Skessuhorn


Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 202210 Nú hafa nöfn tveggja heppinna þátttakenda verið dregin út fyr- ir réttar innsendar lausnir í kross- gátu og myndagátu sem birtist í Jólablaði Skessuhorns. Vel á þriðja hundrað lesenda tók þátt og sendu inn lausnir ýmist í bréf- eða tölvu- pósti. Lausnin á myndagátunni var þessi: „Nú eru ráðherrarnir orðn- ir jafn margir og lærisveinarnir.“ Heppnir þátttakendur eru: Auður og Níels, Krókatúni 20, Akranesi. Lausnarorð í krossgátunni er: „Kærleikurinn.“ Heppinn þátt- takandi er Heiðrún Hannesdóttir, Smáraflöt 12, Akranesi. Vinningshafar fá bókagjöf að launum, tvær álitlegar bækur sem Hólar gáfu út fyrir jólin. Skessu- horn óskar þeim til hamingju og þakkar öllum þátttökuna. mm Vinningshafar í krossgátu og myndagátu í Jólablaði Bakarí er nú ekki lengur starfrækt í Ólafsvík. Óhætt er að segja að því fylgi söknuður fyrir bæjarbúa að missa þessa þjónustu, en Brauð- gerð Ólafsvíkur hefur verið hluti af fyrirtækjaflóru bæjarins í sjö ára- tugi. Sannkallað handverksbakarí, hvort sem átt er við brauð, vínar- brauð, kökur eða annað. Hand- verk þar sem ekki hefur verið bak- að í sjálfvirkjum vélum heldur með gamla mátanum. Að sögn Jón Þórs Lúðvíkssonar bakara hefur allt rekstrarumhverfi versnað mikið og gert smærri bakaríum erfitt fyrir. Nefnir hann að laun hafi hækkað, tryggingagjöld og alls kyns álögur gert rekstraraðilum erfitt fyrir. Þá hafi aðföng einnig hækkað verulega samhliða því að verslanir eru nú fullar af innfluttum brauðvörum. Fjölskyldufyrirtæki Lúðvík Þórarinsson, faðir Jón Þórs, stofnaði Brauðgerð Ólafs- víkur árið 1951, fyrst í samstarfi við kaupfélagið Dagsbrún en eft- ir að kaupfélagið brann flutti Lúð- vík bakaríið að Ólafsbraut 32. Frá 1975 og til þessa dags hefur brauð- gerðin svo verið til húsa að Ólafs- braut 19. Jón Þór byrjaði 14 ára að starfa við baksturinn hjá föður sínum og hefur alla sína starfstíð unnið við bakstur. „Ég hef nú svo sem lítið annað gert af viti, en var þó aðeins að vinna í fiskverkun og á handfærum sem unglingur. Ég hef verið 40 ár hér við bakstur,“ segir Jón Þór. Eiginkona hans er Bjarney Jörgensen en hún hefur m.a. sinnt bókhaldi fyrir fyrirtækið. Auk þess að starfa í bakaríinu hefur Jón Þór verið 33 ár í slökkviliðinu og þar af slökkviliðsstjóri bæjarins í 17 ár. Þá var hann í bæjarpólitíkinni í 16 ár, tólf ár sem formaður bæjarráðs og fjögur ár sem forseti bæjarstjórnar. Fjör þegar kokkarnir komu „Það hefur orðið gríðarlega breyting í útgerð síðan kvótakerf- ið var sett á. Áður en það kom var mikið líf í bæjarfélaginu og mikið af bátum og vertíðarfólki sem kom hingað á vertíðar. Þá seldist allt sem var bakað hér og kokkar á bátun- um komu snemma á morgnana til þess að kaupa brauðvörur og þá var oft mikið stuð og gaman þegar kokkarnir hittust. Á þessum tíma var mikil vinna og var vinnutím- inn ekki undir tíu tímum á dag án þess að setjast niður - og unnið alla daga. Maður fékk aldrei frí, unnið var alla páska, jól og áramót. Núna hin síðustu ár hefur einungis einn og einn kokkur komið hingað til að versla.“ Var rekið fyrir samfélagið Síðustu tvö árin hefur Jón Þór starf- að einn í bakaríinu og kallað á eig- inkonu sína sér til aðstoðar þegar þurft hefur, en áður hafði starfs- fólkinu verið sagt upp þar sem tap- rekstur hafði verið á rekstrinum í sjö ár þar á undan. Bjarney segir að í raun hafi þetta verið rekið svona fyrir samfélagið og til að halda at- vinnu fyrir starfsfólkið. „Við vor- um bara að éta af höfuðstólnum en síðustu tvö ár sem við höfum verið ein að vinna var reksturinn réttum megin við núllið,“ segir hún. Verslun flyst í bakaríshúsið „Við höfum auglýst brauðgerðina til sölu síðastliðin tvö ár og hafa að vísu komið fyrirspurnir, en ekk- ert komið út úr því. En svo kom það okkur á óvart að það barst til- boð í húsið. Það er 215 fermetrar að stærð og það var tilboð frá Voot beitum sem við tókum. Við eigum að afhenda þeim húsið fyrir 1. febr- úar næstkomandi, en Voot beitur ætla að opna verslun hér í húsnæð- inu. Við erum því þessa dagana að vinna í að tæma húsið og er mik- il vinna framundan. Við þurfum til dæmis að tæma hveitisílóið sem tekur níu tonn af hveiti og setja það allt í poka. Auk þess eru stór og þung tæki sem þarf að flytja út, en við reynum að koma því í verð sem hægt er að selja. Þannig að áhugasamir eru velkomnir að hafa samband við okkur,“ segja hjónin Bjarney og Jón Þór að lokum. af Jón Þór er þessa dagana að sekkja hveiti í 25 kílóa poka úr sílói sem hefur að geyma níu tonn. Sjötíu ára rekstri Brauðgerðar Ólafsvíkur hætt Hjónin Jón Þór Lúðvíksson og Bjarney Jörgensen eru þessa dagana að vinna við að tæma brauðgerðina. Þrír ættliðir að baka. Janus Jónsson, Jón Þór og Lúðvík Þórarinsson þegar best lét. Hobart hrærivél frá árinu 1951 sem enn er í fullkomnu lagi og hefur að undanförnu verið notuð annað slagið. Lúðvík Þórarinsson með snúða sem ávallt voru vinsælir meðal viðskipta- vina. Jón Þór var þarna að baka vínarbrauð sem þá voru orðin heimsfræg eftir að handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson sagði í viðtali að þetta væru bestu vínarbrauð sem hann hefði á ævinni smakkað. Það var ekki lítið hrós frá svo heimsfrægum manni. Þarna var Jón Þór einmitt að baka vínarbrauð til að senda Guðjóni, þegar íslenska landsliðið í handbolta var árið 2014 að taka á móti Austurríki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.