Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Page 2

Skessuhorn - 01.09.2021, Page 2
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 20212 Í dag er fyrsti september. Í dag er nýr dagur, nýtt upphaf, nýr mán- uður. Við viljum minna lesendur Skessuhorns á að það er aldrei of seint að byrja, sama hvað það kann að vera. Af hverju ekki að byrja í dag á þessu sem er búið að sitja lengi á hakanum, þú manst! Á morgun verður sunnan átt. Dálítil rigning með köflum um vestanvert landið og hiti 8 til 13 stig en víða bjartviðri austantil á landinu. Á laugardag og sunnu- dag má búast við suðlægri átt, rigningu af og til sunnan- og vestanlands, en þurrt norðaust- antil. Hiti 10 til 18 stig. Á mánu- dag er útlit fyrir austlæga eða breytilega átt og dálitla vætu víðast hvar á landinu. Hiti 10 til 15 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ertu myrkfæl- in(n)?“ Flestir svöruðu, „Nei, aldrei“ eða 52% svarenda. 41% sögðu „Ja, dáldið, svona stund- um.“ en fæstir eða 7% sögðu, „Já, mjög mikið.“ Í næstu viku er spurt: Hvað finnst þér um götótt föt? Ábúendur í gamla bænum í Ferjukoti, Heiða Dís Fjeldsted, sonur hennar Kristján Þórðarson og Heba Magnúsdóttir mamma Heiðu Dísar eru Vestlendingar vikunnar. Nú sér loks fyrir end- ann á framkvæmdum við upp- gerð gamla hússins sem prýðir bakka Hvítár neðan brúarinnar fögru. Framkvæmdir sem hófust fyrir níu árum síðan. Sjá viðtal við Heiðu Dís í Skessuhorni í dag. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Jazztónleikar í kvöld AKRANES: Í þessari viku eru tvennir jazztónleikar í Vinaminni á Akranesi. Þeir fyrri voru síðastliðinn mánu- dag þegar hin norsk-íslenska tónlistarkona Oddrún Lilja Jónsdóttir kom fram undir nafninu LiLJA. Seinni tón- leikarnir eru svo í kvöld, miðvikudaginn 1. september kl. 20. Íslensk/norski jazzkv- artettinn AStRA er nokkuð nýr af nálinni og var stofnað- ur með það í huga að hnýta saman íslensku og norsku jazz senuna með því að skapa samvinnu sem væri einstök og landamæralaus. Astra skipa þeir Sigurður Flosason, Andrés Þór, Andreas dreier og Anders torén. Miðasala er á tix. is -fréttatilk. Nýir golfbílar hjá Leyni AKRANES: golfklúbbur- inn Leynir á Akranesi keypti nýverið þrjá golfbíla sem til- búnir eru til útleigu á garða- velli. bílarnir eru rafmagns- bílar með lithíum rafhlöð- um og verða merktir fyrir- tækinu Norðuráli sem er eitt af stærstu bakhjörlum golf- klúbbsins. -vaks/ Ljósm. Leynir. Endurbætur á lóð Lýsuhólsskóla SNÆFELLSB: Miklar end- urbætur hafa nú átt sér stað á lóð Lýsuhólsskóla og lauk framkvæmdum við þær í síð- ustu viku. Á vef Snæfellsbæj- ar segir að svæðið hafi ver- ið snyrt, lagðar gúmmíhell- ur og plastgrindur í kringum leiktæki, sem voru jafnframt lagfærð og nýjum leiktækjum bætt við. girðing hefur einn- ig verið sett upp umhverfis lóð skólans og íþróttavöllinn ásamt því að nýtt grindarhlið var sett upp á veginn austan- megin þannig að allt svæðið á nú að vera fjárhelt. -mm/ Ljósm. SNB. Gómaðir á mynd LANDIÐ: Lögreglan á Vesturlandi tekur við öll- um myndum sem hraðakst- ursmyndavélarnar taka um landið allt. Síðastliðna viku voru fjórir gómaðir á mynd að tala í símann. bætist þá farsímasekt á