Skessuhorn - 25.08.2021, Síða 30
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 202130
Markvörðurinn Árni Marinó Ein-
arsson hefur vakið verðskuldaða at-
hygli eftir að hann var valinn að-
almarkvörður Skagamanna fyrr í
sumar og átt hvern stórleikinn á
fætur öðrum og engan betri en í
leik gegn FH í 16-liða úrslitum bik-
arkeppninnar. Þar hélt Árni Mar-
inó Skagamönnum inni í keppninni
með frábærri markvörslu undir lok
leiksins.
„Ég hef fundið mig vel í sumar
og verið einbeittur. Ég er frekar ró-
legur og feiminn að eðlisfari og ég
held að það hjálpi mér í undirbún-
ingi fyrir leikina að vera yfirveg-
aður,“ segir hinn 19 ára gamli Árni
Marinó í samtali við Skessuhorn.
„auk leiksins gegn FH þá fannst
mér ég eiga góðan leik gegn vík-
ingum í reykjavík sem við töpuð-
um naumlega.“
Frá C-liði Aftureldingar
í aðalmarkvörð ÍA
Árni Marinó byrjaði að æfa knatt-
spyrnu með aftureldingu í Mos-
fellsbæ þar sem hann bjó áður en
hann flutti á akranes. „Ég byrjaði
upphaflega sem markvörður með
C-liði aftureldingar, en áður hafði
ég æft sem útileikmaður með fé-
laginu. Fyrir fjórum árum fluttist
fjölskyldan mín síðan á akranes og
ég fór strax að æfa með 3. flokki Ía.
Þá voru um fimm eða sex markmenn
sem æfðu með flokknum. Ég byrjaði
að leika með C-liðinu og vann mig
upp í a-liðið og var í lok sumarsins
valinn besti leikmaðurinn í 3. flokki.
Eftir að ég kom í 2. flokkinn varð ég
aðalmarkvörður liðsins og er reynd-
ar enn gjaldgengur í 2. flokknum.“
Í vetur fór Árni Marinó að æfa
með aðalliði Skagamanna og var
þriðji markmaður í æfingarleikjun-
um í vetur. „Ég kom frekar lítið við
sögu í þeim leikjum, nema ég kom
inn á sem varamarkvörður í leik
gegn gróttu í fotbolta.net mótinu.
Eftir að ég fékk óvænt tækifæri í
sumar ákvað ég að nýta mér það og
leggja mig allan fram til að standa
mig.“
Skagamenn hafa verið í botn-
baráttunni í sumar og þurfa virki-
lega á sigrum að halda þegar ein-
ungis fimm umferðir eru eftir af Ís-
landsmótinu til að halda sæti sínu í
deildinni. „við erum staðráðnir í því
að leggja okkur alla fram í þessum
leikjum og eru þeir allir hreinir úr-
slitaleikir fyrir okkur. við ætlum að
mæta grimmir og ákveðnir til leiks í
þeim öllum.“
Hefur vaxið með
hverri raun
Jóhannes Karl guðjónsson þjálf-
ari sagði í viðtali eftir einn leik
Skagamanna í sumar að hann væri
búinn að fylgjast vel með Árna
Marinó og að hann hefði vax-
ið með hverri raun og sýnt mikl-
ar framfarir; verið áræðinn og
óhræddur við þau verkefni sem
hann tekst á við.
Árni Marinó er starfsmaður hjá
frístundamiðstöðinni Þorpinu á
akranesi í sumar eftir að hafa lok-
ið stúdentsprófi frá Fva í vor. „Ég
hef hugsað mér að fá mér vinnu í
vetur og einbeita mér að fótbolt-
anum og reyna að bæta mig eins
og ég get og láta frekara nám bíða
um sinn,“ sagði Árni Marinó, sem
miðað við frammistöðuna í sumar
á svo sannarlega framtíðina fyrir
sér í fótboltanum. Frá því að vera
markvörður í C-liði hjá aftureld-
ingu í að verða aðalmarkvörður
Ía og er þegar byrjað að tala um
hann sem einn sá efnilegasta með-
al yngri markvarða landsins. se
Það er ekki á hverjum degi sem
einn og sami leikmaðurinn skorar
fimm mörk í leik. En það gerðist
þegar Fjölnir sigraði víking Ólafs-
vík 7:0 í leik sem spilaður var á
Ólafsvíkurvelli á föstudagskvöldið,
en þá skoraði hinn tvítugi Jóhann
Árni gunnarsson fimm mörk.
