Morgunblaðið - 25.03.2022, Síða 46

Morgunblaðið - 25.03.2022, Síða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 40 ÁRA Kolbrún Halla ólst upp í Mos- fellsbæ og hefur nær alla tíð búið þar. Hún er með BA-gráðu í félagsráðgjöf frá Há- skóla Íslands og MA-gráðu í mannauðs- stjórnun frá HÍ. Hún er aðstoðarleik- skólastjóri í Leirvogstunguskóla í Mosfellsbæ. Áhugamál Kolbrúnar eru úti- vist, ferðalög, hreyfing og samvera með fjölskyldu og vinum. FJÖLSKYLDA Eiginmaður Kolbrúnar er Elvar Þór Grétarsson, f. 1980, verktaki hjá Garra. Börn þeirra eru Hrafnhildur Tinna, f. 2006, Theódór Grétar, f. 2011, og Nökkvi Hrafn, f. 2018. Stjúpsonur Kol- brúnar er Janus Óli, f. 1999. Foreldrar Kolbrúnar eru Ingólfur Ólafsson, f. 1956, bifvélavirki með eigið verkstæði, og Haf- dís Heiðarsdóttir, f. 1956, hárgreiðslu- kona. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Kolbrún Halla Ingólfsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Láttu ekki aðra stjórna þér með ótta eða hótunum í dag. Sýndu háttprýði í allri framgöngu því þá mun þér farnast vel. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er eitt og annað sem þú hefur lát- ið sitja á hakanum, en nú skaltu bretta upp ermarnar og hefjast handa. Byrjaðu á því að losa þig við óþarfa dót. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú þarft að finna leið til þess að vinna hugmyndum þínum brautargengi. Leitaðu ráða hjá sérfræðingum til þess að áætlanir þínar séu líklegar til að standast. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ert í skapi til að láta ljós þitt skína en þarft þó ekki að ganga fram af við- stöddum. Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Hlauptu í átt að tækifærunum, tilbúinn til að taka ákvörðun. Nú er kjörinn tími til þess að fjárfesta í einhverju sem mun fegra heimili þitt. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Liggðu ekki á skoðunum þínum held- ur láttu þær í ljósi því það auðveldar lífið. Það segir þér oft meira það sem fólk segir ekki heldur en það sem það segir. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú stendur á einhvers konar tímamót- um og þarft því að íhuga vandlega næstu skref. Þú færð ef til vill óvænta gjöf frá ein- hverjum á næstunni. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú ættir að brjóta upp daginn með einhverju óvæntu. Fjárhagsleg tækifæri birtast en þú skalt fara þér að engu óðslega. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Gættu þess að þú látir ekki erf- iðleika þína bitna á þínum nánustu. Fjöl- skyldumál og annað er varðar heimilið þarfnast athygli þinnar núna. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Stundum er nauðsynlegt að deila hlutum með öðrum svo hjólin snúist og mál komist í höfn. Nú reynir aldeilis á hæfileika þína. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Einhver gerir mikið úr smá- atriðum í dag svo sýnin á heildarmyndina fer forgörðum. Reynsla þín og hæfni ættu að fleyta þér í höfn. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Hlustaðu vandlega á aðra, líka þá sem tala fyrir skoðunum sem þér eru á móti skapi. Einbeittu þér að styrkleikum þínum, þú býrð yfir mörgum. Helstu áhugamál Ferðalög hafa heillað Elísabetu frá því að hún var ung. „Það er fátt betra en gott ferðalag með fjölskyld- unni og/eða góðum vinum, sama hvort það er hér heima eða erlendis. Sem einkabarn var ég svo heppin að fá að ferðast mikið með þeim hér heima og til útlanda. Pabbi minn sat á Alþingi og var jafnframt fulltrúi Íslands og formaður íslensku sendi- nefnarinnar á þingi Evrópuráðsins í Strassborg í áraraðir og þurfti að Við bættum fljótlega við lítilli versl- un þar sem við seljum alls kyns fal- legan varning til ferðamanna eins og til dæmis íslenskar handprjónaðar lopapeysur. Árið 2019 voru byggð átta lúxussmáhýsi, Seljalandsfoss Horizons, þannig að umsvifin á veit- ingavagnsævintýrinu með okkar kæru vinum hafa aukist jafnt og þétt og er hvergi nærri lokið. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Núna fara börnin að byrja að vinna með okkur í fyrirtækinu, enda viljum við að þetta sé fjölskyldufyrirtæki.“ E lísabet Ingibjörg Þor- valdsdóttir Kvaran fæddist 25. mars 1972 í Reykjavík og ólst upp í Skerjafirði. „Skerjafjörður er eins og þorp í miðri borg og þegar maður elst upp í svona hverfi þá myndast ævilangur vinskapur.“ Skólagönguna hóf Elísabet fimm ára í Ísaksskóla, þaðan fór hún í Landakotsskóla og svo Hagaskóla. Hún varð stúdent frá Fjölbraut við Ármúla. Hún fór í Háskólann í Reykjavík haustið 2001 þegar þar var fyrst boðið upp á háskólanám með vinnu og lauk B.Sc.-gráðu í við- skiptafræði 2004. Hún settist aftur á skólabekk í HR 2012 og lauk prófi í meistaranámi í verkefnastjórnun, MPM, árið 2014. Elísabet fékk starf 1996 í Seðla- bankanum við endurskoðunardeild og síðar bókhald. Hún vann meira og minna við fjármál og bókhald til 2005. Þá breytti hún um stefnu og fór að vinna í Háskólanum í Reykja- vík árið 2005, lengst af sem verk- efnastjóri við Opna háskólann. „Árið 2013 tókum við hjónin þá ákvörðun með góðum vinum að setja upp veitingavagn við Seljalandsfoss. ferðast töluvert. Við mamma fórum iðulega með í nokkrar ferðir á ári, til Strassborgar og fleiri staða í Evr- ópu. Það eru ógleymanlegar ferðir fyrir barn því ég fékk að vera þátt- takandi í öllu með þeim. Ég hef hald- ið áfram að ferðast og elska að fara á framandi staði eins og Jórdaníu og Egyptaland en líka að heimsækja mínar uppáhaldsborgir, London, París, Lyon og fleiri.“ Elísabetu finnst jafnframt gaman að ferðast um Ísland. „Ég reyni að fara á Vestfirði á hverju ári. Pabbi var fæddur á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði og þingmaður fyrir Vestfirði. Ég eyddi ófáum sumrum á ferð þar sem barn með foreldrum mínum. Vestfirsku fjöllin veita mér orku og náttúran þar er stórbrotin. Við fórum minna á aðra hluta lands- ins og ég er því enn að kynnast öllum þeim dásemdarstöðum sem aðrir landshlutar hafa upp á að bjóða. Við fjölskyldan eyðum líka miklum tíma á Ytra-Seljalandi með Seljalandsfoss í bakgarðinum.“ Elísabet gengur mikið og fór einn- ig að spila golf fyrir nokkrum árum. „Mér þykir það mjög skemmtilegt enda frábær útivera í skemmtilegum félagsskap, markmiðið er alltaf að Elísabet Þorvaldsdóttir Kvaran, viðskiptafræðingur og MPM – 50 ára Fjölskyldan Elísabet, Heimir og yngri börnin í árlegri göngu í kirkjugarðinn á aðfangadag. Góð vinátta er ómetanleg Skerjó-vinkonur Staddar á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Mæðgin Elísabet með elsta barninu, Þorvaldi Garðari. Til hamingju með daginn Kópavogur Kamilla Sif fæddist 31. ágúst 2021 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún vó 3.086 g og var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru Birna Dögg og Aron Þór. Nýr borgari Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is FUNI dúnúlpa Kr. 33.990.- GRÍMSEY han Kr. 2.990.- skar RUMUR flannel skyrta Kr. 9.990.- SÓLA zip-off göngubuxur Kr. 17.990.- RÖKKVI göngubuxur Kr. 11.990.- Þín útivist - þín ánægja HVÍTANES Merínó hálsklútur Kr. 4.990.- HVÍTANES Merínó ennisband Kr. 2.990.- BRIMNES meðalþykk göngusok Kr. 2.15 ir kar 0.- DRANGSNES merino buxur Kr. 11.990.- DRANGSNES hálfrennd peysa Kr 11 990 -. . .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.