Fréttablaðið - 09.07.2022, Side 64

Fréttablaðið - 09.07.2022, Side 64
 Undirbúningsstyrkir Styrkir til sýningaverkefna Útgáfu-/rannsóknastyrkir og aðrir styrkir M yn dl is ta rs jó ðu r Veittir verða styrkir allt að 3.000.000 kr. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 22. ágúst 2022 Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunar­ reglur og leiðbeiningar má finna á vefsíðu myndlistarsjóðs, myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í september­ mánuði. Um er að ræða seinni úthlutun úr sjóðnum árið 2022. Opið er fyrir umsóknir í myndlistarsjóð Lestrarátakið Tími til að lesa sameinar tvö helstu áhuga- mál Gunnars Helgasonar, ritlist og fótbolta. Krakkar á aldrinum 6-14 ára eru hvattir til að lesa og skrifa sögur samhliða EM kvenna í knatt- spyrnu. Leikarinn og rithöfundurinn góð- kunni Gunnar Helgason ýtir nýju lestrarátaki úr vör í dag í tilefni EM kvenna í knattspyrnu. Átakið, sem er fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára, ber heitið Tími til að lesa og er tví- þætt. Í fyrsta lagi er lestraráskor- unin Lesum leikinn. „Þá gera börn og forráðafólk samning sem fólk getur náð í á timitiladlesa.is. Þar lofar barnið að lesa ákveðið mikið fyrir hvern leik sem íslenska kvennalandsliðið spilar á EM, hvert mark sem er skor- að og hvert víti sem er varið. Þau sem gera samninginn ákveða hver verðlaunin eru, sem eiga náttúrlega bara að vera ókeypis, fjölskyldu- stund, knús, bíó- eða spilakvöld,“ segir Gunnar. Í öðru lagi er sögukeppnin Skrif- um söguna, þar er börnum frjálst að senda inn sögu sem inniheldur á einhvern hátt orðið bolta. „Það geta allir sem eru 6-14 ára sent inn sögu á gunnihelga@ timitil adlesa.is. Það getur verið hvernig saga sem er, hún þarf ekk- ert að vera löng. Það getur verið ljóð, myndasaga, leikrit, sjónvarps- handrit, þau ráða því algjörlega. Það eru engin skilyrði með söguna nema að það verður að vera ein- hvers konar bolti, það getur verið brennibolti, körfubolti, fimleika- bolti eða fótbolti,“ segir Gunnar. Stærstu verðlaun sem um getur Að sögn Gunnars þurfa krakkar að senda inn sögurnar í síðasta lagi 18. júlí svo hann hafi tíma til að lesa þær allar og endilega fyrr. Verðlaunin eru svo ekki af verri endanum en sigurvegari sögu- keppninnar fær ferð fyrir tvo á næsta útileik kvennalandsliðsins í knattspyrnu í haust. „Ég vel bestu söguna og sigur- vegarinn fær ferð til útlanda. Þetta eru stærstu verðlaun sem um getur í svona smásagnakeppni barna!“ segir Gunnar. Lestraráskorunin stendur yfir svo lengi sem stelpurnar okkar eru með í leik á EM í knattspyrnu. Keppnin hefst á Englandi í þessari viku en Ísland keppir sinn fyrsta leik næsta sunnudag á móti Belgíu. „Við vonum að það standi sem lengst. Helst að við förum bara alla leið, við trúum því. Ég er alla vega sjálfur rosa bjartsýnn því hópurinn hefur bara breikkað, batnað og stækkað,“ segir Gunnar og bætir því við að það reynist honum hægara sagt en gert að halda væntingum í hófi. Bókmenntaumræður á vellinum Eitt sinn var það þannig að krakkar sem höfðu mikinn áhuga á fótbolta höfðu ekki mikinn áhuga á að lesa og öfugt. Hefur orðið breyting þar á? „Þegar ég var ungur maður í list- námi þá þótti ekki fínt að tala um fótbolta eða hafa áhuga á fótbolta. Það voru mjög erfið fjögur ár þegar ég þurfti að þykjast hafa ekki áhuga á fótbolta í Leiklistarskólanum. En mér finnst það hafa breyst mikið undanfarið að listafólk segi kinn- roðalaust að það hafi áhuga á fót- bolta.