Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
✝
Bárður Kjart-
an Vigfússon
fæddist á Ljót-
arstöðum í Skaft-
ártungu 10. apríl
1927. Hann lést 14.
mars 2022 á hjúkr-
unarheimilinu
Fossheimum, Sel-
fossi.
Foreldrar Bárð-
ar voru hjónin
Vigfús Gestsson
frá Ljótarstöðum, f. 4.3. 1896, d.
1.5. 1981, og Kristín Árnadóttir
frá Hvammi, f. 25.4. 1895, d. 1.5.
1988.
Bræður Bárðar voru Jón, f.
29.12. 1922, d. 2.9. 2012, Árni, f.
11.6. 1925, d. 16.12. 2016, og
Sigurður, f. 30.6. 1931, d. 25.12.
2011.
Bárður kvæntist 4. apríl 1953
Sigrúnu Árnadóttur frá Ölv-
isholtshjáleigu, Holtum, f. 30.12.
þeirra eru Sigrún Erna og Sara
Sif.
Bárður og Sigrún stofnuðu
heimili á Selfossi 1953. Fyrstu
árin vann Bárður á bifreiða-
verkstæði KÁ við bílaviðgerðir.
Meiraprófsnámskeið nr. 72 var
haldið á Selfossi dagana 16. okt.
til 27. nóv. 1953 og aflaði Bárður
sér þá réttinda sem stjórnandi
stórra ökutækja og sama ár var
hann einn af stofnfélögum BSS
(Bifreiðastjórastöð Selfoss). Ár-
ið 1958 byrjaði Bárður að vinna
á jarðýtu hjá Ræktunarsam-
bandi RÁHL og var hann hjá
Ræktunarsambandinu með
hléum til ársins 1971. Bárður
vann síðan mörg sumur á jarð-
ýtu hjá Suðurverki við byggingu
virkjana á Landmannaafrétti.
Eftir 1980 var akstur leigu-
bifreiðar aðalstarf Bárðar þar
til hann hætti sem leigubílstjóri
árið 2002, þá 75 ára.
Útför Bárðar fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 25. mars
2022, klukkan 14. Athöfninni
verður streymt á vef Selfoss-
kirkju; selfosskirkja.is.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
1923, d. 3.5. 2018.
Dætur Sigrún-
ar eru: 1) Brynja
Ágústsdóttir, f.
17.2. 1944, eig-
inmaður hennar
var Eggert
Snorri Simonsen,
f. 6.5. 1943, d.
24.8. 2009. Egg-
ert og Brynja
eiga Ottó Wil-
helm, Sigrúnu
Báru, Hafdísi Lindu og Þórunni
Marsibil. 2) Ásta Hlíf Ágústs-
dóttir, f. 11.2. 1945, d. 7.3.
2018.
Synir Bárðar og Sigrúnar
eru: 3) Gestur Ragnar, f. 26.5.
1953, kvæntur Ernu Steinu
Guðmundsdóttur. Börn þeirra
eru Tómas Áki, Davíð Kjartan,
Gestur Ari og Hjördís. 4) Krist-
inn Marinó, f. 3.1. 1957, kvænt-
ur Gerðu Arnardóttur. Dætur
Ég var bara tíu ára þegar ég
fór í fyrsta veiðitúrinn í Veiði-
vötn með pabba og mömmu. Við
vorum á fagurgrænum Víbon
sem pabbi hafði fengið lánaðan
hjá Gumma Tyrfings vini sínum.
Á þessum árum var ekki búið að
brúa Tungná svo við þurftum að
fara yfir Hófsvað. Jón Svein-
bergs óð á undan bílnum með
stóran járnkarl í hendi því
Hófsvaðið er varasamt en allt
gekk vel. Pabbi var veiðikló og
alltaf voru aflabrögð með ágæt-
um.
Pabbi vann í mörg ár á ýtum
hjá Sigurjóni á Galtalæk og 1968
vann hann við að byggja veg að
nýrri brú yfir Jökulkvíslina úr
Landmannalaugum og inn á
Fjallabak. Mamma var kokkur
og ég fékk að vera með í tvær
vikur. Þetta var algjört ævintýri.
