Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 10
Þetta er
bara saga
þjóðar-
innar
í ljós-
mynd-
um eins
og hún
leggur
sig.
Gunnar V.
Andrésson
Stafrænt ljósmyndasafn
Fréttablaðsins frá 2002 hefur
verið afhent Ljósmyndasafni
Reykjavíkur til varðveislu
og mun verða aðgengilegt
almenningi þar héðan af.
tsh@frettabladid.is
Gunnar V. Andrésson er einn þekkt-
asti blaðaljósmyndari Íslands og
starfaði sem ljósmyndari á Frétta-
blaðinu frá 2003 til starfsloka 2018.
Hann fagnar því að ljósmyndasafn
Fréttablaðsins sé komið í öruggar
hendur hjá Ljósmyndasafninu.
„Þetta er ansi skemmtilegt og gott
að vita til þess að þetta sé í góðri
vörslu hjá alvöru fyrirtæki, sem er
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, það
skiptir okkur miklu máli,“ segir
hann.
Spurður um hvernig það hafi
komið til segir Gunnar, eða GVA eins
og hann er oft kallaður:
„Ljósmyndasafn Reykjavíkur tók
að sér að varðveita gamla DV- og Vís-
is-safnið sem nær aftur til um 1960 ef
allt er tekið. Takan á stafrænu mynd-
inni hófst 2002 á Fréttablaðinu og sá
hluti myndasafnsins er að koma á
Ljósmyndasafn Reykjavíkur núna
og verður öllum aðgengilegur.“
Hér má sjá sérvalin brot frá ljós-
myndurum Fréttablaðsins úr rúm-
lega tuttugu ára sögu blaðsins. Þar
á meðal er sögufræg mynd GVA af
fundi Geirs Waage sóknarprests og
Karls Sigurbjörnssonar, þáverandi
biskups Íslands, á Biskupsstofu árið
2010.
„Þetta er bara saga þjóðarinnar í
ljósmyndum eins og hún leggur sig
frá um 1970,“ segir Gunnar. n
Ljósmyndasafnið
kemur fyrir augu
almennings
Karl Sigurbjörnsson, þáverandi biskup Íslands, og Geir Waage sóknarprestur ræðast við á Biskupsstofu árið 2010
undir vökulu auga Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lögregla var
með mikinn við-
búnað á bensín-
stöð Olís við
Rauðavatn vorið
2008 þegar
vörubílstjórar
mótmæltu
hækkandi elds-
neytisverði.
Táragasi og
piparúða var
meðal annars
beitt á mótmæl-
endur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
PJETUR
Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 var einn af stórviðburðum síðasta áratugar. Ísland komst í heims-
fréttirnar eftir að flugsamgöngur lögðust niður í Evrópu dögum saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson á heimili sínu árið 2014. Tilefni mynda-
tökunnar var útgáfa Litlu hugsanabókarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Almenningur
mótmælti fyrir
utan Alþingi
mánuðum
saman í kjölfar
bankahrunsins
haustið 2008. Á
myndinni má sjá
eitt af þekkt-
ustu slagorðum
búsáhaldar-
byltingarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
Guðni Th.
Jóhannesson
fagnar sigri í
forsetakosning-
unum 25. júní
2016 ásamt
eiginkonu sinni
Elizu Reid og
börnum þeirra.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
10 Fréttir 14. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMYNDAÞÁTTUR FRÉTTABLAÐIÐ 14. apríl 2022 FIMMTUDAGUR