Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 34

Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 ✝ Guðrún María Þorleifsdóttir fæddist 27. október 1930 í Neskaup- stað. Hún lést 13. mars 2022 á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja í Keflavík. Foreldrar henn- ar voru Þorleifur Ásmundsson út- vegsbóndi, f. á Karlsstöðum í Vöðlavík 11.8. 1889, d. 10.10. 1956, og María Jóna Aradóttir húsfreyja, f. í Naustahvammi 4.5. 1895, d. 15.12. 1973. Guðrún var tólfta í röð 14 systkina. Þau eru: Þóra Aðalheiður, f. 18.10. 1912, Ari Ásmundur, f. 3.11. 1913, Guðni, f. 3.10. 1914, Stefán Guðmundur, f. 18.8. 1916, Ingv- ar, f. 8.10. 1917, Gyða Fanney, f. 20.7. 1919, Lukka Ingibjörg, f. 8.8. 1921, Lilja Sumarrós, f. 30.10. 1923, Guðbjörg, f. 1.12. 1924, Ásta Kristín, f. 7.10. 1926, Friðjón, f. 13.8. 1928, Sigurveig, f. 14.2. 1933, sem eru öll látin og eftirlifandi bróðir er Vilhjálmur Norðfjörð, f. 18.1. 1936. Hinn 16.10. 1955 giftist Guð- rún María Ingvari Hallgríms- syni, f. 24.9. 1933 í Hafnarfirði. ingur, f. 21.6. 1970, maki Svein- björg Sigríður Ólafsdóttir, f. 10.3. 1972. Börn þeirra eru: Rún- ar Bárður, Jökull Ingi og Freyja Líf. Sonur Sveinbjargar er Ólaf- ur Elí. Guðrún ólst upp í Nausta- hvammi og átti góðar minningar af uppvextinum þar. Skólagöngu hóf hún 9 ára gömul og fór þá í 3. bekk. Um veturinn veiktist hún alvarlega og var bannað af læknum að ganga í skólann, því að ekki var vitað hvað amaði að henni. Það var ekki fyrr en einu og hálfu ári síðar að hún fór aft- ur í skóla, þá í fimmta bekk og kláraði skyldunámið. Frá unga aldri var Guðrún send í vist til ættingja í sveitinni til að aðstoða við barnauppeldi og heimilsstörf. Frá fjórtán ára aldri til átján ára aldurs vann hún á elliheimilinu á Norðfirði. Síðan tók verbúðalífið við, þegar hún fór að vinna við fiskvinnslu, m.a. í Keflavík. Eftir að Guðrún og Ingvar byrjuðu að búa helg- aði hún heimili sínu og fjöl- skyldu allt sitt líf. Guðrún söng í kór frá unga aldri. Hún söng í samkór Norðfjarðar, Kvennakór Suðurnesja og Eldeyjarkórnum, kór eldri borgara. Guðrún var gerð að heiðursfélaga í Kvenna- klúbbi Karlakórs Keflavíkur. Útför Guðrúnar Maríu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 25. mars 2022, kl. 12. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Foreldrar hans voru Guðrún María Bjarnadóttir, f. 19.6. 1909, d. 16.1. 1973, og Hall- grímur Ingibergur Sigurðsson, f. 3.10. 1909, d. 11.11. 1991. Guðrún og Ingvar eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Inga María leik- skólakennari, f. 12.4. 1955, maki Gunnar Þór Jónsson, f. 11.9. 1952. Börn þeirra eru Ingvi Jón og Jane Petra og barnabörnin eru sex. 2) Ómar rafmagnstæknifræðingur, f. 28.4. 1958, maki Guðmunda Kristinsdóttir, f. 15.1. 1962. Börn þeirra eru Íris, Guðrún María og Eydís og eru barna- börnin sex. 3) Ingunn Ósk leik- skólakennari, f. 13.1. 1963, maki Björn Herbert Guðbjörnsson, f. 20.1. 1955. Börn þeirra eru Ingv- ar, Sindri og María Ósk. Dóttir Björns er Ellen Mörk. Barna- börnin eru fimm. 4) Vilhjálmur Norðfjörð rafiðnfræðingur, f. 17.3. 1966, maki Erla Arnodds- dóttir, f. 23.2. 