Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.08.2022, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 03.08.2022, Qupperneq 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Láru G. Sigurðardóttur n Bakþankar Ég hækkaði í útvarpinu þar sem ég mjakaðist áfram innan um pálmatré í Kísildalnum. Doctor Radio hafði fengið til sín í spjall bæklunarskurðlækna. Sjarmerandi djúp karlmannsrödd skipaði hlustendum að anda frá sér koltví- sýringi. Síðan bættust í loftið fleiri raddir sem sammæltust um ágæti hugleiðslu. Allir læknarnir byrjuðu morguninn á að hugleiða, áður en haldið var inn á skurðstofu. Þeir ávísuðu meira að segja hugleiðslu fyrir sjúklinga sína og voru að rann- saka hvort hugleiðsla gæti dregið úr verkjalyfjanotkun eftir aðgerð. Sá með djúpu röddina hafði áhyggjur af hve margir sækja í ópíóíða eftir aðgerð. M. Catherine Bushnell hjá bandarísku heilbrigðismála- stofnuninni (NIH) hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig huglæg úrvinnsla verkja getur breytt taugatengingum. Sársauki er flókið ferli en rannsóknir hennar hafa sýnt að hægt er að dempa boð um líkamlegan sársauka. Með því að beina athygli og tilfinningum í ákveðið ferli getur virkni minnkað í heilasvæðum þar sem sársauki er upplifaður. Þá geta tilfinningar stillt verkjatón og virkni sársauka- brauta. Nýlega var gerð rannsókn á fólki með langvinna verki sem misnotaði ópíóíða. Fólkinu var skipt tilviljanakennt í tvo hópa. Annar hópurinn var þjálfaður í núvitund sem fléttar inn hugræna atferlismeðferð og jákvæða sál- fræði, hinn fékk eingöngu fræðslu og hópmeðferð. Í ljós kom að um helmingur núvitundar-hópsins var hættur að ofnota verkjalyf að níu mánuðum liðnum, nær tvöfalt fleiri en fræðslu-hópurinn. Þótt enn sé óljóst hvaða boðefni eru að verki í að milda sársauka bentu læknarnir á að við getum sótt okkar eigið ópíóíð með því að beina huganum í ákveðinn farveg, eins og með því að hugleiða. n Okkar eigið ópíóíð Það er góð byrjun að vera hjá TM Hugsum í framtíð TAX FREE af skólatöskum, 2. – 5. ágúst Tax free jafngildir 19,36% afslætti. Tilboðið gildir ekki með öðrum tilboðum. Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.