Það var fátt sem benti til þess að
leikurinn myndi enda sem mar-
tröð fyrir heimamenn í Ólafsvík,
því víkingur var síst lakari aðilinn í
byrjun leiks og skapaði sér nokkur
álitleg marktækifæri á fyrsta hálf-
tíma leiksins. En á 35. mínútu kom
Jóhann Árni Fjölni yfir í leiknum
með viðstöðulausu skoti í stöng
og inn. aðeins tveimur mínútum
síðar fengu gestirnir vítaspyrnu
eftir peysutog. Jóhann Árni steig
á punktinn og skoraði örugglega
og staðan allt í einu orðin 0:2 og
þannig stóð í hálfleik.
víkingsmenn komu ákveðnir
inn í síðari hálfleikinn og fengu
sín færi og jafnræði var með lið-
unum en um miðjan hálfleikinn
kom þriðja mark Jóhanns Árna og
Fjölnis, en þá skoraði hann einn og
óvaldaður innan vítateigs. aðeins
tveimur mínútum síðar var staðan
orðin 0:4 þegar andri Freyr Jón-
asson skoraði af stuttu færi. við
þetta varð uppgjöf hjá víkingi og
Fjölnismenn gengu á lagið. Á 74.
mínútu skoraði Hans viktor guð-
mundsson fimmta markið,. Jóhann
Árni gerði síðan sjötta og sjöunda
mark Fjölnis undir lok leiksins og
stórsigur liðsins staðreynd.
Eftir góðan sigur víkings gegn
Þór á akureyri helgina áður kom
kom þetta stóra tap frekar óvænt.
guðjón Þórðarson þjálfari vík-
ings var að vonum svekktur í leiks-
lok. Hann sagði í viðtölum eftir
leikinn að fyrri hálfleikurinn hefði
verið alveg ágætur og leikmenn
staðið fyrir sínu. En sér hefði þótt
sárt að sjá þessa algjöru uppgjöf
sem varð í síðari hálfleiknum og
Fjölnismenn fengu óáreittir að at-
hafna sig.
víkingur Ólafsvík vill örugg-
lega gleyma þessum leik sem fyrst
og var næsti leikur liðsins á dag-
skrá gegn vestra á Ísafirði í gær.
Leikurinn var ekki hafinn þegar
Skessuhorn fór í prentun.
se/ Ljósm. af.
Íslandsmót golfklúbba í 2. deild
kvenna í +50 ára flokki fór fram
á Kirkjubólsvelli hjá golfklúbbi
Sandgerðis dagana 19. - 21. ágúst.
alls tóku átta klúbbar þátt í bar-
áttunni um Íslandsmeistaratitil-
inn og leikið var í tveimur riðlum
og komust tvö efstu liðin úr hvor-
um riðli í undanúrslit. golfklúbb-
urinn Leynir frá akranesi og golf-
klúbbur Suðurnesja léku til úrslita
um sigurinn í 2. deild kvenna og
þar hafði Leynir betur 2-1 og leik-
ur Leynir því í efstu deild að ári.
vaks
Skallagrímur lék tvo síðustu leikina
á Íslandsmótinu í B-riðli 4. deild-
ar þetta sumarið í liðinni viku og í
fyrri leiknum þurftu Skallagríms-
menn að sætta sig við 3-1 tap gegn
Uppsveitum þegar liðin mættust á
miðvikudaginn en leikið var í upp-
sveitum Árnessýslu. Fyrsta mark
leiksins skoraði viktor Már Jónas-
son fyrir Borgnesinga á 29. mínútu
en heimamenn í Uppsveitum náðu
að lagfæra stöðu sína áður er flautað
var til hálfleiks. Óliver Jóhannsson
skilaði knettinum í mark Skallanna
á 44. mínútu og mínútu síðar skor-
aði Máni Snær Benediktsson annað
mark heimamanna og kom þeim í
2-1 þegar gengið var til klefa.
