÐ ALLT Á HREINU OG REKSTURINN Í PLÚS SÍÐUSTU SJÖ ÁRIN Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samstarf Bræðurnir Ari, til vinstri, og Andrés hafa starfað hjá Loftorku alla sína tíð. Ég sóttist eftir því að fá sveitastráka enda duglegir, segir Andrés í viðtalinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.