1966. Dætur þeirra eru Anna Margrét og El- ísabet. 5) Kjartan viðskiptafræð- Þegar ég hugsa um móður mína þá koma upp í hugann orðin kærleikur, ást og hlýja. Minning- ar mínar um mömmu einkennast af þessum orðum. Hún ólst upp í 14 systkina hópi sem var sam- hentur og þó að þau hafi dreifst um landið þá voru þau í góðu sam- bandi. Mamma ólst upp í Nausta- hvammi í Neskaupstað, sem var staðsettur fyrir utan bæinn. Hún ólst upp í fátækt og var lífið í þá daga barátta. Stundum hafði mamma orð á því en ekki var að heyra á henni að þau systkinin hafi fundið mikið fyrir því en eðli- lega má ætla að það hafi mótað þeirra líf. Mamma var alltaf til staðar. Alltaf gat maður stólað á það þeg- ar maður kæmi heim eftir leik úti, að fá mjólk og eitthvað heimabak- að. Hið daglega fas mömmu var yfir höfuð rólegheit en hún var að allan daginn. Taka til mat, hvort sem það var að morgni, í hádegi, eftirmiðdagskaffi, kvöldmat eða kvöldhressingu, þrífa, baka, þvo þvott, hengja út og svo má lengi telja. Pabbi vann úti og mamma vann heima, skýr verkaskipting, svona var þetta í þá daga. Mamma var einstaklega hlát- urmild og hláturinn var innilegur og smitandi. Það var gott að heyra mömmu hlæja. Samband pabba og mömmu var fallegt og innilegt. Gaman var að spjalla við þau sam- an þar sem pabbi hafði oftast orðið en mamma bætti inn í því sem vantaði eða þurfti að leiðrétta og þá voru þau kannski ekki sam- mála en náðu oftar en ekki að komast að sameiginlegri niður- stöðu. Ekki þótti pabba leiðinlegt að stríða mömmu sem hafði einnig lúmskt gaman af. Mamma hafði mikla réttlætis- kennd og var mikil jafnaðarmann- eskja sem á kannski rætur sínar í því að hún ólst upp í mikilli fátækt þó að hún hafi ekki talað mikið um það. Mamma var mjög nýtin kona og það sást best á þeim eldhús- áhöldum sem hún átti því á meðan hægt var að nota þá var ekki verið að kaupa nýtt. Það hefur líklegast verið það sem þeim var kennt, að taka ekki öllu sem sjálfsögðu. Mamma var miðpunkturinn í fjölskyldunni. Hún hélt þétt utan um hópinn sinn með sínum aðferð- um sem hún var svo góð í, að bjóða sínu fólki í kaffi og heimabakað, brúnkökuna góðu, pönnukökur og brauð og að eiga gott spjall. Á tímabili komum við systkinin og börn og barnabörn saman heima hjá mömmu og pabba á hverjum föstudegi eftir vinnu og skóla og áttum stund saman þar sem nán- ast allir komu við. Oft fannst manni þetta vera of mikið fyrir mömmu en mamma tók það ekki mál að hætta þessu. Mamma var einstaklega barn- góð og allir fengu sitt pláss hjá henni. Barnahópurinn var stór og enginn gleymdist þegar t.d. kom að afmælum. Allir fengu það sama og ekki mátti gera upp á milli. Sárt er að kveðja mömmu eftir að hafa haft hana þetta lengi og lengst af við góða heilsu sem ég er þakklátur fyrir. En það merkilega var að þegar mamma lagðist inn á spítala fyrir andlátið þá hafði hún aldrei lagst þar inn vegna veik- inda og ekki man maður eftir mömmu rúmliggjandi vegna veik- inda fram að þessu. Mamma mín, takk fyrir allt. Þín verður sárt saknað. Þinn sonur, Kjartan. Mín elskulega móðir skildi við þessa jarðvist eftir fjögurra vikna sjúkrahúslegu og alvarleg veik- indi. Hún