Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Qupperneq 30

Skessuhorn - 01.09.2021, Qupperneq 30
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 202130 Ferðu oft á Akrafjallið? Spurning vikunnar (Fjallageitur spurðar á Akrafjalli) Brynhildur Björnsdóttir „Helst einu sinni í viku yfir árið.” Lilja Kristófersdóttir „Oftast einu sinni í viku.“ Guðmundur Sigurbjörnsson „Einu sinni í viku og helst ekki minna.“ Eyrún Þorleifsdóttir „Eins oft og ég get, helst einu sinni í viku.“ Anna Berglind Einarsdóttir „Stefni á yfir 130 ferðir á árinu, þetta er ferð nr. 88.“ Skallagrímsmenn unnu fyrsta leik sinn á tímabilinu sem fór af stað á sunnudaginn þegar liðið tók á móti Hamarsmönnum í forkeppni VÍS bikarkeppni karla í körfuknattleik. Hamarsmenn, sem unnu sig upp í úrvalsdeild eftir síðasta tímabil, þurftu að sætta sig við tap á spenn- andi lokamínútum gegn Skalla- grími sem spilar í fyrstu deild. gestirnir úr Hveragerði byrjuðu betur og voru skrefinu á undan í fyrsta leikhluta áður en borgnes- ingum tókst að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks og leiddu 41-37 þegar gengið var til klefa. Fá stig skildu liðin að í seinni hálfleik og voru lokamínúturnar æsispennandi sem endaði með sigri þeirra gul- klæddu, 87-84. Stigaskor dreifðist vel á leik- mannahóp Skallagríms. Almar Örn björnsson var stigahæstur í liðinu með 17 stig og 7 fráköst. Næst- ur kom Ólafur Þorri Sigurjónsson með 16 stig og 12 fráköst. dav- íð guðmundsson skoraði 15 stig og tók 5 fráköst og Arnar Smári bjarnason skoraði 10 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þess má geta að lið- ið spilaði án þeirra Elijah bailey og deividas Mockaitis sem eru ekki komnir með leikheimild. Í liði Hamars var pálmi geir Jónsson lang atkvæðamestur með 24 stig og hvorki meira né minna en 20 fráköst. Næstur á eftir kom Ragnar Magni Sigurjónsson með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsend- ingar. Næst mætir Skallagrímur Sindra á föstudaginn kemur í annarri um- ferð forkeppninnar og fer leikurinn fram á Höfn í Hornafirði. glh kvennalið ÍA lék tvo leiki í vik- unni og sá fyrri var síðasta fimmtu- dag gegn liði Víkings úr Reykjavík í 16. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu í Fossvogi. Fyrir leik- inn voru Víkingsstelpur í þægi- legri stöðu um miðja deild á með- an Skagastúlkur heyja harðvítuga fallbaráttu. ÍA komst yfir í leikn- um með marki frá dana Joy Scher- iff á 22. mínútu en þetta var henn- ar fjórða mark í sumar í deildinni. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og einkenndist af mikilli stöðubar- áttu um allan völl en fleiri mörk voru ekki skoruð og staðan í hálf- leik 0-1. Víkingsstúlkur mættu ansi ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og tóku öll völd á vellinum þeg- ar leið á leikinn. dagný Rún pét- ursdóttir jafnaði fyrir Víking á 66. mínútu og nokkrum mínútum síðar kom Hulda Ösp Ágústsdóttir Vík- ingi yfir með öðru marki. Það var síðan Nadía Atladóttir sem gull- tryggði sigur Víkings á lokamínút- unum með tveimur mörkum og ní- unda tap ÍA að veruleika í sumar. ÍA og Hk mættust svo á Akra- nesvelli á mánudaginn en þetta var frestaður leikur úr 13. umferð og átti upphaflega að fara fram 5. ágúst. Liðin eru í mikilli botnbar- áttu ásamt þremur öðrum liðum og var þetta því algjör sex stiga leikur. Hk komst strax yfir á þriðju mín- útu þegar Ragnheiður kara Hólm Örnudóttir fékk boltann inn í teig, fór fram hjá markmanni ÍA og þrumaði boltanum upp í þaknet- ið. Skagastúlkur voru smá stund að jafna sig á þessu en Unnur Ýr Har- aldsdóttir jafnaði leikinn á 25. mín- útu með þrumuskoti í slána og inn eftir góðan undirbúning dana Joy Scheriff. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Henríetta Ágústsdóttir, leik- maður Hk, tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla og var því rekin af velli en staðan í hálfleik 1-1. Þrátt fyrir að vera einum færri í seinni hálfleik skoraði Hk sigur- mark leiksins á 57. mínútu þeg- ar hin eldfljóta danielle Marcano stakk varnarmann ÍA af eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörnina og lagði boltann snyrtilega í netið. Eftir þetta reyndi ÍA ár- angurslaust að jafna leikinn og ansi dýrkeypt tap á heimavelli sannar- lega staðreynd. Með þessum sigri fór Hk upp fyrir ÍA í áttunda sætið en nú munar aðeins einu stigi á lið- unum. Þegar