Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 11
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
2
Kynningarfundur vegna
breytinga á deiliskipulagi
Dalbrautarreits
Dalbraut 8 – 17. janúar 2022
Kynningarfundur vegna breytinga á deiliskipulagi Dalbrautarreits
er varðar Dalbraut 8, verður haldinn sem netfundur í gegnum
Teams, mánudaginn 17. janúar 2022 kl. 17:00.
Sjá hlekk https://akranes.is/is/skipulag-i-kynningu.
Fundurinn verður tekinn upp og verður aðgengilegur á
heimasíðu Akraneskaupstaðar og á facebook. Kjörið er að senda
inn spurningar í streymi á meðan á fundi stendur.
Vinnslutillaga: Breyting á Deiliskipulagi Dalbrautarreits.
Í fyrirhugaðri breytingu er gert ráð fyrir atvinnu- og
félagsstarfsemi á jarðhæð. Byggingarreitur bílgeymslu og
1. hæðar er stækkaður. Nýtingarhlutfall lóðar breytist
úr 1,6 í 2,0 og fl.
Ábendingar og sjónarmið þurfa að vera skriflegar og berast fyrir
31. janúar 2022 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Dalbraut 4 eða
á netfangið skipulag@akranes.is
Eftir kynninguna mun skipulags- og umhverfisráð ljúka gerð
tillagnanna og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Ákveði
bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagstillögur verður
frestur til að gera athugasemdir við þær að minnsta kosti 6 vikur
sbr. ákvæði skipulagslaga.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Hafnarfjall er óðum að verða eitt
vinsælasta útivistarsvæði Vestur-
lands. Umferð göngufólks á fjallið
fer stöðugt vaxandi og því lá beint
við það yrði eitt af fyrstu verk-
efnum Ferðafélags Borgarfjarð-
ar að bæta aðstæður fyrir göngu-
fólk á þessu svæði. „Síðasta sum-
ar var leiðin upp á Hafnarfjall stik-
uð og farið langt með að hreinsa
í burtu ónýtar girðingar. Þá kom
fram sú ábending að bílastæðum
við rætur Hafnarfjalls væri ábóta-
vant,“ segir Gísli Einarsson forseti
Ferðafélags Borgarfjarðar í samtali
við Skessuhorn. Félagið leitaði því
til Vegagerðarinnar og óskaði eft-
ir úrbótum. „Vegagerðin féllst á
að öryggi vegfarenda stafaði ógn af
ástandi bílastæðisins, meðal annars
vegna þess að hægt væri að aka inn
á það á fleiri en einum stað. Núna
á fyrstu dögum nýs árs var ráðist í
að lagfæra planið, með tilliti til ör-
yggissjónarmiða, og á það núna að
standast allar kröfur,“ segir Gísli.
„Stjórn FFB þakkar Vegagerðinni
fyrir skjót og góð viðbrögð um leið
og hún hvetur göngufólk áfram
til að gæta varúðar. Göngufólki er
sömuleiðis boðið að nýta þetta fína
bílastæði en leggja ekki bifreiðum
sínum á gamla þjóðveginn. Sú leið
þarf að vera greið fyrir sjúkraflutn-
inga ef óhöpp henda í fjallinu. Því
má svo bæta við að á vegum FFB er
nú unnið að gerð upplýsingaskilt-
is um gönguleiðir á Hafnarfjalli og
verður það sett upp á hinu endur-
bætta bílastæði á vordögum,“ segir
Gísli Einarsson. mm/ Ljósm. ge.
Randi Holaker hefur tekið við sem
verkefnastjóri í Reiðmanninum hjá
Endurmenntun Landbúnaðarhá-
skóla Íslands á Hvanneyri. Einnig
hefur Þórarinn Ragnarsson tekið
að sér kennslu í Reiðmanninum.
Þórarinn er fæddur og uppalinn
Þingeyingur. Tamningarmaður og
reiðkennari í Vesturkoti á Skeiðum
þar sem hann býr með konu sinni
og börnum. Þórarinn er menntað-
ur tamningamaður og reiðkennari
frá Háskólanum á Hólum. Þórar-
inn er með Íslandsmeistara titla og
Landsmóts sigurvegari í A-flokki
gæðinga á gæðingnum Spuna frá
Vesturkoti, auk þess að sýna ár
hvert eftirtektarverð kynbótahross.
Þórarinn hefur síðustu tvo vetur
kennt Reiðmanninn hópi nemenda
á Flúðum.
Randi Holaker er fædd og upp-
alin rétt fyrir utan Osló í Nor-
egi. Hún er menntuð hjúkrunar-
fræðingur, með grunnmenntun í
kennslufræði, sem og tamningar-
maður og reiðkennari frá Háskól-
anum á Hólum. Randi er gæð-
ingadómari, hefur lokið fyrri hluta
íþróttadómaranáms, er knapa-
merkjadómari og með réttindi
til og hefur tekið virkan þátt í að
dæma gæðingafimi,“ segir í til-
kynningu frá skólanum.
