Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Síða 20

Skessuhorn - 01.09.2021, Síða 20
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 202120 kassabílarallýið fór fram á laug- ardaginn í þokkalegu veðri á Fax- abraut á Akranesi. keppnissvæð- ið var niður við höfnina og mætti fjöldi fólks til að fylgjast með; keppendur, aðstandendur og for- vitnir kassabílaáhugamenn. Veitt voru fimm verðlaun og voru úrslit- in eftirfarandi: Á fljótasta bílnum í yngri flokki voru þau Fanney birgisdótt- ir, Hreinn birgisson og kristófer birgisson og í eldri flokknum voru þau Ástrós Jóna Reehaug og Artem gorshenin sigurvegarar á gulu Hættunni. Fljótasti bíllinn í opnum flokki var með þá feðga Osita brim- ar og Uchechukwu Eze við stýrið og bíllinn sem rann lengst heit- ir Elding og liðið Þrumurnar. Það voru systurnar Sjana María Ragn- arsdóttir og Unnur Valdís Ragnars- dóttir sem sprengdu allar mælingar því þær fóru alla leið frá Akursbraut út að sementstönkunum, svokallað homerun! Að lokum var flottasti bíll keppninnar valinn torfærubíll- inn Hekla í eigu feðganna Ásgeirs Þórðarsonar og Arnþórs Ásgeirs- sonar. Að sögn Ole Jakobs Volden, forsprakka kassabílarallýsins, var þetta frábærlega vel heppnað sam- starfsverkefni þar sem margir góð- ir komu að. Þar má nefna Húsa- smiðjuna sem gaf efni í 25 kassa- bíla, terra sem sendi fullan gám af dekkjum í keppnisbrautina, Akra- neskaupstaður útvegaði aðstöðu og þá má nefna fyrirtæki eins og Frystihúsið, gamla kaupfélagið, Redder, bíóhöllina og Málning- arþjónustu Carls sem lögðu sitt á plóginn. Ole Jakob segir að mark- miðið hefði verið að fá sem flesta bæjarbúa til að taka þátt og þeir hafi sýnt með þessu framtaki að það sé hægt að gera allskonar skemmti- lega hluti sem ekki þurfa að kosta mikið. vaks/ Ljósm. Kolla Ingvars. Osita og Uche voru á fljótasta bílnum í opnum flokki. Mikið fjör var á kassabílarallýinu á Akranesi um helgina Sjana María og Unnur Valdís með verðlaunin sín. Feðgarnir Ásgeir og Arnþór á flottasta bílnum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.