Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
✝
Sigurður Jó-
hann Ágústs-
son fæddist á
Sauðárkróki 7.
júní 1931. Hann
lést á Landspítala
Landakoti í
Reykjavík 11.
mars 2022.
Foreldrar Sig-
urðar voru Rögn-
valdur Ágúst
Hreggviðsson,
bryggjusmiður og verkstjóri á
Sauðárkróki, f. á stað í Reyk-
hólasveit 16. maí 1888, d. 5.
nóvember 1970, og Sigurrós
Jóhanna Sigurðardóttir hús-
freyja, f. 26. ágúst 1894 í
Húnavatnssýslu, d. 4. janúar
1978.
Sigurður var eina barn for-
eldra sinna, en átti átta hálf-
systkini.
Eiginkona Sigurðar var
Lára Jóhannsdóttir, húsmóðir
og sjúkraliði, f. á Hofsósi 7.
f. 1956, kvæntur Jovinu M.
Sveinbjörnsdóttur, f. 1957.
Börn þeirra eru Sveinbjörn,
Lára Dagbjört og Sigríður
Halla. 5) Skúli, f. 1957, kvænt-
ur Guðlaugu Jóhannsdóttur, f.
1961. Sonur þeirra er Jóhann
Helgi. 6) Sigurrós, f. 1958, d.
2016. Eftirlifandi eiginmaður
hennar er Pétur Arnar Vigfús-
son, f. 1953. Börn þeirra eru
Lára Ósk, Jóna Dagbjört og
Arnar Már. 7) Rúnar Birgir, f.
1962, kvæntur Auði Haralds-
dóttur, f. 1965. Börn þeirra
eru Óskar Þór og Birgir Jarl.
8) Sigurbjörg Valdís, f. 1963.
Börn hennar eru Christian
Sebastian og Kasper Frey. 9)
Bjarni Viðar, f. 1965, kvæntur
Guðbrandi Árna Ísberg, f.
1965. 10) Hulda, f. 1968, gift
Ómari Þórdórssyni. Börn
þeirra eru Sunna Lind, Krist-
ófer, Viktoría og Steinar Þór.
Sigurður stundaði nám í
blikksmíði í Reykjavík og
starfaði í 40 ár hjá Nýju blikk-
smiðjunni. Hann lauk starfs-
ferli sínum sem umsjón-
armaður við Landspítala.
Útför Sigurðar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 25. mars
2022, klukkan 10.
júní 1929, d. 24.
desember 2020.
Foreldrar hennar
voru Jóhann
Skúlason verka-
maður, f. 25. des-
ember 1866, d. 6.
ágúst 1954, og
Sigurrós Guðrún
Ágústsdóttir hús-
móðir, f. 25. mars
1897, d. 16. janúar
1971.
Sigurður og Lára kynntust á
Hofsósi en áttu heimili alla tíð
í Reykjavik. Þau eignuðust 10
börn: 1) Gunnar Jóhann, f.
1949, kvæntur Lis Stokkeby, f.
1951. Börn þeirra eru Kia Lo-
uise og Kikki Beate. 2) Hregg-
viður Ágúst, f. 1953, kvæntur
Þorbjörgu Karlsdóttur, f. 1956.
Börn þeirra eru Sigurður
Ágúst, Ragnar Örn og Karl
Ágúst. 3) Sigurður, f. 1955.
Börn hans eru Jóhann Darri
og Birna Ýr. 4) Halldór Lárus,
Elsku pabbi. Nú þegar ég kveð
þig koma upp svo margar minn-
ingar og sú sem ljómar mest er
handverk þitt og hendur. Þær
voru sterkar og nákvæmar. Það
virtist í mínum ungu augum sem
járnið gæti bráðnað í höndum
þér. Ég var svo stoltur að fá að
vera með þér í vinnu sem barn.