hraðaksturs- sektina. -arg dauðan hval rak á land í fjörunni fyrir landi kjaransstaða í Hvalfjarð- arsveit á föstudag eða laugardag í liðinni viku. búið var á sunnudag- inn að skera á kvið hvalsins, líklega til að koma í veg fyrir að búkurinn tútnaði út og springi. Hvalurinn er rúmlega 12 metra langur og sam- kvæmt óstaðfestum upplýsingum er annað hvort um smávaxna langreyði að ræða eða óvenju stóra hrefnu. Landeigendur höfðu á sunnudag- inn ekki tekið ákvörðun um hvort óskað yrði eftir aðstoð við að koma hræinu á sjó út, en lyktarmengun á svæðinu eykst dag frá degi. mm Vakið hefur athygli að Vegagerðin er búin að koma fyrir nýrri merk- ingu á brúnni yfir Hraunsfjörð á Snæfellsnesi. Í ljós hefur kom- ið að brúin er einfaldlega ekki yfir Hraunsfjörð, heldur Seljafjörð, eins og nýja merkingin segir til Séra Ólöf Margrét Snorradóttir sóknarprestur á Egilsstöðum hef- ur verið ráðin sem nýr prestur í garða- og Saurbæjarprestakalli á Vesturlandi. Í prestakallinu eru fyrir þau sr. Þráinn Haraldsson sóknarprestur og sr. Þóra björg Sigurðardóttir. Það var kjörnefnd heimafólks sem réði Ólöfu Mar- gréti til starfans og hefur biskup Íslands staðfest ráðningu hennar. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir er fædd á Ísafirði 1971. Foreldr- ar hennar eru Fríða Hjálmars- dóttir sjúkraliði og Snorri Sturlu- son fiskmatsmaður. Hún ólst upp fyrstu árin í Önundarfirði en síð- ar á Húsavík. Ólöf Margrét lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Sund 1992, bA prófi í al- mennum málvísindum 1997 og starfaði í nokkur ár hjá Orðabók Háskólans. kandidatsprófi í guð- fræði lauk hún 2013 og vígðist til Egilsstaðaprestakalls 2014 þar sem hún hefur starfað síðan. Þá lauk sr. Ólöf diplómanámi í sálgæslufræð- um 2020. Ólöf Margrét er fráskil- in og á þrjár dætur. garða- og Saurbæjarprestakall samanstendur af fjórum sókn- um; Akranessókn með um 7.800 íbúa, Saurbæjarsókn á Hvalfjarð- arströnd með rúmlega 140 íbúa, Leirársókn með rúmlega 300 íbúa og innra-Hólmssókn með rúm- lega 150 íbúa. Fjórar kirkjur eru í prestakallinu; Akraneskirkja, Hall- grímskirkja í Saurbæ, Leirárkirkja og innra- Hólmskirkja. mm Hvalreki í Kjaransstaðafjöru Misskilningur að ný brú hafi verið lögð yfir Hraunsfjörð um. Hraunsfjörður á Snæfellsnesi var brúaður fyrst árið 1961 og var brúin jafnframt sú fyrsta sem lögð var yfir fjörð hér á landi. Sá stað- ur sem gamla brúin stendur á heit- ir Mjósund, þröngt sund milli fjalls og jaðars berserkjahrauns. Ný brú var síðan reist neðar yfir fjörðinn árið 1993 og sem fyrr nefnd brú yfir Hraunsfjörð. tengir hún þjóð- veginn milli grundarfjarðarbæjar og Helgafellssveitar, en Seljafjörð- ur er kenndur við eyðibýlið Selj- ar í Helgafellssveit. Nafn fjarðar- ins hefur nú tæpum þremur áratug- um síðar verið leiðrétt á vegskilt- um. Hið rétta er að fjörðurinn sem gengur inn úr kolgrafafirði heit- ir Seljafjörður og nær hann upp að Mjósundi þar sem Hraunsfjörður tekur síðan við. mm Gamla brúin yfir Mjósund við minni Hraunsfjarðar. Ljósm. mm. Horft af brúnni yfir Seljafjörð og áleiðis yfir Hraunsfjörð. Ljósm. Björg Ágústsdóttir. Ráðin í starf prests á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.