Fréttablaðið - 09.07.2022, Side 55

Fréttablaðið - 09.07.2022, Side 55
Flutningur Elko í Mylluhúsið í Skeifunni boðar endurkomu Ólafar Garðarsdóttur í húsnæðið þar sem hún fékk sína fyrstu vinnu fyrir fjörutíu árum síðan. arnartomas@frettabladid.is Krónan og Elko í Skeifunni fluttu sig um set í vikunni sem leið og eru verslanir þeirra nú komnar yfir í gamla Myllu- húsið. Flutningurinn boðar endurfundi fyrir Ólöfu Garðarsdóttur, sem starfar hjá Elko, en hennar fyrsta starf var við pökkun hjá Myllunni 1982. „Þetta er aðallega bara skemmtilegt enda er allt gjörbreytt,“ svarar Ólöf aðspurð hvort endurkoman sé tilfinn- ingaþrungin. „Ég var notabene að vinna hérna þegar ég var sextán ára svo ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var.“ Ólöf á þó minningar af því hvað hún var gróflega að gera en hún vann við að pakka vínarbrauði og kökum. „Ég fór beint í þetta eftir 10. bekk- inn svo þetta var fyrsta alvöru vinnan, fyrsta ástin,“ segir Ólöf flissandi en hún eignaðist sinn fyrsta kærasta í starfinu. „En þetta er svo langt síðan svo ég man ekki alveg hvernig þetta leit út.“ Heim á fornar slóðir Eftir Mylluna fór Ólöf að starfa hjá Hag- kaup þar sem hún vann í mörg ár og f lutti síðar til Danmerkur og Noregs. Þegar hún f lutti aftur heim fékk hún vinnu í Keflavík hjá Elko í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þegar Covid skall á fékk Ólöf svo tilfærslu aftur á fornar slóðir í Skeifunni. „Mitt heimasvæði, sko,“ segir hún hreykin. „Ég fékk að velja og ég þurfti ekkert að hugsa mig um. Að sjálfsögðu valdi ég Skeifuna!“ Ólöf hefur þannig meiri reynslu af Skeifunni en flestir Íslendingar og hefur sitthvað að segja um þá þróun sem þar hefur átt sér stað á þessum fjörutíu árum. „Mér finnst svæðið því miður aðeins úr sér gengið, sérstaklega fyrir bílaum- ferð,“ segir Ólöf og bendir á að umferðin hafi ekki verið svo mikil á þeim tíma. „Í dag eru komnar allar þessar stórversl- anir en þá var þetta miklu meira iðn- aðarhverfi – það var lakkrísgerð hérna og svona. Nú eru þetta bara orðnar versl- anir og það þyrfti að endurskipuleggja þetta allt.“ Mylla og bingó Ólöf varð 56 ára á þessu ári og er ekki viss um hvort starfsferill hennar muni leiða hana aftur í Mylluhúsið eftir næstu fjörutíu ár. „Ég veit ekki alveg hvort ég verði enn þá að vinna, 96 ára gömul, en það er aldr- ei að vita!“ segir hún og hlær. „Kannski verður komið félag fyrir eldri borgara sem ég verð að stjórna.“ Þeir geta þá kannski spilað myllu í þessu húsnæði? „Já, myllu og bingó!“ n Endurfundir við Mylluhúsið Ólöf Garðarsdóttir hóf starfsferil sinn í Skeifunni fyrir fjörutíu árum og er komin á sama stað aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Merkisatburðir 1357 Hornsteinn er lagður að Karlsbrúnni í Prag. 1816 Argentína lýsir yfir sjálfstæði. 1916 Vopnaður enskur togari tekur farþegaskipið Flóru á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar með 100 farþega innanborðs og er því siglt til Bretlands. Farþegarnir voru sendir heim með öðru skipi síðar í sama mánuði. 1932 Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fæðist í Illinois. 1940 Mikið haglél í Hrunamannahreppi og stíflast lækir af aurburði. 1946 Skemmtigarðurinn Tívolí í Reykjavík er opnaður. Þar eru meðal annars bílabraut, hringekja, Parísar- hjól og danspallur. 2011 Suður-Súdan fær sjálfstæði frá Súdan. Þetta er aðallega bara skemmtilegt enda er allt gjörbreytt. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hjördís Pedersen lést á krabbameinsdeild Landspítalans aðfaranótt 7. júlí 2022. Jarðarförin verður auglýst síðar. Stefán Agnar Magnússon Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir Árni Sverrisson Agnar Árni Stefánsson Brenda Mueck Eygló Margrét Stefánsdóttir Anna Dögg Einarsdóttir ömmu- og langömmubörn. Elskuleg sambýliskona, móðir og amma, Þórdís Jósefína Guðjónsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, sunnudaginn 3. júlí síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 18. júlí klukkan 13.00. Kristján Grétar Jónsson Sigrún Linda Þorgeirsdóttir Þórir Viðar Þorgeirsson Rán, Röskva, Eir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður og afa, Odds Magnússonar séntilmanns. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar og útför hefur farið fram. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki L5 á Landakoti fyrir hlýhug. Þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsfélagið Ljósið. Reikn. 0130-26-410520, kt. 590406-0740. Börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra sonar, bróður og barnabarns, Ómars Andrésar Ottóssonar Hedegaardsvej 11a, sem lést í Kaupmannahöfn, 8. maí síðastliðinn, vegna heilablæðingar. Sérstakar þakkir til allra sem aðstoðuðu á svo margan hátt og þökkum ómetanlegan stuðning á þessum erfiða tíma. Sigurlína Andrésdóttir Snorri Valberg Egill Orri Valberg Auður Ísadóra Valberg Hreinn Ómar Sigtryggsson Kolbrún Þórisdóttir Lárus Valberg Guðný Rut Jónsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón I. Tryggvason rafvirki, Árskógum 1A, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 14. júlí klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsfélagið Ljósið. Guðbjörg I. Jóhannesdóttir Arnfríður Eva Jónsdóttir Atli Örn Jónsson Margrét Jónsdóttir Jón Helgi Bragason Halldór Jónsson Sólveig Samúelsdóttir Steinar Jónsson afa- og langafabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Jónasar A. Kjerúlf Stillholti 19, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Höfða, Hjúkrunar- og dvalarheimilis, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Brynja Kolbrún Kjerúlf Jóna María S. Kjerúlf Pétur Hafsteinn Ingólfsson Edda Elísabet Kjerúlf Einar Þorsteinsson Kristbjörg Kjerúlf Marcelo Doti Kolbrún Kjerúlf Guðlaugur Gunnarsson Andrés Ólafur Kjerúlf Þórunn Káradóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún María Vigfúsdóttir lést í faðmi fjölskyldunnar þann 29. júní á Hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þann 14. júlí klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Hjalti Páll Þorvarðarson Þorvarður G. Hjaltason Guðrún Einarsdóttir Hjalti V. Hjaltason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kamma Agneta Dalsgaard Níelsdóttir leikskólastjóri, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 1. júlí. Kamma verður jarðsungin frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 12. júlí kl. 15. Rúna K. Tetzschner Jökull Benedikt Knútsson María Rós Magnúsdóttir Hlynur, Snæbjörn, Dagný og Elísabet Ösp Jökulsbörn FRÉTTABLAÐIÐLAUGARDAGUR 9. júlí 2022 Tímamót 31

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.