Morgunblaðið - 25.03.2022, Page 31
eins og ég upplifi hana. Allt það sem
mér finnst best í þeirri matargerð
og gert með mínu lagi. Það sagði
eitt sinn ítalskur veitingamaður við
mig að það væri ekki hægt að opna
ítalskan veitingastað nema á Ítalíu
og því nota ég fekar þetta orð,“ seg-
ir Jói. „Ég hef ferðast mikið um
Ítalíu og tekið upp fjölmarga sjón-
varpsþætti þar. Ég þekki ítölsk hrá-
efni vel og hvernig þau eru búin til.
Mig dreymdi svo alltaf um að opna
lítinn veitingastað með ítölsku ívafi
og nú hefur sá draumur ræst,“ segir
Jói og ekki laust við að hann sé hálf-
meyr en þeir sem fylgja honum á
Instagram vita að hann hefur mikið
tjáð sig þar um lífið og tilveruna.
„Þakklæti er það sem ég upplifi
hvað sterkast. Þakklæti til vina
minna sem hafa staðið við bakið á
mér. Þakklæti fyrir lífið. Ég fékk
fyrir hjartað fyrir nokkrum vikum
og ef það hefði gerst fjarri manna-
byggðum væri ég ekki hér. En hér
er ég og er þakklátur fyrir það. Ég
er búinn að opna draumaveitinga-
staðinn minn og ég er svo þakklátur
fyrir það,“ segir Jói að lokum og
þarf að rjúka aftur inn í eldhús. Líf
veitingamannsins er stöðugur hasar
en fyrir menn eins og Jóa er það í
blóðinu og órjúfanlegur hluti af
þeim.
Truflusteik Truflupasta í rjómasósu með nautalund, parmesan og basilíku.
Litli leynistaðurinn Þó að Felino sé ekki stór fer afar vel um gesti. Endurunnið Afgreiðsluborðið er klætt með vínkössum sem setja skemmtilegan svip á staðinn.
Pizza Felino Pítsa með ferskum mozzarella, felino salami og ferskri basilíku. Risarækjupasta Dýrindisrisarækjupasta í hvítvínsrjómasósu.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022