Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.08.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 03.08.2022, Qupperneq 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@ frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Það hafa aldrei verið nein leiðindi þessi skipti sem við höfum verið við Ráðhúsið. Bara gleði. Guðríður Sigurbjörnsdóttir Hvernig var? Stórkostleg stund Hebba í Eyjum toti@frettabladid.is Herbert Guðmundsson tónlistarmaður „Þetta var bara stórkostleg stund. Stór­ kostleg stund og bara yndis­ legt og gaman,“ segir tónlistar­ maðurinn Herbert Guðmundsson sem, ótrúlegt en satt, tróð upp á Þjóðhátíð í Eyjum á sunnudags­ kvöld í fyrsta sinn á löngum ferli. „Þetta var æðislegt og bara eins og ég segi „once in a lifetime“ upplifelsi.“ Og varla þarf að spyrja að því að dalurinn og salurinn hafi verið vel með á nótunum þegar Hebbi tók sitt allra vinsælasta lag, eitís klassíkina Can´t Walk Away? „Já, já, og hljómsveitin Alba­ tross var svo góð. Þeir voru alveg frábærir, hann Halldór Gunnar og þessir strákar. Þetta var bara æðislegt. Þeir eru svo færir og voru búnir að æfa þetta vel og þetta er bara svo gott band. Meiri háttar.“ Hebbi var ekki aðeins að troða upp í fyrsta skipti á Þjóðhátíð þar sem hann hafði aldrei verið áður á Þjóðhátíð yfirleitt, þrátt fyrir sterkar og margvíslegar tengingar við Eyjar. Aðspurður segir hann þó ljóst að hann sé heldur betur til í að endurtaka leikinn ef kallið kemur. „Já, já. Þetta fór líka svo vel fram. Mikill fjöldi og þetta var bara alveg stórkostlegt sko,“ segir Herbert og bætir við að stundin hafi verið svo stór að dóttir hans, María Anna Christoffersen, hafi flogið sérstaklega heim til Íslands frá Danmörku „til að sjá pabba „live“ á stóra sviðinu.“ n n Lykilspurningin FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR SUMARÚTSALA BETRA BAKS 20% AF STILLAN- LEGUM RÚMUM 60% AFSLÁTTUR 10-40% A F H E I L S U I N N I S KÓ M EXCLUSIVE TOPPER Gæsadúnn. 90 x 200 cm. Verð: 30.900 kr. Nú 12.360 kr. Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Borgarbókasafnið tekur virkan þátt í Hinsegin dögum sem hófust í gær og þá var hinsegin bókabílnum lagt fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur í Austurstræti þar sem hann vekur forvitni og gleði og laðar að sér alls konar fólk annað en fordóma- fulla leiðindapúka. toti@frettabladid.is Bókabíll Borgarbókasafnsins er hinsegin þessa dagana og hefur verið fundinn góður staður við hús Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hann mun vera á Hinsegin dög- unum, með fullfermi fjölbreytilegs úrvals hinsegin bókmennta, þangað til fögnuður fjölbreytileikans nær hámarki á laugardaginn og Einar Sigurmundsson, bókabílstjóri og bókavörður, rennir honum saman við Gleðigönguna. „Hann er sko bara hinsegin í tvær vikur, svo er hann venjulegur allt árið,“ segir Einar. „Já, tiltölu- lega venjulegur,“ tekur Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri hjá Borgarbókasafninu, undir og heldur áfram: „Bókabíllinn er náttúrlega með sína áætlun en á Hinsegin dögum tæmum við hann af sínum venju- legu bókum og fyllum hann með hinsegin bókum sem koma flestar úr Grófarsafni.