Sveinn Þorláksson var verk-
stjóri, klukkan sjö ræsti hann
Skaníuna og allir fóru á fætur.
Brúarvinnuflokkurinn var úr
Vík, hörkukarlar sem óðu langt
út í á. Pabbi vildi taka af kröpp-
ustu og verstu beygjurnar í
hrauninu en það mátti ekki – á
vegagerðarvísdómstindi – kvað
Ólafur Ketilsson. Þegar ég 40 ár-
um seinna var að aka 60 manna
rútu þessa leið og mæta túristum
sem óku á fleygiferð varð mér
stundum hugsað til þessa.
Í júlí 1972, þegar skákeinvígi
Spasskís og Fischers stóð sem
hæst, fórum við í veiðitúr inn í
Vötn. Við þurftum að stoppa á
leiðinni í einni brekkunni þar
sem heyrðist í langbylgjunni í út-
varpinu, því við vorum báðir
spenntir að frétta af einvíginu.
Merkilegt að Sigurður Sigurðs-
son fréttamaður skyldi geta gert
útvarpsfréttir af skákeinvíginu
spennandi. Pabbi studdi auðvitað
Fischer. Þegar inn í Vötn var
komið fékk ég að taka við að
keyra. Datsúninn – sá svarti –
var með frekar lítilli vél og í
bröttustu brekkunum þurfti að
skipta í fyrsta og kúpla með
lagni. Pabbi kenndi mér að
hlusta á vélina og skipuleggja
bröttustu brekkurnar, reynsla
sem hefur oft komið mér vel þeg-
ar ég var að keyra rúturnar,
hvernig átti að keyra yfir ár og
skoða vöðin, hann var að kenna
manni á uppbyggilegan hátt.
Gestur bróðir fékk að kaupa
skellinöðru þegar hann var
fimmtán og ég átti mér þann
draum að fá skellinörðu líka.
Pabba leist ekki á það og samdi
við mig að ég fengi að kaupa bíl
þegar aldur leyfði. Þegar ég var
átján var keyptur Ford, 1966-
módel, sem pabbi gerði við og svo
var hann sprautaður fagurblár.
Pabbi og mamma hvöttu okk-
ur bræður til að ganga mennta-
veginn og hjálpuðu okkur þegar
við vorum blankir. Pabbi keypti
miða í Happdrætti Háskólans,
borgaði sjálfur miðann en vinn-
ingarnir komu í hlut okkar Gests.
Síðustu jól gaf ég pabba fugla-
bók í jólagjöf, þar sem hægt var
að hlusta á sönginn og hljóðin í
fuglunum. Þegar við vorum að
hlusta á himbrima minnti ég
pabba á þegar við fengum him-
brimann í netin inni í Vötnum, en
hann var stoppaður upp og var
svo stofustáss á Sólvöllunum.
Mig minnti að það hefði verið í
Grænavatni, en þá leiðrétti pabbi
mig: „Þetta var í Snjóölduvatni,
við útfallið.“
Þegar mamma veiktist og var
vistuð á Ljósheimum heimsótti
pabbi hana alla daga og sat hjá
henni og las fyrir hana. Mamma
kvaddi í maí 2018 og ári seinna
fór pabbi inn á Fossheima þar
sem hann andaðist eftir stutta
sjúkdómslegu.
Kristinn (Kiddi).
Í dag er borinn til grafar faðir
minn Bárður Kjartan Vigfússon,
eða Daddi eins og móðir mín kall-
aði hann alltaf, en hún lést fyrir
tæpum fjórum árum.
Daddi fæddist á Ljótarstöðum
í Skaftártungu vorið 1927, þriðji í
röð fjögurra bræðra. Ólst hann
þar upp við leik og störf í uppá-
tækjasömum bræðrahópi allt þar
til foreldrar þeirra ákváðu að
flytja sinn búskap að Hjallanesi í
Landsveit í þeirri von að byggja
þar upp bú við betri aðstæður og
fjær spúandi eldfjalli, en Kötlu-
gosið 1918 hafði veitt sveitum í
nágrenni eldstöðvarinnar þungar
búsifjar. Gráglettni örlaganna
hagaði því þó þannig til að ein-
ugins liðu þrjú ár þar til Hekla
hóf að gjósa í næsta nágrenni
Hjallaness.