“ Gunnar segir fótbolta vera mjög stóran part af lífi margra en hann hefur alla tíð verið bæði mikill lestrarhestur og áhugamaður um knattspyrnu. „Ég finn það bara með mínum fótboltasögum, eftir að þær fóru að koma út, þá lendi ég oft í bók- menntaumræðum á vellinum við börn. Það eru svona fótboltakrakk- ar sem koma á völlinn að horfa á leiki, að þau skuli hafa lesið allar þessar bækur og vilji ræða þær er ekkert minna en stórkostlegt fyrir mig.“ n Fótbolti og bóklestur í eina sæng Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Gunnar Helgason bregður á leik með hundi sínum á sparkvelli Öldutúnsskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þegar ég var ungur maður í listnámi þá þótti ekki fínt að tala um fótbolta eða hafa áhuga á fótbolta. tsh@frettabladid.is Leitin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fer í loftið á Rás 1 í dag þar sem Þóra Hjörleifsdóttir og Halla Ólafsdóttir rekja söguna af leit verkfræðingsins Giancarlo Gianazza og arkitektsins Þórarins Þórarinssonar að hinu heilaga grali uppi á hálendi Íslands. „Bróðir hans pabba er búinn að vera í mörg, mörg ár í einhverjum óræðum fjársjóðsleiðangri sem ég vissi aldrei alveg hvað var. Svo frétti ég að hann væri að leita að hinu heilaga grali með ítölskum milljónamæringi,“ segir Þóra en Þórarinn er föðurbróðir hennar. Verkefnið á rætur sínar að rekja til ársins 2004 þegar Giancarlo Gianazza uppgötvaði faldar vís- bendingar í Hinum guðdómlega gleðileik eftir Dante Alighieri. Giancarlo taldi að þetta stórvirki ítalskrar bókmenntasögu væri í raun dulkóðað fjársjóðskort sem vísaði upp á Kjöl. „Útvarpsserían rekur söguna frá því að þeir kynnast og út á hvað kenningar þeirra ganga. Giancarlo Gianazza er verkfræðingur og er með hobbí sem er að finna dul- kóðaðar upplýsingar í málverkum eftir Leonardo da Vinci og Sandro Botticelli. Svo var hann mjög mikið að pæla í Hinum guðdómlega gleði- leik,“ segir Þóra. Að sögn Þóru telur Giancarlo sig hafa fundið leynileg hnit í ljóða- bálki Dantes. Allar ljóðlínur verks- ins eru númeraðar og gaf Dante þau fyrirmæli að þegar Guðdómlegi gleðileikurinn yrði endurprent- aður mætti ekki breyta einum einasta staf. „Giancarlo fór að skoða ljóðið og leita að frávikum og hlutum sem voru skrýtnir og spá í það út frá númerunum á ljóðlínunum. Þetta varð til þess að hann fann hnit af mjög afmörkuðum stað á Íslandi sem er þarna uppi á Kili.“ Þetta hlýtur að hafa hljómað alveg lygilega fyrst um sinn? „Það sem mér finnst svo magnað við þetta er að þeir eru búnir að vera að standa í þessu verkefni í næstum tuttugu ár og þegar fólk heyrir af þessu þá finnst öllum þetta bara vera eitthvað fárán- legt. En þetta eru ekkert einhverjir skrýtnir karlar. Jú, þeir eru klár- lega pínu sérvitrir en maður myndi aldrei á förnum vegi hugsa að þeir væru eitthvað skrýtnir. Þetta eru eldklárir og sprenglærðir karlar sem eru ekki bara að leita að ein- hverju út í bláinn.“ Þættirnir, sem eru fimm talsins, verða f luttir í línulegri dagskrá á laugardagsmorgnum á Rás 1 í júlí og ágúst, en þáttaröðin í heild sinni er jafnframt aðgengileg á helstu hlaðvarpsveitum frá og með deg- inum í dag. n Hafa leitað að hinu h eilaga grali á Kili í tvo Halla Ólafsdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir gerðu fimm þátta hlaðvarpsseríu um æsispennandi fjársjóðsleit á Kili. MYND/ÓSKAR ÖRN HÁLFDÁNARSON 40 Menning 9. júlí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 9. júlí 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.