Hjálpa til við að gata járnið,
beygja og slípa. Blikksmíði var
þitt líf og yndi. Þú varst frábær
blikksmiður og eftirsóttur í því
fagi. Að fá að vera með þér í þeirri
ferð sem barn hefur gefið mér
þörf og löngun til að vinna með
hendurnar. Þú varst ekki alveg
sáttur við að ég hætti í banka-
starfinu á sínum tíma og færi í
keramiknámið, en með árunum
varðstu sáttari við þá ákvörðun
og held ég svei mér þá að þú hafir
á síðustu árum verið stoltur af því
að ég skyldi velja þennan starfs-
vettvang. Í dag hugsa ég svo mik-
ið til þín þegar ég hnoða leirinn og
skapa hina og þessa hluti. Nú
finnst mér eins og ég geti látið
leirinn bráðna í höndum mér líkt
og þú gast látið járnið bráðna í
þínum höndum.
Pabbi, nú ertu kominn til
mömmu. Nokkuð sem þú varst
búinn að óska lengi, þó svo stutt
sé frá því að mamma fór frá okk-
ur. Hjarta mitt ljómar af ham-
ingju af að vita að þið eruð nú
saman á ný.
Sem barn hugsaði ég oft
hvernig lífið yrði ef ykkar nyti
ekki við, og nú er ég kominn á þá
vegferð, án ykkar. Styrk ykkar
hef ég fengið í veganesti og mun
nýta mér hann til hins ýtrasta.
Elsku pabbi, þú verður ætíð í
hjarta mínu.
Bjarni.
Elsku pabbi minn, ég á svo erf-
itt með að sætta mig við að það er
komið að kveðjustund. En nú er
það raunveruleikinn, og ég kveð
þig í hinsta sinn með mikilli sorg í
hjarta. Ég veit að þú ert kominn
þangað sem þú þráðir – í fang
mömmu, sem þú saknaðir svo
óendanlega mikið.
Það eru svo margar minningar
sem streyma um í huga mér frá
barnæsku. Til dæmis þegar ég
sem lítil skotta var send í strætó
með köflóttu nestistöskuna þína
upp í smiðju af því að þú „gleymd-
ir henni heima“. Þegar þangað
kom var það fyrsta sem ég sá
blátt hjól sem stóð úti á miðju
gólfi, og þú skælbrosandi yfir
barnslegri kæti minni. Þér fannst
alltaf svo gaman að koma okkur á
óvart með óvæntum glaðningi.
Við fengum svo oft að koma í
heimsókn í smiðjuna til þín um
helgar og fengum að sópa og
hjálpa til við smáhluti sem þú
varst að smíða. Þegar þú varst
orðinn þreyttur á okkur þá sendir
þú okkur út í sjoppu að kaupa
blátt blokksúkkulaði, eða fara í
lakkrísgerðina að kaupa kíló af
lakkrísafgöngum. Þú varst alltaf
að vinna, líka um helgar, nema á
sunnudögum þar sem þú oft bara
vannst fram að hádegi, og þá
fórstu oft með okkur litlu börnin í
smá sunnudagsleiðangra, t.d. í
Eden, á BSÍ að spila smá í tíkall-
akössunum, í berjamó, í bakarí að
kaupa kringlur, óteljandi bíltúra
um bæinn að kaupa ís, og niður á
höfn, þar sem við fengum stund-
um að stýra bílnum.
Í gegnum líf ykkar með 10
börn hefur margt reynt á styrk
ykkar, umhyggju, þolinmæði og
ást. Þið hafið alltaf reynst mér og
ykkar börnum vel þegar þörf hef-
ur verið á, og möguleikar hafa
verið fyrir hendi. Eftir að
mamma kvaddi hefur þú verið
mikið einmana og saknað
mömmu sárt, og haft mikla þörf á
að einhver myndi annast þig eins
vel og þú annaðist mömmu í
hennar veikindum. Það hlutverk
tók ég að mér með mikilli ánægju,
eins og ég hafði lofað mömmu að
gera. Að annast það hlutverk
sýndi mér að ég er sterk, um-
hyggjusöm, þolinmóð og full af
ást. Þessi lífsgildi gafst þú mér í
gegnum lífið, og gafst mér mögu-
leika á að styrkja og efla þau í
sambandi við að annast þig. Þú
sýndir mér svo mikið traust. Að
þú, þessi sjálfstæði, sterki og
stolti maður, lagðir líf þitt í hend-
urnar á litlu dóttur þinni er mesta
viðurkenning sem hægt er að
hugsa sér. Ég tók þá ábyrgð á
mig með æðruleysi, ást og þakk-
læti. Við þessa viðurkenningu óx
ég bæði i eigin og þínum augum.