Búferlaskiptin voru á vormán-
uðum 1944 og var föður mínum,
17 ára unglingnum, þá falið að
vera einn eftir á Ljótarstöðum í
nokkrar vikur til að gæta þar fjár
yfir sauðburðinn. Hann var í fæði
á næsta bæ og hefur vissulega
fengið einhvern stuðning þaðan,
en að vera falin þessi ábyrgð í
einsemdinni hefur eflaust haft
mikil áhrif á unglinginn og átt
þátt í að móta hans innri gerð og
hugarfar.
Pabbi vann mikið mín upp-
vaxtarár, var löngum stundum að
heiman við vinnu á jarðýtu, fyrst
hjá Ræktunarsambandi Holta-
og Landmanna og síðar hjá
Dofra Eysteinssyni í Suðurverki
sem hann hafði reyndar mörgum
árum áður kennt fyrstu tökin við
stjórn jarðýtu. Um helgar eða
þegar hlé var í ýtuvinnunni
stundaði hann akstur leigubif-
reiðar sem síðar varð hans að-
alstarfi. Uppeldið á heimilinu var
því að töluverðu leyti á höndum
móður okkar, pabbi var ekki
mikið að blanda sér í það, en
hann var til staðar ef á reyndi og
hafði sín áhrif með góðu fordæmi
og hugarfari. Ég var sumargutti
í sveit í Meiri-Tungu í Holtunum
á þessum árum og það gladdi
unglinginn að heyra hjá Ragnari
bónda þar að hann biði með að fá
rækunarsambandsýtuna til
vinnu þar til tryggt væri að
Bárður væri á henni, hann vildi
fá jarðvinnuna almennilega
unna.
Faðir okkar var vinur vina
sinna, hann var gleðimaður,
greiðvikinn og bóngóður og taldi
ekki eftir sér að taka á sig krók
ef einhverjum lá lítið við. Hann
hafði sterka réttlætiskennd, var
trúr samvinnuhugsjóninni og
studdi Framsókn gegnum súrt
og sætt, þótt vissulega hafi sótt
að honum nokkur uggur og efi
um skeið. Sem betur fór náði
hann að upplifa nýja og betri
tíma hvað það varðar.
Foreldrar mínir voru vin-
margir og á heimili þeirra var oft
gestkvæmt, vinir og vandamenn
ætíð velkomnir til skrafs og góðs
viðurgjörnings. Þetta voru
skemmtilegar stundir og gaman
að vera fluga á vegg þegar þjóð-
málin og pólitíkin voru krufin til
mergjar og þá yfirleitt ekkert
dregið undan.
Seinna á lífsleiðinni þegar
barnabörnin tóku að teljast inn
var alltaf dásamlegt fyrir fjöl-
skylduna að koma á Sólvellina til
afa Dadda og ömmu Rúnu þar
sem öllum var tekið opnum örm-
um. Hjá þeim var gott og öruggt
að alast upp á ástríku heimili,
þau eru nú kvödd með kærleik og
söknuð í huga.
Vin sínum
skal maður vinur vera
og gjalda gjöf við gjöf.
Hlátur við hlátri …
(Úr Hávamálum)
Gestur R. Bárðarson.
Það er sárt að kveðja afa
Dadda en eftir lifa minningarnar.
Á sumrin vildi maður hvergi ann-
ars staðar vera en á Selfossi, hjá
Bárður Kjartan
Vigfússon
✝
Elías Krist-
jánsson, fyrr-
verandi forstjóri
Kemis ehf., fæddist
á Raufarhöfn 11.
september 1938.
Hann lést 6. mars
2022.
Hann var sonur
hjónanna Þórunnar
Kr. Elíasdóttur, f. í
Stóru-Breiðuvík í
Helgustaðahreppi
3.10. 1915, d. 10.7. 2004, og
Kristjáns Jóns Einarssonar
verksmiðjustjóra, f. 27.3. 1902,
d. 28.7. 1946. Seinni eiginmaður
Þórunnar var Eysteinn Sig-
urjónsson bankafulltrúi, f. 19.2.
1923, d. 4.4. 1995. Börn Þór-
unnar og Eysteins eru Kristján
Jón, f. 18.6. 1951, og Dagbjört, f.