Upphaf seinni hálfleiks var frek-
ar tíðindalítið. Það var ekki fyrr en
um stundarfjórðungur lifði af leik
að Máni Snær Benediktsson skor-
aði sitt annað mark og þriðja mark
sinna manna sem reyndist jafn-
framt síðasta markið sem skorað
var í leiknum. Lokatölur því 3-1
fyrir Uppsveitum.
Í seinni leiknum mætti Skalla-
grímur liði KH (Knattspyrnufélag-
inu Hlíðarenda) á laugardaginn og
fór leikurinn fram á valsvellinum.
Skallagrímsmenn fengu skell og
töpuðu leiknum 2:9. Ernir daði
arnberg Sigurðsson varð fyrir því
óhappi að koma KH yfir með sjálfs-
marki á 20. mínútu, en mínútu síðar
jafnaði viktor ingi Jakobsson metin
fyrir Skallagrím. En aðeins þrem-
ur mínútum síðar skoraði Pétur
Máni Þorkelsson annað mark KH
og kom þeim yfir að nýju. Þremur
mínútum fyrir leikhlé skoraði daði
Kárason þriðja mark KH og staðan
3:1 í hálfleik.
En í síðari hálfleik opnuðust all-
ar flóðgáttir. Á tíu mínútna kafla
í fyrra hluta síðari hálfleiks bætti
KH við þremur mörkum og kom-
ust í 6:1 með mörkum þeirra Pét-
urs Mána Þorkelssonar, Eyþórs
arnars Þorvaldssonar og Kristins
Kára Sigurðarsonar. Þegar fjórtán
mínútur lifðu leiks bætti Jón Örn
ingólfsson sjöunda markinu við og
það áttunda kom tæpum tíu mín-
útum fyrir leikslok og var Jón arn-
ar Stefánsson þar að verki. viktor
Már Jónasson náði að klóra í bakk-
ann fyrir Skallagrím á 86. mínútu.
En á lokamínútunum skoraði Jón
Örn ingólfsson níunda mark KH
og 9:2 stórsigur hjá Hlíðarenda-
strákunum.
Skallagrímur endaði í fimmta sæti
B-riðils með 15 stig í 14 leikjum,
vann fjóra leiki, gerði þrjú jafntefli
og tapaði sjö leikjum. Markatal-
an var 25-32 og markahæstir voru
viktor Már Jónasson með sjö mörk
og þeir Mario Miguel Lopez og
Sigurjón ari guðmundsson voru
með sex mörk hvor. glh/se
Sigursveit Leynis. Fyrir aftan frá
vinstri: Sigríður Ellen Blumenstein,
Ellen Ólafsdóttir, Helga Rún Guð-
mundsdóttir og María Björg Sveins-
dóttir. Fyrir framan frá vinstri: Elísabet
Valdimarsdóttir og Ruth Einarsdóttir.
Ljósm. golf.is
Golfklúbburinn Leynir sigraði
í 2. deild kvenna +50
Viktor Már Jónasson var markahæstur
í sumar hjá Skallagrími.. Ljósm. glh
Skallagrímur tapaði lokaleikjunum
Fimm mörk frá
Jóhanni Árna
afgreiddu Víkinga
„Er frekar rólegur og yfirvegaður að eðlisfari“
Segir Árni Marinó Einarsson hinn ungi markvörður Skagamanna sem slegið hefur í gegn í sumar
Árni Marinó, markvörður ÍA, hefur sýnt góða takta í sumar og er talinn einn
efnilegasti markmaður landsins. Ljósm. gbh