Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 22
22 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
Gísli Freyr Valdórsson
Þóroddur Bjarnason
Eftir óvænta sölu Bankasýslunnar á
22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka á
þriðjudagskvöld eru bæði stjórn-
málamenn og aðilar á markaði enn
að átta sig á því hvernig salan fór
fram, hvort verðið fyrir hlut ríkisins
hafi verið rétt og hverjir fengu að
kaupa í þessari lotu.
Fyrirkomulagið á sölunni kom í
sjálfu sér ekki á óvart í ljósi þeirra
upplýsinga sem legið hafa fyrir frá
því ferlið hófst. Þegar Bjarni Bene-
diktsson, fjármála- og efnahagsráð-
herra, tilkynnti undir lok síðustu
viku að söluferlið væri hafið á ný
voru um leið birt nánari gögn og álit
frá ráðuneytinu, Bankasýslunni,
Seðlabankanum, efnahags- og við-
skiptanefnd Alþings sem og fjárlaga-
nefnd. Þá er aðferð Bankasýslunnar
frá því á þriðjudag, þ.e. lokað útboð
til fagfjárfesta, þekkt aðferð erlendis
og framkvæmd í samráði við erlenda
ráðgjafa. Einn viðmælandi á mark-
aði sem Morgunblaðið ræddi við
sagði að ekki mætti gleyma því að
fyrirkomulagið hefði legið fyrir allan
tímann enda hefði það verið hluti af
tillögu Bankasýslunnar varðandi söl-
una. Þá hafi engin umræða verið um
fyrirkomulagið í þinginu eða í að-
draganda kosninga.
Þótt um lokað útboð hafi verið að
ræða var heildarfjárhæð áskrifta
sem bárust töluvert meiri en sú upp-
hæð sem ákveðið var að selja. Við-
mælandi blaðsins af markaði segir
að í ljósi þess hversu mikið flökt hafi
verið á mörkuðum vegna stríðsins í
Úkraínu m.a. væri það meiri háttar
afrek að klára útboðið á þessum
tíma. Í ljósi aðstæðna hefði það því
verið mjög vel heppnað.
Almenningur fái að taka þátt
Hann sagði að hugmyndir hefðu
komið fram á undirbúningstímanum
um að leyfa almenningi að kaupa
hluti í beinu framhaldi, en ákveðið
hefði verið að fara ekki þá leið. Það
rímar við aðrar heimildir Morgun-
blaðsins um að íslenskir ráðgjafar
hafi ekki athugasemdir við það að
útboðið færi fram með þessum hætti
en þó óskuðu nokkrir þeirra eftir því
að upplýst yrði hvort, hvenær og
hvernig almennum fjárfestum yrði
boðið að kaupa hlut í bankanum –
enda er talið að mikill áhugi sé meðal
almennra fjárfesta að eignast hlut í
bankanum, bæði þeirra sem tóku
þátt í hlutafjárútboðinu sem fram fór
síðasta sumar og þeirra sem hafa
áhuga að á koma nýir inn. Ekki er
loku fyrir það skotið að það verði
kynnt innan næstu þriggja mánaða
en hvorki Bankasýslan né þeir ráð-
gjafar sem vinna að málinu vilja gefa
nokkuð upp um framhaldið.
Ekki deilt um verðið
Fyrir utan átök á vettvangi stjórn-
mála er ekki gerður ágreiningur um
verðið á seldum hlutum, sem var 117
kr. á hlut. Markaðsaðilar hafa bent á
að þegar arðgreiðsla bankans er tek-
in með í myndina hafi raunverulega
verðið verið 122 kr. á hlut, sem er ná-
lægt því verði sem verið hefur und-
anfarið en lokagengi bankans í
Kauphöllinni í gær var 124,4 kr. á
hlut og hefur lítið hreyfst sl. mánuð.
Aftur á móti er deilt um það hverj-
ir fengu að taka þátt, því margir fag-
fjárfestar líta þannig á að þeir hafi
haft burði til þess að koma að fjár-
festingunni. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins ríkir nokkur
óánægja meðal þeirra en óvíst er
hvort hægt verði að koma þeirri
gagnrýni í farveg. Upplýsingar um
það hvernig fjárfestar eru valdir og á
hvaða forsendum þeir eru metnir
hæfir liggja ekki fyrir opinberlega.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins stendur ekki til að breyta
því að svo stöddu.
Íslensku ráðgjafarnir vildu
hleypa almenningi að borðinu
Morgunblaðið/Eggert
Sala Ríkið seldi 22,5% hlut í Íslandsbanka á þriðjudagskvöld fyrir um 53 milljarða króna og á nú um 42,5% hlut.