var 91 árs gömul þegar hún lést. Ekki var hægt að heim- sækja hana á sjúkrahúsið vegna Covid-farsóttarinnar og öll sam- skipti við hana á sjúkrahúsinu fóru fram í síma. Mamma var búin að vera með slitgigt í mörg ár og lömun á handlegg og síðustu árin þurfti hún að notast við göngu- grind til að komast um. Þrátt fyrir veikindi hennar heyrði ég mömmu aldrei kvarta. Hún taldi veikindi sín vera eðlilega hrörnun fyrir manneskju á hennar aldri og það tæki því ekki að leita til læknis. Við mamma vorum alla tíð mjög nánar og enn nánari með aldrinum. Ekki minnist ég þess að okkur hafi orðið sundurorða eftir að ég fullorðnaðist, enda lífssýn okkar og skoðanir nánast þær sömu. Mamma lagði alltaf áherslu á að vera vel til fara, þó svo hún hefði ekki gaman af að fara í fata- verslanir. Oftar en ekki treysti hún mér til að kaupa á sig föt. Elsku mamma mín var hógvær og ósérhlífin og átti alla tíð erfitt með að þiggja hjálp. Allt fram á síðasta dag var henni fyrst og fremst um- hugað um líðan annarra frekar en sína eigin. Þrátt fyrir heilsuleysi hin síðari ár vildi hún ekki þiggja heimilishjálp fyrr en í byrjun þessa árs og sagði alltaf: „Við pabbi þinn hjálpumst að við heim- ilisstörfin.“ Til að auðvelda mömmu lífið reyndi ég að skynja líðan hennar og þarfir, sérstak- lega eftir að heilsan fór að svíkja hana, og reyndi af veikum mætti að aðstoða þau við heimilisstörfin. Aldrei kom maður í kaffi til mömmu og pabba án þess að fá heimabakað bakkelsi; brúna tertu, heilsubrauð og pönnukökur. Í tugi ára hittist stórfjölskyldan heima hjá þeim á hverjum föstu- degi og mættu 20 til 30 manns og nutu veitinga og spjalls. Oft fór hávaðinn og lætin í fullorðnum og börnum langt yfir eðlileg mörk, en aldrei heyrði maður hana amast við því. Þá hafði mamma alltaf yndi af hannyrðum og fékkst tölu- vert við útsaum og prjónaskap þar til slitgigtin í höndunum var orðin of mikil. Mamma var réttsýnasta mann- eskja sem ég hef þekkt og átti hún erfitt með að upplifa óréttlæti hvar sem það birtist. Hún átti til að skammast í alþingismönnum þegar hún var ósammála þeim, er hún horfði á beina útsetningu frá Alþingi, sem var einn af uppá- haldssjónvarpsþáttunum hennar síðustu árin. Mamma hafði alltaf mjög gaman af íþróttum og hafði sérstakt dálæti á fimleikum, fót- bolta og golfi. Sem dæmi þá þekkti hún um tíma nöfn flestra golfara á PGA-mótaröðinni. Ég á svo margt að þakka þér, gæsku þína og mildi. Mínum manni, börnum, mér af mætti hjálpa vildi. Er lít ég yfir liðna tíð, í leiftur minninganna. Mér mætir æ þín myndin blíð, mín móðir, konan sanna. (Jane Petra Gunnarsdóttir) Mömmu og mína bestu vinkonu kveð ég í dag með miklum sökn- uði. Ég er þakklát fyrir allar dýr- mættu minningarnar um ljúfa og góða móður, sem var fyrirmynd mín meðal annars um hvernig á að hlúa að fjölskyldunni sinni. Blessuð sé minning þín, elsku mamma. Þín dóttir, Inga María. Í dag kveð ég ástkæra og ynd- islega tengdamóður mína, Guð- rúnu Maríu, sem var mér alla tíð svo miklu meira en tengdamóðir. Það hefur örugglega verið svo- lítið skrítið fyrir hana að upplifa það á sínum tíma, fyrir rúmum 50 árum, að síðhærður ungur dreng- ur væri allt í einu farinn að dvelja löngum stundum í kjallaranum á Hrauntúninu, hjá Ingu Maríu, elstu dóttur hennar. En alveg frá fyrsta degi tók hún mér sem ég væri einn af fjölskyldunni og það var ekkert nema hlýja og gæska sem ég upplifði allar götur síðan frá henni. Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir börnin mín, t.d. þegar okkur vantaði barnapössun eða þegar þau þurftu á hlýju og um- hyggju að halda. Það var aldrei neitt mál fyrir þig að leggja fram hjálparhönd. Takk fyrir hvað þú hugsaðir alltaf vel um hana Rispu, hundinn okkar, þegar hún hljóp frá Heið- arbólinu á morgnana niður á Hrauntún og dvaldi þar hjá þér í góðu yfirlæti, meðan við Inga vor- um í vinnunni. Takk fyrir allt bakkelsið, sér- bökuðu brauðin og að sjálfsögðu brúnu tertuna, sem þú ert búin að framreiða í gegnum tíðina. Það skipti ekki máli hvort það var föstudagskaffið, gamlárskvöld, púkk-spilahittingur fjölskyldunn- ar, bústaðaferðirnar, afmæli barnanna eða ferðalögin um land- ið. Alltaf mættir þú með kökur og meðlæti. Takk fyrir allar mörgu sam- verustundirnar í sumarbústaðn- um okkar, þar sem þú vildir alltaf vera að aðstoða við matargerð eða tiltekt. Oft tókum við spil á milli þess sem við ræddum mál líðandi stundar eða rifjaðir voru upp gömlu tímarnir. Takk fyrir mörgu ferðalögin um landið með þér og Ingvari þín- um, þá sérstaklega ferðirnar sem við fórum á Austfirðina til Nes- kaupstaðar. Það var gaman að gista í Naustahvammi, þar sem þú ólst upp og magnað að heyra sög- urnar af uppvaxtarárum þínum þar. Takk fyrir allar heimsóknirnar og samverustundirnar í Bratta- koti á La Marina á Spáni. Þú varst alltaf svo þakklát fyrir það sem við gerðum saman, hvort sem það var að keyra um sveitirnar í kringum Alicante og nágrenni, borða góðan mat heima eða á spænskum veit- ingastað. Stundum hélt ég að þú ætlaðir að fara inn í eldhús á veit- ingastöðunum eftir matinn og að- stoða við uppvaskið. Takk fyrir að taka alltaf svo vel á móti mér, þegar ég kom í heim- sókn til ykkar Ingvars. Skipti engu máli hvenær dags það var, þú varst alltaf búin að setja kræs- ingar á borð og kaffi tilbúið á núll einni. Það þýddi ekkert fyrir mig að segja nei takk. Kaffi og með því skyldi ég þiggja og þáði með gleði á endanum. Takk fyrir það að fá að heyra þig segja í símann við Ingu, þegar þið mæðgurnar voru að tala sam- an og komið var að kveðjustund: „Ég bið svo að heilsa honum Gunna mínum.“ Nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn, elsku Gunna mín, vil ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér á lífsleiðinni. Gunnar Þór Jónsson. „Elsku Sindri okkar! Innilegar hamingjuóskir með 30 ára afmælisdaginn þinn, gangi þér vel í öllu sem þú átt eftir að gera í framtíðinni og árin verði þér og þínum hliðholl.