Skessuhorn - 25.08.2021, Síða 24
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 202124
„Saga hans er í senn saga einstak-
lings sem haslar sér völl og saga
samfélagsbreytinga,“ skrifar Magn-
ús Pétursson meðal annars í formála
bókar sinnar um lífshlaup föður
síns: Lífshlaup athafnamanns, sem
kom út á síðasta ári. Pétur Péturs-
son, fyrrum alþingismaður alþýðu-
flokksins og athafnamaður, hefði
fagnað aldarafmæli sínu 21. ágúst
síðastliðinn. Til stóð að afkomend-
ur Péturs myndu hittast í Lindar-
tungu í Kolbeinsstaðarhreppi á af-
mælisdegi hans og afhenda félags-
heimilinu málverk í tilefni aldaraf-
mælisins og segja frá bókinni um
lífshlaup hans sem kom út í fyrra,
en í ljósi aðstæðna og takmarkana
var horfið frá þeim hugmyndum. Í
staðinn fór Pétur Pétursson yngri
vestur í Kolbeinstaðarhrepp á dög-
unum og afhenti sjálfur málverkið í
Lindartungu, en þar eru æskuslóðir
föður hans, á gjánni við Mýrdal.
Blaðamaður Skessuhorns hitti þá
bræður, syni Péturs að máli. Hér
verður gripið niður í bókina um
ævi Péturs, fyrrum alþingismanns.
Saga hans er á margan hátt dæmi-
gerð og lýsing á aðstæðum fólks á
fyrri hluta tuttugustu aldar og fyrir
þær miklu breytingar sem urðu á ís-
lensku samfélagi um miðja öldina.
Hreinræktaður
Snæfellingur
Pétur Pétursson frá Mýrdal var
hreinræktaður Snæfellingur að
erfðum og uppeldi. Kominn af erf-
iðisfólki á norðan- og sunnanverðu
Snæfellsnesi sem auðnaðist þó ekki
að lifa og basla saman. Foreldrar
Péturs voru fátæk vinnuhjú, Pét-
ur Pétursson vinnumaður á Álftá
og Ólafía Eyjólfsdóttir vinnukona
á sama bæ. Pétur fæddist í Mýrdal
í Kolbeinsstaðarhreppi 21. ágúst
1921 nokkru eftir að pabbi hans
dó en gæfa Péturs var hins veg-
ar að fæðast og alast upp framan af
aldri í Mýrdal í skjóli Þórðar gísla-
sonar hreppsstjóra og ingibjarg-
ar guðmundsdóttur og seinna hjá
gísla syni Þórðar og konu hans,
guðrúnu guðjónsdóttur Öfjörð
frá Lækjarbug á Mýrum. Ábúend-
ur í Mýrdal voru öllum afar velvilj-
aðir og báru hag þeirra er minna
máttu sín fyrir brjósti. Þórður og
ingibjörg ólu upp fólk sem ann-
ars hefði orðið minna úr. að sama
skapi höfðu gísli og guðrún svip-
að viðhorf og foreldrarnir til þess-
ara mála.
Námsárin á Íslandi
Pétur útskrifaðist með fullnaðar-
próf barna vorið 1936 í Kolbeins-
staðaskóla, þá 15 ára gamall, og
þótti honum gaman að læra. að
fullnaðarprófi loknu kom helst
þrennt til álita líkt og hjá öðrum
unglingum í sömu sporum; að ger-
ast bóndi, flytja á mölina eða læra
eitthvað. Pétur hafði litla möguleika
í búskapnum enda stóð hugur hans
ekki beint þangað. gísli, fóstri Pét-
urs, var á því að hann skyldi halda
áfram að læra. Sveinbjörn Jónsson,
kennari á Snorrastöðum og kennari
Péturs, var sömu skoðunar og ráð-
lagði Pétri að sækja um skólavist í
Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Pétur fylgdi þeim ráðum og var í
Héraðsskólanum á Laugarvatni tvo
vetur, 1939-40 og 1940-41. Pétri
sóttist námið á Laugarvatni frek-
ar vel og var líklega betur undirbú-
inn frá Sveinbirni Jónssyni barna-
skólakennara en ýmsir aðrir. Hann
útskrifaðist 31. mars 1940 úr yngri
deild skólans og þótti skara fram úr
í landafræði, Íslandssögu og heilsu-
fræði sem sumir kölluðu kjafta-
greinar. Seinna skólaárið gekk Pétri
enn betur enda lagði hann hart að
sér og vissi best sjálfur að það skipti
máli upp á vinnu að koma með góð-
an vitnisburð úr skólanum. Haust-
ið 1941 fór Pétur í Samvinnuskól-
ann og hélt þannig áfram mennta-
göngu sinni en námsefnið var tölu-
vert strembnara en Pétur þekkti úr
Kolbeinsstaðaskóla og svo Héraðs-
skólanum á Laugarvatni. Einn vet-
ur í Samvinnuskólanum þar sem
tekið var próf í tveggja ára náms-
efni var vegarnestið út í lífið.
Vinnuþjarkur mikill
Pétur þurfti að afla sér tekna til að
kosta skólagönguna á Laugarvatni
og í Samvinnuskólanum. Á árun-
um 1936-’39 vann hann og lagði
fyrir til að halda sér uppi á Laugar-
vatni. vorið 1941 flutti hann svo til
reykjavíkur og sumarið sama ár tók
hann að sér alla þá vinnu sem hann
mögulega gat. Hann var í kolaupp-
skipun, fiski og hvar annars staðar
þar sem von var á tekjum til að fjár-
magna námið í Samvinnuskólan-
um þegar það hófst haustið 1941.
