Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 9
faxafloahafnir.is
Faxaflóahafnir sf. leita eftir afleysingafólki til starfa í sumar
við hafnargæslu á vinnusvæði okkar við Grundartanga.
•
•
•
•
Helstu viðfangsefni starfsins eru
Hliðvarsla, aðgangsstýring og öryggisgæsla á afgirtu svæði hafnarinnar.
Umsjón með farmverndarskjölum og skráningu á flutningi.
Eftirfylgni með ástandi verndarbúnaðar er heyrir undir hafnargæslu á svæðinu.
Færslu dagbókar og önnur tilfallandi verkefni.
Viltu vera
hluti af góðri
liðsheild?
Unnið er samkvæmt fyrirliggjandi vaktaplani á 8 tíma vöktum í senn allan sólarhringinn.
Upplýsingar um starfið veitir Bergsteinn Ísleifsson umhverfis og öryggisstjóri, bergsteinn@faxafloahafnir.is
Áhugasamir, bæði konur og karlar, eru hvött til að senda upplýsingar um sig til Faxaflóahafna sf.
á póstfangið sumarstarf@faxafloahafnir.is
Frekari upplýsingar um starfsemina er hægt að nálgast á heimasíðu hafnarinnar
Sumarafleysingar á Grundartanga
Faxaflóahafnir er stærsta höfn landsins þar sem starfa um 70 manns og er umráðasvæði hennar
í Reykjavík, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi. Fyrirtækið leggur áherslu á að vera leiðandi
í umhverfis- og öryggismálum auk þess að vera í vegferð að þróa snjallar og grænar hafnir.
Heilbrigðisráðherra hefur
breytt reglum um sóttkví í sam-
ræmi við tillögur sóttvarnalækn-
is. Breytingarnar byggja á fag-
legu mati og góðri bólusetningar-
stöðu þjóðarinnar. „Við þurfum
að halda samfélaginu gangandi
eins og framast er kostur, hvort
sem við horfum til skólanna, vel-
ferðarþjónustu eða margvíslegrar
atvinnustarfsemi og eins og staðan
er núna eru þetta bráðnauðsynleg
viðbrögð.“ segir Willum Þór Þórs-
son, heilbrigðisráðherra. Reglu-
gerð um breytinguna tók gildi á
föstudaginn með birtingu í Stjórn-
artíðindum.
Með breytingunum er dregið
úr takmörkunum á einstaklinga
sem þurfa að sæta sóttkví ef þeir
eru þríbólusettir gegn Covid. Um
160.000 einstaklingar eru nú þrí-
bólusettir og því ljóst að breyttar
reglur um sóttkví munu gjörbreyta
stöðunni. Sama máli gegnir um
einstaklinga sem hafa jafnað sig af
staðfestu smiti og eru tvíbólusettir.
Sóttvarnalæknir bendir á að
samkvæmt nýlegum rannsóknum
frá Bretlandi og Danmörku dragi
örvunarskammtur (alls þrír bólu-
efnaskammtar) verulega úr lík-
um á smiti, sérstaklega af völdum
delta-afbrigðis kórónaveirunnar.
Örvunarskammtur minnki einnig
verulega líkur á smiti af völdum
ómíkron, þótt bólusetning gegn
Covid-19 veiti almennt minni
vörn gegn ómíkron en delta.
Breyttar reglur um
sóttkví gilda um:
a) einstaklinga sem eru þríbólu-
settir og fengu síðustu sprautuna
meira en 14 dögum áður en við-
komandi er útsettur fyrir smiti
b) einstaklinga sem hafa jafn-
að sig af staðfestu Covid-smiti
og eru jafnframt tvíbólusettir, að
því gefnu að þeir hafi fengið síð-
ari sprautuna meira en 14 dögum
áður en þeir voru útsettir.
