Fréttablaðið - 09.07.2022, Page 2

Fréttablaðið - 09.07.2022, Page 2
Ég hef tekið við hana rökræðu í einkasímtali og líka í í atvinnuvega- nefnd Hún tekur engum sönsum. Einar Sigurðsson, strandveiðimaður Hingað til hafa þær verið mjög ánægðar og ég er bara ofboðslega glöð. Ylfa Helgadóttir, kokkur kvennalandsliðsins. Klárar í slaginn Það fer afskaplega vel um Stelpurnar okkar á Crewe Hall Hotel and Spa þar sem þær eru staðsettar á milli æfinga á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu. Hótelið er rúmlega fjögur hundruð ára gamalt en leikmennirnir sem Fréttablaðið ræddi við kunnu ofboðslega vel við dvölina. Stelpurnar okkar mæta Belgum í fyrsta leik á sunnudaginn og segir Hallbera að íslenska liðið sé staðráðið í að komast áfram í átta liða úrslitin. SJÁ SÍÐU 16. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kokkur kvennalandsliðsins segir mikilvægasta verkefni sitt á EM að framreiða nær­ andi og spennandi mat. Hún tók fisk og skyr með sér frá Íslandi og er að læra af næringarfræðingnum í liði Íslands samhliða því að elda. kristinnpall@frettabladid.is EM 2022 „Það helsta sem skiptir máli er að hafa allt til sem þeim finnst best og gera þetta rétt. Elda þetta vel, að hráefnið sé gott og tímasetn­ ingar réttar. Þær þurfa að fá matinn á réttum tímasetningum,“ segir Ylfa Helgadóttir, kokkur kvennalands­ liðsins, um daglegt líf hjá kokki á ferðalagi með landsliði. „Hingað til hafa þær verið mjög ánægðar og ég er bara of boðslega glöð,“ segir kokkurinn. Ylfa, sem átti áður veitingastað og er í námi þessa dagana, ásamt því að taka að sér verkefni sem þessi, er í fyrsta sinn á stórmóti með kvenna­ landsliðinu. Hún var sjálf í kokka­ landsliðinu. „Það er mikilvægt að vakna snemma og hafa allt tilbúið. Þetta þarf líka að líta vel út svo að þær vilji borða. Fólki finnst misgaman að borða en þær þurfa að fá mikla næringu, þannig að það þarf að huga að ýmsu,“ segir Ylfa. Vettvangsferð til Crewe fyrr í sumar leiddi í ljós að það væru góð hráefni til staðar en Ylfa hafði samt tvö hráefni frá Íslandi með í för. „Ég fór í rannsóknarferð fyrir mánuði, til að kanna hráefnið og koma í veg fyrir að ég væri að taka eitthvað að óþörfu. Það var allt mjög gott, nema fiskurinn. Við erum með háleitar kröfur þegar kemur að fiski. Við tókum ferskan íslenskan fisk og skyr meðferðis,“ upplýsir Ylfa. Elísa Viðarsdóttir, leikmaður Íslands, er menntaður næringar­ fræðingur og gaf út bók fyrir síðustu jól. Ylfa segist ekki upplifa að hún sé að vakta hvað sé borið fram. „Okkur kemur vel saman,“ segir Ylfa kímin og heldur áfram: „Elísa kemur og hrósar mér, sér­ staklega þegar hún sér eitthvað sem henni finnst sniðugt og gott. Við erum að læra af hvor annarri. Ég er enginn næringarfræðingur og get lært heilmikið af henni,“ viður­ kennir landsliðskokkurinn. Ylfa segir mikla vinnu að baki við skipulagningu enda langur tími sem þarf að huga að. „Mikið af vinnunni fer fram á Íslandi við að búa til matseðilinn til að undirbúa alla. Hér er fullt eldhús af kokkum sem eru að vinna á hótel­ inu og vinna þetta með okkur.“ n Landsliðskokkur með skyr og íslenskan fisk á Englandi Ylfa Helgadóttir segir leikmennina þurfa mikla næringu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HJARTA OG ÆÐAKERFI ARCTIC HEALTH AHI.IS OMEGA-3 COLLAGEN HREIN ÍSLENSK FÆÐUBÓT Í POKUM FYRIR LÁGMARKS KOLEFNISSPOR bth@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Einar Sigurðsson, strandveiðimaður á Norðaustur­ landi, er harðorður í garð Lilju Raf neyjar Magnús dótt ur, fyrr ver­ andi þingmanns VG, sem gagnrýnt hefur Svandísi Svavars dótt ur mat­ vælaráðherra fyr ir að ætla að taka upp svæðaskipt ingu á kvóta strand­ veiðanna á nýj an leik. Einar segir að Lilja stundi kjör­ dæmapólitík með kröfu um að vest­ firskir smábátasjómenn fái að fiska meira á kostnað svæða utan Vest­ fjarða. Svæðið sé komið með 60­70 prósent af heildarafla strandveiða. „Það er vísvitandi verið að taka aflaheimildir af öðrum svæðum og færa yfir á A­svæði Vestfirðinganna, sem skaðar ekki bara okkar sjó­ menn heldur byggðarlögin hér. Við verðum af tekjum og menn héðan eru farnir að f lýja yfir á A­svæðið með því að f lytja útgerðir vestur. Þeir borga þá skatta og skyldur fyrir vestan þótt þeir búi annars staðar hinn hluta ársins,“ segir hann. Einar segist standa þétt við bakið á Svandísi. „Við lifum í nútímanum, við sjómenn viljum vera meira með fjölskyldum okkar þótt feður okkar hafi f lutt sig til milli vertíða.“ Að óbreyttu segir Einar að strand­ veiðikerfið endi allt á einu svæði. „Ef þetta væri Eurovision myndi ég gefa Lilju núll stig. Ég hef tekið við hana rökræðu í einkasímtali og líka í atvinnuveganefnd. Hún tekur engum sönsum.“ n Sjómaður kveðst gefa Lilju núll stig Einar Sigurðsson strandveiðimaður. MYND/AÐSEND gar@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Kona, sem var far­ þegi í bíl sem valt á Meðallandsvegi suður af Kirkjubæjarklaustri í fyrri­ nótt, lést í slysinu. Tveir aðrir voru f luttir mikið slasaðir með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Ökumaður­ inn slapp ómeiddur. Lögreglan á Suðurlandi kvaðst í tilkynningu í gær ekki vilja upplýsa um rannsókn sem hafin væri á mál­ inu. Í fyrri tilkynningu kom fram að viðbragðsaðilar á Suðurlandi hefðu verið kallaðir til um klukkan 2.55 um nóttina. n Kona lést í bílveltu 2 Fréttir 9. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.