Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
AF LISTUM
Þorgeir Tryggvason
Pólska grasrótin er tvímæla-
laust eitt það áhugaverðasta
sem er að gerast í íslensku
leikhúslífi þessi árin. Það er næsta
einstakt í Íslandssögunni að heilt
samfélag með sameiginlegan bak-
grunn, mál og menningu grípi til
leiklistarinnar, og annarra list-
greina, til að skoða, greina, gagn-
rýna og skemmta sér yfir sam-
skiptum sínum við „okkur“, hina
rótgrónari eyjarskeggja. Það er
ljóst af þessum sýningum að þær
eiga erindi við báða hópana: heima-
ræktaða Íslendinga og hinn stóra
minnihlutahóp Pólverja sem er orð-
inn hér rótgróinn, en er með rætur,
og annan fótinn, í gamla landinu,
eins og Vestur-Íslendingar sögðu á
sínum tíma um sín fyrri heimkynni.
Nýjasta sýningin úr þessari átt
er Tu jest za drogo, eða Úff hvað
allt er dýrt hérna, sem leikhóp-
urinn PóliS sýnir á litla sviði
Borgarleikhússins um þessar
mundir. Aðalhöfundur er Ólafur
Ásgeirsson, sem jafnframt bregður
sér í ýmis Íslendingahlutverk í
verkinu, en leikstjóri er Salvör
Gullbrá Þórarinsdóttir. Leikmynd
og búninga hannar Wiola Ujaz-
dowska, Fjölnir Gíslason sér um
lýsinguna, Cameron Corbett stýrir
sviðshreyfingunum og tónlistin er
verk Unnsteins Manúels Stefáns-
sonar.
Hér er sjónum beint að fyrstu
kynnum tveggja ungra Pólverja af
landinu sem þau ætla að dvelja á í
nokkra mánuði meðan þau safna
fyrir brúðkaupinu sínu, en líka
samskiptum þeirra við rótgrónari
landa þeirra, sem hafa ílenst hér,
þó allt sé dýrt, ekki síst bjórinn,
heimamenn sjúgi óþarflega oft upp
í nefið og þjáist af þeirri ein-
kennilegu ranghugmynd að lakkrís
og súkkulaði séu óaðskiljanleg.
En hér eru líka persónulegri
og sammannlegri áskoranir til
skoðunar. Það hriktir í sambandinu
sem kannski stendur ekki á sérlega
traustum stoðum og þolir illa mót-
lætið sem óhjákvæmilega fylgir því
að byrja nýtt líf í nýju landi. Og
Á leið í verbúðina
Sjarmerandi „Aleksandra Skolozynska og Jakub Ziemann eru mjög geðþekk og sjarmerandi í hlutverkum
parsins,“ segir í rýni um Tu jest za drogo sem leikhópurinn PóliS sýnir á litla sviði Borgarleikhússins.
kannski er fólk mislangt komið á
þroskabrautinni og ræður misvel
við verkefnið. Það er margt sem
glepur á leiðinni frá Keflavík til
Eski, þar sem ætlunin er að rífa upp
pening fyrir stjörnuplötusnúði og
veislustjóra.
Þessir tveir þættir, þróun sam-
bands Eugeniuszar og Nadzieju, og
sketsakennt skop um menningar-
árekstra, þvælast nokkuð fyrir
hvor öðrum í handriti Ólafs. Til-
finningamálin öðlast litla dýpt og
skopið fær ekki nóg pláss, þó það sé
vissulega bitastæðari hluti verksins
eins og það kemur fyrir sjónir í sýn-
ingunni. Ótal sameiginleg pólsk-
íslensk hlátrasköll í salnum voru til
vitnis um það.
Aleksandra Skolozynska og
Jakub Ziemann eru mjög geðþekk
og sjarmerandi í hlutverkum pars-
ins en ágallar efniviðarins bitna
harðast á þeim. Sylwia Zajkowska
og Andrés P. Þorvaldsson bregða
sér í nokkur hlutverk, þeirra fyrir-
ferðarmest flugþjónarnir sem bjóða
fólk velkomið til leiks í upphafi sýn-
ingar, og þau leystu ágætlega. Það
kemur í hlut Ólafs Ásgeirssonar að
túlka Íslendingana sem verða á
vegi parsins, og þar ríkir að mestu
groddaleg en oft áhrifarík skop-
færsla, sem stingur í stúf við annan
leikstíl sýningarinnar en hefði ef til
vill betur verið grunntónninn.