Breyttar reglur fela í
sér að hlutaðeigandi er:
• heimilt að sækja vinnu eða
skóla og sækja sér nauðsyn-
lega þjónustu, s.s. heilbrigðis-
þjónustu, fara í matvöruversl-
anir og lyfjabúðir og nota al-
menningssamgöngur,
• óheimilt að fara á mannamót
eða staði þar sem fleiri en 20
koma saman, nema í því sam-
hengi sem nefnt er hér að
ofan,
• skylt að nota grímu í um-
gengni við alla nema þá sem
teljast í nánum tengslum og
gildir grímuskyldan einnig
þótt hægt sé að halda tveggja
metra fjarlægð,
• óheimilt að heimsækja heil-
brigðisstofnanir, þar með
talin hjúkrunarheimili, nema
með sérstöku leyfi viðkom-
andi stofnunar,
• skylt að forðast umgengni við
einstaklinga sem eru í aukinni
hættu á alvarlegum veikindum
ef þeir smitast af Covid-19.
• Takmörkunum samkvæmt
ofangreindum reglum lýk-
ur ekki fyrr en með niður-
stöðu PCR-prófs sem tekið
er á fimmta degi sóttkvíar. Ef
einstaklingur finnur fyrir ein-
kennum smits einhvern tíma
á þessu fimm daga tímabili á
hann að undirgangast PCR-
-próf án tafar. Tími í sóttkví
er aldrei skemmri en fimm
dagar.
mm
Bæjarráð Akraness hefur sam-
hljóma samþykkt að fela bæjar-
stjóra að fara í viðræður við fulltrúa
Húsnæðis- og mannvirkjastofn-
unar um að væntanleg húsnæðis-
sjálfseignarstofnun, sem ætlað er
það hlutverk að stuðla að upp-
byggingu almennra íbúða á lands-
byggðinni, sæki um stofnframlag
vegna kaupa á tíu íbúðum á Akra-
nesi. Þær verði í fjölbýlishúsum
sem nú eru í byggingu við Þjóð-
braut 3 og 5 og byggð eru af Bestla
Þróunarfélagi ehf. Í lögum um hús-
næðissjálfseignarstofnanir segir að
stofnframlag ríkisins skuli nema
18% af stofnvirði almennrar íbúðar
og stofnframlag sveitarfélags nemi
12%. Stofnframlag ríkisins er alltaf
í formi beins fjárframlags, en stofn-
framlag sveitarfélags getur falist í
niðurfellingu eða lækkun á gjöldum
á borð við lóðar- og gatnagerðar-
gjöldum, húsnæði sem breyta á í al-
mennar íbúðir eða beinu fjárfram-
lagi.
„Kallað verður eftir yfirlýsingu
frá Húsnæðis- og mannvirkjastofn-
un um skuldbindingu vegna fram-
lags væntanlegrar húsnæðissjálfs-
eignarstofnunar. Koma þarf m.a.
fram heimilað hámarkskaupverð
íbúða svo skilmálar verkefnisins
verði uppfylltir,“ segir í fundargerð
bæjarráðs. Akraneskaupstaður hef-
ur þegar samþyk kt heildarstofn-
framlag vegna íbúðakaupanna að
fjárhæð 65 milljónir króna. mm
Breyttar reglur um sóttkví
hafa tekið gildi
Vilja að tíu íbúðir við
Þjóðbraut verði í húsnæðis-
sjálfseignarstofnun
Venus NS-150 kom til hafnar á
Akranesi í gærmorgun með um tvö
þúsund tonn af loðnu sem veiddist
norður af Húnaflóa og Vestfjörð-
um. Þetta er jafnframt fyrsta loðn-
an sem berst til hafnar á Akranesi
á vertíðinni. Af þessu tilefni færði
Sævar Freyr Þráinsson bæjar-
stjóri áhöfninni á Venusi tertu eins
og hefð er fyrir við vertíðarbyrj-
un. Venus NS er eins og kunnugt
er í eigu Brims en skipið er skráð
á Vopnafirði. Loðnan nú fer öll til
bræðslu. mm
Sigurbjörn Björnsson vélstjóri tók við rjómatertunni hjá Sævari Frey, fyrir hönd
áhafnar Venusar. Ljósm. sfþ.
Fyrsta loðnan á Akranes
Venus við bryggju.