“ Þínir vinir, afi og amma. Svona hljómar síðasta afmælis- kortið sem hún amma skrifaði til mín. Fyrir flesta kann þetta að hljóma eins og ósköp venjulegt af- mæliskort, en í endann á kortinu eru tvo orð sem lýsa sambandi okkar ömmu: Þínir vinir. Því hún amma var ekki bara móðir mömmu minnar heldur hef- ur hún bókstaflega verið einn af mínum bestu vinum frá fæðingu. Alla tíð hef ég ekki talað við hana eins og hefðbundna ömmu, heldur sem vin. Ég sagði henni brandara sem hún hló alltaf að, sagði henni frá ástum og sorgum, sigrum og ósigrum, vonum og áhyggjum. Hún fagnaði með mér þegar allt gekk vel og hughreysti mig þegar allt var niðri. Kynnti hana fyrir mínum vin- um og vinkonum og hún var vinur þegar ég var vinalaus. Þegar ég lít til baka þá hefur allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur byrjað heima hjá ömmu: Lærði að reima skóna hjá ömmu, lærði að spila á píanó heima hjá ömmu, fór alltaf heim til ömmu eftir fótboltaæfingar. Lærði á tölvu og spilaði tölvuleiki heima hjá ömmu. Lærði að spila á spil heima hjá ömmu. Hef hvergi viljað vera ann- ars staðar á gamlársdag en heima hjá ömmu. Mun segja börnunum mínum sögur af henni ömmu. Átti alltaf vin heima hjá ömmu. Fljótlega eftir að amma fór á spítala samdi ég ljóð um hana því hún elskaði ljóð og lög. Þegar ég fengi tækifæri til þá ætlaði ég að flytja það fyrir hana. Það tækifæri kom laugardaginn 12. mars. Það var einnig mitt loka- tækifæri. Amma Guðrún fór morguninn 13. mars. Þetta voru mín síðustu orð til hennar: Guðrún er merki guðs hér á jörðu, það muna allir eftir föstudagskaffi hjá ömmu. Pönnsur og kökur sem maður aldrei fékk leið, hennar guðs merki sem hún bakaði yfir sitt æviskeið. Hún kenndi mér kapal, hvatti mig til að spila á píanó og hlustaði á allt, hló að mínum bröndurum, sagði mér sögur, já hún kenndi mér margt. Hún amma Guðrún var engin venjuleg kona, rún guðs á jörðu í formi glæstra vona, sem endurspeglast í hennar börnum og barnabörnum. Já, þetta var ein mögnuð kona. Hún mundi sko allt, alla afmælisdaga, betra minni en ég þrátt fyrir að það væri farið að dala. Hún hringdi alltaf í mann á sínum afmælisdegi. Skrifaði kort svo við minning hennar ávallt eigi. Já lífið kemur og lífið fer, hringrás lífsins er eins og hún er. Amma farin en ljós hennar lýsir enn hér í mér og þér og okkur öllum, í okkar börnum og barnabörnum. Í hvert skipti sem við komum saman, spilum, borðum, hlæjum og fögnum, í þeim fjársjóði sem hún skildi eftir í okkar heimahöllum þá mun ljósið hennar ömmu ávallt skína í okkur öllum. Takk fyrir allt, amma mín. Þinn vinur, Sindri Björnsson. Elsku kæra amma mín hefur kvatt þennan heim og farið til sumarlandsins. Ég veit að hún er nú í góðum félagsskap með systk- inum sínum. Þegar ég hugsa til baka kemur upp í hugann Hrauntúnið, steikt- ur fiskur í tómatsósu og lauk með osti ofan á. Ég á minningar um göngur úr grunnskólanum á leið- inni heim, stoppað við hjá henni í mjólk og brúnköku. Rispa, tíkin okkar, var stundum þar í heim- sókn og þá fylgdi ég henni heim í Heiðarbólið. Guðrún amma var alltaf tilbúin að hlæja að vitleys- unni í mér, sérstaklega þegar ég hringdi í hana og þóttist vera sölu- maður að selja henni áskrift að tímaritum eða skrítnum varningi. Áttum svo alltaf gefandi samtal eftir það. Ég hef fengið margar brúnkökur með kaldri mjólk, sem með árunum breyttist í brúnköku með kaffi, svo var alltaf borðuð aukasneið með mjólk. Pönnsurnar voru líka yndislegar. Ég hringdi í ömmu einn daginn og bað um upp- skriftina, það