Morgunblaðið - 25.03.2022, Page 38

Morgunblaðið - 25.03.2022, Page 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 ✝ Sigmundur Benediktsson frá Vatnsenda fæddist á Nýjabæ í Eyjafirði 15. mars 1936. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akra- nesi 14. mars 2022. Foreldrar hans voru Benedikt Guðmundsson, f. 10 febrúar 1914, d. 8. sept. 1997, og Jakobína Soffía Sigurðardóttir, f. 24. júní 1906, d. 8. sept 1972. Bjuggu þau á Nýjabæ í Saurbæjarhreppi 1935 til 1939 er þau flytjast búferlum að Vatnsenda og taka við búi af foreldrum Jakobínu. Bróðir Sigmundar er Auðun Benediktsson, f. 25. maí 1942, maki Ragnheiður Ragnarsdóttir. Sigmundur ásamt konu sinni Elínu Kjartansdóttur, f. 13. sept 1934, tók við búi á Vatnsenda 1956. Börn þeirra eru 1) Sveinn Rúnar. f. 1957, maki Guðný Ósk- arsdóttir. 2) Eygló, f. 1960. 3) Hugrún, f. 1961, maki Hálfdán Örnólfsson 4) Elsa, f. 1962, maki Davíð Ragnar Ágústsson 5) Há- kon Viðar, f. 1963, maki Petrína náms og á Akranesi fór Sigmundur í Iðnskólann, með góðum stuðningi vinnuveitand- ans, þar sem hann lærði ketil- og plötusmíði og tók síðan meist- araréttindi í vélvirkjun 1979. Síðar vann hann lengi í Sements- verksmiðju ríkisins þar til hann hætti vegna aldurs. Eftir það vann hann hjá Skaganum og var einnig í alls konar íhlaupavinnu, m.a. vegavinnu á Vestfjörðum. Sigmundur söng um tíma með Karlakórnum Svönum á Akra- nesi og starfaði um nokkurt skeiði með Sálarrannsókn- arfélagi Akraness. Hann var einnig virkur í kvæðamanna- félögunum Iðunni og Snorra. Brennandi áhugi hans á ís- lenskri náttúru, málrækt íslenskrar tungu og braglistinni voru hornsteinn í hans ljóðagerð en hann var hagyrðingur góður og notaði oft dýra bragarhætti í vísum sínum og ljóðum. Hann var mikill náttúruunnandi, stundaði fluguveiði og ferðaðist mikið innanlands auk þess sem hann fór nokkrar ferðir út í heim. Út eru komnar fjórar bækur eftir Sigmund og var sú fimmta í vinnslu. Útför hans fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 25. mars 2022, kl. 13. Jarðsett verður á Hólum í Eyjafirði. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat. Þórunn Óskarsdóttir. Sigmundur og Elín slitu samvistir. Sig- mundur var í sambúð með Steinunni Aldísi Helgadóttur og eiga þau 6) Elfar Davíð, f. 1971, maki Lena Malmgren. Sonur Steinunnar er Börk- ur. Sigmundur og Steinunn slitu sam- vistir. Sigmundur var í sambúð með Sesselju Jóns- dóttur og eiga þau 7) Benedikt Jón, f. 1978. Dætur Sesselju úr fyrra sambandi eru Guðrún og Edda. Sigmundur og Sesselja slitu samvistir. Eftirlifandi sam- býliskona Sigmundar er Heiðrún Jónsdóttir. Hún á tvö börn úr fyrra sambandi, Leó og Helgu. Barnabörnin eru nítján og barna- barnabörnin tuttugu og fjögur. Sigmundur og Elín byggðu upp á Vatnsenda af miklum stór- hug áður en leiðir skildi. Eftir það var hann um tíma til sjós og bústjóri á kúabúi Vífilsstaðaspít- ala en vann síðan hjá Skipa- smíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi í allmörg ár. Hugurinn hafði alltaf staðið til Sigmundur Benediktsson fæddist 15. mars 1936 á Nýjabæ í Saurbæjarhreppi frammi í Eyja- firði. Hann andaðist degi fyrir af- mæli sitt 2022. Þá hefði hann orðið 