Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Qupperneq 11

Skessuhorn - 01.09.2021, Qupperneq 11
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 2021 11 Nú á haustdögum hefjast fram- kvæmdir við aðkomu og skipulag umhverfis styttuna af bárði Snæ- fellsás á Arnarstapa. Frá þessu segir á vef Snæfellsbæjar en framkvæmd- in felst í að laga og snyrta umhverf- ið við styttuna með hellulögn, lagn- ingu göngustígar að bílastæði sem einnig verður hellulagt og gerð dvalarsvæðis með leiktækjum og bekkjum við göngustíginn. Um fyrsta áfanga í heildarupp- byggingu ferðamannastaðar á Arn- arstapa er að ræða þar sem horft er til þess að bæta öryggi ferðamanna og verndun náttúru á viðkvæmu svæði til framtíðar. til dæmis með bættri umferðarstýringu, fjölgun bílastæða og lagningu göngustíga. Snæfellsbær hlaut styrk frá Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða til verksins fyrr á þessu ári og mun verktakafyrirtækið b. Vigfússon sjá um framkvæmd þess. gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið fyrir næstu áramót. vaks Bárður Snæfellsás á Arnarstapa. Ljósm. Snæfellsbær Framkvæmdir á Arnarstapa á Snæfellsnesi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.