Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Side 13

Skessuhorn - 01.09.2021, Side 13
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 2021 13 Akraneskaupstaður auglýsir laust til umsóknar spennandi og fjölbreytilegt starf skrifstofustjóra á skrifstofu bæjarstjóra. Óskað er eftir metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga sem hefur mikið frumkvæði og drifkraft til að þróa áfram stafræna stjórnsýslu hjá kaupstaðnum og efla þjónustu við íbúa. Býr öflugur leiðtogi í þér? Skrifstofustjóri gegnir forystuhlutverki í þjónustu- og stafrænni þróun, atvinnuuppbyggingu, ferða- og markaðsmálum ásamt menningar- og safnamálum. Skrifstofa bæjarstjóra er ný eining sem stofnuð var um síðustu áramót. Undir skrifstofuna falla einnig mannauðsmál og verkefnastofa. Hlutverk skrifstofunnar er að ná betri samþættingu málaflokka ásamt því að auka og bæta innri og ytri þjónustu Akraneskaupstaðar, auka skilvirkni í rekstri sveitarfélagsins með upplýsingatækni, skýrari verkferlum, stjórnun og öflugu starfsumhverfi. Umsóknarfrestur er til og með 7. september 2021. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem fram koma ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Vakin er athygli á því að starfið hentar öllum kynjum. Nánari upplýsingar um helstu verkefni og ábyrgð ásamt menntunar- og hæfnisstörfum má finna hér Býr öflugur leiðtogi í þér? Eldhúsinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 2�1 Kópavogur. 562–15�� Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 1�–17 Laugardaga LOKAÐ 2 � � � — 2 � 2 � blaðamaður Skessuhorns skellti sér út í rokið á Skaganum á föstu- daginn og fór í smá hjólatúr. Það var ansi hressandi að fá smá loft í lungun og ekki versnaði það þeg- ar hjólað var fram hjá grundaskóla, þar sem allt var í regnbogans litum og lýsti nánast upp drungann sem læddist aftan að blaðasnápnum. Þar var búið að skipta út jarðvegi fyrir mjúkar hellur í líflegum litum eins og segir í fyrri hluta textans: gul- ur, rauður, grænn og blár…, bæta við leiktækjum fyrir yngri nemend- ur og einnig snyrta allt svæðið svo til fyrirmyndar er. vaks Stjórnendur brekkubæjarskóla á Akranesi hafa tekið þá ákvörðun að banna vespur og rafhlaupahjól á skólalóðinni á skóla- og frístunda- tíma, eða frá klukkan 7.45 - 16.15 á daginn. Nemendur mega koma á rafhlaupahjólum í skólann en þurfa að keyra mjög hægt og varlega inn á skólalóðina og leggja hjólunum og fara svo aftur jafn hægt út af henni eftir skóla. Þá hafa nemendur ver- ið beðnir um að koma ekki á raf- hlaupahjólum niður göngustíginn frá Heiðarbraut því hann sé þröng- ur og í rauninni eingöngu fyrir gangandi umferð. Fyrsta skóladaginn var barn ekið niður af rafhlaupahjóli á frístundatíma og algert lán að barnið slasaðist ekki illa. Rafhlaupahjól geta komist á allt að 25 km hraða og í mörgum íbúðagötum er verið að lækka hámarkshraða niður í 30 km til að minnka slysahættu og augljóst að það myndi engum detta í hug að keyra bíl á skólalóðinni á 25 km hraða. Frá því að rafhlaupahjólin komu á göturnar hafa nemendur og starfsmenn oft átt fótum sínum fjör að launa á skólalóðinni til að verða ekki fyrir þeim sem eru á fullri ferð á hjólunum sínum. bannið hefur strax tekið gildi og gildir út skólaárið og kemur vonandi í veg fyrir fleiri slys sem tengjast rafhlaupahjólum og vespum. vaks Göngustígurinn sem nær upp á Heiðarbraut. Rafhlaupahjól bönnuð á skólatíma í Brekkubæjarskóla Skólalóðin við Brekkubæjarskóla Heiðarbrautarmegin. Litagleði á leiksvæðinu við Grundaskóla

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.