Takk pabbi minn.
Hvíldu í friði, ég elska þig og
sakna þín.
Knúsaðu og kysstu mömmu frá
mér.
Kveðja, þín dóttir,
Hulda.
Stærsta tréð i skóginum er
fallið.
Það hefur einhvern veginn
bara alltaf verið þarna þetta
stóra, sterka og óbugandi lífsins
tré. Gefið skugga og skjól og
bundið allt í kringum sig saman –
nú er bara gapandi tómt og autt
þarna mitt í öllu. Elsku pabbi, þú
hefur alltaf verið þarna, mitt í lífi
okkar allra. Nú ertu ekki meir –
og það er svo tómt.
Við börnin urðum öll til í litlum
neista þegar þú sem ungur
kynntist fallegri mey á Hofsósi.
Stuttu seinna tókstu kinnrauðar
minningar og söknuð í hjartanu
með þér þegar þú fluttir til
Reykjavíkur. Einn örlagaríkan
dag heyrðir þú lagið „Í fjarlægð“ í
útvarpinu. Nú brann neistinn í
öllum æðum og þú af stað að
kaupa ritvél og skrifa ástarbréf til
meyjunnar i sveitinni. Með rauðu
og svörtu letri afritaðir þú texta
lagsins, og sendir til mömmu.
Eina skiptið sem ritvélin var not-
uð – og sennilega eitt af fáum
skiptum sem rómantíska taugin
var við stjórnvölinn. Þetta bréf
varð til þess, að innan skamms
mætti mamma til Reykjavíkur –
og þar með varð þetta bréf ör-
lagaaugnablik okkar allra. Þið
voruð saman í 74 ár eftir það, við
börnin tíu komum til og meira en
50 afkomendur okkar. Þvílíkur
flokkur sem hefur orðið til í skjóli
og við rætur þessa stóra lífsins
trés.
Ég var langt i burtu þegar þú
kvaddir. Ung flutti ég til Dan-
merkur, og þér leist ekki á það. Á
skrýtinn hátt hefur þessi fjar-
lægð samt haft þau áhrif, að sam-
band okkar var innilegt og náið
eins og væru ekki 1.800 kílómetr-
ar á milli heldur bara brosbreidd.
Enda lifir ástin ekki í tíma eða
rúmi. Söknuður setur okkur
mannverur svolítið í andlegu
sparifötin, og þegar við hittumst
fengum við mikið það besta fram
hvort í öðru, gátum bæði hlegið
mikið, talað um gamla góða daga,
og, svei mér þá, líka um tilfinn-
ingar. Þú varst mjög vel gefinn,
hafðir skoðanir á flestum málum,
fylgdist vel með, hafðir hugmynd-
ir um margt og mikið, og svo
varstu með frábæran húmor. Það
var alltaf hægt að reikna með
þinni skoðun á næstum öllum
málum; fannst ekkert þurfa að
flækja hlutina með tilfinningum
og „væmni“, enda hörkutól sem
tekist hefur á við krefjandi líf með
kraftamennsku og áræði. Samt
sem áður gastu huggað hjörtu
grátandi táningsdætra þinna með
mildum, sterkum faðmi, húmor
og hvatningu, leikið við barna-
börnin með ótrúlegum léttleik,
gleði og umhyggju, og passað
mömmu í veikindum hennar með
þolinmæði, ást og styrk – og hefð-
ir átt fálkaorðuna skilið.
Þú varst á efri árum ótrúlega
flott mannvera, barst þig með
reisn og dugnaði, og ekki fyrr en
þú lentir í bílslysinu gafstu upp.
Sálin var orðin lúin og hjartað
mikið meyrt, eftir að mamma
kvaddi fyrir rúmu ári. Þú sakn-
aðir hennar svo ótrúlega mikið,
og heimsóttir hana upp í kirkju-
garð hvern einasta dag. Þú
skammaðir hana fyrir að hafa
skilið þig einan eftir og varst að
hlusta eftir hvort hún væri ekki
farin að kalla á þig.
