Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 28
Venjulega fékk ég aldrei nein skilaboð en núna gerist það bara frekar oft að fólk er í grenndinni! Skartgripahönnuðurinn Jónas Breki Magnússon er í hörkustuði í Danmörku eftir að hafa slegið í gegn sem sér- legur gullsmiður tónlistarhá- tíðarinnar Copenhell þar sem hringar hans með sjálfum Fenrisúlfinum hertum í rokk- uðum vítislogum seldust upp. toti@frettabladid.is „Ég er Copenhell-gullsmiðurinn,“ segir Jónas Breki vígreifur en eftir að hafa lengi verið þekkt- astur fyrir hauskúpuhringa sína hefur hann heldur betur haslað sér völl í Danmörku, þar sem hann býr með fjöl- skyldu sinni, með skarti sem hann gerir innblásinn af nor- rænni goðafræði. „Ég er svo stoltur af því að geta sagst hafa hannað og gert fyrsta opinbera Copenhell-hringinn,“ segir Breki og brosir breitt enda stendur hin rómaða vítisveisla í Kaupmannahöfn nærri rokk- hjörtum hans og Gúrýjar, konunnar hans. Geggjuð fjölskylduhátíð „Þessi hátíð er svo mikið við og alltaf þegar við mætum er það eins og ættarmót í besta hugsan- lega skilningi. Við Gúrý höfum mætt á hátíðina í átta af þeim ellefu skiptum sem Copenhell hefur verið haldin. Það skemmtilegasta er svo að krakkarnir okkar fá alltaf að vera með í einn dag og þetta var í fjórða skiptið sem þau komu með.“ Krakkadaginn bar að þessu sinni upp á 16. júní, afmælisdag Breka, sem segir rokkhátíð með börnunum hafa verið sérstaklega góða afmælis- gjöf þar sem fjölskyldan hristi höfuð sín saman í takt við ekki ómerkari kanónur en Korn, Knocked Loose, Opeth, Judas Priest og KISS. „Þetta var geggjað og gaman að Rokkaður Fenrisúlfur hertur í vítislogum Köben odduraevar@frettabladid.is Borið hefur á góma meðal Íslend- inga á samfélagsmiðlum að annar hver Íslendingur hafi ferðast til Ítalíu í sumar. Gekk einn svo langt að spyrja sig hvort Ítalía væri orðin nýja Tenerife, þangað sem Íslend- ingar hafa flykkst í stórum hópum um margra ára skeið. Þóra Fjeldsted, ferðamálafröm- uður og Ítalíufari, útilokar það ekki en vantar þó samanburðinn. „Ég þekki ekki Tenerife og gott að taka það fram, en skilst að þangað fari allir, svarar Þóra sem búið hefur á Ítalíu undanfarin ár. „En mér hefur sýnst sem svo að síðasta árið kannski hafi verið miklu meiri áhugi á Ítalíu heldur en áður. Ég á til dæmis nokkra vini og kunningja sem allt í einu eru á ferðalagi um Ítalíu. Svo er ég allt í einu farin að fá skilaboð frá vinum sem vilja fá leiðbeiningar og ábend- ingar um hluti til að skoða. Ég hef klárlega orðið vör við gríðarlega mikinn áhuga og það er Íslendingar virðast sólgnir í Ítalíu jú eins og allir séu að heimsækja Ítalíu. Eða virkar allavega svolítið svoleiðis.“ Sjálf býr Þóra á milli Napolí og Rómar. „Ég bý tiltölulega langt fyrir utan ferðamannasvæði, þannig að ég verð kannski ekki eins vör við Íslendinga í kringum mig,“ útskýrir Þóra. „En svo þegar ég er í Bologna þá fæ ég stundum skilaboð frá fólki sem ég hef hvatt til að láta mig vita ef það er í grenndinni. Venjulega fékk ég aldrei nein skilaboð en núna gerist það bara frekar oft að fólk er í grenndinni!“ segir Þóra hlæjandi. Hún segist skilja aðdáun Íslend- inga á Ítalíu vel. „Ítalía er náttúrlega risastór og það er svo mikið af öllu og það er eitthvað fyrir alla.“ n Þóra þekkir ekki til á Tenerife og hefur því ekki samanburðinn en vinsældir Ítalíu hafa þó ekki farið fram- hjá henni. MYND/AÐSEND segja frá því að Breki jr. „crowd- sörfaði“ í fyrsta sinn á ævinni. Aðeins ellefu ára á Judas Priest tón- leikunum. Úlfur í vítislogum Copenhell var haldin í lok júní þegar hún losnaði loks úr tveggja ára nið- urdrepandi Covid-læðingi og gull- smiðurinn fékk loks að sjá glampa á rokkaða vítisloga í rokkskartinu sem stofnendur hátíðarinnar báðu hann um að hanna 2020. „Það var í janúar 2020 sem einn af þremur stofnendum Copenhell sendi mér tölvupóst þar sem hann spurði hvort við gætum hist augliti til auglitis á verkstæðinu vegna þess að hann vildi ræða samstarf um skartgripi,“ segir Breki og bendir á að þremenningarnir séu í fullri vinnu allan ársins hring að undir- búa hverja Copenhell-hátíð. „Þegar hann mætti kom hann sér beint að kjarna málsins og sagði að þeir hjá Copenhell vildu fá mig til þess að hanna og gera „official“ Copenhell-hringinn með Fenrisúlf- inum sem listamaðurinn Victor Ash málaði á sínum tíma fyrir hátíðina á gömlu skipasmíðastöðina við Refs- halevej.“ Seint koma sumir … Breki segist aðeins hafa átt eitt svar við þessari beiðni: „Af hverju tók það ykkur tíu ár að tala við mig? Ég hannaði síðan og gerði í einum hvelli þrjár mismunandi prótótýpur af Fenri. Það tók þá tvær vikur að ákveða hvaða hönnun þeir vildu. Síðan gerðu þeir pöntun og borguðu auðvitað fyrir hana og búmm! Fökk- ing Corona!“ Breki afgreiddi pöntunina f ljótt og örugglega en þegar á hólminn var komið var ekki hægt að drepa úlfinn úr dróma. „Þannig að það var auðvit- að ekkert festival 2020 en ég reyndi mikið að pressa á að setja hringinn í sölu á vefsíðunni þeirra en þeir vildu það ekki vegna þess að þeim fannst fólk verða að sjá hringinn með eigin augum. Þess vegna kom hringurinn fyrst út í ár,“ segir Breki. Úlfurinn rokkar „Það er svo geðveikt að hringurinn seldist upp á hátíðinni en þremur dögum fyrir hátíðina var hægt að sækja aðgangsarmböndin á svæði við hliðina á Kødbyen hjá aðaljárn- brautarstöðinni í Köben þar sem þeir voru með svið, hringana, alls konar varning og massa af bjór til sölu,“ segir Breki, sem rokkar feitt í Danmörku þetta árið. Bæði sem yfirlýstur gullsmiður Copenhell auk þess sem enn má skoða dauðadjásn hans á skartgripa- sýningunni Makabre Mesterværker í Sønderborg-höll. Þar vinnur hann einnig úr goðafræðinni og ferðalagi Freydísar Eiríksdóttur rauða til Val- hallar með tengingum við galdra- stafinn Vegvísi. n Verkið sem Breki var beðinn um að byggja hringinn á. MYND/AÐSEND Breki gullsmiður hittir ítrekað í mark í Danmörku og tók nú síðast Cobenhell-hátíðina með trukki og funheitum Fenrisúlfi. MYND/MATTHÍAS FINNS 24 Lífið 3. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 3. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.