Samvinnuskólanum var svo slit-
ið um vorið 1942 og þá var Pétur
enn á ný farinn að svipast um eft-
ir vinnu. Skólastjórinn í Samvinnu-
skólanum á þessum tíma, Jónas
frá Hriflu, hafði sambönd við alla
kaupfélagsstjóra landins og iðulega
kom það fyrir að þá vantaði menn
til starfa. Þannig atvikaðist það að
Pétur hóf störf hjá Kaupfélagi Hér-
aðsbúa eftir að skólanum lauk vorið
1942 og hélt Pétur strax til reyð-
arfjarðar eftir skólaslitin til að hefja
þar störf. Á þessum tíma var Pétur
21 árs gamall og fullur orku. Þegar
austur var komið tók Pétur sér ým-
islegt fyrir hendur. Hann var bókari
eða innanbúðarmaður í kaupfélag-
inu, eins og það var kallað, en þótti
ekki síður gaman að taka þátt í líf-
inu og starfi fólks á reyðarfirði.
Ameríkuþorpið
fyrir austan
Í þorpinu á reyðarfirði voru á
styrjaldarárunum allt að 4.000 her-
menn; breskir, kanadískir, banda-
rískir og norskir. Þeir komu og fóru
eins og gengur á stríðstímum. Íbú-
ar á reyðarfirði voru einungis um
300 talsins og ekki að undra að
töluvert hafi farið fyrir hermönn-
unum og tekist kynni milli manna.
reyðarfjörður breyttist því úr fá-
brotnu smáþorpi, þar sem ríkti fá-
tækt og atvinnuleysi, í samfélag
fólks sem hafði peninga milli hand-
anna og næga atvinnu. Skemmtan-
ir voru tíðar og fjölþjóðlegra áhrifa
gætti. Menningarlífið blómstraði
og kaffihús voru starfandi, það voru
bíósýningar og böll, leiksýning-
ar og íþróttamót. Þetta kom í stað
hefðbundinna töðugjalda, jólaballs
og þorrablóts. auk þess að bóka
reikninga í kaupfélaginu vann Pét-
ur hjá bandaríska hernum þar sem
hann afgreiddi drykki í kaffihúsinu,
Mindenkaffi. Þar kynntist Pétur
nokkrum ameríkönum, meðal ann-
ars Walter F. Mitchell sem kom frá
Newark í New Jersey. Þeim Wal-
ter og Pétri kom vel saman. Wal-
ter kenndi Pétri ensku og kveikti
áhuga hans á að fara út í heim. Wal-
ter fékk að auki pabba sinn, gerald
v. Mitchell, til að skrifa til Péturs
og hugsaði það sem góða æfingu í
enskum stíl. Þessi kunnings<skapur
varð Pétri gagnlegur og áhrifarík-
ur þegar hann fór svo til Bandaríkj-
anna tveimur árum síðar.
Vesturfari
algengt var að ungt fólk færi til
Bandaríkjanna og leitaði sér mennt-
unar því möguleikarnir heima á Ís-
landi voru takmarkaðir. að fara til
Evrópulandanna var síður eftir-
sóknarvert. Stríðið stóð enn 1944
og voru Bandaríkin á þessum árum
að sýna sig sem stórveldi og sóttust
eftir áhrifum. Því lá beinast við að
ungt fólk hér á landi færi vestur um
haf og freistaði gæfunnar í námi og
starfi. Pétur slóst í þennan hóp og
hafði það mikil áhrif á lífsbók hans.
Hann sigldi með goðafossi vest-
ur um haf þegar skipið lagði upp
í sína næstsíðustu ferð til Banda-
ríkjanna föstudaginn 14. júlí 1944
og var þetta jafnframt hans fyrsta
utanlandsferð. Ferðin vestur tók
21 dag og var goðafossi siglt inn
í höfnina í New York klukkan sex
að morgni 2. ágúst. Ítarleg læknis-
rannsókn var gerð á öllum farþeg-
um og áhöfn um borð áður en lagt
var að bryggju. Þá tók við umfangs-
mikil skoðun tollyfirvalda. Fyrstu
dagar Péturs í New York fóru í það
að kynna sér borgina og samgöng-
ur. Tilgangur ferðarinnar vestur um
haf hjá Pétri var hins vegar gagn-
gert að fara í háskóla og mennta sig
frekar. Frá siglingunni og lífinu um
borð segir hann í fróðlegum dag-
bókarfærslum.
New York háskóli
Pétur stóð við loforð sitt og setti sig
fljótt í samband við Mitchell hjón-
in, foreldra Walters sem hann hafði
vingast við á árum sínum á reyð-
arfirði. Þau hjónin buðu Pétri um-
svifalaust heim til sín sem hann
þáði. Strax barst í tal hvert förinni
væri heitið og sagðist Pétur eiga
skólavist í Fargo í Norður-dakóta.
Hjónin stungu upp á að hann skyldi
leita fyrir sér í New York háskóla
og þá gætu þau verið honum inn-
an handar ef á þyrfti að halda. Pét-
ur bar þessa hugmynd undir mann
Aldarafmæli Péturs Péturssonar fyrrverandi
alþingismanns úr Hnappadal
Pétur Pétursson á tröppunum í Mýrdal.
Pétur Pétursson yngri afhendir hér húsverðinum í Lindartungu, Helgu Jóhanns-
dóttur, málverkið Gjáin í Mýrdal sem hann sjálfur málaði. Verkið var gefið í tilefni
aldarafmælis Péturs Péturssonar.
Pétur Pétursson að störfum í Landssmiðjunni.