86 ára. Ég hafði hitt hann fáum dögum fyrr, glaðan og hressan á blóti Kvæðamannafélagsins Snorra í Reykholti, sem fór fram í glæsilegum fjárskála Þórdísar og Dagbjarts á Hrísum í Flókadal, en þangað fórum við Alexander á Grund í Flóa, ungur og efnilegur kvæðamaður, í blindbyl og slark- færi. Sigmundur fluttist þriggja ára gamall með foreldrum sínum að Vatnsenda í Saurbæjarhreppi. Þar ólst hann upp í torfbæ eins og ég sjálfur. Við minntumst báðir með ánægju lífsins í slíkum húsa- kynnum. Rúmlega tvítugur tók Sigmundur við búi á Vatnsenda og bjó þar til ársins 1970, en þá flutt- ist hann til Akraness. Á Vatns- enda tóku þá við búi Sveinn sonur hans og Guðný Óskarsdóttir kona hans. Svo rótgróinn var Sigmund- ur sveitinni sinni að hann fór ár- lega, vor og haust, í búsannir á bænum sínum gamla. Á Akranesi bjó hann allt til enda í yndislegri sambúð með Önnu Heiðrúnu konu sinni, sem var honum stoð og stytta við kveðskapinn, sjálf í besta lagi hagmælt eins og Sig- mundur. Á Akranesi lærði hann vélvirkj- un hjá Þorgeiri og Ellerti og var síðar vélvirki hjá Sementsverk- smiðjunni. Snemma varð Sig- mundur handgenginn vísum. Fjöl- skylda hans örvaði áhuga hans og ást á kveðskap frá barnsaldri. Þegar hann var fjögurra ára hafði hann lært 92 vísur, sem hann þuldi fyrir móður sína af skammeli í fjóströðinni á meðan hún mjólkaði kýrnar. Slíkur vísnasjóður er óvenjulegur og e.t.v. einsdæmi hjá svo ungum manni. Hann kynntist bragsnilld Sveinbjarnar Bein- teinssonar allsherjargoða er faðir hans gaf honum bókina hans „Bragfræði og háttatal“. Sú bók varð honum örvun og fyrirmynd. Sjálfur fór hann að gera vísur er hann var 12 ára og hélt því ævina út. Hann gaf út nokkrar vísna- bækur og gekk í Kvæðamanna- félagið Iðunni á útlíðandi þorra 1994 og hann var tryggur kvæða- mannafélögunum þremur sem hann var í félagsskap við: Iðunni í Reykjavík, Árgala á Selfossi og Snorra í Reykholti. Sigmundur lék sér að því að yrkja dýrt. Vís- urnar hans voru vel gerðar og fljótur var hann að gera vísu. Fjögurra ára snáði, Róbert Sig- urðarson, kom á fund og kvað með tærum barnarómi, einn sá yngsti sem þar hefur komið til að kveða. Þessa vísu fékk hann viðstöðu- laust frá Sigmundi í kveðskapar- laun: Giftuhár í góðum rann, gleðifrár því stemmu ann. Ei svo kláran fyrr ég fann, fjögra ára kvæðamann. Hlýjar samúðarkveðjur til Heiðrúnar og ættingjanna allra. Ólöf Erla og Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Selfossi. Meðan óður lengir líf leggur sjóð af munni: Von og gróður, hold og hlíf hann er þjóðtungunni. (SB) Sigmundur var bæði orðsnjall og rímhagur í smíði sinni á dýrt kveðnum vísum og lagði rækt við þessa skáldskapargrein. Hann var traustur félagi í árlegum hagyrð- ingamótum sem áttu sér aldar- fjórðungs líf allt austan frá Djúpa- vogi vestur að Núpi. Sigmundur og Heiðrún kona hans sóttu öll mót, sömdu þar marga vísuna eins og á dagslöngum rútuferðum sem fylgdu því þegar langt var að sækja á mótsstað úr borginni. Eftir að Sigmundur flutti til Akraness fór hann vor hvert norð- ur til fólksins síns, fjárbænda norður í Eyjafirði, að leggja þeim lið yfir sauðburðinn. Þá ók hann hjá tignarfjalli Borgfirðinga í Norðurárdal