Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Qupperneq 17

Skessuhorn - 01.09.2021, Qupperneq 17
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 2021 17 Þórdís kolbrún Reykfjörð gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar og ný- sköpunarráðherra og varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins er nýr odd- viti flokksins í Norðvesturkjör- dæmi. Þórdís kolbrún er fædd og uppalin Skagakona og var ung far- in að hafa afskipti af stjórnmálum og fljótt komin í ábyrgðarhlut- verk innan Sjálfstæðisflokksins. „Ætli aðdragandinn hafi ekki ver- ið ómældur áhugi minn á pólitík, fólki og samfélaginu,“ segir Þórdís kolbrún í samtali við Skessuhorn. Þórdís lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi og ML gráðu í lögfræði frá Háskól- anum í Reykjavík. „Eftir háskóla- nám fór ég fljótlega að vinna sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálf- stæðisflokksins og rúmu ári síðar sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal þáverandi varaformanns Sjálfstæð- isflokksins og innanríkisráðherra, það var ótrúlega dýrmætur skóli að vinna fyrir þá öflugu konu og leið- toga sem Ólöf var,“ segir Þórdís kolbrún. Með óbilandi trú á samfélaginu Þórdís kolbrún er gift Hjalta Sig- valdasyni Mogensen og saman eiga þau tvö börn, Marvin gylfa, níu ára, og kristínu Fjólu sem er að verða fimm ára. Árið 2016 ákvað Þórdís kolbrún að sækjast eft- ir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi en hún hafði þá verið á lista flokksins í kjördæminu frá árinu 2007. „Mig langaði einfaldlega að gera samfé- laginu gagn og hafði sterkar skoð- anir á því hvernig ég gæti orðið að liði við að berjast fyrir Norðvestur- kjördæmi og gera Ísland sterkara. Ég elska að hlusta eftir tækifær- um, finna þau, grípa og koma þeim í framkvæmd. Þá er gott að komast í stöðu þar sem maður getur haft raunveruleg áhrif og borið ábyrgð,“ segir Þórdís kolbrún. „Í grunninn er ég ósköp venjuleg kona af lands- byggðinni sem hefur verið mótuð af ástríku og góðu uppeldi þar sem mér var kennt að hafa fyrir hlutun- um, standa með sjálfri mér, standa á eigin fótum og vera sjálfstæð,“ bæt- ir hún við. Ísland land tækifæra Aðspurð segir Þórdís kolbrún að hún hafi alltaf átt samleið með grunngildum Sjálfstæðisflokksins. „Þar fann ég samhljóm með þeirri pólitísku sýn sem ég haf alltaf haft og sýn minni á lífið og samfélagið. Þarna var flokkur með skýra sýn á hvernig er hægt að besta hvern og einn einstakling og nærumhverfið með blöndu af einstaklingsframtaki og athafnafrelsi og ríkri áherslu á sterkt velferðarkerfi og öryggisnet sem grípur þá sem á þurfa að halda. Sjálfstæðisflokkurinn er hreyfiafl til að ná fram umbótum í íslensku samfélagi, þar kemur maður góðu til leiða. Samleið mín með flokkn- um sprettur því af gildum mínum fremur en að ég hafi verið alin upp við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið dásamaður yfir kvöldfrétt- unum,“ segir Þórdís kolbrún og hlær. „Ég horfi á íslenskt samfélag og þó vissulega séu hér óleyst verk- efni þá er Ísland raunverulega land tækifæra. Samkvæmt öllum sam- anburði er gott að búa á Íslandi og við búum að sterku velferðarkerfi og öryggiskerfi fyrir þá sem þurfa. Þannig tryggjum við að allir fisk- arnir í tjörninni fái notið sín, ekki bara sumir, í landi tækifæra. En við verðum líka að fá að njóta okkar á okkar eigin forsendum en ekki for- sendum ríkisins með miðstýringu, hindrunum, boðum og bönnum,“ segir Þórdís kolbrún. Næstu verkefni Það mikilvægasta í samfélaginu að sögn Þórdísar kolbrúnar er öflugt mennta- og heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum. „En við þurf- um líka að takmarka fyrirferð ríkis- ins og leiðrétta þá sýn sumra að hið