22.7. 1955.
Hinn 14.8. 1971 kvæntist Elí-
as Helgu Lísbeti Bergsveins-
dóttur, f. í Reykjavik 7.11. 1941,
dóttir hjónanna Valgerðar Jóns-
dóttur, f. í Reykjavík 11.1. 1912,
d. 8.10. 1993, og Bergsveins S.
Bergsveinssonar, f. í Aratungu
Steingrímsfirði 7.10. 1906, d.
11.12. 1977.
Dóttir Elíasar og Lísbetar er
Þórunn Ýr, f. í S-Kóreu 9.7.
1976, eiginmaður hennar er
Guðni Már Egilsson, f. í Reykja-
vík 5.1. 1974, börn þeirra eru:
Elías Guðni, f. 29.9. 1994, unn-
usta Diljá Guðmundardóttir, f.
14.7. 1993, dóttir María Ýr, f.
15.1. 2020; Einar Óli, f. 13.10.
1996, unnusta Bryndís Þorleifs-
dóttir, f. 4.11. 1994, börn Einars
ms. Eskju, réðst til Fosskrafts
sf. við Búrfellsvikjun haustið
1966 og var þar mælingamaður
og verkstjóri til 1969, eftir það
var hann stýrimaður í eitt ár á
sænskum skipum. Hann var
mælingamaður hja verkfræði-
stofu dr. Gunnars Sigurðssonar
1970 og hóf svo störf hjá Mat sf.
sama ár þar sem hann starfaði
við mælingar og eftirlit vegna
ýmissa samgöngumannvirkja.
Eftir tæpan áratug í þessum
störfum þar sem hann öðlaðist
mikla reynslu í jarðfræði og
jarðfræðirannsóknum hóf hann
störf hjá Aðalbraut sem stjórn-
andi þar sem unnið var við olíu-
möl og vegaklæðingar. Árið
1982 hóf hann vinnu við stofnun
innflutningsfyrirtækis með við-
skiptasambönd við Portúgal fyr-
ir Nesskip sf. sem leiddi til þess
að árið 1984 stofnar hann um-
boðs-, heildsölu- og framleiðslu-
fyrirtækið Kemis ehf. sem sinnti
innflutningi og sölu á nánast
öllu sem til þarf til stórra verka
í byggingar- og virkjanaiðnaði.
Hann seldi Kemis ehf. 2012 og
hóf þá ferða- og gistiþjónustu
ásamt trjárækt á landi sínu á
Stóra-Knarrarnesi á Vatns-
leysuströnd til ársins 2017 þeg-
ar heilsu hans fór að hraka. Elí-
as var alla tíð virkur í pólitísku
umhverfi landsins og lét mikið
til sín taka. Var ötull greina- og
pistlahöfundur og liggja margar
greinar eftir hann hjá Mbl.
Hann var lengi félagi í St.
Jóhannesarstúkunni Eddu og
síðar einnig Rótarýklúbbnum
Görðum.
Útför Elíasar fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 25. mars
2022, klukkan, 15.
Óla eru Kristófer
Örn, f. 12.7. 2014,
og Valgerður
Guðný, f. 8.8. 2018;
Ernir Freyr, f. 17.2.
1998, unnusta Val-
dís Auður Arn-
ardóttir, f. 28.5.
1997, dóttir Lísbet
Anna, f. 26.7. 2021;
Ellen Lísbet, f. 5.11.
2004; Egill Þór, f.
18.1. 2008, fyrir átti
Guðni dótturina Sigríði, f. 1.1.
1992, og hennar börn eru Elena
Guðný, f. 17.4. 2013, og Sig-
urður Aron, f. 24.12. 2015.
Elías stundaði gagnfræða-
nám við gagnfræðaskóla Húsa-
víkur og á Laugarvatni þaðan
sem hann útskrifaðist árið 1955.
Hann lauk farmannaprófi frá
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík 1960 og lauk sænsku skip-
stjórnarprófi í Gautaborg árið
1970. Frá barnæsku starfaði Elí-
as við fyrirtæki fjölskyldu sinn-
ar, Söltunarstöð Kristjáns J.