tvær umferðir eru eft- ir er botnbaráttan þannig: grinda- vík og grótta eru með 16 stig, Hk með 15 stig, ÍA með 14 stig í næst neðsta sætinu og Augnablik er í því neðsta með aðeins 11 stig. ÍA á tvo leiki eftir gegn Aftureldingu sem er í þriðja sæti og í mikilli toppbaráttu og lokaleikur ÍA er gegn Haukum sem siglir lygnan sjó í Lengjudeild- inni. Hk á eftir leiki gegn grinda- vík og botnliði Augnabliks og því líklegt að ÍA þurfi að vinna báða sína leiki til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Leikur ÍA og Aftureldingar fer fram næsta laugardag á Akranes- velli og hefst klukkan 14. vaks Reynir frá Hellissandi tók þátt á Ís- landsmótinu í knattspyrnu í fyrsta skipti í sumar og þar var aðalfor- sprakkinn kári Viðarsson í að koma liðinu á laggirnar. Reynir endaði í sjötta sæti C-riðils í 4. deild með tólf stig í sextán leikjum, vann þrjá leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði tíu leikjum. kári var spilandi þjálf- ari liðsins í sumar og blaðamaður Skessuhorns heyrði í honum hljóð- ið. Sagði kári að heilt yfir í sumar hefði þetta gengið framar vonum miðað við að þeir voru með nýtt lið og mjög ungt og óreynt. „tólf stig á okkar fyrsta tíma- bili er góður árangur. Við unnum lið sem hafa mikla reynslu af þess- ari deild og liðið skildi yfirleitt allt eftir á vellinum. Ég er stoltur af ár- angrinum og liðinu. Efniviðurinn er klárlega til staðar og ekkert sem ætti að stoppa okkur í að gera enn betur á næsta ári.“ En hvernig gekk að ná mönnum á æfingar og að ná í lið í leikjum sumarsins? „Það var aldrei vandamál. Í heildina æfðu um 60 manns með Reyni á þessu tíma- bili en mismikið auðvitað. Við erum með stóran hóp og góðan kjarna af strákum sem vilja og geta náð langt í boltanum. Það var oftar vesen hvað varðar of mikinn fjölda á æfing- um en of lítinn.“ kári sagði einn- ig að það hefði verið góð stemning í Ástríðudeildinni en svo er fjórða deildin oft kölluð af gárungunum: „Leikirnir okkar voru mjög vel sóttir og við fengum góðan stuðn- ing. Það eina sem ég myndi vilja sjá breytast er fólkið sem leggur bílun- um sínum við kirkjuna við hliðina á stúkunni. Það er eitthvað svo und- arlegt að hafa jafn marga áhorfend- ur inni í bílunum og í stúkunni og liðið þarf stuðninginn úr stúkunni, það er miklu meiri stemning í því.“ Hugmyndin um þátttöku Reynis í Íslandsmótinu í sumar kviknaði í kjölfar þess að kári skráði Reyni í Mjólkurbikarinn og var Mjólkur- bikarævintýrið hluti af heimilda- mynd um Ungmennafélagið Reyni sem kári var að gera síðasta vor. En hvernig gengur með heimildar- myndina? „Það gengur bara sam- kvæmt áætlun. Hún verður frum- sýnd á næsta ári, það er ekki alveg komið í ljós hvenær en við vonum að það verði áður en næsta tímabil hefst.“ kári sagði að lokum um stöð- una fyrir næsta tímabil að knatt- spyrnufélagið Reynir Hellissandi sé komið til að vera: „Við verðum klárlega með. Ég verð ekki þjálfari á næsta ári en stefni að því að koma sterkur inn sem leikmaður.“ vaks „Verðum klárlega með á næsta ári“ Svipmynd úr leik Reynis og KÁ fyrr í sumar. Kári Viðarsson í loftinu fyrir miðri mynd. Ljósm. þa. Almar Örn Björnsson var stigahæstur í liði Skallagríms. Hér er hann einbeitin- gin uppmáluð á vítalínunni í leik gegn Hamri. Skallagrímur áfram í bikarkeppninni ÍA stúlkur komnar í fallsæti í Lengjudeild kvenna Skagastúlkur færast nær falli úr Lengjudeildinni. Ljósm. sas Meistaraflokkur kvenna í Skalla- grími hefur samið við leikstjór- nandann Nikola Nedoroscikova um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Nikola kemur frá Slóvakíu en hefur undanfarin ár leikið í efstu og næstefstu deild í portúgal. Þar á undan spilaði hún í háskólabolt- anum í bandaríkjunum fyrir Ro- ger State í NCAA deildinni. Frem- ur lítið hefur komið af fréttum er varðar leikmannahóp kvennaliðs Skallagríms í körfuboltanum. Sam- ið var við goran Miljevic um að þjálfa liðið í vetur. Þá var tilkynnt að Nebojsa knezevic, leikmaður meistaraflokks karla, verður goran til halds og trausts sem aðstoðar- þjálfari liðsins. Fyrsti deildarleikur Skallagríms verður gegn keflavík í keflavík þann 6. október næstkom- andi. glh Nikola Nedoroscikova innsiglar samning sinn við Þórhildi Maríu Kristinsdóttur. Ljósm. kkd. Skallagríms. Skallagrímur semur við nýjan leikstjórnanda

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.