Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 30
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Það er glaðbeittur Jói sem heilsar
blaðamanni. „Kokkurinn er veikur
þannig að ég var einn í eldhúsinu í
hádeginu,“ segir hann brosandi.
Húsfyllir kom ekki í veg fyrir að
hinn goðsagnakenndi veitingamaður
léki listir sínar fyrir viðskiptavini en
hann segir að yfir helmingur pant-
ananna hafi verið pítsur og þær séu
fljótgerðar. Ég veit þó betur, en það
er ekkert grín að keyra hádegi einn
á þétt setnum veitingastað. Það er
bara fyrir lengra komna að ráða við
það.“
Pítsur í sérflokki
Matseðillinn samanstendur af
girnilegum pastaréttum, steikum,
pítsum og samlokum. Hvergi er
slegin feilnóta og ítölsku áhrifin
nánast áþreifanleg. Til að toppa her-
legheitin er veglegur eftirréttaseðill
þar sem bakarinn í Jóa fær notið
sín. Að því leytinu til er Felino líka
hið fullkomna kaffihús yfir daginn
þar sem hægt er að koma sér fyrir í
notalegu umhverfinu og gæða sér á
dýrindiskaffiveitingum. Kökuúrvalið
samanstendur af mörgum af þekkt-
ustu tertum Jóa auk ítalskra eft-
irrétta.
„Svo eru það pítsurnar en ég vil
meina að þær séu alveg einstakar
enda gerðar úr 20 ára gömlum súr,“
segir Jói og bætir við: „Þetta er súr-
inn minn sem ég þróaði fyrir tutt-
ugu árum og hef fóðrað allar götur
síðan og notað í mínar uppskriftir.
Ég hef alltaf haldið honum við og nú
nýtist hann í bakaríinu mínu hér,
sem ég get nánast fullyrt að sé
minnsta bakarí landsins. Við bökum
allt frá grunni og pítsurnar eru al-
gjörlega einstakar. Við notum ekk-
ert ger og engin aukaefni. Bara
hreinræktað súrdeig með dýr-
indisáleggi,“ segir Jói og sjá má að
hvert smáatriði er úthugsað á mat-
seðlinum.
Litli leynistaðurinn
í Laugardalnum
Mikið hefur verið að gera síðan
staðurinn var opnaður og viðtök-
urnar að sögn Jóa verið afar góðar.
„Ég ákvað að auglýsa ekkert heldur
setti ég bara inn á Instagram að ég
væri búinn að opna,“ segir Jói en
fylgjendur hans á samfélagsmiðl-
inum eru þó fleiri en hjá meðal-
áhrifavaldi. „Það má því segja að
fyrstu viðskiptavinirnir mínir hafi
verið instagramvinir mínir,“ segir
hann brosandi en staðurinn er þétt
setinn. Hægt er að bóka borð í
gegnum heimasíðu veitingastað-
arins og mælir Jói með því þó að
alltaf sé hægt að reka inn nefið.
„Það er samt betra að bóka. Við er-
um til dæmis fullbókuð í kvöld,“
segir hann og ljóst er að opnun stað-
arins er mikill hvalreki fyrir íbúa í
nágrenninu. „Ég hef fengið nokkrar
ábendingar um að það vanti allar
merkingar utan á bygginguna. Það
sé ekkert auðvelt að finna staðinn
en mér finnst það viðeigandi. Þetta
er lítil falin perla í Laugardalnum
og merkingarleysið er táknrænt
fyrir það,“ segir Jói enda er stað-
urinn bæði lítill og heimilislegur.
Gamall draumur að rætast
Það má segja að Jói sé með
meirapróf í faginu enda einn sá
reyndasti sem við eigum. Hann sló
upphaflega í gegn með mat-
reiðsluþáttum sínum sem voru þeir
vinsælustu hér á landi um árabil.
Samnefnd bakarí nutu mikilla vin-
sælda en sjálfur átti Jói sér alltaf
draum um að opna lítinn ítalskan
veitingastað. „Það er mjög mik-
ilvægt að það komi fram að þetta er
ekki ítalskur veitingastaður heldur
með ítölsku ívafi,“ segir Jói og er
ekkert að grínast. Þetta er Ítalía
Jói Fel snúinn aftur
Í Listhúsinu Laugardal hefur verið opnaður nýr veitingastaður. Maðurinn
við stjórnvölinn er enginn aukvisi í bransanun enda hefur hann verið
órjúfanlegur hluti af íslensku þjóðlífi í áraraðir eða allt frá því að hann
sló í gegn með matreiðsluþáttum sínum á Stöð 2. Hann hefur verið
fjarri góðu gamni en er nú snúinn aftur með veitingastaðinn Felino.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jói Fel Felino býður ekki bara
upp á dýrindismat að hætti Jóa
heldur má þar fá kökurnar sem
fylgt hafa Jóa í gegnum hans feril.
Ítölsk hráefni Jói leggur mikið upp úr því að nota hágæða ítölsk hráefni.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Lifandi píanótónlist
öll kvöld
Opnunartími
Mán.–Fös. 11:30–14:30
Öll kvöld 17:00–23:00
Borðapantanir á matarkjallarinn.is
eða í síma 558 0000