opinbera sé alltaf best til þess fall- ið að reka alla þjónustu,“ segir hún. En hver eru helstu verkefnin á næsta kjörtímabili? „Í grunninn eru það aukin verðmætasköpun og að auka skilvirkni ríkisrekstrar á öllum svið- um,“ svarar hún og heldur áfram: „Þetta á við um bæði kjördæmið og landið allt. Við þurfum að nýta tækifærin sem eru beint fyrir fram- an okkur. Við stöndum frammi fyr- ir tækifærum í grænni orkubyltingu sem mér finnst við verða að nýta, okkur öllum til heilla. Við ætlum að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir græna orkugjafa. Flokkar sem tala fyrir loftlagsmálum en vilja ekki kannast við þörf fyrir frekari auð- lindanýtingu eru einfaldlega ekki trúverðugir. Þú færð ekki annað án hins. Við stöndum frammi fyr- ir næstu skrefum í orkuskiptum hér innanlands og getum líka skapað bæði atvinnu og útflutningstekjur með því að selja orkugjafa til ann- arra landa þar sem eftirspurnin er. Ný atvinnugrein getur orðið til en það skiptir máli að það sé skýrt að þegar talað er um að þurfa græna orku til að minnka losun og hætta olíunotkun þá þarf að svara því hvaðan sú orka á að koma,“ seg- ir Þórdís kolbrún. „Í orkubylting- unni liggja tækifæri fyrir Norðvest- urkjördæmi og landið allt. tækni- þróunin er mikil, störfin eftirsókn- arverð og tækifærin fyrir uppbygg- ingu á landsbyggðinni.“ Flest störf án staðsetningar „Stóraukin nýsköpun og stafræn bylting á öllum sviðum hins opin- bera er verkefnið fram undan. Þannig aukum við skilvirkni í ríkis- rekstri, bætum þjónustuna og för- um betur með fjármuni skattgreið- enda. Við sáum störf án staðsetn- ingar verða að veruleika í Covid. Þar liggja mikil tækifæri fyrir Norð- vesturkjördæmi, ekki bara í opin- berum störfum sem hægt væri að flytja heldur líka í einkageiranum, að fólk geti unnið hvaðan sem er. Haraldur benediktsson gerði gríð- arlega vel í ljósleiðaraátakinu og því erum við nú að horfa á raunveru- legt frelsi til búsetu aukast mjög,“ segir Þórdís kolbrún. Þá segir hún samvinnurými vera að opna víða um land sem sé merki um breytta tíma. „Það eru mörg slík rými komin upp í kjördæminu. Þetta er mikilvægur hlekkur í þess- ari þróun. Við vitum að það er ekki fyrir alla að vinna inni á heimilinu sínu og með þessu eru að verða til vinnustaðir þar sem fjölbreyttur hópur fólks vinnur fjölbreytt störf. Þetta þýðir raunverulegt frelsi til búsetu enda er margt fólk sem vill flytja aftur heim eða út á land en gerir það ekki vegna skorts á við- eigandi störfum. Nú er þetta hægt. Þetta er áherslumál okkar enda sjáum við þessa þróun koma til með að auka lífskjör og tækifæri í Norð- vesturkjördæmi.“ Samgöngumál Þórdís kolbrún segir að ekki sé hægt að tala um næstu verkefni nema minnast á samgöngumál. Hún segir mikilvægt að farið verði í allsherjar átak í þeim efnum. „Þetta gengur of hægt. Þótt það séu reglu- leg átök um þessi mál og miklir fjármunir settir í framkvæmdir þá er þörfin orðin það mikil svo víða. Við þurfum því að stokka þetta upp og leita annarra leiða til að byggja hraðar upp samgöngur í landinu,“ segir hún. „Samgöngumál eru at- vinnumál, byggðamál og líka heil- brigðismál. Öflugt samgöngukerfi er lífæð samfélagsins, til þess að búa til verðmæti, færa heilbrigðis- þjónustu nær fólki, tryggja öryggi fólks. Við þurfum að gera það sama í því hvernig við nálgumst heil- brigðis- og öldrunarmál í dreifðari byggðum og samspil sveitarfélaga við ríkisvaldið,“ segir Þórdís kol- brún Reykfjörð gylfadóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi. arg hingað til okkar. Honum leist vel á að það ætti að fara að nýta húsið og búa í því. Hann hvatti okkur til að sækja um í sjóðnum, þeir fóru að styrkja okkur og hafa í raun styrkt okkur í níu ár,“ segir Heiða dís þakklát. Strang- ar reglur eru í gildi og ákveðin skil- yrði þarf að uppfylla til að fá styrk frá Húsafriðunarsjóði. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mann- virkja. „Það þarf til dæmis að skila ýt- arlegum teikningum af gluggunum og fara með þær til að smíða eftir. Það mátti ekki sprauta þá í lit heldur höf- um við þurft að handmála. Það mátt iekki kaupa hvíta járnklæðningu utan um húsið heldur þarf að handmála járnin,“ útskýrir Heiða dís. Hreinsa fyrst, byrja svo „Þetta er miklu meiri vinna heldur en að byggja nýtt því þú þarft í raun- inni að byrja á að rífa allt saman niður og hreinsa út áður en þú getur byrj- að. Þetta leit út fyrir að vera óyfirstíg- anlegt verkefni í byrjun en eins og ég segi, þá sé ég ekki eftir þessu í dag,“ segir Heiða dís. „Við ætluðum upp- runalega ekki að gera neitt en síðan byrjuðum við,“ bætir Heiða dís bros- andi. „Við byrjuðum á að rífa út um 200 ullarballa af mosa sem við tókum bara af efri hæðinni sem samsvarar 3-4 ruslapokum af einangrun. Smið- ir sem hafa verið að gera upp göm- ul hús segja að hús voru mörg hver einangruð með mosa á þessum tíma en yfirleitt var einangrunin í þess- um gömlu húsum öll búin að færast á neðstu hæðirnar með árunum. En í þessu húsi, þá hefur verið búinn til svona kassi og svo sett X inn í kass- ann. Þannig að það var bara eins og mosinn hefði verið settur inn í gær. Hann var algjörlega þurr og gjörsam- lega engin bleyta komist í hann,“ út- skýrir Heiða dís. „Þetta var mjög vel gert, þegar þetta var byggt. Það var líka varla fúna spýtu að finna í hús- inu.“ Ofnarnir í uppáhaldi Fyrstu árin settu Heiða dís og Þórð- ur kapp í að ljúka við efstu hæðina sem fyrst og gera hana þægilega til að búa í. „Svo þegar maður eignaðist pening þá var farið í einhverjar fram- kvæmdir,“ rifjar Heiða dís upp. „Eitt sinn seldi ég hest, þá keypti ég eld- húsinnréttinguna í húsið nema hvað að þá var ekki búið að gera rýmið þar sem eldhúsið átti að vera tilbúið. inn- réttingin var því í pakkningunum í gott ár eða lengur áður en hún var svo sett upp,“ segir hún og hlær. Reynt var að bjarga eins miklu af því gamla og hægt var að bjarga og reynt eftir fremsta megni að halda í gamla stíl- inn inni í húsinu. gólfin eru til dæm- is mörg upprunaleg, þau slípuð niður og lökkuð upp á nýtt. „Það sem mér finnst skemmtilegast sem við héldum í húsinu eru ofnarnir. Við ætluðum fyrst að henda þeim en svo var ein- hver sem sagði okkur að við ættum að prufa að láta gera þá upp,“ segir Heiða dís. „Við fundum einhvern í Mosfellsbæ sem tók þá alveg í gegn. kom í ljós að þessir ofnar eru algjör antík og komu í ljós til dæmis falleg smáatriði á þeim þegar margra laga málning var fjarlægð. Ofnarnir voru allir þrifnir að utan og innan og allir virka þeir í dag og hita vel. Þetta var hverrar krónu virði,“ segir Heiða dís. „Við höfðum ekki getað gert þetta án Húsafriðunarsjóðs sem hefur hjálpað okkur gríðarlega mikið í framkvæmd- unum utan á húsinu. Þeir styrkja bara fyrir framkvæmdir að utan, ekki að innan. Þrátt fyrir það þá er styrkurinn úr sjóðnum ómetanlegur. Svo hefði ekkert af þessu verið hægt án fjöl- skyldunnar og þá sérstaklega björg- vins bróður,“ segir Heiða dís þakklát að endingu. glh „Þannig tryggjum við að allir fiskarnir í tjörninni fái notið sín, ekki bara sumir, í landi tækifæra“ Segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi Það mikilvægasta í samfélaginu, að sögn Þórdísar Kolbrúnar, er öflugt mennta- og heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum. Ljósm. úr safni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir flytur hér ávarp á Grundartanga fyrr í sumar. Ljósm. Skessuhorn/glh.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.