Einarssonar hf. Fór svo til sjós
14 ára gamall, þá sem háseti á
Hagbarði ÞH, var á síld á Þor-
birni frá Grindavík 1955, var há-
seti á ms. Kötlu frá Reykjavík
1955 og var síðan á ýmsum skip-
um. Elías var stýrimaður hjá
SÍS á ms. Dísarfelli 1960 og á
ms. Hvassafelli, var stýrimaður
frá 1961-65 hjá útgerðar-
félögunum Ditlev Simonsen í
Ósló, Det Öst Asiatiske Compani
i Kaupmannahöfn og hjá Brost-
röm Rederiene í Gautaborg, var
stýrimaður á ms. Arnarfelli og
Sunnudagur til sigurs, er það
tilviljun að pabbi minn skuli hafa
fæðst á sunnudegi og látist á
sama vikudegi? Kannski, en þeg-
ar horft er yfir lífshlaupið hans
pabba þá var hann sigurvegari;
sigurvegari í lífinu og sigurveg-
ari í dauðanum en því miður tap-
aði hann einum slag og það var
slagurinn hans við elli kerlingu,
hún lék hann grátt og mörg ár
sem hefðu getað verið honum
ánægjuleg fóru í súginn þegar
hann tók að einangra sig og bíða
eftir manninum með ljáinn sem
hann óttaðist aldrei og í raun tók
honum svo fagnandi þegar hann
loks mætti að það var með ólík-
indum. Þvílíkt óttaleysi, sem
sýndi ekki einungis trú heldur
fullvissu manns um eilíft líf hjá
almáttugum góðum Guði, þar
sem ekki þekkjast þjáningar,
ótti, sorg og pína, heldur er eilíf
sumarsæla. Hvað er að óttast
þegar ekkert er að óttast? var
svarið sem ég fékk þegar ég
spurði hvort hann væri hræddur
við að deyja og það kom tilhlökk-
unar-gleðiglampi í augu hans um
leið og hann svaraði mér. Já,
pabbi var saddur, sáttur og glað-
ur við sín endalok og það hefur
gert viðskilnaðinn okkar
mömmu við hann auðveldari, fal-
legri og að öllu leyti rólegri.
Pabbi skildi okkur eftir umvafð-
ar sinni stóísku ró, fullvissu um
að við höfum verið elskaðar,
metnar að verðleikum og að
hann hefði ekki viljað hafa okkur
neitt öðruvísi en við erum. Hjá
pabba voru allir menn jafnir og
þegar ég hugsa út í það þá man
ég ekki eftir því að pabbi hafi
talað um fólk, ef honum líkaði
ekki einhver þá bara „púkkaði“
hann ekki upp á þá manneskju,
svo einfalt var það. Pabbi fór sín-
ar eigin leiðir, var fylginn sér,
uppfullur af visku, fróðleik, yf-
irvegun og ró. Hann var þó ekki
gallalaus en fyrir mér var hann
það þó allt fram á mín fullorð-
insár. Frá því ég man eftir mér
hafði ég haft pabba uppi á him-
inháum stalli, hann var fullkom-
inn! Það tók á þegar augun opn-
uðust og við mér blasti pabbi
minn, manneskja með sinn ófull-
komleik, sína bresti, sína veik-
leika og sína sérvisku en þvílík
dásemd að fá að öðlast það að sjá
pabba minn, lærimeistara minn,
í sínum veikleika en eiga samt til
þessa fullkomnu elsku til hans,
hjarta yfirflæðandi af þakklæti
og kærleika fyrir allt það sem
hann kenndi mér, fyrir allt það
sem hann skilur eftir hjá mér og
fyrir fullvissuna um að ég hafi
verið elskuð og mikils metin af
pabba mínum.
Elsku pabbi, þú sem mótaðir
viðskiptaáhuga minn og þjón-
ustulund, þú sem sýndir mér
hvernig ég vil vera og hvernig ég
vil ekki vera í lífi mínu og störf-
um, þú sem alltaf mættir mér
með rólyndi og kærleika, þú sem
varst mér svo dýrmætur og
varst svo stór partur af öllu
mínu lífi öllum stundum. Þú
varst, ert og verður hjartahlýjan
mín þar til hjarta mitt hættir að
slá og við sameinumst á ný á
gylltum sólarströndum eilífðar-
innar.