var slatti af kaffi og slatti af hinu og þessu. Hún bakaði af tilfinningu með ást og hlýju. Gamlárskvöld voru alltaf stór- viðburður hjá okkur stórfjölskyld- unni þar sem öll börnin, barna- börn og barnabarnabörn komu saman. Amma passaði alltaf upp á að allir hefðu nóg að borða og að heita kakóið væri tilbúið rétt eftir miðnætti þegar búið var að skjóta. Það var líka ljúft þegar við gerð- um okkur ferð úr Mosó í kaffi til ömmu og afa, allar kræsingarnar í boði og ekki fékk ég að aðstoða ömmu, því hún vildi oftast enga aðstoð, við vorum jú gestirnir. Það sem rætt var við kaffiborðið voru börnin og hvernig þau hefðu það. Amma hafði líka áhuga á öllum Guðrún María Þorleifsdóttir Amma mín er farin, inn í feg- urðina, inn í ljóðin og lögin sem hún elskaði. Sumar af mínum sterkustu minningum úr barnæsku eru tengdar ömmu. Hvernig mér leið alltaf svo öruggri, eins og ég gæti verið ég sjálf, sitjandi í eldhús- inu, þar sem var alltaf hlýtt, og amma gaf okkur djús og ostabita. Mamma og pabbi keyptu sama ost og amma, en ostabitarnir hjá ömmu voru alltaf svo miklu betri. Eiginlega man ég best eftir henni í eldhúsinu, alltaf á þönum og erf- itt að fá hana til að setjast niður, enda var hún stórkostlegur gest- gjafi alla tíð. Hún var líka glæsi- Jónína Júlíusdóttir ✝ Jónína Júlíus- dóttir fæddist 20. ágúst 1928. Hún lést 11. mars 2022. Útför Nínu fór fram 24. mars 2022. leg kona, sem bar sig svo vel, og ég er svo heppin að hafa svipinn frá henni og krullaða hárið. Ég man hvað gólfteppið í Græna- túninu var þykkt og loðið, og hvað það var gott að liggja á því og horfa á fót- bolta með afa eða á barnatímann. Ég man þegar amma sýndi mér felu- staðinn undir stiganum og við hrekktum Snorra sem skildi ekki hvar við vorum og hvernig hlát- urinn gat borist út í gegnum veggina. Ég man eftir fuglahús- inu hennar ömmu úti í garðinum, að bíða spennt eftir að fuglarnir kæmu að borða, og hvað það var yndislegt að vera í sólstofunni á sumardegi. Heima hjá ömmu var eins og tíminn stæði í stað, það var engin krafa um neitt, nema að slaka á og hafa það notalegt. Amma lifði langa ævi en var alltaf mjög skýr og ákveðin og vissi hvað hún vildi. Hún stóð á sínu og lét engan ráðskast með sig. Hún kenndi mér að vera sjálfstæð og fylgja ávallt sann- færingu minni. Amma talaði allt- af við mig eins og jafningja, og hafði raunverulegan áhuga á því sem ég sagði henni. Hún var með beittan húmor og var ekki að taka hlutina of alvarlega, heldur kunni að njóta lífsins. Hún bar líka virðingu fyrir mér og var stolt af mér, og jafnvel þó að amma hefði sterkar skoðanir þá spurði hún mig einu sinni á síð- ustu árum hvað ég ætlaði að kjósa, því að hún ætlaði að kjósa það líka því hún vildi stjórn sem gerði eitthvað fyrir unga fólkið, fyrir mig. Amma flíkaði ekki til- finningum sínum, var kannski ekki mikið að tjá væntumþykju með orðum, en hún sýndi ástina í gjörðum, með höndunum, í aug- unum. Amma mín, takk fyrir hlýjuna og kjarkinn. Ég er stolt af að bera nafnið þitt. Ég veit að þú lif- ir áfram í mér og með mér, og fylgir mér hvert sem ég fer. Nína Hjálmarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.