og sæmdi það vís- unni: Sólargljáa fjallið fær frítt að sjá og hrífur Baula há til himins nær heiðið bláa klýfur. Sömuleiðis ók Sigmundur fyrir neðan garð hjá vini sínum Jóa í Varmahlíð og kom þar gjarnan við. Á níræðisafmæli Jóa ávarpaði hann afmælisbarnið með löngu ljóði sem hefst svo: Höfðingi Braga, heill sé þér! Heiður, sem Jóa í Stapa ber græðist í hljóðri gleði. Hógværð og næmi halda á hugarins tæru ljóðaskrá og myndrænni glóð í geði. Hlýjar samúðarkveðjur sendi ég Heiðrúnu og fjölskyldunni. Ingi Heiðmar Jónsson. Sigmundur Benediktsson, vísnasmiðurinn snjalli, er farinn frá okkur. Hann fæddist í Eyja- firði, gerðist bóndi á Vatnsenda þar í sveit, en fluttist svo á Akra- nes og starfaði þar sem vélvirki. Hann var félagi í Kvæðamanna- félaginu Iðunni og tók þátt í skemmtikvöldum félagsins þar sem meðal annars er mikið fengist við vísnagerð. Sigmundur var einn af slyngustu hagyrðingum okkar tíma, hraðvirkur og þekktur fyrir dýrt kveðnar en afar vel gerðar vísur. Hann var góður félagi sem aldrei vékst undan því að rétta hjálparhönd ef eitthvað þurfti að gera. Iðunnarfélagar minnast hans með þakklæti. Allir þeir sem unna vel gerðum kveðskap munu þekkja vísnabæk- ur Sigmundar. Oftast er hann stuttorður og gagnorður, formið sem hann velur sér er oftar en ekki knappt og afmarkað. Þetta ljóð kallaði hann Flæði. Hér notar skáldið ekki nema sex stuttar lín- ur – og hér vantar ekki neitt: Vonum mannsins veltir tímans bára um veglaust haf. Sú óskastund, sem átti vængi dagsins og andann gaf, verður minning rökkurtjöldum reifuð á rúmsins graf. Fyrir hönd Kvæðamannafé- lagsins Iðunnar vil ég þakka Sig- mundi tryggð hans við félagið, vin- semd og góða nærveru um leið og ég votta aðstandendum hans sam- úð mína. Bára Grímsdóttir. Sigmundur Benediktsson ✝ Guðmunda Alda Eggerts- dóttir fæddist á Súluvöllum á Vatnsnesi 16. maí 1942. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 11. mars 2022. For- eldrar hennar voru Eggert Eggertsson, f. 5. júní 1905, d. 15. september 1983, og Jónína Helga Pétursdóttir, f. 27. júní 1904, d. 19. janúar 2000. Guðmunda var yngst þriggja systkina. Systkini hennar voru Pétur Óskar, f. 30. ágúst 1929, d. 29. apríl 1950, og Sesselja Hulda, f. 19. apríl 1936. Maki hennar var Jón Stef- ánsson húsgagnasmiður frá Haugi í Miðfirði, f. á Brunngili í Bitrufirði 11. ágúst 1932, d. 2. mars 2001. Börn þeirra eru: 1) Eva Björg, f. 6. október 1962, maki Sighvatur Rúnar Árnason, 5) Haukur Örn, f. 27. maí 1972, maki Þórunn Jónsdóttir, f. 16. janúar 1977. Synir Hauks eru Davíð Þór, f. 1996, maki er Alex- andra Ýr Baldursdóttir, f. 2001, Ásmundur Helgi, f. 2000, Arnar Pétur, f. 2003, og Björn Eggert, f. 2004. Synir Þórunnar eru Ágúst, f. 2000, og Alexander Dagur, f. 2008. Guðmunda eða Gumma eins og hún var oftast kölluð ólst upp í foreldrahúsum á Súluvöllum á Vatnsnesi. Hún gekk í farskóla í sveitinni eins og tíðkaðist á þeim árum og stundaði síðan nám við Héraðsskólann í Reykholti. Guð- munda og Jón hófu búskap í Reykjavík árið 1961. Í Reykjavík vann Guðmunda við ýmis störf, m.a. í efnalaug og á Landakots- spítala. Vorið 1965 fluttu Jón og Guðmunda norður og tóku við búi á Súluvöllum ytri þar sem þau bjuggu með blandaðan bú- skap. Eftir að Jón féll frá árið 2001 og Guðmunda hætti bú- skap vann hún meðal annars við húshjálp í sveitinni og fram- leiddi lopavörur fyrir ferða- menn. Útför Guðmundu fer fram frá Tjarnarkirkju á Vatnsnesi í dag, 25. mars 2022, klukkan 14. f. 6. júlí 1961, börn þeirra Árni Rúnar, f. 1981, Alda Guðný, f. 1983, maki Erlendur Tómasson Hall- grímsson, f. 1981, og Jón Arnar, f. 1990. 