Skessuhorn


Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 1
arionbanki.is Engin lántökugjöld á 100% rafmagnsbílum Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka. FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 2. tbl. 25. árg. 12. janúar 2022 - kr. 950 í lausasölu Tilboð gildir út janúar 2022 Gos úr vél frá CCEP fylgir með HOT DOG & A CAN OF COCA COLA 499 kr. & Coke í dós PYLSA Gengið hefur verið frá kaupum ríkisins á Mið-Fossum í Anda- kíl og aðstaða á jörðinni þannig tryggð Landbúnaðarháskóla Ís- lands til frambúðar. Skólinn hef- ur leigt aðstöðuna á Mið-Foss- um undanfarin 16 ár og nýtt til kennslu í hestafræðum og reið- mennsku. Þar er til staðar stórt hesthús fyrir um 70 hross, glæsi- leg reiðhöll og góð aðstaða til hestamennsku og kennslu í faginu auk jarðnæðis og annars húsa- kosts. Nú þegar jörðin er kom- in í umsjón skólans til framtíð- ar opnast möguleikar á enn frek- ari uppbyggingu, að sögn Ragn- heiðar I. Þórarinsdóttur rektors LbhÍ. „Þetta eru gleðilegar frétt- ir en við höfum stefnt að þessu frá vormánuðum 2019. Nú opnast ýmis tækifæri fyrir okkur til upp- byggingar. Það hefur verið mikil óvissa hjá okkur frá því jörðin var sett á sölu en samstarfið við fyrrum eigendur hefur ávallt verið mjög gott. Það var alltaf þessi möguleiki að fjársterkir aðilar myndu kaupa jörðina og við myndum missa að- stöðuna,“ segir Ragnheiður í sam- tali við Skessuhorn. Hjá LbhÍ hefur undanfarið ver- ið mikil aðsókn í nám og eru nem- endagarðarnir fullir og aðstaðan á Mið-Fossum fullnýtt. „Aðstað- an þarna er algjör grunnur fyr- ir verklega kennslu í hestatengd- um fögum og núna getum við eflt hestafræðina enn frekar og gert meira úr því námi sem og breikkað möguleika á námskeiðahaldi. Við getum jafnvel farið að bjóða upp á námskeið fyrir fólk erlendis frá sem getur komið yfir sumartím- ann og fengið að gista á nemenda- görðum sem eru ekki fullnýttir á sumrin,“ segir Ragnheiður og bætir við að kaupin á Mið-Foss- um skapi sömuleiðis ný tækifæri til sóknar fyrir aðrar námsbraut- ir og endurmenntun við skólann. „Jörðin eykur möguleika í jarð- ræktar- og umhverfisrannsókn- um og þegar liggja fyrir tillögur um vistheimt á landinu. Þá liggja jafnframt fyrir tillögur að beitar- tilraunum í samstarfi við sauðfjár- búið að Hesti sem er í eigu LbhÍ. Ávinningurinn af þessum kaupum er því margþættur og mun nýt- ast okkur mjög vel. Þetta er alveg stórkostlegur áfangi fyrir okkur sem styður vel við framtíðarupp- byggingu og þróun við Landbún- aðarháskóla Íslands,“ segir Ragn- heiður. arg Jörðin eykur möguleika í jarðræktar- og umhverfisrannsókn- um á vegum LbhÍ. Ríkið kaupir Mið-Fossa fyrir starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands Góður húsakostur er á Mið-Fossum fyrir kennslu og nám- skeið í hestatengdum fræðum. Veðráttan undanfarna daga hefur verið rysjótt og enn er von á lægðum, meðal annars í dag. Á fimmtudagsmorgni í liðinni viku kom Akurey AK inn til löndunar í Grundarfirði. Djúp lægð var þá yfir landinu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var mjög stórstreymt þegar skipið lagðist að bryggju og talsverður vindur. Því pusaði vel yfir flutningabílana sem biðu á hafnarkantinum eftir að taka við aflanum úr skipinu. Aflinn reyndist 142 tonn, aðallega þorskur. mm/Ljósm. tfk. Heyrnarþjónusta s:534-9600 www.heyrn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.