Fréttablaðið - 09.07.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.07.2022, Blaðsíða 4
Samkvæmt umferðar- lögum á handhafi stæðiskorts rétt á að leggja á gjaldskyldu svæði án sérstakrar greiðslu. Hlutirnir gerast hratt. Guðlaugur Þór Þórðarson, um- hverfis-, orku- og loftslags- ráðherra. JEEP.IS • ISBAND.IS KEMUR ÞÚ AF FJÖLLUM? PLUG-IN HYBRID EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Íslensku fjöllin hafa mætt jafningja sínum. Gerðu ferðalagið algjörlega rafmagnað með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA Borgarlögmaður telur Bíla- stæðasjóði óheimilt að taka gjald af handhöfum P-korta. Öryrkjabandalagið hyggst grípa til aðgerða gegn borg- inni verði ekki látið af inn- heimtunni og reglum breytt. erlamaria@frettabladid.is adalheidur@frettabladid.is REYKJAVÍK Lögmaður Öryrkja- bandalags Íslands, ÖBÍ, furðar sig á því hvers vegna ólöglegri gjaldtöku Bílastæðasjóðs af hreyfihömluðum ökumönnum í borginni hefur ekki verið hætt og reglum breytt. Í minnisblaði borgarlögmanns fyrir borgarstjóra frá í desember í fyrra segir að gjaldtaka Bílastæða- sjóðs af handhöfum stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða í bílastæða- húsum borgarinnar sé óheimil. Vikið er að málinu í fundar- gerð borgarráðs og var því vísað til umhverfis- og skipulagsráðs. „Aug- ljóslega þurfum við að passa upp á að það sé ekki verið að rukka fólk með P-merki þegar það á ekki að gera það,“ segir Alexandra Briem, starfandi formaður ráðsins. Hún tjáir sig ekki um málið því umfjöll- un um það sé ekki hafin í ráðinu. Ágreiningur hefur ríkt um gjald- tökuna milli Bílastæðasjóðs og Öryrkjabandalagsins allt frá því síðla árs 2020 er lögmaður ÖBÍ ósk- aði fyrst skýringa frá Bílastæðasjóði. Í bréfi Bílastæðasjóðs til aðgengis- og samráðsnefndar borgarinnar segir að gjaldtaka af stæðishöfum sé hvorki skattheimta né þjónustu- gjöld sem byggi á lagaheimildum eða sjónarmiðum opinbers réttar heldur sé um að ræða innheimtu endurgjalds á einkaréttarlegum grunni hjá þeim sem kjósi að hag- nýta sér fasteignir sem nýttar séu sem bílastæðahús og eigi sér stoð í samþykktum um Bílastæðasjóð og gjaldskrá sem borgarráð ákveði. Mannréttindaskrifstofa Reykja- víkur tók málið til skoðunar í júní í fyrra. Í minnisblaði hennar kemur fram það mat að Reykjavíkurborg hafi takmarkað þau réttindi sem handhafar stæðis korta eigi að njóta með því að aðgreina bifreiðastæði í bílastæðahúsum frá bílastæðum á götum og opnum svæðum. Í kjölfarið óskaði borgarstjóri eftir minnisblaði frá borgarlög- manni um málið og skilaði hann því í desember í fyrra. Er þar vísað til gildandi umferðarlaga um rétt handhafa stæðiskorts til að leggja í gjaldskylt bifreiðastæði án sérstakr- ar greiðslu, auk réttar til að leggja í sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða. Lögmaður ÖBÍ segir að félagið muni sækja rétt félagsmanna. En þau hefðu talið að þau þyrftu ekki sjálf að ganga eftir því. „Mér finnst ótrúlegt að það þurfi að ganga svona á eftir þessu þegar að æðsti lögfræðingur borgarinnar sjálfur er búinn að segja að þetta sé ólögmætt. Maður myndi halda að borgin tæki mark á sínum eigin borgarlögmanni,“ segir Daníel Ise- barn Ágústsson lögmaður. „Við ætluðum að gefa borginni og Bílastæðasjóði einhvern smá tíma til að bregðast við þessu, en eins og ég segi, það er komið hálft ár þannig að ef það fer ekki að gerast eitthvað á allra næstu dögum förum við í frekari aðgerðir.