2) Pétur, f. 25. janúar 1964, maki Lára Sverrisdóttir, f. 26. ágúst 1973. Börn Láru eru Telma Sif, f. 1993, Felix Már, f. 1995, og Freyja Rún, f. 2002. 3) Lilja Kristín, f. 20. júní 1967. 4) Jónína Helga, f. 13. desember 1968, maki Halldór Jón Pálsson, f. 17. maí 1969. Börn þeirra eru Aðalsteinn Ingi, f. 1989, maki Berglind Björk Þorsteinsdóttir, f. 1990, og eiga þau tvo syni, Hinrik Mána og Vilberg Arnar, Stefán Freyr, f. 1993, maki Heiður Magný Herbertsdóttir, f. 1984, og eiga þau eina dóttur Særúnu. Herdís Linda, f. 1997. Skarð er höggvið í raðir inn- fæddra Þverhreppinga með frá- falli Guðmundu á Súluvöllum, sem að átt hefur hér heima nær alla ævi utan fárra ára sem hún bjó í Reykjavík. Eftir að hún kom heim frá Reykjavík hóf hún búskap á Ytri- Súluvöllum ásamt manni sínum Jóni Stefánssyni sem er fallinn frá fyrir nokkrum árum, en hún dvaldi þar fram á nær síðustu stund. Dóttir hennar og tengdasonur, sem tóku við búi, byggðu sér ann- að hús. Búskapur á Súluvöllum hefur alla tíð verið til fyrirmynd- ar og vandað til allra verka. Ég og Gumma, eins og hún var alltaf kölluð, höfum þekkst frá upphafi, en Hlíf frá um 1970. Voru öll samskipti við hana og þau hjón með afbrigðum góð þó að minna hafi verið um þau hin síðustu ár eftir að Jón féll frá og ekkert eftir að pestin skall á. Þau Gumma eignuðust fimm börn og var mikil vinátta milli þeirra og okkar barna, enda á svipuðu reki. Kæra Gumma, með þessum fáu orðum viljum við kveðja og þakka þér fyrir öll samskipti á liðnum árum. Því miður treystum við okkur ekki til að mæta í útför- ina vegna sótthættu af covid, enda þá viðbúið að við stæðumst ekki þá freistingu að faðma að- standendur að okkur, en þeir koma víða að. Við sendum öllum aðstandend- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Líður tíminn löngum hér, lífs um stigu víða, enginn veit hvert okkur ber, en allir verða hlýða. Munum kynni mörg og góð, margt ber vel að þakka, að endingu ég lítið ljóð, læt nú hérna flakka. Hlíf og Agnar, Hrísakoti. Guðmunda Alda Eggertsdóttir ✝ Særún Sigur- geirsdóttir fæddist í Reykjavík 14. maí 1947. Hún lést á Hrafnistu Laugarási 12. mars 2022 eftir langa baráttu við brjósta- krabbamein. Foreldrar henn- ar voru Steinunn Halldórsdóttir og Sigurgeir Guð- mundur Guðmundsson. Kjör- systir Særúnar var María Magn- úsdóttir, hálfsystir var Guðfinna Magnúsdóttir og albróðir hennar var Ólafur Sigurgeirs- son. Þau eru öll látin. Særún átti þrjú börn, þau Stefni Skúlason, Lilju Kjalarsdóttur og Írisi Kjalarsdóttur. Útförin fer fram í Garðakirkju í Garðabæ í dag, 25. mars 2022, klukkan 15. Elsku æskuvinkona mín, nú er komið að kveðjustund. Við höfum þekkst nánast alla okkar ævi en vinátta okkar hófst fyrir 68 árum þegar við kynntumst í sjö ára bekk í