“ Guðríður segir hinsegin bóka- kost safnsins slíkan að lítið mál sé að fylla rúmgóðan bókabílinn í hólf og gólf. „Þegar bókasafn Sam- takanna ‘78 var lagt niður fengum við öll skáldritin þaðan gefins en fræðiritin fóru á Þjóðarbókhlöðuna og svo erum við bara með öflugt innkaupateymi sem er vel með á nótunum og duglegt að panta inn.“ Ný stoppistöð Hinsegin dekkjunum hefur verið brugðið undir bókabílinn Höfðingja frá 2019 en Guðríður segir hann þó aldrei hafa verið jafn áberandi og á þessari nýju stoppistöð í Austur- strætinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem hann er hérna við Lækjartorg en annars hefur hann bara verið niðri við Tjörnina hjá Ráðhúsinu. Hann tekur síðan í annað skipti þátt í göngunni á laugardaginn en við verðum örugglega ekki fyrst í röðinni. Við eltum bara,“ segir Guðríður og minnir á að heimsfaraldurinn hafi komið í veg fyrir Gleðigönguna síð- ustu tvö ár en nú er lag og Höfðingi verður fulltrúi Borgarbókasafnsins í göngunni sem boðberi fegurðar í frelsi og öllum hvatning til að víkka sjóndeildarhringinn með bóklestri. „Þegar við höfum tekið þátt í Hinsegin dögum þá er fólk meira að skoða og svo sér það eitthvað áhugavert. Þannig að það er ekki eins og það sé sérstaklega að leita að einhverri bók, eins og það gerir kannski frekar þegar það kemur á bókasafnið.“ Þá telur hún rétt að vekja athygli á fjölbreytninni í bílnum og að þar megi til dæmis finna unglingabækur, barnabækur, ljóð og teiknimyndasögur. Fordómalaus forvitni „Hann vekur heilmikla forvitni og við höfum náttúrlega ekki verið á svona góðum stað áður,“ segir Guð- ríður og bætir við að fjöldi fólks stökkvi á vagninn. „Það er líka mikið af ferðafólki sem finnst þetta áhugavert og svo náttúrlega eru aðrir sem bara elska bókabílinn,“ heldur hún áfram og hlær. „Fólk er svo glatt að sjá hann svona á ein- hverjum óvæntum stað.“ Og bóka- bílstjórinn tekur í svipaðan streng. „Þetta er sérstakt dæmi, sko.“ Aðspurð segja þau Guðríður og Einar að bókabílnum hafi bara verið tekið fagnandi og þau hafi ekki orðið vör við nein leiðindi eða áreiti frá fordómaliði. „Nei, ég er nú reyndar bara búinn að vera hérna í klukkutíma,“ segir Einar og hlær. „Nei, það hefur ekki verið. Það hafa aldrei verið nein leiðindi þessi skipti sem við höfum verið við Ráðhúsið. Bara gleði,“ segir Guðríður. Ekkert bannað Bannaðar bækur fylla eina hilluna í bílnum og eru ágætis áminning um að fordómarnir eru sjaldnast langt undan. „Þetta eru bækur sem eru bannaðar í öðrum löndum. Það er náttúrlega ekkert bannað hérna hjá okkur.“ Bannfærðu bókmenntirnar verða í brennidepli í bílnum í dag milli 16.30 og 17.30 þegar Mars Proppé ræðir hvað það felur í sér að banna bók og veltir upp spurningum um af hverju samfélög hafi í gegnum tíðina bannað bækur sem snúa að hinseginleika. „Þetta verður bara hér í bílnum þannig að það verður gaman að sjá hversu margir komast fyrir,“ segir Guðríður en Höfðingi verður opinn frá 13 til 18 fram á föstudag þegar Einar fer að fikra sig í átt að Gleði- göngunni. n Ekkert pláss fyrir leiðindi í hinsegin bókabílnum Guðríður og Einar við Höfðingja, sannkallaðan og sýnilegan boðbera gleði og fjölbreytileika á Hinsegin dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hinsegin bókakostur Borgarbóka­ safnsins fyllir bílinn auðveldlega. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut 26 Lífið 3. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.