Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir, sem er ein helsta tónlistarveisla hvers ár, verður haldin í 39. sinn nú um helgina, en þá keppa 24 hljóm- sveitir víða að af landinu um þátt- tökurétt í úrslitum tilraunanna 2. apríl. Keppnin verður haldin í Hörpu, líkt og undanfarin ár. Músíktilraunir voru fyrst haldnar í nóvember 1982 í félagsmiðstöðinni Tónabæ í Skaftahlíð í samvinnu við samtök tómlistarmanna, SATT. Það eru því liðin slétt fjörutíu ár síðan keppnin hófst, en hún hefur tvívegis fallið niður á þeim árum, fyrst vegna verkfalls kennara árið 1984 og svo vegna Covid-19 árið 2019. Covid og röskun á skólahaldi hefur líklega sitt að segja með það að þátttökusveitir eru færri nú en oft áður, en á síðasta ári kepptu 45 hljómsveitir. Fyrsta undankvöld keppninnar verður á laugardagskvöld kl. 19.30 og svo verður keppninni fram haldið sunnudagskvöld og mánudagskvöld á sama tíma. Verðlaun eru veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti í tilraununum og einnig fyrir hljóðfæraslátt, söng og íslenska texta. „Rafheili“ Músíktilrauna fær líka viðurkenningu. Hljómsveitirnar sem komast í úrslit eiga þess kost að taka þátt í nýliðanámskeiði í hljóm- sveitaiðju sem haldið er í samvinnu Útón og Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. Á hverju undankvöldi velur salur eina hljómsveit áfram í úrslit og dómnefnd eina, en dómnefnd getur svo bætt í úrslit hljómsveitum úr undankeppninni. Á úrslitakvöldi vel- ur dómnefnd vinningssveitir, en áhorfendur og -heyrendur kjósa Hljómsveit fólksins í símakosningu. Dómnefndina 2021 skipa ofanrit- aður og Arnar Eggert Thoroddsen, Hildur Guðný Þórhallsdóttir, Hrafn- kell Örn Guðjónsson, Kristján Krist- jánsson, Krummi Björgvinsson og Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir. Sigursveitir Músíktilrauna eru margar með þekktustu hljómsveitum íslenskrar rokksögu, til að mynda Greifarnir, Stuðkompaníið, Kolrassa Krókríðandi, Maus, Botnleðja, Mín- us, 110 Rottweiler hundar / XXX Rottweiler hundar, Mammút, Jak- obínarína, Agent Fresco, Bróðir Svartúlfs, sem varð Úlfur Úlfur og Of Monsters and Men. Í síðustu til- raunum sigraði hljómsveitin Ólafur Kram. 26. mars Woolly Mammoth’s Absence Woolly Mammoth’s Absence er hugarfóstur Einars Karls Péturs- sonar, gítarleikara og söngvara, sem fékk til liðs við sig þá Ásgeir Kjart- ansson, sem leikur á trommur, Breka Hrafn Ómarsson, sem leikur á gítar, melódíku, munnhörpu og sög og syngur bakraddir, og Egil Ara Hreiðarsson, sem leikur á bassa. Þeir eru úr Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði Upprunalega er hljómsveitin fyrir verkefni Einars og var sett saman fyrir Músíktilraunir fyrir nokkrum vikum. Þeir segjast leika tilrauna- og þjóðlagakennt rokk. Donyen Róbert Donoyan Sigurðsson er rappari úr Reykjavík sem notar listamannsnafnið Donyen. Hann er 24 ára og hefur rappað og plötusnúð- ast í áratug. Hunulu Reykvíkingarnir Baldur Kári Malsch trommuleikari, Emil Logi Heimisson píanóleikari, Ásgeir Helgi Ásgeirsson gítarleikari, Örn Kjart- ansson bassaleikari og Númi Hrafn Baldursson gítarleikari skipa hljóm- sveitina Hunulu. Þeir eru allir fimm- tán ára nema Baldur sem er þrettán. Sveitin kom saman fyrir tveimur ár- um til að taka upp tónlist fyrir stutt- mynd í dönsku. Þeir leika ýmiss konar tónlist en hallast helst að jazz og stefna á að gefa út sína fyrst plötu núna á vormánuðum. Hárún Helga Rún Guðmundsdóttir kem- ur fram undir listmannsnafninu Hárún. Hún er 21 árs og úr Reykja- vík, leikur á gítar og syngur. Hún hefur fengist við tónlist í tvö ár og lýsir tónlistinni sem draumkenndu þjóðlaga-indípoppi með elektró áhrifum og segist syngja af innlifun á íslensku. Kusk Kusk, eða Kolbrún Óskarsdóttir, er átján ára miðbæjarrotta úr Reykjavík. Hún semur, syngur og pródúserar flest lögin sín sjálf en segist oft fá hjálp frá góðum vinum þegar hún rekist á vegg og til að út- setja. Styrkleikar hennar eru gúrk- ur, espresso og Vesturbæjarlaugin. Veikleikar auðtrúa, IKEA og Vesturbæjarlaugin. Raggi Jóns & Band Hafnfirðingurinn Ragnar Már Jónsson fer fyrir sveitinni Raggi Jóns & Band. Hann er saxófónleik- ari en með honum í bandinu eru Jó- hannes Guðjónsson