Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 26
18 Íþróttir 14. apríl 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 14. apríl 2022 FIMMTUDAGUR
Tiger Woods sneri aftur á golf-
völlinn eftir langa fjarveru á
Masters-mótinu um helgina
og gaf til kynna í lok móts að
hann myndi reyna að ná risa-
mótum þessa árs. Gulldreng-
ur golfíþróttarinnar skilaði
strax aukningu í áhorfenda-
tölum og eftirvæntingu hjá
áhorfendum á vellinum.
kristinnpall@frettabladid.is
GOLF Þrátt fyrir að það hafi fjarað
undan spilamennsku Tigers Woods
á Masters-mótinu um helgina var
gott að sjá kylfinginn goðsagna-
kennda aftur á keppnisvellinum.
Áhorfstölur ruku upp með þátt-
töku Tigers sem staðfesti um leið að
hann hygðist halda ferlinum áfram
þótt hann myndi aldrei aftur ráða
við þéttskipaða dagskrá. Met Sams
Shields er innan seilingar en Jack
Nicklaus mun líklegast halda sínu
meti frá greipumTigers.
Fjórtán mánuðum eftir örlaga-
ríkt bílslys sem virtist ætla að
binda enda á farsælan feril Woods
sneri Tiger aftur á Masters-mótinu,
fyrsta risamóti ársins í síðustu viku.
Eftirvæntingin eftir því að sjá Tiger
mæta aftur til leiks var slík að það
voru þúsundir áhorfenda mættar
til að fylgjast með hverju höggi
Tigers á æfingahringjunum fyrir
mót. Tiger er og verður gulldrengur
PGA-mótaraðarinnar eins og sást
á viðbrögðum áhorfenda og and-
stæðinga hans eftir sigur Tigers á
Masters árið 2019.
Í lok móts staðfesti Tiger að hann
myndi í það minnsta taka þátt á
Opna breska meistaramótinu sem
fer fram á hinum sögufræga St. And-
rews-velli síðar á þessu ári og gældi
við þá hugmynd að taka þátt á PGA-
meistaramótinu í næsta mánuði.
Hann virðist ætla að velja sér mót til
að keppa í þegar hann vantar einn
sigur til að bæta met Sams Shields
og Tigers (82) yfir flesta sigra í sögu
PGA-mótararaðarinnar. Hæpið er
að Tiger nái að slá met Jacks Nick-
laus yfir f lesta risamótstitla (18) úr
þessu, en tíminn hefur kennt okkur
að afskrifa ekki sigurvilja Tigers.
Áhrif Tigers á meistarann:
Bandaríski kylfingurinn Scottie
Scheff ler hafði mikla yfirburði á
Masters-mótinu en áhrif Tigers á
þennan öfluga kylfing eru gríðarleg.
Í mótinu sást Scheffler leika í Tiger
Woods-skóm, hann notaði kylfur
sem Taylor Made framleiddi fyrir
Tiger Woods og bera merki Tigers
og að auki var Scheff ler í bol sem
Tiger og Nike framleiða saman. n
Sviðsljósið fylgir Tiger óháð árangri
31%
Áhorf jókst um 31% á
annan hring mótsins
á milli ára þegar Tiger
virtist ætla að blanda
sér í baráttu um sigur.
47
Í endurkomu sinni
endaði Tiger Woods
í 47. sæti, ekki frábær
niðurstaða en stóri
sigur Tigers var að spila
golf í fjóra daga.
82
Hann hefur sigrað 82
sinnum á PGA-móta-
röðinni.
11
Tiger hefur ellefu sinn-
um verið valinn PGA-
kylfingur ársins.
24
Hefur varið titil sinn á
móti 24 sinnum.
4
Eini atvinnukylfingur-
inn til þessa sem hefur
unnið fjögur risamót
í röð.
3
Tiger eyddi þremur
vikum á sjúkrahúsi
eftir bílslys þar sem
meðal annars var
íhugað að taka af
honum annan fótinn.
20
Tiger hefur 20 sinnum
farið holu í höggi
á ferlinum.
142
Hann komst 142
sinnum í röð í gegnum
niðurskurð á þeim
mótum sem hann
keppti á, það er met.
1
Var alls 683 vikur í 1.
sæti heimslistans.