Tu jest za drogo voru fyrstu
kynni þess sem þetta skrifar af
Thea-appinu, sem miðlar þeim
texta sýningarinnar sem áhorf-
endur ekki skilja, pólskunni á ís-
lensku fyrir Íslendinga og íslensk-
unni á pólsku fyrir pólskumælandi
áhorfendur (geri ég ráð fyrir).
Þetta gekk snurðulítið, þó erfitt sé
að ýta frá sér skömmustutilfinning-
unni yfir að glápa á símaskjáinn á
miðri leiksýningu, þar sem leik-
ararnir á sviðinu eiga tilkall til
óskiptrar athygli manns. En sam-
skipti yfir tungumála- og menning-
armúrinn kalla á málamiðlanir og
þær erum við fús til að gera ef það
má verða til þess að þessi merkilegi
þráður í leiklistarsögu okkar nái að
spinnast áfram, þykkna og styrkj-
ast.
»
Pólska grasrótin
er tvímælalaust eitt
það áhugaverðasta sem
er að gerast í íslensku
leikhúslífi þessi árin.
Baldvin Hlynsson píanóleikari og
Leifur Gunnarsson kontrabassa-
leikari koma fram þessa dagana í
tónleikaröð Borgarbókasafns, Jazz
í hádeginu. Yfirskrift tónleika fé-
laganna er „Óskalög hlustenda“.
Koma þeir fram í bókasafninu í
Gerðubergi í dag, föstudag, kl.
12.15 og á morgun, laugardag, í
bókasafinu Spönginni kl. 13.15.
Hlustendur hafa fengið að velja
sér óskalög sem þeir Baldvin og
Leifur leika síðan fyrir þá og er úr
mörgum lögum að velja –
„Fræbbblarnir, Elton John, Bubbi,
Haukur Morthens nú eða bara
gamla góða Sveitin milli sanda?“
spyrja þeir.
Baldvin hefur unnið með ýmsu
tónlistarfólki og hljómsveitum á Ís-
landi en þar mætti nefna Kristínu
Sesselju, HipsumHaps, Sturlu Atl-
as, ClubDub, Draumfarir, Salóme
Katrínu, Salsakommúnuna og
Herra Hnetusmjör. Hann hefur BA-
gráðu í djasspíanóleik frá Kon-
unglega tónlistarháskólanum í
Stokkhólmi. Leifur er listrænn
stjórnandi tónleikaraðarinnar í
Borgarbókasafni.
Píanóleikarinn Baldvin Hlynsson hefur BA-
gráðu í djasspíanóleik frá Stokkhólmi.
Baldvin og Leifur djassa óskalögin
Hérna er yfirskrift sýningar á vegum
FÍSL, Félags íslenskra samtíma-
ljósmyndara, sem verður opnuð á
Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum í dag,
föstudag, kl. 17. Um er að ræða sam-
sýningu íslenskra og finnskra ljós-
myndara og er þetta síðasta sýningin
sem verður opnuð á Ljósmyndahátíð
Íslands 2022. Auk 23 meðlima FÍSL
taka fjórir finnskir ljósmyndarar
þátt í henni. Verkin á sýninguna voru
valin af sýningarstjóranum Mike
Watson fyrir hönd Northern Photographic Center í Finnlandi. „Hérna
sameinar listamenn frá tveimur svipuðum en þó mjög ólíkum löndum í
samræðu um hvað það þýðir að vera til staðar, hér og nú,“ segir í tilkynn-
ingu. Sýningin verður opin tvær helgar, lýkur 3. apríl.
Sýning á verkum eftir 27 ljósmyndara
Sundlaug Ljósmynd eftir Braga Þór Jós-
efsson á sýningunni á Hlöðuloftinu.
Karin Torbjörnsdóttir mezzósópran
og Elena Postumi píanóleikari
koma fram á Söngskemmtun Ís-
lensku óperunnar í Norðurljósum í
Hörpu í kvöld, föstudagskvöld,
klukkan 20.
Í tilkynningu segir að þær flytji
fallega dagskrá valinna verka, með-
al annars eftir Debussy, Poulenc og
Daníel Bjarnason. Tónleikarnir
bera yfirskriftina Söngvar hjartans.
Karin kom í fyrsta sinn fram hjá
Íslensku óperunni í Brúðkaupi Fíg-
arós árið 2019 þegar hún söng hlut-
verk Cherubinos og hlaut hún
Grímuverðlaunin sem söngvari árs-
ins 2020 fyrir túlkun sína á hlut-
verkinu. Elena hefur tekið þátt í
ýmsum uppfærslum Íslensku óper-
unnar og gegnir nú stöðu sem „solo-
repetiteur“ og aðstoðarhljóm-
sveitarstjóri við Staatstheater í
Darmstadt.