- Aðilar á markaði gera ekki athugasemd við verðlagningu á bréfum í Íslandsbanka
25. mars 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.72
Sterlingspund 169.79
Kanadadalur 102.17
Dönsk króna 19.01
Norsk króna 14.664
Sænsk króna 13.596
Svissn. franki 137.7
Japanskt jen 1.066
SDR 177.49
Evra 141.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.6624
« Stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og þær
efnahagsþvinganir sem lagðar hafa ver-
ið á landið í kjölfarið eru farnar að bíta á
almenning í Rússlandi. Verðbólgan í
Rússlandi er nú um 14,5% og hefur ekki
verið hærri síðan 2015. Rúblan hefur
lækkað verulega gagnvart öðrum gjald-
miðlum á liðnum mánuði sem hefur þau
áhrif að innfluttar hrávörur verða dýrari,
sem aftur hefur áhrif á matvælaverð og
aðrar neysluvörur í Rússlandi. Þannig
hefur verð á sykri hækkað um 37%, en
sykur er mikið notaður í Rússlandi til að
varðveita matvæli og búa til áfengi.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, til-
kynnti í vikunni að „óvinveittum“ þjóð-
um yrði gert að greiða fyrir gas í rúbl-
um, en þeirri aðgerð er ætlað að styðja
við gjaldeyrinn. Um 40% af öllu gasi
sem nýtt er í Evrópu kemur frá Rúss-
landi en þeir samningar sem í gildi eru
gera ráð fyrir greiðslum í evrum og
bandaríkjadal og óljóst er hvernig þeim
verður breytt með svo skömmum fyr-
irvara. Ríki í Evrópu greiða á bilinu 200-
800 milljónir evra á dag, um 28-113
milljarða króna, fyrir notkun á gasi.
Opnað var fyrir viðskipti í Kauphöll-
inni í Moskvu í gær eftir að lokað hafði
verið fyrir viðskipti í tæpan mánuð. MO-
EX-hlutabréfavísitalan hækkaði um
11% strax við opnun viðskipta en það
má rekja til þess að rússneska ríkið
varði andvirði um 10,5 milljarða banda-
ríkjadala í kaup á hlutabréfum á mark-
aði. Viðskipti erlendra aðila eru bönnuð
og þá hefur verið lokað fyrir skortsölu
um óákveðinn tíma.
Rússneska hagkerfinu
er byrjað að blæða
STUTT
Fleiri þúsund gjafabréf seldust í
Skógarböðin í Eyjafirði fyrir síðustu
jól. „Við ákváðum rétt fyrir jólin að
setja af stað gjafakortasölu, aðallega
af því að við fengum svo mikið af fyr-
irspurnum úr nærumhverfinu, sem
og frá landinu öllu. Eftirspurnin
reyndist langt umfram væntingar.
Þúsundir gjafabréfa seldust og gaf
okkur góð fyrirheit um að Skógar-
böðin eigi eftir að verða vinsæll við-
komustaður. Það ríkir mikil spenna
og eftirvænting enda er ákveðin þörf
fyrir afþreyingu af þessu tagi á
svæðinu,“ segir Tinna Jóhannsdóttir
framkvæmdastjóri í samtali við
Morgunblaðið.
Leggja nótt við dag
Undanfarið hafa tugir manna lagt
nótt við dag við frágang baðanna en
stefnt er að opnun innan fárra vikna.
Opið verður til miðnættis alla
daga. „Við teljum vera þörf hér á
svæðinu fyrir baðstað með svo lang-
an þjónustutíma. Það eru margir
sem koma á skíði í Híðarfjalli og eru
þar fram á kvöld. Þeim finnst þá
kannski notalegt að enda daginn á
því að fara í bað hjá okkur. Ferða-
menn eru einnig á ferð hér um sveit-
irnar og þá er gott að enda í Skógar-
böðunum eftir langa útiveru yfir
daginn.“
Tinna segir að einnig ríki mikil eft-
irvænting hjá ferðaþjónustuaðilum
og einstaklingum á leið til landsins.
„Við höfum fengið fjölda fyrirspurna
frá fjölskyldum sem verða hér á ferð
í sumar. Margar þeirra eru þegar
búnar að ákveða að Skógarböðin
verði einn áfangastaður á ferðalag-
inu.“ tobj@mbl.is
Bað Í Skógarböðunum er hægt að
baða sig, borða og fara í gufu m.a.
Fleiri þúsund
gjafabréf seldust
- Skógarböðin opn-
uð innan fárra vikna
Armbandsúr er
sígild fermingargjöf
www.gilbert.is
ARC-TIC úr
Með leðuról
29.900.-