Elsku pabbi, ég kveð þig með
sömu orðum og ég gerði þegar
þú lokaðir augunum í hinsta sinn
og slepptir af mér hendinni:
Farðu í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt. Nú sem fyrr og um eilífð.
Guð geymi þig og blessi minn-
ingu þína, elsku hjartans pabbi
minn.
Þín elskandi dóttir,
Þórunn Ýr.
Það voru níu hraustir ungir
menn sem luku farmannsprófi
frá Stýrimannaskólanum vorið
1960. Þar var og Elías Krist-
jánsson, sem við kveðjum nú, en
hann hafði átt við erfið veikindi
að stríða um árabil. Þéttur á velli
en lipur og traustur félagi. Eftir
skólagöngu skildi leiðir. Elías fór
til siglinga í útlöndum. Sigldi vítt
um lönd og sagði oft sögur af
ferðum sínum eftir að hann kom
heim til Íslands aftur. Má þar
nefna að skipið Valetta, sem
hann var stýrimaður á, sökk í
Eystrasalti, en allir björguðust.
Ræddi Elías af mikilli varfærni
um slys þetta. Fór þá Elías til
ýmissa starfa, landmælinga og
eftirlits með ýmsum fram-
kvæmdum vegagerðar o.fl. Fór
sögum um það að vel hefði til
verks verið vandað í vegagerð
þeirri er hann sá um. Einnig
vann hann hjá Nesskipum um
tíma. Stofnaði síðan fyrirtækið
Kemis. Þar var Elías í forsvari
og vann ég, Bjarnar, hjá honum
þar um árabil. Fór vel á með
okkur og dáðist ég að hugviti
hans og snilld í sölumennsku.
Sem dæmi: Hann lærði á latínu
flest nöfn á þeim vörutegundum
sem hann verslaði með. Kom það
verkfræðingum og öðrum er við-
skipti áttu við hann mjög á
óvart, svo var hann málamaður
góður, bæði Norðurlandamál og
sérlega á ensku. Kynnti hann sér
til hlítar allt innihald og verkanir
þeirra efna sem hann verslaði
með. Setti saman þráavarnarefni
í loðnu, sem þótti hið besta á
landinu. Segir okkur félögum
svo hugur að einhver öfl, öfund
eða einhver annarleg öfl, hafi
gert Ella erfitt fyrir og hann því
tekið þá ákvörðun að selja. Eftir
að hann seldi Kemis urðu kynni
okkar aftur náin og unnum við
ýmislegt í sameiningu, sérlega á
býlinu Stóra-Knarrarnesi á
Vatnsleysuströnd sem hann
hafði átt um áratugaskeið og
leigt til ferðafólks. Þótt ekki
værum við alltaf sammála þá
komumst við alltaf að lausn
mála. Hann reyndi þar trjárækt
við afar erfiðar aðstæður, en
tókst að vonum. Hann las mikið
og þá allt á ensku, minnið afar
gott og margar góðar stundir að
hlusta á hann segja ýmsar land-
vinningasögur og annað úr for-
tíðinni, svo margfróður var hann
um ýmis þjóðmál. Hann gat ver-
ið skemmtilegur í tilsvörum, á
skólaárunum sagði hann lög-
reglu hafa stöðvað sig og spurt
ýmissa spurninga. „Heyrið þér
lögregluþjónn! Hvenær höfum
vér orðið dús?“ Af okkur skóla-
félögum eru nú aðeins fjórir eftir
og söknum við góðs félaga. Hann
var félagi og vinur góður og
verður sárt saknað, en við hitt-
umst af og til síðustu ár.
Elías skal ætíð muna
þó okkur sé hann horfinn nú.
Fyllstu þakkir fyrir samveruna
friður Guðs þér fylgi og trú.
Daga góða lífið gefur
gustar oft um stýri og mund.
Lokastefnu sett nú hefur
siglir hratt á drottins fund.
(BK)
Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur hið sama.
En orðstír
deyr aldrei
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Lísbet, Þórunn og aðrir að-
standendur, hugheilar samúðar-
kveðjur.
Skólafélagar,
Bjarnar, Guðmundur,
Markús og Örn.
Elías Kristjánsson