Nú hefur hún kallað – og þú
hlýddir. Sennilega eina skiptið á
ævinni sem þú hefur hlýtt henni.
Ég hugga mig við að þið eruð
saman aftur – þessi neisti slokkn-
ar aldrei.
Hvíldu í friði pabbi minn.
Valdís.
Sigurður Jóhann
Ágústsson
✝
Róslín Erla
Tómasdóttir
fæddist í Strand-
götu 23 á Akureyri
29. desember 1938.
Hún lést í faðmi fjöl-
skyldunnar á hjúkr-
unarheimilinu Lög-
mannshlíð 9. mars
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Þorbjörg
Jóhannesdóttir, f.
19. nóvember 1918, d. 11. októ-
ber 2003, og Tómas Kristjánsson,
f. 7. september 1913, d. 13. októ-
ber 1976.
Systkini Róslínar eru níu, sjö
eru enn á lífi. Árni Gunnar, f. 13.
ágúst 1941, d. 27. janúar 1942,
Árni Gunnar, f. 12. ágúst 1942, d.
15. febrúar 1969, Baldur Snæv-
arr, f. 6. ágúst 1945, Heimir Ey-
fjörð, f. 8. júní 1947, Rósa María,
f. 14. október 1949, Jóhanna
Ósk, f. 4. apríl 2008, Elvar Örn, f.
26. júlí 2011, og Hrannar Bjarki,
f. 6. ágúst 2021. Tómas Páll, f. 20.
ágúst 1993. Aron Davíð, f. 22.
apríl 1997. Stefán Daníel, f. 27.
maí 2000, og Jóhann Samúel f.
12. apríl 2002. 2) Halldóra Björg,
f. 12. júlí 1965. Eiginmaður henn-
ar er Björn Grönvaldt Júlíusson,
f. 1. mars 1966, gift 14. febrúar
1999. Börn þeirra eru Baldvin
Þeyr, f. 15. desember 1983. Lís-
bet Grönvaldt, f. 5. júlí 1989, í
sambúð með Atla Þengilssyni, f.
2. janúar 1991. Júlía Grönvaldt f.
23. júlí 1994. 3) Tómas Páll, f. 18.
desember 1970. Eiginkona hans
er Hrafnhildur Sólrún Sigur-
geirsdóttir, f. 25. febrúar 1973,
gift 7. september 1996. Dætur
þeirra eru Rósa Ingibjörg, f. 14.
nóvember 1995. Eiginmaður
hennar er Roger Lynn Linder Jr,
f. 22. júní 1986, gift 9. júlí 2016,
og eiga þau soninn Viktor Geir
Linder, f. 12. janúar 2021. Róslín
Erla, f. 26. september 2000, unn-
usti Guðjón Armand Ericsson, f.
7. júlí 2000. Halldóra Ósk, f. 30.
júní 2012.
Útför Róslínar hefur farið
fram í kyrrþey að hennar ósk.
Kristín, f. 24. nóv-
ember 1952, Tómas
Bjarni, f. 18. desem-
ber 1953, Kristján
Helgi, f. 6. ágúst
1957, og Ásgeir Elf-
ar, f. 13. maí 1962.
Róslín Erla giftist
Sævari Sigurpáls-
syni, f. 14. febrúar
1940, hinn 10. októ-
ber 1964 og bjuggu
þau lengst af í Borg
á Akureyri sem nú heitir Drangs-
hlíð 1.
Börn þeirra eru: 1) Heiða
Björk, f. 17. júní 1964. Fv. eig-
inmaður Svanlaugur Þor-
steinsson, gift 17. júní 1988, og
eiga þau sex börn. Börn þeirra
eru Kristín Erla, f. 7. janúar
1987. Sævar Þór, f. 14. janúar
1988, í sambúð með Guðrúnu Ósk
Kummer, f. 28. febrúar 1990, og
eiga þau þrjú börn. Þau eru Þóra
Elsku vinkona mín er dáin, far-
in til guðs, farin á annað tilveru-
stig, farin í draumalandið. Sál
hennar frjáls og laus úr veikum
líkama. Ég sé hana fyrir mér fara
brosandi og glaða á móti nýrri til-
veru. Vinkona mín hafði risastór-
an faðm, faðmlag hennar var
traust og kærleiksríkt, ég var lán-
söm að eignast hana sem vinkonu
á erfiðum tíma í lífi mínu fyrir sex-
tíu árum. Hún var sterk fyrir-
mynd og kenndi mér margt sem
ég tók með mér út í lífið.