Breiðagerðisskóla og ég sé þig enn fyrir mér, stelpuna með krullaða hárið og skarðið á milli framtannanna. Frá fyrsta degi vorum við bestu vinkonur og við brölluðum margt saman. Þegar við vorum ungar konur elskuðum við að dansa og oft fór- um við í Breiðfirðingabúð á dans- æfingu og varla leið sá sunnu- dagur að við slepptum því að fara í Silfurtunglið. Margar minningar skjóta upp kollinum þegar ég hugsa til þín og rifja upp liðna tíð. Ein sú minnisstæðasta var sumarið þeg- ar við vorum 15 ára en það sumar réðum við okkur sem kaupakon- ur hvor á sinn bæinn í Reyk- holtsdal í Borgarfirði. Þá fannst okkur við heldur betur vera orðnar fullorðnar konur! – Þegar ég var 17 ára flutti ég ásamt eig- inmanni mínum til Bandaríkj- anna en þrátt fyrir mikla fjar- lægð varð engin breyting á okkar vináttu. Við vorum áfram bestu vinkonur og hvort sem þú heim- sóttir mig eða ég kom til Íslands þá var eins og við hefðum hist í gær, alltaf var vináttan jafn sterk á milli okkar. Með þessum fáu orðum kveð ég þig nú í hinsta sinn, elsku Sæ- rún mín, og minningin um þig mun ávallt lifa í hjarta mínu. Þín vinkona, Auður. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Dagur að kveldi kominn hjá Særúnu Sigurgeirsdóttur eftir erfið veikindi síðustu misseri. Við í saumaklúbbnum Snældunni þökkum Særúnu fyrir samfylgd- ina síðustu áratugina. Þegar Sæ- rún gekk til liðs við okkur sem höfðum verið lengur í klúbbnum kom hún með ferskan andblæ inn í hópinn. Í hópnum voru konur á breiðum aldri sem gerði það að verkum að þær sem voru eldri miðluðu af sinni reynslu og þekk- ingu til hinna yngri. Það eru örugglega fáir saumaklúbbar í dag sem geta státað af því að meðlimirnir mæti með handa- vinnu í klúbb. Allt lék í höndum Særúnar, hvort sem það var fatasaumur, bútasaumur eða prjónaskapur. Eftir að Særún hætti að vinna fór hún oft í Jónshús í Garðabæ til að hitta hinar handavinnukon- urnar. Saumaklúbburinn naut þess að ferðast bæði innanlands og ut- an. Standa ferðirnar til Jamaíku og Barcelóna upp úr. Að leiðarlokum sendum við börnum, tengdabörnum og barnabörnum Særúnar okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Saumaklúbbsins Snæld- unnar, Bjarndís og Kristjana. Særún var formaður Kven- félags Garðabæjar í fjögur ár, ár- in 1993 – 1996, sótti félagsfundi og tók þátt í félagsstörfum eftir formennsku. Hún var þægilegur stjórnandi og elskuleg kona sem gott var að vinna með. Særún var svo myndarleg í sér, það sem hún tók sér fyrir hendur. Garðbæing- ur var hún í áratugi. Fyrir nokkrum vikum hitti ég á Særúnu er hún kom í Jónshús ásamt tveimur konum, sem sögð- ust vera Ásbúðarnágrannar. Við skemmtum okkur við að skoða myndir af Þorrablóti Kvenfélags Garðabæjar sem haldið var í Garðaholti. Spurningin var hvaða ár var það. Það var mikið fjör á þorrablótunum í Garðaholti sem þær vinkonurnar glöddust yfir að skoða myndir af. Fegurðin Með þér býr innri friður fegurra en því þú veist. Með þér býr ljósið svo hreint og skært. Lát það skína, svo fleiri njóti og vittu til það birtir upp. Hvíldu í friði, kæra Særún. Með kvenfélagskveðju, Erla Bil Bjarnardóttir. Særún Sigurgeirsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.