“ n Rukkar hreyfihamlaða án heimildar bth@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að veita um 900 milljónir króna í styrki til orkuskipta á þessu ári. Þetta er hæsta úthlutun til verk- efna í orkuskiptum hingað til. Sam- tals fengu 137 verkefni styrk og eru styrkþegar í öllum landshlutum. Guðlaugur Þór segir hvetjandi að sjá mikinn áhuga á orkuskiptum. Áhugi fjárfesta og frumkvöðla sé mikill. Þeir leggi til meirihluta fjár- ins til verkefna á móti sjóðnum. Sjóðurinn veitir nú í fyrsta sinn umtalsverð styrkvilyrði til fram- leiðslu rafeldsneytis og nýtingar þess í stærri samgöngu- og f lutn- ingstækjum. Þá styrkir sjóðurinn notkun á vetni í stórum flutningstækjum á landi með styrkveitingum til Clara Arctic Energy ehf. og Vetnis ehf. sem stuðla meðal annars að vetnisvæð- ingu flutningstækja hjá Eimskip og Samskipum. Einnig er áhersla á rafvæðingu hafna og orkuskipti í fiskiskipum, meðal annars breytingu fiskiskipa þannig að þau gangi fyrir metanóli, sem hægt er að framleiða með grænni raforku. Þar má sérstak- lega nefna verkefni Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem hyggst breyta vinnsluskipinu Guðmundi í Nesi RE13 þannig að það geti brennt metanóli að talsverðum hluta. „Þegar grænbókin kom út í mars síðastliðnum var staðan sú að ekki var ljóst hvaða rafeldsneyti yrði ofan á þegar kemur að skipum og engin teikn á lofti um hreyfingar í þessum efnum,“ segir Guðlaugur Þór. „Hlutirnir gerast hratt og það er alveg ljóst að hraðinn mun aukast á komandi árum.“ n Reykvískt fiskiskip knúið metanóli að hluta Það eru gjald- skyld bílastæði í bílastæða- húsum sem sjóðurinn hefur rukkað hand- hafa stæðis- korta fyrir, en lögum sam- kvæmt þurfa þeir ekki að greiða fyrir slík stæði. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Alexandra Briem, borgarfulltrúi. Daniel Isebarn Ágústsson, lögmaður ÖBÍ. thorgrimur@frettabladid.is JAPAN Japanska þjóðin er í sárum eftir að Shinzō Abe, fyrrverandi for- sætisráðherra Japans, var skotinn til bana í borginni Nara í gær. Sinzho Abe var forsætisráðherra Japans frá 2007 til 2008 og aftur frá 2012 til 2020 og var þaulsetnasti for- sætisráðherra í sögu landsins. Abe var á útifundi að flytja stuðn- ingsræðu fyrir frambjóðanda í kosn- ingum sem verða haldnar til efri deildar japanska þingsins á morgun. Fyrrum sjóliði á fimmtugsaldri var handtekinn á vettvangi og hefur játað á sig morðið á Abe. Hann not- aði heimagerða byssu til að skjóta Abe og segist hafa drepið hann vegna óvildar sinnar í garð „tiltek- innar stofnunar“ sem Abe tengdist. Abe var meðlimur í Frjálslynda lýðræðisflokknum, sem hefur stýrt Japan að mestu síðan á sjötta ára- tugnum. Hann var dóttursonur fyrr- verandi forsætisráðherrans Nobu- suke Kishi, sem tók þátt í stofnun flokksins. Abe var hægrisinnaður þjóðernis- sinni og hafði lengi talað fyrir því að stjórnarskrá Japans yrði breytt til þess að lyfta hömlum sem settar voru á stærð japanska hersins eftir seinna stríð. Gagnrýnendur Abe höfðu gjarnan sakað hann um að hvítþvo stríðs- glæpi Japana með orðræðu sinni. Þjóðarleiðtogar vottuðu í gær fjölskyldu Abe og japönsku þjóð- inni samúð vegna hins sviplega fráfalls hans. Þeirra á meðal voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem bæði lýstu hlut- tekningu sinni á Twitter. Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi, þakkaði þeim báðum í svörum á Twitter. „Þakka þér kærlega, herra for- seti, fyrir þessar innilegu samúðar- kveðjur,“ skrifaði Suzuki í svari sínu til forseta Íslands. n Shinzo Abe myrtur á útifundi í Japan Shinzo Abe andartökum áður en hann var veginn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 4 Fréttir 9. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.