Róslín var listamaður í orðsins
fyllstu merkingu, allt sem hún tók
sér fyrir hendur varð að listaverki,
saumaskapur, prjónaskapur, mat-
argerð, bakstur, allt hundrað pró-
sent. Að rækta grænmeti, blóm og
vinna í garðinum var hundrað pró-
sent, heimilið og allt innanhúss
var hundrað prósent. Hún kom úr
stórri og samhentri fjölskyldu,
foreldrar hennar Bogga og Tómas
voru líka listamenn og gátu gert
mikið og fallegt úr litlu, það er því
hægt að segja að Róslín hafi feng-
ið hæfileikana í vöggugjöf.
Mesta gæfan í lífi hennar var
Sævar Sigurpálsson eiginmaður
hennar og börnin hennar þau
Heiða, Dóra og Tómas, þau voru
stolt hennar og gleði og barna-
börnin voru demantarnir. Allt
flottir og góðir afkomendur sem
glöddu ömmu sína og afa óendan-
lega mikið.
Á árum áður fórum við Róslín í
óvissuferð á vorin ef hún var á
ferðinni. Einu sinni fórum við
austur fyrir fjall, vorum allan dag-
inn að ferðast og fórum svo suður-
strandarveginn á heimleiðinni,
það vildi ekki betur til en svo að
við gleymdum að taka bensín og
heldur betur farið að minnka á
tanknum. En mín var ekki ráða-
laus, hugmyndaflugið alltaf í
vinnslu, enda var hún mjög hug-
myndarík, og datt í hug að láta bíl-
inn bara renna niður allar brekkur
sem á leið okkar urðu. Þegar kom-
ið var á bensínstöðina í Grindavík
var bensínið búið og það þurfti
bara rétt að ýta bílnum smá
spotta. Það var mikið hlegið í þess-
ari ferð og einnig talað um allt á
milli himins og jarðar. Dýrmæt
minning ásamt mörgum öðrum
góðum minningum.
Róslín kom miklu í verk, það
var eins og það væru fleiri klukku-
tímar í hennar sólarhring en mín-
um. Hún var alltaf tilbúin að
hjálpa mér ef ég þyrfti hjálpar við,
til dæmis að sauma, og ég tala nú
ekki um fyrir veislur, þá kom hún
og við bökuðum, skreyttum og
smurðum brauð. Þetta var ómet-
anlegt, takk fyrir alla hjálpina
elsku vinkona mín.
Ég er viss um að það verður nóg
að gera hjá henni í nýrri tilveru, að
undirbúa komu þeirra sem á eftir
koma. Elsku vinkona viltu taka frá
pláss fyrir mig nálægt þér, þá get-
um við tekið upp þráðinn að nýju
og farið í óvissuferð um geiminn á
páskagulu skýi. Þangað til: góða
ferð til nýrra heimkynna, ég kveð
þig með söknuði en jafnframt með
gleði og hlýhug og þökk fyrir sam-
fylgdina á lífsleiðinni.
Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá –
það verður dásamleg dýrð handa mér.
(Þýð. Lárus Halldórsson)
Þín vinkona,
Elísabet Guðbjörg Jónsdóttir
(Elsa).
Róslín Erla
Tómasdóttir
✝
Guðrún Daní-
elsdóttir fædd-
ist á Akranesi þann
5. janúar 1930. Hún
lést á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Höfðu þann 14.
mars 2022.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Guð-
laugur Daníel Vig-
fússon húsasmíða-
meistari, f. 16.11.
1903, d. 11.5. 1964, og Sigrún
Sigurðardóttir húsmóðir, f.
2.10. 1907, d. 23.5. 1942.