Söngkonan Karin Torbjörnsson.
Karin og Elena á
Söngskemmtun
Hinn vinsæli írski
rithöfundur
Colm Tóibín
hreppti Rath-
bones Folio--
verðlaunin fyrir
The Magician,
skáldaða ævi-
sögu þýska rit-
höfundarins
Thomasar
Manns. Rétt eins og í bók frá 2004,
sem byggðist á lífi rithöfundarins
Henrys James, beitir Tóibín þeirri
aðferð að horfa í hug rithöfund-
arins á óróatímum í Evrópu.
Tóibín greindist með krabbamein
þegar hann hafði skrifað fjóra kafla
sögunnar en gat haldið vinnunni
við hana áfram eftir erfiða sex
mánaða lyfjameðferð.
Verðlaunaður fyrir
sögu um Mann
Colm Tóibín
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég vissi auðvitað af þessum verð-
launum, en datt ekki í hug að fá þau
fyrr en kannski í fyrsta lagi eftir 40
ár, ef ég þá fengi þau. Ég varð því
orðlaus þegar ég fékk símtalið þar
sem mér var tilkynnt þetta. En það er
kannski viðeigandi að fara í smá
sjokk þegar maður fær Schock-
verðlaunin,“ segir píanóleikarinn Vík-
ingur Heiðar Ólafsson.
Í gær var tilkynnt að hann er einn
fjögurra verðlaunahafa Rolf Schock-
verðlaunanna í ár. Verðlaunin, sem að
jafnaði hafa verið veitt annað hvert ár
síðan 1993, eru veitt í tónlist, heim-
speki, stærðfræði og sjónlist. Aðrir
verðlaunahafar ársins eru heimspek-
ingurinn og rökfræðingurinn David
Kaplan, stærðfræðingurinn Jonathan
Pila og arkitektinn Rem Koolhaas.
Hver verðlaunahafi hlýtur 500 þús-
und sænskar krónur eða 6,8 milljónir
íslenskra króna. Verðlaunin verða af-
hent við hátíðlega athöfn í Stokk-
hólmi 24. október.
Víkingur Heiðar er fyrsti Íslend-
ingurinn sem hlýtur þessi verðlaun.
Meðal þeirra sem hlotið hafa Schock-
verðlaunin í tónlist á undan honum
eru ungverska tónskáldið og píanó-
leikarinn György Kurtág (2020),
kanadíska söngkonan og stjórnand-
inn Barbara Hannigan (2018) og
bandaríski saxófónleikarinn og tón-
skáldið Wayne Shorter (2017).
„Fyrri verðlaunahafar eru fólk sem
ég lít mikið upp til. Það snertir því
hjartastreng að vera tekinn inn í
þennan hóp. Sem dæmi er György
Kurtág einn af mínum uppáhalds-
tónlistarmönnum sem ég hitti í Búda-
pest í haust og átti ótrúlega stund
með honum,“ segir Víkingur og tekur
fram að það sem allir fyrri verðlauna-
hafar eigi sameiginlegt sé að vera
tónlistarfólk sem farið hafi sína leið
og verið óhrætt við að endurnýja sig í
listinni. „Það segir mér að ég sé
mögulega á einhverri réttri leið með
það sem ég er að gera.“
Víkingur einn frumlegasti
tónlistarmaður samtímans
Í umsögn Konunglegu sænsku
akademíunnar í tónlist segir að Vík-
ingur hljóti viðurkenninguna „fyrir
árangursríkt brautryðjandastarf í því
að þróa og styrkja klassíska tónlist.
Víkingur er einn frumlegasti og mest
skapandi tónlistarmaður samtímans.
Með hverju tónverki skapar hann
nýjan heim sem tjáir bæði dýpt og
andagift sem skilur eftir einstök hug-
hrif hjá hlustandanum.“
Inntur viðbragða við þessari um-
sögn segir Víkingur að sér sé orða
vant yfir þessu mikla lofi. „Mér þykir
mjög vænt um þessa umsögn, þótt ég
myndi aldrei sjálfur lýsa sjálfum mér
svona. Það gleður mig að tekið sé eft-
ir því sem ég er að gera utan tónleika-
sviðsins,“ segir Víkingur en í um-
sögninni er sérstaklega minnst á
tónlistarmiðlum hans í bæði útvarpi
og sjónvarpi.
Víkingur hlýtur Rolf
Schock-verðlaunin
- Verðlaunin afhent í Svíþjóð 24. október - „Varð orðlaus“
Morgunblaðið/Einar Falur
Sjokk Víkingur segir viðeigandi að
fá sjokk þegar maður fær Schock.