Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Side 24

Skessuhorn - 01.09.2021, Side 24
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 202124 Félagar í spinninghópnum Spinni- gal í borgarnesi, auk vina og vanda- manna, hjóluðu á þriðjudaginn í lið- inni viku Hvanneyrarhringinn sem er 34 kílómetra leið. Safnað var til styrktar Öldunni sem er vinnustofa í borgarnesi fyrir fólk með skerta starfsgetu. Ætlunin er að reyna að styrkja Ölduna til kaupa á hugbún- aðinum Motiview sem er snjall- búnaður og virkar þannig að með- an hjólað er á þrekhjóli gerir það iðkendum kleift að horfa á ferða- leiðina í sýndarheimi. Meðal ann- ars er hægt að njóta útsýnis, hjóla ákveðnar leiðir, hlusta á lög, hægt að keppa við aðra staði og ýmislegt annað. tækið eitt og sér kostar um þrjú hundruð þúsund krónur. guðrún Emilía daníelsdóttir, ein af talsmönnum Spinnigal hópsins, sagði í stuttu spjalli við Skessuhorn að fyrr í sumar hafi komið upp sú hugmynd þegar þau heyrðu af því að verið væri að safna fyrir tæki fyrir Ölduna að hjálpa til við söfnunina. Hópurinn sem samanstendur af um 100 manns er í spinning aðallega á veturna undir stjórn gunnu dan, eins og hún er yfirleitt kölluð, og veit það af eigin raun hvað spinn- ing og hjólreiðar almennt eru góð íþrótt fyrir líkama en þó ekki síður sálina. Undanfara söfnunarinnar má rekja til þess þegar guðmund Stef- án guðmundsson, starfsmanni Öldunnar, dreymdi í byrjun árs um að hann væri að hjóla frá borgar- nesi á Sauðárkrók. guðmundur ákvað í kjölfarið að setja sér mark- mið og hjóla þessa leið norður á æf- ingahjóli, eins og fram kom í viðtali Skessuhorns við guðmund Stefán. Þetta átak hans varð til þess að fleiri starfsmenn settu sér sambærileg markmið, meðal annars að ganga til Húsavíkur á göngubretti og hjóla til Ólafsvíkur og Akraness svo dæmi séu tekin. Í dag er guðmund- ur Stefán búinn að hjóla rúmlega 430 kílómetra og er staddur þessa dagana rétt hjá Mývatni. Hann hef- ur nú útfært markmið sitt og ætlar sér að fara hringinn í kringum Ís- land á einu ári. Spinnigalhópurinn fékk Arion- banka í borgarnesi til liðs við sig sem gaf hjólurum hjólavesti og þá hefur strax safnast vel á annað hundrað þúsund krónur í söfnun- inni og hvetur guðrún fyrirtæki og einstaklinga í borgarnesi að leggja söfnuninni lið svo að takmarkið ná- ist. Leggja má frjáls framlög beint inn á reikning nr. 0326-13-000004 kt. 510694-2289. vaks baðstofan frá Úlfsstöðum í Hálsa- sveit er mikil gersemi í Safna- húsi borgarfjarðar, en hún er mið- punktur sýningarinnar börn í 100 ár. Þangað komu prúðbúnir gestir í síðustu viku, þær Anna dröfn Sig- urjónsdóttir og Sigrún Elíasdótt- ir. Erindið þeirra var að taka upp myndband í baðstofunni. Þær stöll- ur vinna sem fyrr að ýmsum verk- efnum í sameiningu, gjarnan á sviði ullarvinnslu, handverks og/eða þjóðlegra fræða. Meðal þess sem þær hafa gert er að koma saman fram í hlaðvarpi Sigrúnar; Myrka Íslandi. Í síðustu viku tóku þær stöll- ur upp kynningarefni fyrir dönsku prjónahátíðina pakhusstrik sem haldin verður í kaupmannahöfn nú í september. Þær útbjuggu af þessu tilefni myndræna kveðju til dana og sýndarveruleikamynd- band þannig að gestir á hátíðinni setja á sig sýndarveruleikagleraugu og eru þá staddir heima í baðstofu í tóvinnu. Þess má geta að þegar sýn- ingin börn í 100 ár var sett upp var Sigrún starfandi í Safnahúsinu og átti mikinn þátt í hugmyndafræði hennar. Það var svo Unnsteinn Elí- asson bróðir hennar sem setti bað- stofuna saman, en hún hafði áður verið tekin niður að tilhlutan Þjóð- minjasafnsins árið 1974. mm/ safnahus.is Í vor hjólaði Guðmundur Stefán áleiðis til Sauðárkróks og varð verkefni hans kveikjan að söfnun á hugbúnaðinum Motiview sem er snjallbúnaður og virkar þannig að meðan hjólað er á þrekhjóli gerir það iðkendum kleift að horfa á ferðaleiðina í sýndarheimi. Hópurinn Spinnigal safnar fyrir Ölduna Spinnigalhópurinn áður en lagt var af stað Hvanneyrarhringinn. Ljósm. Aldan. Tóku upp sýndarveruleikamyndband í baðstofunni Sigrún og Anna Dröfn. Þar mættist gamli og nýi tíminn. Tóvinna í baðstofunni og upptökubúnaður sem tekur upp efni til sýningar með sýndarveru- leikagleraugum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.