Guðrún var næst elst átta
systkina. Systkini Guðrúnar
voru Gróa, f. 1929, látin, Anna,
f. 1931, látin, Hrefna, f. 1933,
látin, Sigurður, f. 1934, Sigrún,
Hildur Sólveig. 3) Daníel Vig-
fúss. Ólafsson, f. 7.2. 1958. Sam-
býliskona Alina Anisko. 4) Íris
Mjöll Ólafsdóttir, f. 13.6. 1963,
eiginmaður Ólafur Danivalsson.
Börn Írisar eru Díana Ýr, Eva
Rós, Viktoría Dröfn og Dagmar.
Guðrún bjó alla sína ævi á
Akranesi, lengst af á Skaga-
braut 48. Hún vann við fisk-
vinnslu, verslunarstörf og fleira.
Komin yfir fertugt settist hún á
skólabekk og útskrifaðist 1974
sem sjúkraliði. Hún vann mest-
an sinn starfsferill á Sjúkrahúsi
Akraness.
Útförin fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 25. mars 2022,
klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
f. 1937, látin, Hall-
dóra, f. 1939, og
Margeir Rúnar, f.
1941.
Móðir Guðrúnar
lést frá stórum
barnahópi 1942 og
varð það úr að Guð-
rún tók að sér að
hjálpa föður sínum
að halda heimili.
Guðrún giftist
aldrei en eignaðist
fjögur börn. Þau eru: 1) Guð-
laug Sigrún Sigurjónsdóttir, f.
9.2. 1951, eiginmaður Halldór
Ólafsson. Börn Guðlaugar eru
Rúnar Þór, Lilja, Sigurður
Daníel, Halldór Fannar og Guð-
rún Drífa. 2) Drífa Björnsdóttir,
f. 2.11. 1953. Dóttir Drífu er
Elsku amma Gunna, sem barn
tekur maður ömmu sinni gjarnan
sem gefnum hlut, þessi draum-
kennda manneskja uppfull af ást
og hlýju sem tók á móti mér í
dyragættinni lét mér alltaf líða
eins og mikilvægustu manneskju
í heimi. Amma Gunna var yndis-
leg amma, það voru í minningunni
alltaf smákökur eða í það minnsta
baksturssúkkulaði á boðstólum
og það var fátt sem ekki mátti í
heimsókn hjá ömmu. Kjólarnir og
skartgripirnir hennar voru sann-
kallaður ævintýraheimur sem
alltaf mátti máta og leika með.
Þar hitti ég oftar en ekki frænkur
mínar sem urðu mér sem hálf-
gerðar uppeldissystur. Minning-
ar úr geymslunni hjá ömmu þar
sem rótað var í gömlum gersem-
um munu lifa lengi.
Það hefur ekki verið síður
skemmtilegt að heimsækja ömmu
í seinni tíð með börnin mín og
upplifa aftur þessar einstöku
móttökur sem glöddu ekki síður
en í minni tíð. Það er líka lær-
dómsríkt að kynnast betur ömmu
sinni á fullorðinsárum og átta sig
betur á því hvað þessi magnaða
kona hefur gengið í gegnum á
sinni lífsleið. Hvernig henni tókst
að koma barnastóði á legg ein
síns liðs ásamt því að sinna sinni
vinnu og áhugamálum. Ég dáðist
oft að því hvað hún og Ósk vin-
kona hennar voru duglegar að
ferðast saman og veitti það henni
mikla gleði. Ég sé það núna hvað
hún hefur verið lagin að gera mik-
ið úr því sem henni var skaffað og
það sést best á hennar afkom-
endahóp sem telur orðið hátt á
fimmta tug og var henni ákaflega
mikið stolt og gleðiefni. Amma
tókst á við ýmsar brekkur á lífs-
leiðinni en hjólaði upp þær allar
með bros á vör og gætti að því á
meðan að öllum í kringum hana
liði vel. Hún var rík af fjölskyldu
og vinum sem hún hlúði vel að og
þótti þeim öllum afar vænt um
hana og vildu henni vel. Það gætu
margir lært mikið af Gunnu Dan
og viðhorfi hennar til lífsins.
Hvíldu í friði elsku amma, takk
fyrir allt.
Hildur Sólveig
Sigurðardóttir.
Guðrún Daníelsdóttir