Randi býr á Skáney í Reyk-
holtsdal ásamt Hauki Bjarnasyni
og tveimur dætrum þeirra. Þar
reka þau hrossaræktarbú í mjög
góðri aðstöðu og eru með ræktun,
kennslu, þjálfun og sölu hrossa. Á
Skáney er eitt elsta hrossaræktar-
bú landsins en ræktunin hefur stað-
ið síðan 1944. Það var afi Hauks,
Marinó Jakobsson, sem hóf mark-
vissa ræktun á býlinu og árið 1958
fæðist honum rauðblesóttur hestur
sem hann kallar Blesa. Blesi er ætt-
faðir margra hrossa á Skáney. Bjarni
Marinósson og Birna Hauksdóttir
hafa eftir daga Marinós staðið fyrir
búinu á Skáney og nú hin síðari ár
ásamt þeim Hauki og Randi.
„Randi hefur brennandi áhuga
á reiðkennslu og býr yfir mik-
illi reynslu á því sviði, bæði inn-
anlands og erlendis. Þá hefur hún
sinnt kennslu við Landbúnaðarhá-
skóla Íslands í nokkur ár. Við bjóð-
um Randi hjartanlega velkomna
til starfa hjá Endurmenntum LbhÍ
og hlökkum til samstarfsins við að
gera öflugt nám í Reiðmanninum
enn betra,“ segir í tilkynningu frá
skólanum. mm
Staðan í vatnsbúskap Landsvirkj-
unar hefur ekki verið lakari í sjö
ár. Innrennsli á vatnasviðum helstu
vatnsaflsstöðva hefur verið mjög
dræmt vegna þurrkatíðar, ann-
að haustið í röð, og staða miðlun-
arlóna því lág. Í tilkynningu frá
Landsvirkjun kemur fram að staðan
er sérstaklega slæm á Þjórsársvæð-
inu og hefur Þórisvatn ekki ver-
ið lægra síðan veturinn 2013-2014
þegar afhending raforku til stór-
notenda með sveigjanlega raforku-
samninga var síðast takmörkuð.
Þessi tvö ár skera sig úr. „Ástæðan
er lítil úrkoma á svæðinu síðastliðin
tvö ár sem m.a. hefur valdið mjög
lágri grunnvatnsstöðu. Sem fyrr
hamla takmarkanir á flutningsgetu
því hversu mikið er hægt að flytja
á milli landssvæða. Á sama tíma fer
eftirspurn eftir raforku hjá Lands-
virkjun sífellt vaxandi. Samtals
er staða miðlunarforðans nú um
600 GWst lakari en um áramótin
2020/2021. Niðurdráttur miðlun-
arlóna hófst í byrjun október síð-
astliðins og hefur verið eindreginn.
Ljóst er að grípa þarf til vatnsspar-
andi aðgerða til að verja miðlunar-
forða kerfisins fram á vor,“ segir í
tilkynningunni.
Skerðingar allt að 3% af
árlegri orkuvinnslu
Landsvirkjun hefur þegar grip-
ið til aðgerða hjá viðskiptavinum
sem hafa kosið mesta sveigjanleik-
ann. Í desember var framboð af raf-
orku til fiskmjölsverksmiðja tak-
markað og nú er ljóst að ekki er til
raforka inn á þennan markað fram
á vor. Þetta er um 200 GWst skv.
áætlunum þessara aðila á tímabilinu
janúar-apríl. Þá hefur Landsvirkjun
einnig tilkynnt öðrum viðskipta-
vinum sínum með sveigjanlega raf-
orkusamninga, þ.e. stórnotendum
og fjarvarmaveitum, að miðað við
óbreytta stöðu muni líklega koma
til takmarkana á afhendingu orku
til þeirra á næstu þremur til fjór-
um vikum. Gert er ráð fyrir að tak-
mörkunin geti orðið samtals allt að
250 GWst til viðbótar þeim 200
GWst sem fiskimjölsverksmiðj-
ur eru skertar um. Samtals nemur
þessi mögulega takmörkun á af-
hendingu orku um 3% af árlegri
orkuvinnslu Landsvirkjunar.
mm/ Ljósm. Landsvirkjun.
Versnandi staða í vatns-
búskapnum vegna þurrka
Þórarinn Ragnarsson sýnir hér Spuna frá Vesturkoti.
Randi og Þórarinn munu starfa
í Reiðmanninum hjá LbhÍ
Randi sýnir hér Sóló frá Skáney á Landsmóti fyrir tíu árum.
Ljósm. Kolbrún Gretarsdóttir.
Bílastæði fyrir göngufólk
á Hafnarfjall