hljómborðsleik- ari, Albert Elías Arason bassa- leikari, Guðmundur Arnþór Hreinsson gítarleikari og Unnar Lúðvík Björnsson trommuleikari. Þeir eru á aldrinum 21 til 24 ára og leika blöndu af jazz, poppi og R’n’B með saxafóninn í aðalhlutverki. Ókindarhjarta Þau Nóam Óli Stefánsson, Þór- hildur Helga Pálsdóttir, Þór Ari Grétarsson og Amalía Ólafsdóttir kalla sig Ólíkindahjarta. Nóam leik- ur á gítar, Þórhildur syngur og leik- ur á bassa, Þór syngur líka og leikur á bassa og gítar og Amalía leikur á trommur. Þau eru á aldrinum 16 til 18 ára, menntskælingar í MH og Borgarholtskóla og hafa öll verið í tónlistarnámi. Little Menace Rokksveitin Little Menace snýr aftur í Músíktilraunir. Hún er ættuð úr Hafnarfirði, en teygir sig líka til Reykjavíkur og Keflavíkur. Jasper Matthew Bunch syngur og leikur á hljómborð, Sigurður Már Gestsson leikur á rafgítar, Davíð Máni Stef- ánsson á rafbassa og Árni Tómas Sveinbjörnsson á trommur. Þeir eru á aldrinum 22 til 24 ára og gáfu út sína fyrstu stuttskífu um ára- mótin. 27. mars Heagle Heagle er sviðsnafn Vestur- bæingsins Hlífars Arnar Jak- obssonar sem er að stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Hann kenndi sjalfum sér að syngja, semja, spila á gítar, bassa og smá píanó og útsetur líka öll lögin sjálfur. Merkúr Eyjasveitin Merkúr hefur áður tekið þátt í Músíktilraunum. Hana skipa gítarleikararnir og söngvar- arnir Arnar Júlíusson og Trausti Mar Sigurðarson, trommuleikarinn Mikael Magnússon og bassaleik- arinn Birgir Þór Bjarnason. Þeir eru á aldrinum 20 til 24 ára og leika rokk í þyngri kantinum, enda var sveitin beinlínis stofnuð með það markmið að endurlífga þungarokks- senuna í Vestmannaeyjum. Purple9 Júlíus Örn Breiðfjörð Örnuson, píanó- og hljómborðsleikari, Guð- mundur Gunnar Eiðsson gítarleik- ari, Guðmundur Örn Reynisson trommuleikari og Anton Bjarmi Björnsson, bassa- og gítarleikari, kalla sig Purple9. Þeir eru 16 og 17 ára, úr Reykjavík og spila popp og rokk og stundum jazz. Bí Bí & Joð Reykjavíkursveitin Bí Bí & Joð var stofnuð þegar við sveitar- meðlimir vorum í 8. bekk, árið 2017. Sveitina skipa Irma Sara Hjör- nýjardóttir trommuleikari, Þor- gerður Harpa Ragnarsdóttir píanó- leikari, Svanhildur Guðný Hjördísardóttir söngvari og Jakob Freyr Einarsson bassaleikari og Lára Ruth Clausen og Fannar Árni Ágústsson sem syngja bakraddir. Þau eru öll 18 ára nema Fannar sem er 17. Þau segjast semja alls konar tónlist sem komi þó öll frá hjartanu. Flea Market Sweater Hljómsveitina Flea Market Sweater skipa Einar Karl Péturs- son gítarleikari, Jón Logi Pálma bassaleikari og Óðal Hjarn Grétu hljóðgervilsleikari. Liðsmenn hafa starfað örstutt saman, eru 20 til 22 ára, úr Kópavogi og leika lág- stemmt tilraunarokk. Sóðaskapur Reykvíska þríeykið Sóðaskap skipa Lára Snædal Boyce, sem leik- ur á trommur og bassa og syngur, Hildur Björg Jónsdóttir, sem leikur á gítar og syngur, og Sientje Sól- björt Nína de Wagt, sem leikur á trommur og bassa og syngur. Þær eru 20 til 22 ára og hafa starfað saman í sex mánuði. Nafn sveit- arinnar vísar í hina ófullkomnu og subbulegu hlið pönksins og lög þeirra eru afrakstur áralangrar reiði gagnvart yfirvaldinu, feðra- veldinu og kapítalismanum. ÓHP Ólafur Hálfdan Pálsson, eða bara ÓHP, er 22 ára Reykvíkingur sem leikur á gítar og syngur. Hann tók þátt í síðustu tilraunum og gekk þá vel þótt ekki hafi hann komist í úr- slit, en segist hafa lært mjög mikið frá því á síðasta ári. Gunni Karls Gunnar Valur Karlsson, Gunni Karls, er 16 ára Hafnfirðingur sem hefur verið að semja og flytja tón- list í hálft annað ár. Hann segist spila bæði gróft og chill rap/hiphop. Ein helsta tónlistarveisla ársins - Hljómsveitakeppnin músíktilraunir hefst á laugardagskvöldið í Hörpu - Keppnin haldin í 39. sinn - 45 hljómsveitir keppa um sæti í úrslitum í aprílbyrjun - Hver sveit með sinn stíl og sína stefnu Bí Bí & Joð spilar alls konar tónlist beint frá hjartanu. Heagle er Hlífar Örn Jakobsson. Gunnar Valur Karlsson flytur gróft og chill rapp og hiphop. Merkúr vill auka veg þungarokks í Vestmannaeyjum. Dóra og Döðlurnar snúa aftur til leiks. Ragnar Már Jónsson spilar R’n’B.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.